Morgunblaðið - 01.11.1995, Síða 5

Morgunblaðið - 01.11.1995, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 C 5 Morgunblaðið/Halldór STJÓRN Maritech heimsótti aðalstöðvar Marel í lok síðustu viku, skoðaði frystihús og heilsaði upp á sendiherra Noregs á íslandi, Nils O. Dietz. Hér er stjórnin í húsakynnum Marels; Odd Einar Folland, Endre Sæter, Steinar Sogn, Steinar Myklöy og Stein Hendnes. Með þeim á myndinni eru Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels, Lárus Asgeirsson markaðsstjóri og Kristján Davíðsson svæðissölustjóri. Samvinnan við Marel hf. hefur skilað okkur miklu NOREGUR er nú orð- inn stærsti einstaki markaður Marels hf. en um þriðjungur af heildarsölu fyrirtækis: ins fer þangað í ár. í Noregi er fyrirtækið Maritech með einkaumboð fyrir Marel og selur ýmist búnaðinn frá Marel beint eða sem hluta sameiginlegra heildarlausna fyrir sjávarútveginn. Aðaleigandi og forstjóri Maritech, Odd Einar Folland, segir að samvinnan við íslendinga hafi gengið mjög vel og norskir fiskverkendur láti Smugu- deiluna ekki koma í veg fyrir að þeir kaupi vörur frá íslandi. Framkvæmdastjóri Maritech í Noregi er ánægður með gang mála Maritech hefur verið með einka- umboð fyrir Marel í Noregi síðast- liðinn áratug. Fyrirtækið er með aðalstöðvar í Averöy rétt utan við Kristiansund, en er með sölu- og þjónustuskrifstofur viða um Noreg. Starfsmenn þess eru um 40 talsins og er tæplega helmingur veltu vegna sölu vamings frá Marel. Noregur verður stærsti markaður Marels í ár með’um 320 milljónir króna af áætlaðri sölu upp á einn milljarð króna. Mikll veltuauknlng „Við höfum gengið í gegn um bæði súrt og sætt þetta tímabil með Marel, en tvö síðustu árin hafa gengið mjög vel. Veltuaukning milli ára hefur verið á milli 40 og 50%. Maritech selur bæði einstök tæki frá Marel eins og vogir og flokk- ara, en fyrirtækin vinna einnig sam- an að hönnun og sölu á heildar- lausnum fyrir sjávarútveginn. Mari- tech sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir vinnslu, sem felst í alls konar gagnasöfnum og útreikningum, en Marel leggur svo til vigtar, flokkara og flæðilínur, svo dæmi séu nefnd," segir Folland. Áherzlan á aukið vlnnsluvlrðl Folland segir að mikill vöxtur hafi verið í norskum sjávarútvegi síðustu tvö árin og sömu sögu sé að segja af laxeldinu. Sífellt meiri áherzla sé lögð á aukið vinnsluvirði í fiskvinnslunni og byijað sé á því að auka vinnsluvirði laxins líka með því að skera flök í bita og framleiða sérstakar pakkningar. Oalgengt sé að bæði fiskvinnslan og laxeldið séu í vexti á sama tíma og því sé eftir- spurnin eftir tæknibúnaði til að auka verðmæti framleiðslunnar vaxandi. Góð samvinna vlð Marel „Við Norðmenn getum margt lært af íslendingum í fiskvinnsl- unni. Þeir eru komnir langt í allri tækni og auka vinnsluvirði afurð- anna stöðugt. Samvinna okkar við Marel hefur gengið mjög vel og deilan um Smuguna hefur ekki dregið úr möguleikum okkar á því að selja búnaðinn frá Marel í Nor- egi. Aðeins í einu tilfelli olli þessi deila okkur erfiðleikum, enda gera menn sér grein fyrir þvi, að það eru óskyldir hlutir, deilan um Smuguna og tæknivæðing