Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR Sjónvarpið FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER VI 91 Cfl^ Amberson-fjöl- 1*1- 4 I.UU skyldan (The Magn- ificent Ambersons) Bandarísk bíó- mynd frá 1942 um fjolskyldu í Ind- ianapolis í lok síðustu aldar sem á erfitt með að sætta sig við breytta tíma. Myndin þykir mikið meistara- verk og fær fullt hús stjarna í kvik- myndahandbókum. MOO f)C ^Fasteignabraskar- • 40.49 ar (Glengarry Glen Ross) Bandarísk bíómynd frá 1992 byggð á leikriti eftir David Mamet um nokkra óprúttna fasteignasala. LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER |#| 91 QC ►! fótspor föðurins III. 41.09 (And You Thought Your Parents Were Weird) Bandarísk gamanmynd frá 1991. Böm látins upp- fmningamanns ljúka við vélmenni sem hann hafði í smíðum en andi föður þeirra tekur sér bólfestu í vélmenninu. VI 9Q | C ►Max og Jeremi (Max 1*1. 40. IJ et Jeremi) Frönsk spennumynd frá 1993 um tvo leigu- morðingja á flótta undan lögreglu og glæpasamtökum. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 16 ára. Stöð tvö FOSTUDAGUR 3. NÓVEMBER VI 91 1C ►Á leið út í Iffið 1*1- 41.19 (Dazed and Confused) Það er árið 1976 og síðasti skóladagur nokkurra ungmenna í Texas áður en þau halda í sumarleyfí. Þetta er tíminn rétt eftir olíukreppuna og Watergate- hneykslið, þegar kynlíf var hættulaust og efnahagurinn blómstraði. Tónlist þessa tímabils fær að njóta sín og fjöldi vinsælla laga heyrist. Bönnuð börn- um. VI 9Q nc ►Erfiðir tímar (Hard 1*1- 40.U9 Times ) Charles Bronson og James Coburn. Myndin gerist í kreppunni miklu þegar menn þurftu að gera fleira en gott þótti til að bjarga sér. Bronson leikur hnefa- leikarann Chaney sem neyðist til að taka þátt í ólöglegri keppni sem vafa- samir aðilar standa fyrir. Hann ætlar að vinna einn stóran sigur og hætta síðan. Leikstjóri: Walter Hill. Strang- lega bönnuð börnum. STÖÐ tvö VI fl AR ►*' hættulegum félags- 1*1« U.49 skap (In the Comp- any of Darkness) Spennumynd um fjöldamorðingja sem leikur lausum hala f Racine, friðsælum bæ í Bandaríkjun- um. Hann stingur unga drengi til bana og lögreglan veit nákvæmlega hver hann er en hefur engar sannanir gegn honum. Llögreglukona fellst á að ving- ast við þennan stórhættulega mann og reyna þannig að koma upp um hann. Stranglega bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER Kl. 21.40^", í friði, frú Colombo (Rest in Peace Mrs. Colombo) Kona ein ákveð- ur að hefna sín á tveimur mönnum sem hún telur að beri ábyrgð á dauða manns síns í fangelsi. Eftir að hafa myrt annan manninn flytur hún inn á hinn manninn, en það er enginn annar en lögregluforinginn Columbo. Hún ætlar að myrða konu hans. VI 9Q ’IC ►Vígvellir (The Killing III. 40.19 Fields ) Öskarsverð- launamynd um fréttaritara sem dregst inn í borgarastyijöldina í Kampútseu og ferðast um átakasvæðin ásamt inn- fæddum aðstoðarmanni. Óhugnanleg og raunsæ mynd með úrvalsleikurum. Stranglega bönnuð börnum. M9 nn ►Borgardrengur (City ■ 4.UU Boy) Nick er ungur maður sem nýlega hefur yfirgefíð munaðarleysingjahæli. Hann leggur land undir fót í þeirri von að honum takist að finna ijölskyldu sína. Á ferðalaginu kynnist hann manni, sem er ekki allur þar sem hann er séðúr. SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER V| 9fl CC ►Réttlæti eða hefnd 1*1. 