Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 C 3 speglamir á skiptistöngum í því skyni að tryggja betra útsýni. Rúmgott farþegarýmið er einnig búið nýjustu margmiðlunarkerfum svo að farþegum verði séð fyrir skemmtun og upplýsingum á ferð- inni. Ökumaðurinn fær allar upplýs- ingar um akstursskilyrði og umferð um staðsetningarkerfíð, símann, útvarpið eða eftir öðrum leiðum. Aksturinn er gerður eins auðveldur og unnt er með nýjustu staðsetning- artækni. Ýmsar aðrar upplýsingar- veitur og margmiðlunartæki nýtast í miðlun gagna sem tiltæk eru um síma og mótald á farstöðvum. Toy- ota segir að í Prius hafí tekist að þjappa þessum kostum inn í sam- hæft, einfalt kerfí sem auðvelt sé að stjórna. Barnasæti eru innbyggð í fram- og aftursæti. Útfjólubláum geislum og háhitageislun er haldið í skefjum með sérmeðhöndluðu grænu gleri. Skynjari sem vinnur með ABS-kerf- inu gerir viðvart ef loftþrýstingur í hjólbarða lækkar óeðlilega. Toyota aflstýrikerflð Toyota aflstýrikerfið (EMS) er grundvallarforsenda hagkvæmrar eldsneytisnýtingar í Prius. Kerfíð tryggir að bíllinn nýtir tiltækt afl á sem hagkvæmastan hátt. Megin- markmiðið með þróun EMS er að draga úr eldsneytiseyðslu og þar með einnig útblástursefnum svo sem C0‘2. Samkvæmt nýjum reglum ESB um prófanir hefur tekist að draga um 50% úr CO'2-framleiðslu í sambandi við samsvarandi gerðir með bensínvél. Gert er ráð fyrir að takast megi að lækka eldsneytiseyðslu í 3,6 1/100 km í venjulegum akstri. Slík eldsneytisnýting þýðir að aka má Toyota Prius rúmlega 1.000 km á einum tankfylli, 40 1. Ekki nægir einungis að bæta eldsneytisnýtingu vélarinnar vegna þess að orkutap við brennslu elds- neytisins er svo mikið. Um þrír fjórðu aflsins sem framleitt er til að knýja bílinn með brennslu elds- neytis tapast. Toyota EMS býður upp á kerfí sem endurheimtir hreyfiorku fyrir tilstilli span vélar/rafals og þéttis Ártúnsbrekkan breikkuö FYRIRHUGAÐ er að breikka hluta Vesturlandsvegar, þann veg- arkafla sem í daglegu tali er kall- aður Ártúnsbrekkan. Breikkunin nær til nyrðri akreinanna, þ.e. leið- arinnar inn til borgarinnar en nú- verandi vegur verður áfram sá sami út úr henni. í framkvæmdaf- réttum Vegagerðarinnar segir að tilgangur verksins sé áð auðvelda umferð og draga úr slysatíðni og bæta samgöngur við nýju hverfin í austurborginni. Reykjavíkurborg og Vegagerðin standa að skipulagi framkvæmdarinnar en hönnun annast verkfræðistofan Línuhönn- un hf. _ Dánar- tíðni á hrað- brautum DÁNARTÍÐNI á hraðbraut- um í Evrópu er lægst í Hol- landi. Þar deyja að meðaltali rétt rúmlega þrír miðað við eins milljarðs kílómetra akst- ur. Breskar hraðbrautir eru í öðru sæti með fjóra manns látna. Ástandið er sýnu verra á Spáni en þar deyr að með- altali 61 maður miðað við hvern einn milljarð kílómetra. 200.000 Audi A4 smíðaðir TVÖ hundruð þúsundasti Audi A4 var smíðaður í verk- smiðjum Audi í Ingolstadt í september, 12 mánuðum eftir að smíði bílsins hófst. Bíllinn hefur einnig verið settur sam- an í verksmiðjum VW í Suð- ur-Afríku frá því í apríl sl. einnig í Malasíu frá því í júlí. Framleiðsla hefst á Á4 í Indó- nesíu á síðari hluta næsta árs. 9 millj. Ford Fiesta NÝLEGA rann níu milljónasti Ford Fiesta af færibandi Ford verksmiðjanna í 19 ára sögu bílsins. Fiat hefur nýlega smíðað