og uppbygging í fiskivinnslunni. Enda höfum við aukið söluna á tveimur síðustu árum verulega. Vonandi getur Norðmönnum og íslendingum al- mennt gengið vel að vinna saman í framtíðinni, til dæmis hvað varðar framboð á fiski úr Norðaustur-Atl- antshafi, fiskveiðistjórnun og fleira. Það skiptir einnig máli að nú eru að ganga yfir kynslóðaskipti i norskum sjávarútvegi. Yngri kyn- slóðirnar hafa betri menntun og eru víðsýnni en þær gömlu. Það ætti að hafa jákvæð áhrif á samskipti þessara frændþjóða," segir Odd Einar Folland. Nóg til af skarkola í Hollandi MIKIÐ framboð hefur verið í haust á skarkola í Hollandi og verðið því lækkað verulega. Var afli mjög góður seinni hluta sept- ember og kom það á óvart því að hann var lítill á sama tíma í fyrra. Kemur þetta illa við ýmis fyrir- RÆKJUBA TAR tæki, sem höfðu búist við litlu framboði og því reynt að koma sér upp birgðum, sem þau keyptu dýrum dómum. Fyrir skömmu var verðið á skarkolanum ekki nema 80 kr. kílóið á markaðinum í Urk og ekki er talið, að það hækki mikið fyrr en gengið hefur á birgðirnar. Ljósi punkturinn er sá, að skarkolinn er nú samkeppn- ishæfari við aðrar ódýrari teg- undir og getur það ýtt undir neyslu á honum en úr henni hefur dregið að undanförnu. RÆKJUBA TAR Nafn Bt»rA Afll Flakur Sjóf Löndunarst. l OAGFAftt GK 70 299 10 1 1 Son8ger6i ] UNA 1 GARÐl GK 100 138 20 0 1 Sandgerði | GAUKURGKSSO 181 10 0 1 Keflavík ] GEIRFUGL GK 66 148 11 2 1 Keflavík GARÐAfí II SH 184 142 6 1 1 Ólatsvík ] SÆFELL ÍS820 162 9 Ö 1 Ölafsvík 1 SÓLBYSH 124 144 3 ■ 2 1 GmndarfjörSur :| KRÍSTÍNN FRIÐRIKSSON SH 3 104 5 0 1 Stykkishólmur I HEIBRÚNlSt 294 19 0 1 Bolungarvtk BERGÚR VE 44 266 12 0 1 isafjöröur [ guðmUndur péturs Is 4S 231 19 o 1 laafjöriur SÚLAN EA 300 391 15 0 1 Isafjöröur [ ÓSKAR HALLDÓRSSON RB 1S7 260 14 o 1 Isafjöröur FRIGGVE41 142 11 0 1 Hólmavík JÖFURlS 172 254 22 0 1 Hvammstangí HAFÖRNSK 17 149 13 0 1 Sauðárkrókur \ JÖKULL SK 33 68 6 o 1 Sauðórkrókur ÞÓRIR SK 16 12 4 0 1 Sauöárkrókur [ HELGA RF 49 199 23 0 1 Sigíufjöröur SIGLUVÍK Sl 2 450 19 0 1 Siglufjöröur \ STÁLVÍKSI1 384 20 0 I Slglufiörður ] GUÐMUNDUR ÓLAFUR 'ÖF 91 294 15 0 1 Ólafsfjöröur [ HAFÖRN EA 955 142 23 0 1 Oalvlk 1 ODDEYRIN EA210 274 29 0 1 Dalvík SIGURBORG HU IOO 220 33 0 1 Dalvik STEFAN RÖGNVALDS. EÁ 345 68 4 0 1 Dalvík SVANUR EA 14 0 1 J Dalvfk SÆÞÓREA 101 150 9 ö 1 1 Dalvík — Nafn Staarð AfU Flakur Sjóf. Lðndunarat. | SÓLRÚNEA3SI 147 6 Sii 1 Odvflt . | VÍD ÍR fRÁ ÚS TÍ ÉA 517 62 5 0 1 Dalvík 462 6 0 ÍÍi Akureyri 1 SJÖFNÞH142 199 18 0 1 Grenivík ( ÁLDEYÞH IIO 101 15 mm 1 Húeevík ARÖNÞH 105 76 5 0 “ 2 Húsavík [ 8JÖRG JÓNSDÓTTIR II ÞH 370 273 -g-l 0 .. ^ Húsavfk BJÖRG JÓNSDÚTTIR ÞH 321 316 14 ! 0 1 Húsavík ! FANNEYÞH t30 ^ 1 22 4 0 2 Húsavík GUÐRÚN BJÖRG 'þ'h 60 70 ' 5 0 2 Húsavík ! KRISTBJÖRG ÞH 44 187 18 Émm r Húsavfk | GESTUR SU 159 138 5 0 1 Eskifjöröur [ JÓN KJARTANSSON SU 111 776 41 o i Eskifjöröur ÞÓRIR SF 77 126 5 ö 1 Eskifjöröur SKELFISKBATAR 1 Nafn Stflorð Afll Sjóf. Lðndunarst. FARSÆLL SH 30 . 