Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 40
ÍO SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Auglýsing um starfsleyfistillögur skv. gr. 70 í mengunarvarnareglugerð nr. 48/1994. í samræmi við gr. 70 ofangreindrar reglugerðar liggja frammi til kynningar hjá upplýsingaþjónustunni (1. hæð) í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá mánudeginum 30. október nk., til 24. nóvember nk., starfsleyfistillögur fyrir eftirtalin fyrirtæki: Olíufélagið hf., bensínstöð Olíufélagið hf., bensínstöð Olíufélagið hf., bensínstöð Olíufélagið hf., bensínstöð Olíufélagið hf., bensínstöð Olíufélagið hf., bensínstöð Olíufélagið hf., bensínstöð Olíufélagið hf., bensínstöð Olíufélagið hf., bensínstöð Olíufélagið hf., bensínstöð Olíuverslun íslands hf., Olíuverslun íslands hf., Olíuverslun íslands hf., bensínstöð Olíuverslun íslands hf., bensínstöð Olíuverslun íslands hf., bensínstöð Olíuverslun íslands hf., bensínstöð Skeljungur hf., bensínstöð Skeljungur hf., bensínstöð Skeljungur hf., bensínstöð Skeljungur hf., bensínstöð Skeljungur hf., bensínstöð Skeljungur hf„ bensínstöð Skeljungur hf., bensínstöð Skeljungur hf., bensínstöð Skeljungur hf„ bensínstöð Skeljungur hf„ bensínstöð Skeljungur hf„ bensínstöð Geirsgata 19,101 Rvík Borgartún 3, 105 Rvík Ægisíða 102, 107 Rvík Fellsmúli 24, 108 Rvík Kringlumýrarbraut 100, 108 Rvík Stóragerði 40, 108 Rvík Skógarsel 10,109 Rvík við Ártúnshöfða, 110 Rvík Bíldshöfði 2, 112 Rvík Gagnvegur 2,112 Rvík bensínstöð Ánanaust 6,101 Rvík bensínstöð Klöpp Skúlag, 101 Rvík Álfheimar 49, 104 Rvík Háleitisbraut 12, 108 Rvík Álfabakki 7, 109 Rvík við Gullinbrú, 112 Rvík Skógarhlíð 16,101 Rvík við Kleppsveg, 104 Rvík Laugavegur 180,105 Rvík við Miklubraut norður, 105 Rvík við Miklubraut suður, 105 Rvík við Birkimel, 107 Rvík Bústaðavegur 20, 108 Rvík Hraunbær 102, 110 Rvík við Vesturlandsveg, 110 Rvík Suðurfell 4, 111 Rvík Gylfaflöt 1,112 Rvík Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir sem málið varðar. Athugasemdir, ef gerðar eru, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 105 Reykjavík, fyrir 27. nóvember nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Abendingar á nijólkitrunibúðum, nr. II) af 60. Málalengingar! I DAG Með morgunkaffinu Ást er.. að fara frekar í bílt- úr á gamla skijóðn- um hennar en fína sportbílnum þínum. TM Reg U.S. P«t Ofl — al rtghta raMrved (c) 1996 Loa Angeles Times Syndicats SKÁK Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í B flokki á Haustmóti Tafl- félags Reykjavíkur sem nú er nýlokið. Sveinn Krist- insson (2.040) var með hvítt, en Einar K. Einars- son (1.945) var með svart og átti leik. 23. - Bxh3!! 24. gxh3 - Hxh3+! 25. Kxh3 - Hf5 (Hvíti kóngurinn slepp- ur nú ekki út úr prísund- inni) 26. Hfl - Dh5+ 27. Kg2 - Hg5+ 28. Hgl - Hg5+ 29. Kfl - Dh3+ 30. Kel - Hxgl+ 31. Kd2 - Hxal 32. Rf2 — Hxa2+ ÞÚ ert reyndar búinn að lækna mig, en um hvað á ég nú að tala í sauma- klúbbnum? 33. Kdl — Dg2 og hvítur gafst upp. Þröstur Þórhallsson sigraði með yfirburðum í A-flokki og er skákmeistari Taflfé- lags Reykjavíkur 1995. Þröstur er reyndar nýgeng- inn í TR. í B- flokki var barist um sæti í A- flokki að ári, en það er mikilvægt því A-flokkurinn verður sterkari með hveiju árinu. Ólafur B. Þórs- son vann B- flokkinn örugg- lega, hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum og tapaði ekki skák. 2.-3. Páll A. Þórarinsson og Bergsteinn Einarsson, 14 ára, 7 v. 4. Heimir Ás- geirsson 6'/2 v. 5. Einar K. Einarsson 6 v. 6-8. Bragi Þorfmnsson, 14 ára, Björn Þorfinnsson 16 ára og Hrannar Baldursson 5'/2 v. Af yngstu keppendunum er það að segja að Berg- steinn náði einum sínum besta árangri, en Bragi olli vonbrigðum og missti alveg leikgleðina, sem sem er einn mikilvægasti þáttur- inn í hans styrkleika. Þar má kenna um of mikilli taflmennsku í haust. HÖGNIHREKKVÍSI ... /Ccitt- fupUn/v! '' ÞESSIR duglegu krakkar héldu nýlega hlutaveltu til styrkt- ar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.500 krónur. Þau heita Ama Erlendsdóttir, Öm Erlendsson, Bjami Þór Árnason, Olga Lilja Ólafsdóttir, Linda Ósk Árnadóttir, Helga Björk Árnadóttir og Jón Gunnar Ólafsson. ÞESSIR duglegu krakkar þau Lilja Hrönn Helgadóttir, Friðrik Már Helgason og Haraldur Hreinsson héldu hluta- veltu nýlega ásamt félögum sínum, sem ekki gátu verið með á myndinni, þeim Jóhönnu Hreinsdóttur, Hönnu Mar- íu Karlsdóttur og Ester Ösp Valdimarsdóttur. Ágóðann sem varð kr. 2.301 létu þau renna í Styrktarfélag krabbameins- sjúkra bama. Oft eru merkingarlítil orð og orðasambönd notuð að óþörfu. Sumt kemst í tísku og veður uppi, t.d. í fjölmiðlum. Eölilegt málfar Málalengingar Frystihúsið er við höfnina. Fyrirtækið er nýtt. í kosningunum í gær... Stjómmálaumræður. Frystihúsið er staðsett við höfnina. Um er að ræða nýtt fyrirtæki. í kosningunum sem fram fóru í gær... Umræður á vettvangi stjómmála. Komum beint að efninu! 