milljónasta Punto bíl- inn í 20 mánaða sögu bflsins og sló þar með fyrra met sitt með Fiat Uno en það tók 24 mánuði að framleiða eina milljón Uno bíla. Mercedes- Benz hefur smíðað yfír 500 þúsund bfla í C-línunni frá því bíllinn kom fyrst á mark- að 1993 og hefur enginn bíll verksmiðjanna selst jafn mik- ið á j afn skömmum tíma. ■ TOYOTA Prius hugmyndabíllinn er ávalur og egglaga. Frqmtíöardeild Toyota sýnir qfuröirnar Neyslugrannur og öruggur Prius TOYOTA Prius, hugmyndabíll Toy- ota var frumkynntur á alþjóðlegu bilasýningunni i Frankfurt. Við hönnun á Prius hugsuðu verkfræð- ingar Toyota upp á nýtt hvernig bíll á að líta út og hvað hann á að geta boðið upp á. Þeir höfðu í huga að fastlega má gera ráð fyrir gjör- breyttri notkun bíla í framtíðinni. Árangurinn er fyrirferðalítill stallbakur - bfll fyrir fjölskyldur sem eru mikið á ferðinni. Hátt öryggis- stig og lítil eldsneytiseyðsla eru kostir sem ættu að höfða til almenn- ings. Að ytra útliti er bfllinn ávalur og egglaga. Rauð þokuljós og spor- öskjulaga blikkljós setja svip á framenda bílsins. Þótt þessi hugmyndabíll sé styttri en Corolla má bera innri aðstæður í bflnum, þar sem eru hærri sæti undir hærra lofti, saman við Carina E varðandi stærð, og í bílnum er pláss fyrir fimm fullorðna og far- angur þeirra. Auðvelt er að stíga inn og út úr bflnum vegna meiri stall-/setuhæðar og víðari dyraopa. Margmiðlunarkerfi Önnur dæmi um hagnýta hönnun er rúmgóð farangursgeymsla. Aft- urljós eru staðsett ofarlega á aftur- endanum. Jafnframt eru hurðar- Virkt öryggl en með því móti má spara um 12,5% eldsneyti. Að mati Toyota tryggir EMS einnig lágmarkstap orku með því að drepa á vélinni þegar hennar er ekki þörf, t.d. á umferðarljósum, og endurræsa hana þegar græna ljósið kviknar. Síbreytileg aflyfirfærsla (CVT) hefur verið þróuð af Toyota. Sá búnaður velur stiglaust það akst- urshlutfall sem óskað er og gerir þannig vélinni kleift að ganga eins nærri kjörhraða og hægt er, óháð aðgerðum ökumanns og aksturs- skilyrðum. Til að draga enn frekar úr elds- neytiseyðslu er í Prius rafaflstýri sem er fyrirferðarminna og léttara og eyðir orku aðeins þegar stýrt er. Þetta segir Toyota að leiði til 3% eldsneytissparnaður. Undir Prius eru hjól með meira þvermáli og hjólbarðar með nýrri gerð þráða sem dregur úr veltiviðnámi um 35%. Loftræstikerfið er rafknúið og eyðir 10% minni orku og Toyota segir að enn frekari sparnaður fáist með því að draga úr loftræstingu með notkun lágleiðniglers. 4. Hönnun undlrvagns í Toyota Prius er notað MacPher- son öxulupphengi að framan og snúningsstangaupphengi að aftan. Allir undirvagnshlutar hafa verið vandlega þróaðir til samræmis við minni þyngd bílsins. Mikið bil milli öxla og sporvídd ásamt ýmsum ráðum sem beitt er við hönnun undirvagnsins auk bún- aðar sem vinnur gegn tilhneigingu framendans til að dýfa og afturend- ans til að lyftast, allt tryggir þetta stöðugleika og prýðilega stjórnun. Ökumaður Toyota Prius bflsins situr ofar en ökumenn í flestum miðlungsstórum og jafnvel stærri bílum og er því betur í stakk búinn að sjá og skilja aðstæður í umferð- inni sem myndást fram undan. Annað augljóst og nauðsynlegt ör- yggistæki er hátt staðsett hemla- Ijós. Þá er í bílnum nýtt hemlakerfi. í því kerfi er einnig að finna nauð- BÍLLINN er styttri