101 12 2 Grundarfjöröur HAUKABERG SH 20 104 11 2 Grundarfjörður [ ARNAR SH 157 20 10 2 . Slykkiehólmur GRETTIR SH 104 148 30 3“ Stykkishólmur HRÖNN BA 336 41 18 z*. StykkiEhólmur SVANUR SH 111 138 31 3 Stykkishólmur ÁRSÆLL SH 68 103 29 StykkiBhóímur ] ÞÓRSNES SH 108 163 28 3 Stykkishólmur Athygliverð saga veiða o g vinnslu BOKMENNTIR Sagnfræði STEINN UNDIR FRAMTÍÐAR HÖLL Saga Utgerðarfélags Akureyringa hf. 1945-1995 eftir Jón Hjaltason. Útgefandi ÚA 1995. Ásprent prent- aði. 226 síður, myndir, línurit, skrár. Jón Hjaltason AFLABRESTUR á síldinni leiðir til vaxandi atvinnuleysis á Akur- eyri. Ráðuneyti Ólafs Thórs vill nota stríðsgróða þjóðarinnar til nyt- samlegra hluta og ákveður að end- urnýja togaraflota landsmanna. Á Akureyri verður eldleg vakning og bæjarbúar leggjast á eitt um að stofna út- gerðarfélag. Deilt er um form þess; Sósíal- istar og Kratar vilja bæjarútgerð en Sjálf- stæðismenn halda fram hlutafélagsform- inu. Framsóknarflokk- urinn með Jakob Frí- mansson í farabroddi er tvístígandi, meiri- hluti flokksmanna vill þó ekki að bæjarsjóður leggi fyrir sig útgerð. Loks tekur Sjálfstæð- ismaðurinn Helgi Páls- son af skarið; markmið hans er að beitá öllum tiltækum ráðum til að öflugt útgerðarfélag megi líta dags- ins ljós á Akureyri. Ef öll sund lok- ast er hann jafnvel reiðubúinn að fallast á bæjarútgerð. En fyrst skal reynt við hlutafélagsformið. Hinn 26. maí 1945 er félagið stofnað með þátttöku Akureyrarbæjar og fær nafnið Útgerðarfélag Akur- eyringa hf.“ Kveðja frá Krlstjánl á Djúpalæk Með þessum orðum hefst saga Útgerðarfélags Akureyringa, sem komin er út fyrir nokkru. Höfundur sögu þessa merka útgerðarfélags er Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akureyri, og hefúr hann gefið sög- unni nafnið Steinn undir framtíðar höll. Nafnið er bein tilvitnun í ljóð Kristjáns frá Djúpalæk, sem hann orti við komu Kaldbaks, fyrsta tog- ara ÚA til heimahafnar 17. maí 1947. Þar orti Kristján svo: M ert stolt okkar allra og styrkur. M er steinn undir framtíðar holl, er skal rísa á fortíðar rústum með reisn, sem hin íslenzku pll. Ljóst er að orð Kristjáns frá Djúpalæk hafa rætzt. Svo sannar- lega hefur Kaldbakur á sínum tíma verið einn af steinunum undir þeirri framtíðarhöll sem Útgerðarfélag Akuryringa er í dag, þó reist hafi verið á rústum. Fæðlngin erflð Jón Hjaltason rekur í sögunni aðdraganda stofnunar Útgerðarfé- lags Akureyringa, sem var hrun í síldveiðum og vaxandi atvinnuleysi á Akureyri. Fæðing félagsins var erfið, enda pólitískur ágreiningur um félagsformið verulegur, fé var af skornum skammti og ríkisstjóm- in réð úthlutun togara, sem var ýmsum skilyrðum háð. Bemska fé- lagsins var einnig erfið, en miklar sviptingar áttu sér stað í útgerð á þessum árum. Byggt var á sigling- um með aflann fyrst í stað, en síð- an kom löndunarbann í Bretlandi vegna landhelgisdeilna illa við út- gerðina. En eins og venjulega leiða erfiðleikar á einu sviði til lausnar á öðram og löndunarbannið varð til þess að ÚA hóf fiskvinnslu í landi, sem síðan hefur verið hornsteinn starfseminnar. Hlutur bæjarlns stór Enda þótt ÚA hafi alla tíð verið hlutafélag, hefur hlutur Akureyrar- bæjar í félaginu verið mikill eða meira en helmingur og á mestu efiðleikaárunum fór meira en allt framkvæmdafé Akureyrarbæjar