Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 C 3 mag^jFf^mm ¦H^^öjMBte^jl I ' l^m^ '*^^V SflP^ ¦ vl ygBsJlá''. * aSH ^ - ¦ m. X: <TmmW-"'^k f:'-..^t \t y*'» ~^^^M ^k^É^hHÍ ÖKUMAÐURINN fær allar upplýsingar um akstursskilyrði og umferð um staðsetningar- kerfið, símann eða útvarpið. TOYOTA aflstýrikerfið (EMS) tryggir að bíllinn nýtir tiltækt afl á sem hagkvæmastan hátt. hemlunaraðstoð. 011 hætta á því að hjól læsist er úr sögunni fyrir til- stilli ABS-kerfisins. Nauðhemlunar- aðstoðin er ef til vill brýnust fyrir þá sem geta ekki auðveldlega hernl- að af fullu afli: litlar konur, eldra og fatlað fólk til dæmis. Og sérstak- ur nemi greinir ef loftþrýstingur lækkar óeðlilega mikið. Óvirkt öryggi Yfirbyggingin á Toyota Prius byggir á grind sem hefur verið end- urbætt með aðstoð tölvu. Yfirbygg- ingin er hönnuð og smíðuð þannig að hún taki í sig og dreifi höggum með mestum árangri komi þau framan á, á hliðina eða aftan á bíl- inn. í Toyota Prius eru forstrekkjarar á öryggisbeltum og líknarbelgir handa fólki í framsætum, hliðar- belgir fyrir fólk í fram- og aftursæt- um. Hliðarbelgir fyrir framsætin eru í framsætunum en hliðarbelgir fyrir aftursætin eru í hliðum bílsins aftur 5; Hnakkapúðar eru á öllum fjórum sætum. Annar öryggisbúnaður Á Toyota Prius er öryggiskerfi sem er að verða staðalbúnaður al- mennt í bílum - biflás á vélinni og þjófaviðvörun - en einnig nýstárleg atriði þar sem öflugt samskipta- kerfi bflsins er nýtt. Ef frumþjófa- vörnin fer af stað er hægt að láta senda eigandanum boð um það sem fram fer um síma í boðtæki. ¦ Ártúnsbrekkan breikkuð Hálf milljón Twingo »r í Tókíó Honda SMM Honda SMM sporbíllinn er ný yfir- bygging á nýrri grind og einmitt þess vegna er talið ólíklegt að hann verði nokkurn tíma fjöldaframleidd- ur. Blikur eru á lofti um að fram- hald verði á smíði sportbíls Honda, NSX, vegna afleitrar sölu, einkum í Bandaríkjunum en það eykur líkurn- ar á því að SMM verði þrátt fyrir allt smíðaður. Reyndar gáfu tals- menn Honda í skyn að framleiddir yrðu um 1.000 SMM á mánuði og bíllinn myndi kosta sem svarar um 1.950.000 ÍSK í Japan. Bíllinn er afturhjóladrifinn og er með 2 lítra, fimm strokka línuvél. SMM er 3,98 m á lengd, 1,70 m á breidd og 1,15 m á hæð. Hjólhafið er 2,40 m. ¦ SMÍÐAÐIR hafa verið 550 þúsund Renault Twingo bílar í verksmiðjum Renault í Frakklandi, Spáni og í Tævan frá því í júní 1994. Twingo er þriðji mest seldi bíllinn í Frakk- landi, á eftir Renault Clio og Peuge- ot 106. VW selst vel FYRSTU átta mánuði ársins hefur sala á Volkswagen bílum.aukist um 4,3%. Alls seldust á þessu tímabili 2.367.000 VW bílar. Mest varð söluaukningin í Bandaríkjunum, Japan og Kína, en minna í Vestur- Evrópu og í Þýskalandi. VW er engu að síður með mesta markaðs- hlutdeildíVestur-Evrópu, 16,5%. Akstur eykstenn AKSTUR bíla í Evrópu mun aukast áfram nokkur næstu ár, segir í skýrslu sem Evrópusambandið hef- ur látið vinna. Árið 2005 mun hins vegar draga lítillega úr akstri. Fram kemur í skýrslunni að akstur