Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KEPPENDUR að leikslokum. Lenti í 4. sæti í HM dúklagningarmanna ÓLAFUR Lárusson dúklagningar- maður tók þátt í heimsmeistara- keppni í linoleumdúkakeppni í Hollandi fyrir skömmu. Keppnin er haldin innanhúss, í stórri verk- smiðju og voru keppendur 14 og komu víðs vegar að úr heiminum. Keppnin, sem var tvíþætt, fór þannig fram að bás var útbúinn fyrir hvern keppanda. Fyrra keppnisverkefnið var fjögurra tíma verkefni þar sem keppendur áttu að skera mynstur ofan í dúk á fjögurra fermetra flöt. Seinna verkefnið var suðuverkefni og fólst í að sjóða mynstur sem tengdist tölvuleiknum Pacman ofan í dúkinn. Þegar keppendur höfðu lokið verkefnunum gaf dómnefnd ein- kunnir fyrir ýmsa þætti, svo sem vinnuaðferðir og að sjálfsögðu endanlega útkomu. Ólafur náði góðum árangri og lenti í 4. sæti. Hann hlaut viðurkenningarskjal að launum, auk verkfæra. Þetta var í fyrsta skipti sem keppnin var haldin, en ætlunin er að hún verði á árs eða tveggja ára fresti í framtíðinni. Ólafur segir að við þátttöku í keppninni reyni á hæfi- leika, vandvirkni, tímaáætlun og hvernig staðið sé að verkinu. HÉR SÉST keppnissvæðið, með Ólaf í forgrunni. ÓLAFUR að leikslokum, sæll og ánægður. Skipað fyrir ►BARBRA Strei- sand hefur leikstýrt nokkrum myndum. Þeirra frægust er myndin „Prinee of Tides“ með Nick Nolte í aðalhlut- verki. Nú vinnur hún að annarri mynd. Ber hún heit- ið Tvö andlit speg- ilsins, eða „The Mirror Has Two Faces“. Meðfylgj- andi mynd er tekin í Central Park í New York og ekki er annað að sjá en Streisand viti hvað hún er að gera. SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 43 6. nóv. 35 sœti London á kr. 16.930 1.917 manns bókaðir til London Við bætum við sætum Við hjá Heimsferðum þökkum frábærar undirtektir við Londonferðum Heimsferða og bætum nú við sætum í nóvember í þær brottfarir sem uppselt var í. Við höfum nú fengið viðbótargistingu í London á Ambassador-hótelinu og einnig á vinsælasta hótelinu okkar, Bailey's, sem er fallegt hótel í Kensington með öllum aðbúnaði. Kynntu þér borgarrispu Heimsferða til London, mestu heimsborgar Evrópu, á ótrúlega hagstæðu verði og íslenskir fararstjórar Heimsferða tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni. Verð 16.930 kr. Verð með flugvallarsköttum 6. nóvember Verð 19.930 kr. m.v. 2 í herbergi, Ambassador, 3 nætur. Verð með flugvallasköttum. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.