Morgunblaðið - 01.11.1995, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 01.11.1995, Qupperneq 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 52,4 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóm 7,7 tonn á 99,35 kr./kg. Um Faxamarkað fóm 29,0 tonn á 117,40 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóm 15,7 tonn á 1136,42 kr./kg. Af karfa voru seld alls 40,1 tonn. í Hafnarfirði á 65,10 kr. (1,01), á 69,41 kr./gk á Faxagarði 0,81), en á Suðurnesjum seldist karfi á 73,10 kr. (38,31). Af ufsa vom seld alls 14,0 tonn. í Hafnarfirði á 68,86 kr. (0,31), á Faxagarði á68,36 kr. (1,91) og á 82,53 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (11,71). Af ýsu vom seld 78,5 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 102,86 kr./kg. Ufsi Kr./kcj —80 Fiskverð ytra Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 155,9 tonn á 167,05 kr./kg. Þar af vom 9,4 tonn afþorskiá 174,52 kr./kg. Af ýsu vom seld 58,3 tonn á 163,74 kr./kg, 29,5 tonn af kolaá181,44 kr./kg og 25,9 tonn af karfa á 116,05 kr. hvert kíló. Þorskur ""...... Karfi — Ufsi Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Viðey RE 6 seldi 148,6 tonn á 115,29 kr./kg. Samtals vom 145,3 tonn af karfa á 115,51 kr./kg. Ekkert var af ufsa í aflanum. 180 160 140 Góðir tímar framundan í sj ávarútveginum í Perú SARDÍNUVEIÐ- Sex milljón tonn í bræðslu “ á fyrra helmineá ársins ?nlðn"! "r er * 0 írspumm mikil, einkum vegna minnkandi veiði við Chile og Namibíu. Er raunar sömu sögu að segja af lýsingnum. Verr hefur hins vegar gengið á ansjós- unni og rætist ekki úr með hana má búast við mikilli samkeppni um sardínuna milli fískimjölsverksmiðjanna og niðurlagningarverksmiðj- anna. Almennt er bjart framundan í perúskum sjávarútvegi og mark- aðshorfur eru góðar. Eitt stærsta fískmjölsfyrirtækið í Perú, Austral SA, er um þessar mundir að koma upp mjög fullkom- inni niðurlagningarverksmiðju en auk þess er mikil eftirspurn eftir frystri sardínu frá Japan en þar er hún notuð í beitu. Sardínuveið- amar voru góðar framan af árinu en þegar kom fram í apríl dró veru- lega úr þeim. Þær jukust síðan aftur í júní og eru horfumar góðar. Á fyrra helmingi ársins var nið- ursuða á sardínu og öðmm físki rúmlega 21.000 tonn, um 1.000 tonnum meiri en á síðasta ári, og útflutningur jókst, fór úr 5.900 tonnum í 7.500. Velðlbann endurskoðað Vegna minni veiði ansjóu og sardínu í vor er leið vom allar veið- ar á þessum tegundum bannaðar 11. júlí en það var síðan endurskoð- að og 26 niðursuðu- og frystihús- um var leyft að hefjar þær aftur 27. júlí. Ekki var önnur bræðsla leyfð í sumar nema á því, sem féll til við aðra vinnslu. Þá tilkynnti einnig sjávarútvegsráðuneytið, að ríkisfyrirtækið Pescapera hefði verið sektað fyrir að vinna of smáa sardínu og sömuleiðis eitt útgerð- arfyrirtækið fyrir að landa of smáum físki. Fyrir skömmu var birt aflayfirlit yfir fyrstu sex mánuði ársins í Perú og þar kemur fram, að alls var landað sex milljónum tonna, sem er 12,9% minna en á sama tíma í fyrra þegar aflinn var 6,9 milljón tonn. Var það nýtt aflamet. Mestur var samdrátturinn í ans- jósuaflanum, sem dróst saman um 15% og var 4,7 milljón tonn á móti 5,5 milljónum tonna á síðasta ári. Veiðar á físki til neyslu jukust hins vegar um 6,6% og vora 337.700 tonn en 315.900 tonn í Færeyjar fyrra. Útflutningur á nipursoðnum og frystum físki jókst um 27,9%. Ef litið er nánar á vinnsluna á neyslufiskinum þá lítur það þannig út, að 96.500 tonn fóru í niðurlagn- ingu, 64.500 vora fryst, 30.600 tonn vora þurrkuð og söltuð og 146.100 tonn vora seld fersk. Rlsasmokkfiskur og rækja Veiðar á risasmokkfiski byijuðu heldur illa en komust á fullan skrið í júni. Er útlitið gott í þeim en leyft hefur verið að veiða 100.000 tonn fyrir tvö fyrirtæki í Suður-Kóreu og tvö í Japan. Þá er fyrirtækið Industrias Pesqueras Darama einnig að hefja vinnslu á smokk- fískflökum og hefur þegar selt frá sér um 500 tonn. Ef sjávarhiti við Perú verður nokkru hærri en venjulega síðustu mánuði ársins eins og margt bendir til, þá má einnig gera ráð fyrir aukinni veiði á rækju en hún fer yfirleitt mest- öll