Morgunblaðið - 01.11.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 01.11.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1995 C 7 FRÉTTIR Ljósmynd: Leó EIGENDUR Gunnvarar á 20 ára afmæli félagsins, 1975, f.v. Jóhann Júlíusson, Margrét Leós, Þórð- ur Júlíusson, Bára Iljaltadóttir, Jón B. Jónsson og Helga Engilbertsdóttir. Réttu mér bara höndina FJÖRUTÍU ár eru liðin frá því út- gerðarfélagið Gunnvör hf. á Isafirði var stofnað. Félagið gerir út frysth togarann Júlíus Geirmundsson ÍS 270, á íshúsfélag ísfirðinga hf. og hlut í fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum og þjónustufyrirtækjum. Gunnvör er umsvifamesta fyrirtæki á Vest- fjörðum og eitt af stærri sjávarút- vegsfyrirtækjum landsins þegar dótturfélög eru talin með. í tilefni afmælisins hefur Rúnar Helgi Vignisson tekið saman sögu fyrirtækisins í riti sem nefnist Gunnvör í 40 ár. Stjórnendur fé- lagsins afhentu skipveijum söguna á dögunum. Útgerð í öldudal Á árinu 1955 hafði útgerð á ísafirði og raunar Vestfjörðum öll- um dregist mjög saman og allt virt- ist stefna í voða fyrir bæjarfélag sem byggði afkomu sína einkum á sjávarfangi. í riti Rúnars Helga, sem frásögn þessi byggist á, kemur fram að við þessar aðstæður spruttu upp tvö ný útgerðarfélög sem áttu eftir að hafa víðtæk áhrif á atvinnu- líf á ísafirði. Annað þeirra var Gunnvör hf. sem stofnuð var 7. október 1955 af þrennum ísfirskum hjónum, Jóhanni Júlíussyni og Mar- gréti Leós, Jóni B. Jónssyni og Helgu Engilbertsdóttur og Þórði Júlíussyni og Báru Hjaltadóttur. Fljótlega var ráðist I að láta smíða bát. Jóhann Júlíusson, fram- kvæmdastjóri félagsins, fór á fund Marsellíusar Bernharðssonar skipa- smiðs og í afmælisritinu segist hon- um svo frá þeirri ferð: „Ég fer yfir til Marsellíusar og spyr hann að því hvort hann vilji byggja fyrir okkur bát. Já, hann segir: „Þú ert fyrstur í þessari röð.“ Það var þar með ákveðið að hann byggði fyrir okkur skip. Þá spurði ég hann hvort við ættum ekki að skrifa samning eða eitthvað í þá veruna. „Nei, nei,“ sagði hann, „réttu mér bara hend- ina.'þá er það allt í lagi.“ Báturinn fékk nafnið Gunnvör og var afhentur í ársbyijun 1956. Reyndist hún happafleyta. Gunnvör var vanalega gerð út á síld á sumr- in og línu á veturna. Hún var ævin- lega með aflahæstu bátum á ísafirði og þar með á Vestíjörðum. Jón B. Jónsson var skipstjóri frá upphafi og þar til skipið var selt árið 1966, nema á árunum 1961-62 er Vignir sonur hans var með skipið. Árið 1961 samdi Gunnvör hf. við skipasmíðastöðina í Flekkefjord í Noregi um smíði tæplega 160 smá- lesta stálskips sem hlaut nafnið Guðrún Jónsdóttir og kom til lands- ins í árslok 1962. Skipið reyndist vel og markaði upphaf nýrrar stál- skipaaldar vestra. „Eins og sleglð sé í hausinn" í afmælisritinu lýsir Jóhann Júl- íusson aðdragandanum að því að næsta skip var keypt en það varð fyrsti Júlíus Geirmundsson: „Einu sinni er ég á leið niður í slipp. Þeg- ar ég kem á móts við verslun Jóns Þórólfssonar er eins og slegið sé í hausinn á mér. Ég sný við. Þá dett- ur mér það í hug — ég var nú ekk- ert búinn að tala við stjórnina — að við verðum að fá okkur nýtt skip. Svo ég fer bara beint upp eftir aftur