Morgunblaðið - 01.11.1995, Page 3

Morgunblaðið - 01.11.1995, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 C '3 SKIPASMÍÐAR Beitir NK öflugt fjölveiðiskip eftir miklar breytingar Beitir NK 123, sem gerður er út af Síldarvinnsl- unni hf. í Neskaupstað, er eitt íslenzkra skipa, sem búið er til kolmunnaveiða. Þar ræður úrslitum mikill togkraftur skipsins og sjókæling í hluta lesta þess. Marta Einarsdóttir kynnti sér breyt- ingar, sem gerðar voru á Beiti í Póllandi í haust og ræddi við Finnboga Jónsson, framkvæmda- stjóra Síldarvinnslunnar BEITIR kom í haust til heimahafnar eftir viðamiklar endurbætur í Nauta skipasmíðastöðinni í Póllandi. Ný brú var smíðuð í skipið og bætt við einni íbúðarhæð. Móttaka var stækkuð og hvalbakur settur, með fullkominni flokkunarstöð fyrir loðnu og síld. Vinnslulínu var breytt og þær lestar sem ekki voru ein- angraðar fyrir voru klæddar með stáli og einangraðar. Sjókælikerfí var komið fyrir og dælubúnaði, sem dælir físki milli lesta, til og frá flokk- unarstöð og í land. Tveir olíugeymar voru settir í skipið, flottrollsvinda og kapalvinda, allt lensikerfi skips- ins endurnýjað og andveltikjölur settur á það. Beitir var einnig sand- blásinn og málaður upp á nýtt, auk flölda smærri verka. Ferskara hráefni Finnbogi Jónsson, forstjóri Síld- arvinnslunnar hf., segir að skipið sé þannig fullkomið nótaveiðiskip og jafnframt frystitogari. „Núna höfum við möguleika á að koma með ferskara hráefni að landi, þeg- ar skipið stundar nótaveiðar, bæði til manneldisvinnslu og til hágæða mjölframleiðsiu. Jafnframt hefur skipið nú möguleika á flottrollsveið- um sem það hafði ekki áður og er betur hæft til að stunda veiðar á fjarlægari miðum.“ Beitir var tæpa fjóra mánuði úti en viðgerðin tók aðeins lengri tíma en áætlað var í fyrstu. Þeir skipveij- ar sem sigldu með skipinu heim létu fremur vel af Nauta. Unnið var á vöktum og oft í miklum hita og við aðstæður sem ekki þættu fýsilegar hér. Skipveijar sögðu Pólveija þægi- lega í samskiptum, þó stundum kæmu upp tjáskiptaörðugleikar, þar sem mjög fáir þeirra töluðu ensku. Þó heyrðust raddir um að skipulagn- ing vinnunnar mætti vera betri og eins olli óánægju að ýmislegt sem ekki var læst niður hvarf úr skipinu á meðan að á viðgerðinni stóð. Lofaðl ekki góðu í byrjun Verkið lofaði heldur ekki góðu í byijun því eftir fjögurra tíma sigl- ingu á leiðinni heim kviknaði í vinn- upöllum, sem skildir höfðu verið eftir í reykháfi yfír vélarrúmi. Það var ekki til að bæta það að öllu halon slökkviefni skipsins hafði ver- ið hleypt út úr kerfínu af misgán- ingi á meðan á viðgerðinni stóð og reykköfunarbúnaði hafði verið stol- ið. Það gekk þó greiðlega að slökkva eldinn og skipið reyndist ekki skemmt eftir eldinn. Reynist vel í brælu Lítið reyndi á sjóhæfni Beitis á leiðinni heim, þar sem veður var einstaklega gott. En í sinni fyrstu veiðiferð í Smuguna reyndist skipið ágætlega, að sögn Finnboga Jóns- sonar. I brælu reyndist það mjög vel og veltingur var lítill. Eldur sem upp kom í vélarrúmi og olli því að Beitir varð að snúa heim frá veiðum var alveg ótengdur breytingunum. Finnbogi segir að í svona viða- miklum breytingum sé auðvitað allt- af eitthvað sem fínna megi að en það hafi verið smávægilegt miðað við umfang verksins. „Akveðna hluti þurfti að leggja vinnu í að laga eft- ir að skipið kom heim. Suður í olíu- tönkum þurfti að yfírfara upp á nýtt. Þetta var það sem við áttum síst von á að þyrfti að