4U.99 (Lies of the Heart) Sannsöguleg kvikmynd um hina 26 ára gömlu Laurie Kellogg sem ákærð var fyrir að véla unglinga til að myrða 43 ára gamlan eiginmann sinn. í rétt- arhöldunum koma fram óhugnanlegar staðreyndir um það ofbeldi sem Laurie var beitt í hjónabandinu en saksóknar- inn reyndi að draga upp mynd af henni sem kaldriíjuðu morðkvendi. VI OO 1 C ►8'A Frægur leikstjóri 1*1» 40. IJ er í öngum sínum vegna næsta verkefnis. Hann þarfnast hvíldar og skráir sig inn á hressingar- hótel. Þar nýtur hann umhyggju ást- konu sinnar og eiginkonunnar. Hann lætur hugann reika ðg gerir upp sam- skipti sín við annað fólk. MÁNUDAGUR 6. NÓVEMBER Kl. 23.15 ►Linda Spennumynd Lindu Cowley og Jeff og Stellu Jeffri- es sem fara saman á afskekkta strönd í Flórída. Þegar þangað kemur verður Paul var við ýmislegt undarlegt í fari Lindu og honum verður órótt þegar hann uppgötvar að Jeff hefur tekið riffil með í ferðina. Bönnuð börnum. ÞRIÐiUDAGUR 7. NÓVEMBER V| 99 9fl ►Ljótur leikur (The 1*1. 40.4U Crying Game) Hér segir af ungum manni, Fergus að nafni, sem starfar með ÍRA á Norður- írlandi. Hann tekur þátt í að ræna breskum hermanni og er falið að vakta hann. Þessum ólíku mönnum verður brátt vel til vina en hermaðurinn veit hvert hlutskipti hans verður og fer þess á leit við Fergus að hann vitji ástkonu sinnar í Lundúnum. Strang- lega bönnuð börnum. MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER VI QQ III ►Svik (Cheat) Myndin Rl. 40. IU gerist seint á átjándu öld og íjallar um tvo fjárhættuspilara af aðalsættum, Rudolf og Victor, sem lifa hinu ljúfa lífi og vilja taka sífellt meiri áhættu. Rudolf er óseðjandi og þar kemur að hann ofbýður Victor. Þegar aðalsmennirnir ungu kynnast systkinunum Comeliu og Theodor upp- hefst áhættuleikur sem endar með skelfingu. Strangl. bönnuð börnum. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER «99 IC^Faðir brúðarinnar • 40. IJ (Father of The Bride) George Banks er ungur í anda og hon- um fínnst óhugsandi að augasteinninn hans, dóttirin Annie, sé orðin nógu gömul til að vera með strákum, hvað þá að ganga inn kirkjugólfið með einum þeirra. En George verður að horfast í augu við að litla dúllan hans er orðin stóra ástin í lífi Bryans MacKenzie. VI 1 flfl ►Á flótta (Run) Laga- III. I.UU neminn Charlie Farrow er í sumarleyfi í smábæ nokkr- um þegar hann er sakaður um að hafa myrt einkason aðalbófans á staðnum. Charlie kemst hvorki lönd né strönd og er með heilan bófaflokk á hælunum og spilltir lögreglumenn vilja líka hafa hendur í hári hans. Stranglega bönnuð börnum. BIOIN I BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Sýningarstúlkur ir Versta mynd Paul Verhoevens til þessa segir af sýningarstúlkum í Las Vegas. Kvenfyrirlitning ög klúryrði vaða uppi og sagan er lapþunn og leikurinn slappur. Brýrnar í Madisonsýslu ★ ★ ★ Meryl Streep og Clint Eastwood gera heimsfrægri ástarsögu ágæt skil. Mið- aldraástin blossar í nokkra daga í Madisonsýslu en getur aldrei orðið neitt meira. Sönn ástarmynd. Hundalif ★ ★ ★ Bráðskemmtileg Disneyteiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Góð íslensk talsetning eykur enn á ijörið. „Die Hard 3“ ★ ★ ★ Hörkugóður hasartryllir sem segir í þriðja sinn af Bruce Willis í gengdar- lausum eltingarieik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuðó- þokkinn. Fínasta sumarbíó. Englendingurinn sem fór upp hæðina en kom niður fjallið ★ ★ Tveir Englendingar kynnast smábæ- jarlífi í Wales sem er um margt skrýt- ið og skemmtilegt. Myndin notaleg en átakalaus og minnir um of á sjón- varpsefni. BÍÓHÖLLIN Sýningarstúlkur (sjá Bióborgina) Umsátrið 2 ★ *Vi Steven Seagal berst við óþokkana um borð í hraðlest. Ágæt „Die Hard“ eftir- prentun frá smekklegasta hasar- myndaleikara kvikmyndanna. I\lei, er ekkert svar ★ ★ Undirfurðuleg mynd um undirheima Reykjavjkur. Nauðganir, dóp og djöf- ulskapur en allt í gamni. Hundalíf (sjá Bíóborgina) Ógnir í undirdjúpum ★★★14 Fantagóður kafbátatryllir, æsispenn- andi og skemmtilegur. Denzel Wash- ington og Gene Hackman fara á kost- um, sérstaklega er sá síðarnefndi í essinu sínu. Casper ★ ★14 Bráðfjörug