á erlendan markað enda verðið gott. Vel hefur gengið í lýsingsveið- inni við Perú og var aflinn fyrir skömmu kominn í 100.000 tonn. Er það heldur meira en allt síðasta ár en þá tókst ekki að klára kvót- ann, sem var 160.00 tonn. Það horfír því vel með lýsinginn enda er aðalveiðitíminn síðari hluti árs- ins, frá júní og fram í desember, þegar sjávarhiti er hvað lægstur. Það auðveldar líka lýsingsveiðina, að víða liggja miðin vel við, eru ekki nema í þriggja til átta klukku- stunda siglingu frá löndunarhöfn. Markaðurinn fyrir lýsing er mjög góður og af einhverjum ástæðum, hugsanlega vegna minni veiði á Álaskaufsa og minni lýs- ingsveiði við Argentínu, hefur verðið hækkað nýlega um 10-15%. Á síðustu þremur áram hefur perúski lýsingurinn áunnið sér orð fyrir gæði á alþjóðamarkaði enda hafa fyrirtækin lagt sig fram um að mæta þeim kröfum, sem gerðar eru í Evrópu og Bandaríkjunum. Snæfarl hjá Agropesca Ýmis fyrirtæki í Perú hafa verið að færa út kvíamar, bæði í veiðum og vinnslu, og má þar á meðal nefna Agropesca, sem þykir standa einna fremst í vöruvöndun. Það hefur keypt íslenska togarann Snæfara en hann getur verið með 50 tonn af ferskum físki í sér- kældri lest. Agropesca hefur einnig aukið vinnslugetuna í landi en auk lýsings vinnur það mahi mahi, ál, risasmokkfisk og hákarl. Flytur það aðallega út til Spánar, Ítalíu, Bretlands, Japans og Suður-Kóreu. Skipstjóri á Snæfara er íslend- ingurinn Axel Jónsson og vélstjóri er Steinn Ágúst Baldvinsson. Þorskveiði glæðist Þórshöfn. Færeyjum. Morgunblaðið ÞORSKVEÐI við Færeyjar er nú að glæðast eftir milda lægð undan- farin ár. Á níunda áratugnum komst þorskveiði við Færeyjar upp í 40.000 tonn mest á ári, en meðal þorskafli við eyjarnar þessa öld hefur verið um 25.000 tonn á ári. Árið 1990 veiddust aðeins 11.900 tonn af þorski og síðan minnkaði aflinn stöðugt fram til ársins 1993, er hann náði ekki 5.000 tonnum. í fyrra veiddust hins vegar 7.654 tonn og stefnir í enn meiri veiði í ár. Árgangarnir frá 1988 hafa verið lélegir, en þó er 1993 árgangur- inn talin vera með skársta móti. Hafrannsóknastofnun Færeyja metur stöðuna svo, að hrygningarstofn þorsksins hafi verið um 55.000 tonn að meðaltali á árunum 1961 til 1994, en við upphaf þessa árs hafi hann verið kominn niður í 17.000 tonn, sem er sögulegt lág- mark. Stofnunin telur að verði veiðin ekki meiri en 8.500 tonn í ár og næsta ár, verði hrygningarstofninn kominn í um 40.000 tonn um áramótin 1996 til 1997. Verði veiðin hins vegar 12.000 tonn, verði hrygningarstofninn aðeins 31.000 tonn á þeim tíma. Kanadískur fiskifræðingur, Jean Jaques McGuire, hefur á hinn bóginn beitt öðrum aðferðum til stofnstærðarmats en færeyskir fiski- fræðingar, og telur hann stofninn stærri en áður var metið og óhætt að veiða mun meira en færeyskir starfsbræður hans. 1994 Fiskveiðar Færeyinga ian.-seot. 1994 12% Flatfiskur 11 % Keila og Langa 7% Annað Ýsa5% 4% Þorskaflinn í Færeyjum eykst UNDANFARIN misseri hafa verið rýr í þorskveiði Færey- inga. Þorskafli hefur verið í lágmarki og ufsinn verið uppi- staðan í aflanum af heimamið- unum. Þorskstofninn hefur ver- ið talinn í sögulegu lágmarki og sókn i hann því takmörkuð verulega. Bátarnir hafa kvóta, sem hefur komið þannig út, að í mörgum tilfellum hafa þeir orðið að hætta veiðum á ufsa, þó nóg hafi verið eftir af ufsak- vótanum, vegna þess að ekki hefur verið til kvóti fyrir þeim þorski, sem veiðzt hefur með ufsanum. 1995 Fiskveiðar Færeyinga 13% Á ÞESSU ári hefur þorskveiðin við Færeyjar glæðzt verulega. í lok september var þorskaflinn orðinn 11.400 tonn, nærri tvö- falt meiri en á sama tíma á síð- asta ári. Hlutfall þorsks í heild- araflanum er nú orðið 19% á móti 12 í fyrra og ufsinn hefur fallið úr 45% í 31. Hlutfall ann- arra tegunda í aflanum, svo sem ýsu, keilu, löngu, karfa, blá- löngu og flatfisks, er svipað milli ára, en hlutur annarra teg- unda hefur aukizt úr 4% í 15%. Þar munar mest um gulllax, langhala, búrfisk og stinglax. Afli þessara tegunda hefur auk- izt úr 1.000 tonnum í 6.400 milli ára, en þar af er gulllaxaflinn 5.400 tonn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.