en Corolla en mun hærri. hemlunaraðstoð. Öll hætta á því að hjól læsist er úr sögunni fyrir til- stilli ABS-kerfísins. Nauðhemlunar- aðstoðin er ef til vill brýnust fyrir þá sem geta ekki auðveldlega heml- að af fullu afli: litlar konur, eldra og fatlað fólk til dæmis. Og sérstak- ur nemi greinir ef loftþrýstingur lækkar óeðlilega mikið. Óvlrkt öryggl Yfirbyggingin á Toyota Prius byggir á grind sem hefur verið end- urbætt með aðstoð tölvu. Yfírbygg- ingin er hönnuð og smíðuð þannig að hún taki í sig og dreifi höggum með mestum árangri komi þau framan á, á hliðina eða aftan á bíl- inn. í Toyota Prius eru forstrekkjarar á öryggisbeltum og líknarbelgir handa fólki í framsætum, hliðar- belgir fyrir fólk í fram- og aftursæt- um. Hliðarbelgir fyrir framsætin eru í framsætunum en hliðarbelgir fyrir aftursætin eru í hliðum bílsins aftur í; Hnakkapúðar eru á öllum fjórum sætum. Annar öryggisbúnaður Á Toyota Prius er öryggiskerfi sem er að verða staðalbúnaður al- mennt í bílum - biflás á vélinni og þjófaviðvörun - en einnig nýstárleg atriði þar sem öflugt samskipta- kerfí bflsins er nýtt. Ef frumþjófa- vömin fer af stað er hægt að láta senda eigandanum boð um það sem fram fer um síma í boðtæki. ■ ÖKUMAÐURINN fær aUar upplýsingar um akstursskilyrði og umferð um staðsetningar- kerfið, símann eða útvarpið. TOYOTA aflstýrikerfið (EMS) tryggir að bíllinn nýtir tiltækt afl á sem hagkvæmastan hátt. HONDA SMM er afturhjóladrifinn og er með 2 lítra, fimm strokka línuvél. Sportbílar og sport|eppar í Tókíó ALÞJÓÐLEGA bílasýningin í Tókíó er nú haldin í 31. sinn og þykir áber- andi hve mikla áherslu japanskir bílaframleiðendur leggja á svokall- aða RV-bíla (Recreational Vehicles) en þar innan rúmast fjölnotabílar, sportjeppar og skutbílar. Af 31 jap- önskum hugmyndabíl sem sýndur er í Tókíó eru 18 bílar í RV-flokknum. Þótt að bílasala sé enn dræm í Japan miðað við uppgangstímana þar í landi er sala á bílum í þessum flokki mikil og japanskir bílaframleiðendur keppast við að bjóða nýja valkosti á þessu sviði. Jafnvel Mazda, sem hef- ur átt í töluverðum erfiðleikum, sýn- ir fjóra nýja hugmyndabíla í Tókíó, þar af þijá RV. En þótt RV-bílar séu mest áber- andi í Tókíó sýna japanskir og evr- ópskir framleiðendur einnig nokkra hugmyndabíla í sportbílaflokki sem gleður augu áhugamanna. Þar á meðal er Toyota MRJ sem er með ökumanns- og farþegarýmið alveg fyrir miðju bílsins. Bfllinn er fjórir metrar á lengd, 1,70 m á breidd og 1,24 m á hæð. Hjólhaf bílsins er 2,55 metrar. Vélin er 1,8 lítra með tveimur ofan á liggjandi knastásum og skilar 170 hestöflum. Aksturs- hæfni bílsins er mikil því hann er með nýjum fjögurra hjóla stýrisbún- aði. Tvö lítil aftursæti gegna líka því hlutverki að rýma toppinn á bíln- um sem er settur yfír bílinn og tek- inn af honum með sjálfvirkum bún- aði. Mazda RX-01 Sumir telja að RX-01 sem Mazda sýndi sé í raun nýr RX-7 sportbíll sem tilkynnt hefur verið að komi á markað 1998. Stjórnendur Ford, sem hafa haft hönd í bagga með rekstri Mazda, hafa hins vegar verið andvíg- ir smíði RX-7 nema bíllinn verði spar- neytnari en nú er útlit fyrir að hann verði. RX-01 kemur til móts við þessi sjónarmið með svokallaðri „rotary“ vél, sem eru allt annarrar gerðar en hefðbundnar vélar með strokkum. Stjórnendur Mazda