Morgunblaðið - 29.10.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.10.1995, Qupperneq 4
4 C SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SAAB AFTUR Á ÍSLANDI EFTIR NOKKURT HLÉ Vel búinn og hljóölátur Saab 9000 í Evrópu SALA á nýjum bílum í Evrópu dróst saman um 3,7% í september miðað við sama tíma í fyrra. Alls seldust 853.500 bílar í mánuðinum. Sölu- aukningin fyrstu níu mánuði ársins í Evrópu er aðeins 0,5%. Af fímm stærstu markaðslöndunum var það aðeins í Þýskalandi sem umtalsverð söluaukning várð í september, eða 4,9% en fyrstu níu mánuðina hefur söluaukningin í Þýskalandi verið 3%. í Frakklandi var samdrátturinn í september 15% og 22,3% á Spáni. Á íslandi jókst fólksbílasalan í sept- ember um 3,3% og 18,9% fyrstu níu mánuði ársins. ■ Samdróttur Saab 9000 CS í hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 16 ventlar, 150 hestöfl, lágþrýst for- þjappa. Framdrifinn. Fimm manna. Aflstýri - veltistýri. Hemlalæsivöm. Rafdrifnar rúður. Rafstillanlegir og hitaðir hliðaspeglar. Samlæsingar. Festingar fyrir bamabíl- stóla í fram- og aftursætum. Loftpúði í stýri. Lengd: 4,79 m. Breidd: 1,77 m. Hæð: 1,42 m. Hjólhaf: 2,67 m. Þyngd: 1.360 kg. Stærð farangursrýmis: 448 1. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km tekur 11 sekúndur. Bensíneyðsla á 100 km: 13,6 I í þéttbýli, 7,8 1 á jöfnum 90 km hraða. Staðgreiðsluverð kr.: 2.683.000. Umboð: Bílheimar hf., Reykjavík BÍLAR frá Saab verksmiðjunum sænsku hafa ekki verið í efstu sætum yfir innflutta nýja bfla á síðustu ámm og má raunar segja að saga Saab innflutnings hafí gengið í talsvert miklum bylgjum síðustu árin. Á liðnu vori eða í aprfl tóku Bflheimar hf. við um- boðinu og hefur nú flutt inn fyrstu bflana og hafíð nýja sókn inn á íslenskan bílamarkað. Margir gestir komu í heimsókn um síðustu helgi þegar bílamir voru sýndir og hafa þegar selst 8 bflar. í boði eru Saab 900 sem kom fram nýr fyrir nærri tveim- ur árum og svo endurbættur 9000 sem er að verða nokkuð klassískur. Við riíjum upp kynn- in í dag og skoðum CD með lág- þrýstri forþjöppu. I stórum dráttum er Saab 9000 stór, breiður og verklegur bfll. Allar útlínur eru hæfílega mjúk- ar og ávalar, framendinn hallar örlítið niður og þar eru mjóslegn- ar og penar aðalluktir, grillið lít- ið áberandi og stuðari mjög hæfí- legur. Afturendinn er nokkuð hár, fáanlegur sem stallbakur eða fímm dyra hlaðbakur og hlið- amar bogadregnar með fínlegum hliðarlista. Rúður em stórar og eins og fyrr segir er Saab 9000 verklegur og sterklegur á velli. RúmgóAur Þegar inn er komið verður þess enn frekar vart að hér er á ferðinni stór og stæðilegur bfll því alls staðar er hann rúmgóð- ur. í ökumannssætinu getur bíl- stjórinn hagrætt sér að vild og stillt hæð og halla á setunni auk hinna hefðbundnu stillinga og sama er að segja um farþega- framsætið - þar er allt til þæg- inda og í aftursætum er rúmgott fyrir tvo og þrír geta alveg látið fara vel um sig í þessum fímm manna bfl. Segja má þó kannski að sætin megi vart vera mýrki og á það kannski helst við um ökumannssætið. Útsýni er gott og er auðvelt fyrir alla að njóta þess að ferðast og það þótt leið- ir gerist langar. Mælaborðið er skemmtilega afmarkað og snýr örlítið að öku- manni þannig að hann hefur það svolítið út af fyrir sig. Uppsetn- ingin á því er hefðbundin, hring- mælir fyrir Jbraða og snúnings- hraða, rofar fyrir ljós og þokuljós vinstra megin, hægra megin sætahitararofar og í myndarleg- um stokknum hægra megin eru miðstöðvarrofar, útvarpsstæði og öskubakki. Stórt hólf er milli framsætanna, gírstöngin og handhemill eru á sínum stað, sömuleiðis hanskahólf og