og hringi í Gunnar Friðriksson [í Vélasölunni] og spyr hann hvernig standi hjá honum með skip á næst- unni. Þá var maður nú orð- inn nokkuð boru- brattur, ég var ekki einu sinni búinn að tala við bankastjórann. Hann segir að það standi svo að hann sé með sex skip í smíð- um og við getum fengið eitt, en ekki það fyrsta af því að jarlinn á Þingeyri, hann Rögnvaldur, sé búinn að panta skip. En við get- um fengið ann- að. Svo ég segi við Gunnar: Þú mátt ábyggilega skrifa okkur á með annað skipið." Júlíus var 268 smálestir og kom til ísafjarðar í mars 1967. Hann var gerður út á línu og síld fyrst í stað, en eftir að síldin brást fór hann á togveiðar í stað þess að reyna fyrir sér í Norðursjó eins og margir síldarbátarnir gerðu. Það telur Jóhann Júlíusson að hafi verið happ þeirra Gunnvararmanna. Nú þurfti ekki að skvera skipin nema einu sinni á ári og aldrei hlé á veið- um. Segir Jóhann að þarna fyrst hafi myndast ein- hver sjóður til að fleyta sér á. Vignir Jónsson var skipstjóri á' Júlíusi Geir- mundssyni fyrstu mánuðina, eins og á Guðrúnu Jónsdóttur áður, en síðan tók Her- mann Skúlason við skipinu. Fyrsti nýsmíðaðl skuttogarl Vestfirðinga Ekki liðu mörg ár þangað til að farið var að huga að stækkun. Vestfirskir út- gerðarmenn sömdu um smíði fimm skuttogara í Noregi og kom fyrsta skipið í hlut Gunnvarar hf. Júlíus. og Guðrún voru seld til að fjármagna kaupin. Nýr Júlíus Geirmundsson var 407 lestir að stærð. Kom hann til heimahafnar í desember 1972 og var fyrsti ný- smíðaði skuttogari Vestfirðinga. Sú nýlunda var tekin upp með skipinu að allur fiskur var ísaður í kassa um borð og batnaði þá meðferð á fiskinum til muna, auk þess sem hagræði jókst. Var Júlíus fyrsti ís- lenski togarinn sem þannig var búinn. Fleiri nýjungar voru í skip- inu, eins og til dæmis sérstök tromla fyrir flotvörpu. Júlíus reyndist mik- • ið aflaskip og í hönd fór góðæri hjá útgerðinni. Skipið var endurnýjað 1979 með tæplega 500 rúmlesta skipi með sama nafni sem einnig var smíðað í Flekkefjord. Sá Júlíus var í eigu Gunnvarar hf. í áratug og ævinlega í hópi aflahæstu togara landsins. Strax á sínu fyrsta heila veiðiári, 1980, náði hann mesta afla sem nokkurt skipa félagsins hefur náð fyrr eða síðar, 6.456 tonnum. Gunnvör hf. gerir nú út þriðja skuttogarann. A árinu 1987 var samið um smíði hans í Póllandi. Á smíðatímanum var ákveðið að gera hann að flakafrystitogara. ,Júlíus Geirmundsson kom til heimahafnar 1989 og var fyrsta eiginlega verk- smiðjuskip Vestfirðinga. Rekstur skipsins hefur gengið ágætlega. Vel hefur aflast þrátt fyrir skertan kvóta enda hefur skipið jafnhliða stundað úthafsveiðar á Reykjanes- hrygg og í Smugunni. Utgerðin hefur undanfarin ár greitt ein al- hæstu meðallaun í landinu. Her- mann Skúlason var skipstjóri fram að árslokum 1993 en nú er Gunnar Arnórsson tekinn við skipstjóm. Umsvifamesta fyrlrtækl á Vestfjörðum Gunnvör hf. keypti hlut í íshúsfé- lagi ísfirðinga hf. á árinu 1957 í félagi við fleiri ísfirsk útgerðarfé- lög. Síðar jókst hlutur útgerðarinn- ar í 35% og hún varð aðaleigandi félagsins ásamt Hrönn hf., útgerð- arfélagi Guðbjargar, sem átti jafn- stóran hlut. Hrönn eignaðist hrein- an meirihluta