segja að elds- neytisnýting bílsins hafi verið bætt um 10%. „Rotary“ vél Mazda er með 1,3 lítra slagrými og skilar 220 hest- öflum við 8.500 snúninga á mínútu. RX-01 vegur um 1.200 kg og far- þegarýmið er fyrir miðju bílsins til að auka á stöðugleika hans í akstri. Hann er 4,05 m langur, 1,73 m á breidd og 1,25 á hæð. Hjólhafið er 2,35 m. Honda SMM Honda SMM sporbíllinn er ný yfir- bygging á nýrri grind og einmitt þess vegna er talið ólíklegt að hann verði nokkurn tíma fjöldaframleidd- ur. Blikur eru á lofti um að fram- hald verði á smíði sportbíls Honda, NSX, vegna afleitrar sölu, einkum í Bandaríkjunum en það eykur líkurn- ar á því að SMM verði þrátt fyrir allt smíðaður. Reyndar gáfu tals- menn Honda í skyn að framleiddir yrðu um 1.000 SMM á mánuði og bíllinn myndi kosta sem svarar um 1.950.000 ÍSK í Japan. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 2 lítra, fimm strokka línuvél. SMM er 3,98 m á lengd, 1,70 m á breidd og 1,15 m á hæð. Hjólhafið er 2,40 m. ■ TOYOTA MRJ er með opnan- legum toppi og fjögurra hjóla stýrisbúnaði. VELARHLÍFIN á Mazda RX-01 er í raun mun lægri en myndin sýnir því til að draga úr loftmótstöðu er bíll- inn með vindskeið ofan á vé arhlífinni úr trefiae-leri Hálf milljón Twingo SMÍÐAÐIR hafa verið 550 þúsund Renault Twingo bflar í verksmiðjum Renault í Frakklandi, Spáni og í Tævan frá því í júní 1994. Twingo er þriðji mest seldi bíllinn í Frakk- landi, á eftir Renault Clio og Peuge- ot 106. VW selst vel FYRSTU átta mánuði ársins hefur sala á Volkswagen bílum.aukist um 4,3%. Alls seldust á þessu tímabili 2.367.000 VW bílar. Mest varð söluaukningin í Bandaríkjunum, Japan og Kína, en minna í Vestur- Evrópu og í Þýskalandi. VW er engu að síður með mesta markaðs- hlutdeild í Vestur-Evrópu, 16,5%. Akstur eykst enn AKSTUR bíla í Evrópu mun aukast áfram nokkur næstu ár, segir í skýrslu sem Evrópusambandið hef- ur látið vinna. Árið 2005 mun hins vegar draga lítillega úr akstri. Fram kemur í skýrslunni að akstur í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Ítalíu er meiri en í öllum öðrum Evrópulöndum samanlagt. Meirn ál BÍLAIÐNAÐURINN í Bandaríkj- unum fór í fyrsta sinn á síðasta ári fram úr gosdrykkjaframleiðendum í notkun á áli til framleiðslu sinnar. Bílaframleiðendur notuðu alls 1,3 milljarða kg af áli sem er 173,7 milljónum kg meira en árið 1993. Nissan innkallar NISSAN hefur kallað inn yfir 472.000 bíla af Primera gerð alls staðar að úr Evrópu vegna galla í hemlahosu. Breska dagblaðið Daily Telegraph greindi frá því að við mjög sérstakar aðstæður getur myndast sprunga í hosunni með þeim afleiðingum að bremsuvökvi tapast út af hemlakerfínu. Skipt er um hosu í þeim bílum sem kallaðir eru inn. Bílamir sem hér um ræðir voru smíðaðir í Sunderland í Eng- landi á tímabilinu maí 1990 til sept- ember 1994. ■ í Ford Ranger XLT 2 W/D, árgerð '93 (ekinn 35 þús. míl- ur), Ford Explorer Sport, árgerð ’92, Ford Explorer XL, árgerð ’91 (breyttur), Honda Civic DX, árgerð '91 (tjónabif- reið) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 31. október kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Allis Chalmers gaffallyftara 4000 Ibs. m/bensínvél. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA TILBOÐ ÓSKAST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.