geymsluhólf í hurðum. HljóAlát vél Vélin í þessari gerð sem var prófuð er tveggja lítra, 16 ventla, 150 hestöfl og með nýrri gerð af forþjöppu sem er lágþrýst (low pressure turbo). Þessi vél er sér- lega hljóðlát, gefur allsæmilegt viðbragð og eyðir 13,6 lítrum á 100 km í þéttbýli en getur farið niður í tæpa 8 lítra á þjóðvegi í tiltölulega friðsömum akstri. Gír- ss ÞRJÁR vélagerðir eru í boði og í bílnum sem var prófaður var tveggja lítra og 150 hestafla vél með lágþrýstri forþjöppu. EKKERT skortir á þægindin í innri búnaði en ef menn ve(ja leðurklæðningu verður að bæta 200 þúsund krónum við verðið. EINS og annað er mæla- borðið stórt og verklegt í Saab 9000. skiptingin er fjögurra þrepa sjálfskipting en einnig er fáanleg fímm gíra handskipting. Er sjálf- skiptingin mjög mjúk og gildir einu þótt ekið sé hranalega af stað, hún fer áreynslulaust milli þrepa og verður ökumaður naumast var við það og hægt er einnig að skipta mjög mjúk- lega niður ef á þarf að halda. Staðalbúnaður er allríkulegur og þessi helstur: Vökvastýri, hemlalæsivörn, rafdrifnar rúður og hliðarspeglar,- samlæsingar, stillanlegur ljósgeisli á aðalljós- um, festingar fyrir barnabílstóla í fram- og aftursætum og loft- púði eða líknarbelgur í stýri. Llpur Meðhöndlun á Saab 9000 með sjálfskiptingu og þessari hæfí- lega rösku vél verður vart auð- veldari. Bíllinn er lipur og ber engin merki um að vera þung- lamalegur eins og kannski mætti ætla af svo stórum bíl. Vélin á sitt í þessari lipurð þrátt fyrir að hún sé ekki haldin neinu ofur- viðbragði. Hann leggur vel á og er auðveldur viðfangs í stæðum RúmgóAur HljóAlátur Vel búlnn og skaki í borg. Helst mætti nefna sem truflun að nokkuð stutt er milli bensíngjafar og hemils og getur það orðið hvim- leitt ef ökumaður er í umfangsm- iklum skófatnaði. Á þjóðvegi er bíllinn mjúkur og vélin dugar vel í vinnslu á hæðóttum vegum og viðbragði við framúrakstur þótt ekki reyndist mikið tækifæri til að prófa fararskjótann í fyrstu hálku vetrarins á höfuðborgar- svæðinu. Aðbúnaður og gott rými gerir líka Saab 9000 að vænum ferðabíl og ekki spillir að farangursrými er gott. SAAB 9000 er virðulegur bíll og sterklegur á velli. MlkiA verAbll Verðið er síðan alltaf það sem allt snýst um þegar öllu er á botninn hvolft. Með þessari tveggja lítra vél og forþjöppunni lágþrýstu er það hátt í 2,7 millj- ónir króna fyrir sjálfskiptan bíl en 2,5 sé hann tekinn með hand- skiptingu. Sé hann tekinn með tveggja lítra 130 hestafla vél og án forþjöppu er verðið rúmar 2,4 og 2,6 milljónir en sá með stærstu vélinni, sem er 2,3 lítr- ar, 200 hestöfl og með for- þjöppu, kostar tæpar 3,1 milljón og rúmar 3,2 milljónir. Eins og sagði í upphafi hefur innflutningur á Saab gengið dá- lítið skrykkjótt síðustu árin og má segja að varla hafi verið flutt- ur inn nýr Saab síðustu tvö ár en þeir munu þó hafa verið um 20. Nú er að verða bót á því með sókn Bílheima og þótt skref- in séu ekki stór hafa þau alla burði til að vera örugg enda eru hér vandaðir gripir á ferð, nokk- uð íhaldssamir kannski, en vel búnir, þægilegir og öruggir. ■ Jóhannes Tómasson Sala nýrra bifreiða V í Evrópuríkjunum fyrstu 9 manuði 199o^ Þýskaland 2.547.300 +3,0% Bretland Frakkland 1.594.200 1.453.200 +0,4% +1,3% Ítalía Spánn 1.300.900 634.500 ■0,8% -7,2% Holland Belgfa 370.200 284.800 +2,7% ■9,3% Austurríki Svíss 229.400 212.700 +0,2% ■0,1% Portúgal Svíþjóð 156.700 122.800 -10,7% +8,4% Danmörk Grikkland 106.600 92.500 -1,4% +12,4% írland Noregur 81.700 71.200 +7,9% +11,4% Finnland Lúxemborg 64.400 22.700 +17,9% ■4,6% SAMTALS: 9.345.800 +0,5%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.