til að styrkja rekstur ÚA. Þegar betur gekk, fékk bærinn fé sitt til baka, en lítið mun hafa verið um bein afskipti bajaryfirvalda af rekstrin- um. Kosturinn við það virðist ótví- ræður, því óvíða getur sterkari út- gerðarfélög á landinu og er Útgerð- arfélagið stærsti atvinnuveitandinn á Akureyri. Gæfu og gang félagsins má því kannski bæði þakka afskipt- um bæjaryfírvalda og afskiptaleysi, eftir því, sem við átti hveiju sinni. Llpurlega unnið í bókinni er farið á lipurlegan hátt yfír sögu Útgerðarfélags Akur- eyringa. Sögunni er skipt í megin- kafla, sem brotnir eru niður í smærri hluta, en hveijum heildar- kafla fylgir yfirlit yfir helztu viðfangsefni hans. Leitað er fanga í fundargerðir og blaðaskrif samtímans og varpa þær heimildir athyglisverðu ljósi á gang mála og hugsun- arhátt þann sem ríkti fyrir nokkrum áratug- um, en virðist þó anzi fjarlægur. Auk þess leitar höfundur í munn- legar heimildir með við- tölum við þá, sem tóku þátt í að leggja steina undir framtiðarhöllina. Þá era í bókinni viðaukar um ÚA og bæjarstjórn, SH eða ÍS, Starfs- mannafélag ÚA, kynning á félaginu í tölum, kafli um stjórnir ÚA, stjóm- arformenn og framkvæmdastjóra og yfirlit yfir togara félagsins frá upphafi. Þá er skotið inn í frásögn- ina ýmsum greinum um málefni ÚA og atburðum er félagið varða. Farið er nokkuð nákvæmlega í gang mála, bæði í upphafi og er fram á þetta ár dregur, en á síðari áram ber hæst kapphlaup ÍS og SH um sölu afurða ÚA, fjárfestingu í Þýzkalandi, breytingar í útgerð með tilkomu frystitogara og aukið vinnsluvirði og hagræðingu í vinnslu i landi. Athyglisverð saga Saga Útgerðarfélags Akur- eyringa er athyglisverð fyrir margra hluta sakir, því jafnframt er hún gott dæmi um togaraútgerð frá ís- landi síðustu 50 árin og þá þróun og aðstæður, sem útgerðin hefur búið við. Bókin er sett upp á að- gengilegan hátt og í henni er að fínna mikið af upplýsingum um starfsemi ÚA um rekstraramhverfi félagsins. Höfundur gætir hlutleysis í frásögnum af pólitískum deilum og lætur heimildir samtímans þar ráða ferðinni hveiju sinni. Sagan er skrifuð á mjög skömm- um tíma, aðeins níu mánuðum, en það virðist ekki koma niður á henni. Lengri og nákvæmari frásögn hefði líklega orðið tyrfin án þess að skila lesandanum gleggri mynd, en styttri hefði sagan hins vegar líklega orðið snubbótt. Væntanlega hefur höf- undur þurft að velja og hafna eins og venja er, en það hlutverk virðist honum hafa tekizt vel. Miklll velviljl í formála að sögunni segir Jón Hjaltason svo: „Mér hefur þótt það mjög skemmtileg reynzla að upplifa þann mikla velvilja er Akureyringar bera til ÚA. Allir þeir fjölmörgu sem ég hef þurft að leita til vegna ritun- arinnar hafa tekið mér af hlýhug. Það er greinilegt að ÚA á marga hauka í homi enda era þeir ófáir sem hafa eytt heilli og hálfri starfs- ævinni í þjónustu félagsins." Að lestri sögunnar loknum er það öllum ljóst að saga Útgerðarfélags Akureyringa er afar samtvinnuð sögu Akureyrarbæjar síðustu 50 árin og verður heldur ekkj annað séð, að bæði bærinn og ÚA hafi notið góðs af því. Hjörtur Gíslason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.