árið 1991 eftir kaup á hlutabréfum bæjarsjóðs og fleiri bréfum en fyrir rúmu ári keypti Gunnvör hlut Hrannar og á nú 99% hlutabréfa í íshúsfélaginu. Af því leiðir að Gunnvör hf. er nú orðið umsvifamesta fyrirtæki á Vest- fjörðum þegar dótturfyrirtækin eru talin með og telst reyndar stórt á landsvísu, enda er Ishúsfélagið í hópi stærstu sjávarútvegsfyrir- tækja landsins. Gunnvör hf. er enn í eigu sömu fjölskyldna og stofnuðu útgerðina fyrir fjörutíu árum en synir stofn- endanna eru teknir við stjórn þess. Kristján G. Jóhannsson er fram- kvæmdastjóri og í stjórn eru Vignir Jónsson og Jón Ólafur Þórðarson, auk Magnúsar Reynis Guðmunds- sonar stjórnarformanns. Morgunblaðið/Snorri Snorrason FRYSTITOGARINN Júlíus Geirmundsson ÍS 270. Venus væntanlegur heim eftir miklar endurbætur AÆTLAÐ er að frystitog- arinn Venus komi til lands- ins í næsta mánuði, að lengt um níu metra sijgn Kristjáns Loft88onar, • ° framkvæmdastjora Hvals hf. Þá er eftir vinna við togarann í 4-5 vikur í Hafnarfirði. Hann hefur verið í viðgerð og endurnýjun í Póllandi, eftir að hann varð eldi að bráð í fyrra. Skipið meðal annars um níu metra „Eftir brunann varð að rífa úr togaranum allar innréttingar,“ segir Kristján. Hann segir að skip- ið hafí verið lengt um níu metra, vinnsludekkið hækkað og innréttað hafí verið upp á nýtt. Þá hafí það verið sandblásið að innan og utan, skipt hafi verið um gír við aðalvél- ina, fest hafi verið kaup á nýrri ljósavél og nýr skrúfubúnaður ver- ið tekinn í notkun. Þegar komið verður með togar- ann í Hafnarfjörð verður unnið að frekari framkvæmdum við skipið. Marel hf. útvegar og sér um upp- setningu á öllu því sem tilheyrir vinnsludekkinu, þ.e. flökunarvél- um, færiböndum, blóðgunarkörum, snyrtiborðum o.s.frv. Þá verða frystitæki frá Kværner Fodema í Noregi sótt á leiðinni heim og gengið verður frá þeim í Hafnar- firði. Heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar verður um 450 milljónir, en heildartjónið sem varð á skipinu í eldsvoðanum í fyrra var um 200 milljónir. Kristján segir að áætlað sé að hann verði tilbúinn í kringum áramótin og fari þá strax á veiðar. Um ástæðuna fyrir stækkun togarans segir Kristján: „Að hluta til er verið að vinna upp rými sem fór í meltutanka, sem settir voru í togarann 1986. Ætlunin var að þeir tækju við úrgangi og mikið rými fór undir þá á besta stað í lestinni. Síðan höfum við siglt með þá tóma, enda tómt mál að tala um að standa í þessu. Enginn vill borga fyrir þetta og menn lenda jafnvel í vandræðum með að losna við þetta. Lengingin á meðal ann- ars að vega upp á móti þessu.“ BÁTAR-SKÍP Kvóti Kvótamiðlun og markaður alla daga Látið skrá kvótann hjá okkur. Höfum ávallt kaupendur og leigjendur að öllum tegundum kvóta. Áralöng reynsla, þekking og þjónusta. Skipasalan Bátar og búnaður, Kvótamiðlun, sími 565-2554 og símbréf 552-6726. TILKYNNINGAR Fiskiðnarfélagar Munið aðalfund Fiskiðnar laugardaginn 4. nóvember kl. 18.00 í Síðumúla 11 (Stélið), Reykjavík. Upplýsingar í símum 483 3702, Ævar og 555 0005, Óskar. Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins. ----------------------------------------1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.