brellumynd um samskipti manna og misgóðra drauga. Hittir beint í mark hjá smáfólkinu. Meðan þú svafst ★ ★ Ósköp sæt gamanmynd um óvenjuleg ástarmál piparmeyjar. Einkennist fullmikið af almennu dáðleysr til að komast uppúr meðalmennskunni. HÁSKÓLABIÓ Apollo 13 ★★★★ Stórkostleg bíómynd um misheppnaða en hetjulega för til tunglsins. Tom Hanks fer fyrir safaríkum leikhópi. Sannarlega ein af bestu myndum árs- ins. Jarðarber og súkkulaði ★★!4 Skemmtileg kúbönsk mynd um hvern- ig vináttusamband þróast á milli ungs kommúnísta og homma í ríki Kastrós. Útnefnd til óskarsverðlauna sem best erlenda myndin. Vatnaveröld ★★ !4 Dýrasta mynd veraldar án þess að líta út fyrir að vera það. Þokkaleg skemmtun í framandi umhverfi. Franskur koss ★ ★14 Kaflaskipt rómantísk gamanmynd þar sem Kevin Kline heldur hlutunum á floti. Aðrir fá bragðminni texta í þess- ari nýjustu mynd Lawrenee Kasdans, sem örugglega gerir meiri lukku hjá konum en körlum. Indjáni í stórborginni ★ ★!4 Frönsk gamanmynd sem byggir á Krókódíla-Dundee en er fjarri því eins skemmtileg. Hugmyndin er þó alltaf góð. LAUGARÁSBÍÓ Apollo 13 ★★★★ Stórkostleg bíómynd um misheppnaða en hetjulega för til tunglsins. Tom Hanks fer fyrir safaríkum leikhópi. Sannarlega ein af bestu myndum árs- ins. Dredd dómari ★ Sly Stallone er breskættuð hasar- blaðahetja framtíðarinnar en það verð- ur honum ekki til framdráttar í vond- um spennutrylli. „Major Payne“ ★14 Damon Wayans er oft spaugilegur í mynd um nk. Rambó sem tekur að sér að þjálfa drengjaflokk og allir sigra að lokum. REGNBOGINN Að yfirlögðu ráði ★ ★14 Hrottafengin og óþægileg sannsögu- leg mynd um illa meðferð fanga í Alcatraz og hvernig ungur lögfræð- ingur berst gegn ofurefli til að fá hið sanna í ljós. Kevin Bacon er góður sem bæklaður fanginn. Ofurgengið ★!4 Sæmilegar tölvuteikningar halda þess- ari ómerkilegu ævintýramynd á floti en flest í henni hefur verið gert áður í betri myndum. Frelsishetjan ★★★14 Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkúm í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. Frelsishetjan er ein af bestu myndum ársins. Dolores Claiborne ★ ★ ★ Kathy Bates fer á kostum í spennu- mynd byggðri á sögu Stephen Kings um móður sem sökuð er um morð. Leikstjórinn, Taylor Hackford, leggur ekki síst áherslu á feminíska þætti sögunnar af konum í karlrembusamfé- lagi. Veikasti hlekkurinn er Jennifer Jason Leigh í hlutverki dótturinnar. SAGABÍÓ Tölvunetið ★ ★14 Þokkalegasta afþreyingarmynd með Söndru Bullock í vondum málum. Sýn- ir hvernig má misnota tölvusamfélagið og skemmtir í leiðinni. Bullock er ágæt sem sakleysinginn er flækist inn í at- burðarás sem hún hefur engin tök á. Hlunkarnir ★★ Feitir strákar gera uppreisn þegar nýir aðilar taka við sumarbúðunum þeirra. Saklaus og oft lúmskfyndin fjölskylduskemmtun. Brýrnar í Madisonsýslu (sjá Bíó- borgina) STJÖRNUBÍÓ Tölvunetið ★★14 Þokkalegasta spennumynd með Söndru Bullock í vondum málum. Teygist óþarflega á henni en hún seg- ir ýmislegt um taumlausa tölvudýrkun og sannar að það er vonlaust að mót- mæla því sem tölvumar segja. Kvikir og dauðir ★14 í drápskeppni í villta vestrinu er Gene Haekman í hlutverki óþokkans eini leikarinn með lífsmarki. Aðrir blóð- lausir eins og sagan. Tár úr steini ★ ★ ★14 Tár úr steini byggir á þeim þætti í ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimstyijald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í ís- lenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. Erlendur Sveinsson Einkalíf ★★ Þráinn Bertelsson gerir unglinga- menningunni, kynslóðabilinu og gam- ansögum af íslendingum skil í brota- kenndri gamanmynd, sem á að höfða mest til unglinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.