4 MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrczðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. Víkverji skrifar... AÐ ER nánast sama hvar niður er borið á jarðarkringlunni - hvarvetna eru Islendingar á ferð! En það er ekki nóg með að Mörland- ar fari mikinn um allar jarðartriss- ur. Hingað til eylands okkar yzt í veraldarútsæ flyklqast ferðamenn hvaðanæva að úr veröldinni. í fyrra komu hingað hvorki fleiri né færri en 180.000 ferðamenn - tífalt fleiri en tíu árum fyrr. Heildargjaldeyris- tekjur af þessum aðkomna sæg námu tæpum 17 milljörðum króna - 11% af útfluttri vöru og þjónustu það árið! Það munar um minna, meinar Víkveiji, á sumum sviðum í stöðnuðum þjóðarbúskap okkar. Islenzk náttúra er sterkasta að- dráttaraflið á erlenda ferðamenn. Aðstreymi þeirra hefur valdið um- hverfisvandamálum á viðkvæmum stöðum. Mikilvægt er að vemda þennan segul, ósnortna náttúru landsins. Um það þurfum við öll að sameinast. Ög ekki myndi saka að mótuð yrði opinber stefna í ferðaþjónustu. xxx FJÓRIR þingmenn hafa flutt þingsályktunartillögu um rannsóknir í ferðaþjónustu, þeir Tómas Ingi Olrich, Einar K. Guð- finnsson, Sturla Böðvarsson og Valgerður Sverrisdóttir. Þar segir m.a.: „Alþingi ályktar að brýnt sé að efla rannsóknir í ferðaþjónustu og tryggja með þeim hætti grund- völl stefnumótunar og langtímaá- ætlana í atvinnugreininni og stuðla að jafnvægi í fjárfestingu." Þetta eru orð í tíma töluð. Þeir leggja til að stofnuð verði gagnamiðstöð við skrifstofu Ferða- málaráðs íslands á Akureyri. Mið- stöðin skipuleggi öflun upplýsinga um atvinnugreinina - sem og um erlenda ferðamarkaði og erlendar rannsóknir í ferðamálum. Tillög- unni fylgir greinargerð um fram- kvæmdina. Ferðaiðnaður er hvarvetna á jarðarkringlunni vaxandi atvinnu- grein. Hann er einn af fáum vaxtar- broddum í íslenzku atvinnulífi. En samkeppnin um ferðamenn heims- ins harðnar dag frá degi, enda eft- ir feiknamiklu að slægjast. Þennan akur verður að yrkja - og yrkja vei. Menn uppskera eins og þeir sá til. Hér gildir sum sé hið forn- kveðna að þeir fiska sem róa. xxx OFBELDI erlendis og hérlendis helzt í hendur við útbreiðslu fíkniefna - að stórum hluta. Gróf- ari afbrot eru nánast alfarið fíkni- efnatengd. Það er því ekki út í hött að Jóhanna Sigurðardóttir og átta aðrir þingmenn fara fram á skýrslu „frá forsætisráðherra um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis" í ís- lenzku samfélagi. í greinargerð með tillögunni seg- ir m.a.: „Hefur komið fram í viðtölum við þá sem helzt vinna að þessum málum hérlendis að staða þessa málaflokks sé á margan hátt hlið- stæð því sem var fyrir fimm árum annars staðar á Norðurlöndum og fyrir tíu árum í Bandaríkjunum. Þróunin hefur verið misalvarleg, en sem dæmi má nefna að samhliða aukinni dreifíngu á krakk-kókaíni fjölgaði morðum í Bandaríkjunum og var hægt að tengja það neyzlu þessa efnis.“ Það er illt til þess að vita, að mati Víkveija, að hluti sjónvarps- efnis, sem því miður er vaxandi þáttur í uppeldi þjóðarinnar, hefur ótvírætt „auglýsingagildi" fyrir þann botnfalls-lífsmáta sem af- brota- og fíkniefnaheiminum heyrir til. Víkveiji er þeirrar skoðunar að hreinsa þurfí sjónvarpssorann af skjám landsmanna. Víkverji tekur undir það með flutningsmönnum að fámenni hér á landi eykur möguleika til að sporna við fíkniefnum og fíkniefnatengd- um afbrotum. Herða þarf róðurinn, m.a. rannsóknir - en ekki síður aðhald og viðurlög. Það er óafsak- anlegt að fljóta sofandi að þeim feigðarósi, sem alltof margir svamla nú í hérledis og erlendis. í þessum efnum þarf þjóðin öll að leggjast á fyrirbyggjandi árar: löggjafinn, dómstólar, lögregla, heimili, skólar og fjölmiðlar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.