laga en svo voru aðrir hlutir sem við hefðum haldið að stöðin væri slakari í sem þeir gerðu mjög vel. Við vorum búnir að gera athugasemdir við suð- urnar úti og þeir töldu sig vera búna að laga þær. Það voru undirverktakar sem unnu þetta verk fyrir stöðina og eftirlit með vinnu þeirra hefur brugðist. En þó nokkur kostnaður hafí hlotist af þessu tafði þetta skip-' ið ekki frá veiðum. Ég er í megin- atriðum ánægður með verkið og tel að við séum með mjög gott skip eftir þessar endurbætur.” Pólverjar standa vel að vígi Finnbogi segir að hægt hefði ver- ið að breyta Beiti hér heima en mikill hluti breytinganna hafí verið stálvinna og þar standi Pólveijamir betur að vígi hvað kostnað varðar. Þeir hafí einnig fleiri starfsmenn og hafi því getað skilað verkinu á mun styttri tíma. „Mikill samdráttur á síðustu árum, einkum í nýsmíði, hefur háð íslensku stöðvunum. Það hefur leitt til þess að starfsmönnum i íslenskum skipasmíðaiðnaði hefur fækkað mjög mikið og stöðvamar eiga því erfítt með að taka að sér stærri verk og samhliða að sinna hefðbundnu viðhaldi." Pólverjarnlr 30 mllljónum lægrl Verkið var boðið út í tveimur skipasmíðastöðvum á íslandi og tveimur í Póllandi og tilboð Nauta var lægst, um 30 milljónum króna lægra en lægsta íslenska tilboðið. Greiðslur til Nauta námu um 110 milljónum króna en með öllum nýj- um tækjum og búnaði sem sett vom í skipið og efniskostnaði sem útgerð- Smábátaeigendur ComNav 2200 sjálfstýringin með útistýrinu er sniðin að þörfum ykkar. Línuveiðarnar verða "léttari" með ComNav Skiparadíó hfi Fiskisióð 94. sími 552 0230 Morgunblaðið/Marta Einarsdóttir BEITIR í Nauta skipasmiðjunni í Póllandi. in lagði til er heildarkostnaður verksins um 190 milljónir. Finnbogi segir að Beitir sé fýrsta íslenska loðnuskipið sem sé breytt þannig að það geti komið með kælt hráefni að landi og reiknar með að það færist í vöxt á næstu árum að kælikerfí verði sett í íslenska loðnu- flotann. Hann segir að það hafí verið lærdómsríkt fyrir Nauta að spreyta sig á þessu verki. Þeir hafi lagt mikið upp úr því og geri ráð fyrir því að fá fleiri verkefni af þessu tagi. Hann segir að það sé mjög gott að eiga við Pólveijana og reikn- ar með að þeir verði samkeppnis- hæfír áfram. Verkstjórar tll veióa viA ísland Friðrik Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vélasölunnar tekur í sama streng. Hann segir að Nauta hafi aflað sér mikillar þekkingar á íslenskum skipum. Flestir verkstjór- ar þeirra hafí t.d. verið sendir til Islands til fískveiða til að kynnast íslenskum skipum og sjá af eigin raun hvað til þurfi á Islandsmiðum. Hann segir að reikna megi með að verðlag hjá Nauta hækki eitthvað og að Spánveijar hafi í seinni tíð verið að undirbjóða Pólveija í krafti mikilla niðurgreiðslna en telur að framtíð skipasmíðaiðnaðar í Pól- landi sé björt. UPPLYSIINIGAR UM 4 J FÆROU í SÍMA 902 ÍOOO •'J-*'***> í símanúmerinu 902-1000 kemstu í samband við upplýsingakerfi Vita- og haíhamálastofnunar 4*_* um veður og sjólag. Sjálfvirkar veður- stöðvar hafa verið settar upp á annesjum. Við sex þessara stöðva er jafn- framt öldudufi sem gefur' upp ölduhœð. Landinu er skipt upp í fjögur lands- svæði sem þú velur á simatorginu allt eftir þvi hvar þú ert. Upp- lýsingum þessum er ætlað að auka j öryggi sjófarenda og auð- ), velda sjósókn. VITA- OG HAFNAMÁLASTOFNUN VESTURVÖR 2 ■ 200 KÓPAVOGUR • SÍMI 560 0000 • FAX 560 0060

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.