í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og ítalíu er meiri en i öllum öðrum Evrópulöndum samanlagt. Meira FYRIRHUGAÐ er að breikka hluta Vesturlandsvegar, þann veg- arkafla sem í daglegu tali er kall- aður Ártúnsbrekkan. Breikkunin nær til nyrðri akreinanna, þ.e. leið- arinnar inn til borgarinnar en nú- verandi vegur verður áfram sá sami út úr henni. í framkvæmdaf- réttum Vegagerðarinnar segir að tilgangur verksins sé áð auðvelda umferð og draga úr slysatíðni og bæta samgöngur við nýju hverfin í austurborginni. Reykjavíkurborg og Vegagerðin standa að skipulagi framkvæmdarinnar en hönnun annast verkfræðistofan Iinuhönn- un hf. _ BÍLAIÐNAÐURINN í Bandaríkj- unum fór í fyrsta sinn á síðasta ári fram úr gosdrykkjaframleiðendum í notkun á áli til framleiðslu sinnar. Bílaframleiðendur notuðu alls 1,3 milljarða kg af áli sem er 173,7 milljónum kg meira en árið 1993. Nissan innkallar NISSAN hefur kallað inn yfir 472.000 bíla af Primera gerð alls staðar að úr Evrópu vegna galla í hemlahosu. Breska dagblaðið Daily Telegraph greindi frá því að við mjög sérstakar aðstæður getur myndast sprunga í hosunni með þeim afleiðingum að bremsuvökvi tapast út af hemlakerfinu. Skipt er um hosu í þeim bílum sem kallaðir eru inn. Bílarnir sem hér um ræðir voru smíðaðir í Sunderland í Eng- landi á tímabilinu maí 1990 til sept- ember 1994. ¦ Dánar- tíðni á hrað- brautum DÁNARTÍÐNI á hraðbraut- um í Evrópu er lægst í Hol- landi. Þar deyja að meðaltali rétt rúmlega þrír miðað við eins milljarðs kílómetra akst- ur. Breskar hraðbrautir eru í öðru sæti með fjóra manns látna. Ástandið er sýnu verra á Spáni en þar deyr að með- altali 61 maður miðað við hvern einn milljarð kílómetra. 200.000 AudiA4 smídaóir TVÖ hundruð þúsundasti Audi A4 var smíðaður í verk- smiðjum Audi í Ingolstadt í september, 12 mánuðum eftir að smíði bílsins hófst. Bíllinn hefur einnig verið settur sam- an í verksmiðjum VW í Suð- ur-Afríku frá því í apríl sl. einnig í Malasíu frá því í júlí. Framleiðsla hefst á A4 í Indó- nesíu á síðari hluta næsta árs. 9 millj. Ford Fiesta NÝLEGA rann níu milljónasti Ford Fiesta af færibandi Ford verksmiðjanna í 19 ára sögu bílsins. Fiat hefur nýlega smíðað milljónasta Punto bíl- inn í 20 mánaða sögu bflsins og sló þar með fyrra met sitt með Fiat Uno en það tók 24 mánuði að framleiða eina milljón Uno bíla. Mercedes- Benz hefur smíðað yfir 500 þúsund bfla í C-línunni frá því bfllinn kom fyrst á mark- að 1993 og hefur enginn bíll verksmiðjanna selst jafn mik- ið á jafn skömmum tíma. ¦ TILBOÐ ÓSKAST * f im í Ford Ranger XLT 2 W/D, árgerð '93 (ekinn 35 þús. míl- ur), Ford Explorer Sport, árgerð '92, Ford ÉxplorerXL, árgerð '91 (breyttur), Honda Civic DX, árgerð '91 (tjónabif- reið) og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 31. október kl. 12-15. Ennfremur óskast tilboð í Allis Chalmers gaffallyftara 4000 Ibs. m/bensínvél. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA ¦ kjariú málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.