Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR FIMMTUUAGUR 2. NÓVEMBER 1995 D 5 Morgunblaðið/Sverrir bjöminn" lagðuraðvelli íKaplakrika ir sigur, en súr 0:18, yfir Rússum íEvrópukeppni n sigurinn var súrsætur, því að stór- á Lúxemborg, Jos Nigra og Jean-M. rar sem undirritaður hefur séð hér oninni um að komast í lokakeppnina knöttinn á óskiljanlegan hátt, en færðu íslendingum vítaköst á silfur- fati. Besta dæmið um fumið og fátið var, að ekki var skorað mark á sjö síðustu mínútum hálfleiksins. Rússarnir skoruðu fyrstu tvö mörk- in í seinni hálfleik, 8:11, og leit allt út fyrir öruggan sigur þeirra í kjölfar- ið, en svo varð ekki. Leikmenn ís- lenska liðsins fóru að bíta verulega frá sér og náðu að hefta 4-2 sóknar- leikaðferð Rússa, sem skoruðu ekki nema tvö mörk á fimmtán mín. leikk- afla og náðu íslendingar að nýta sér það og snúa leiknum sér í hag - breyttu stöðunni á átta mín. kafla úr 11:13 í 16:13. Varnarleikurinn var mjög hreyfanlegur og það voru „Vals- mennirnir“ - Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson, Ólafur Stefánsson, Júlíus Jónasson og Dagur Sigurðsson - ásamt FH-ingnum Gunnari Bein- teinssyni, sem lék fremst á vellinum, sem fóru á kostum, bæði í vörn og sókn. Þegar á reyndi, varði Guðmund- ur Hrafnkelsson, sem hafði lítið látið að sér kveða, þijú skot og undir lok- in, varði hann vítakast frá Vasili Kudinov í stöðunni, 19:17, og undir lokin kórónaði hann leik íslenska liðs- ins, með því að veija langskot. Tveggja marka sigur, 20:18, var í höfn. Eins og fyrr segir var sigurinn gegn Rússum sætur og ekki á hveijum degi sem þeir eru lagðir að velli, en það hefði óneitanlega verið skemmti- legra að fagna sigrinum án „þátttöku“ dómaranna frá Lúxemborg. Það er þó ekki hægt að taka það frá leik- mönnum íslands að þeir börðust hetjulega og stóðu sig sem hetjur þegar mest á reyndi, náðu að snúa leiknum sér í hag í seinni hálfleik - læstu klónum í „rússneska björninn" og slepptu ekki takinu. Rússar néðu sér aldrei á strik í leiknum, sem sést á því að þeir skor- uðu ekki nema átján mörk og var sóknarnýting þeirra aðeins 37% - sjaldgæf tala í þeirra herbúðum. Nýt- ing Islendingar var aðeins betri, eða 41%. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari: Égsagðiað við myndum vinna Rússa ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs- þjálfari, var að vonum ánægður með sigurinn gegn Rússum. „Þetta tókst. Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Það voru margir á þvf fyrir leikinn að ég hafi verið of bjartsýnn er ég sagði að við myndum vinna Rússa. Ég er bjartsýnis- maður að eðlisfari og ég hef alltaf unnið þannig. Eg er mjög ánægður með varnarleikinn og markvörsluna og þessi leikur vannst fyrst og fremst á þessu tvennu,“ sagði Þorbjörn. Hann sagði að sóknarleikur ís- lenska liðsins hafi ekki verið góður að undanförnu og því hafi hann lagt höfuðáherslu á varnar- leikinn. „Ég vissi það að ef við gætum haldið Rússunum undir 20 mörkum ættum við möguleika. Við vorum mjög hreyfanlegir í vörninni og gáfum þeim aldrei frið — vorum alltaf mættir til að trufla þá og bijóta á þeim og stöðvuðum því flestar sóknir þeirra,“ sagði þjálfarinn. „Ég veit að sóknarleik- urinn er veikleiki okkar og við eig- um eftir að fínpússa hann er fram líða stundir. Ég var ekki alveg sáttur við fyrri hálfleikinn því þá vorum við að gera of mikið af mistökum í SÓKNAR- NÝTING Evrópukeppni landsliða ÍSLAND M8fk Sðknir % RUSSLAND Mörk Séknir % 8 23 35 F.h 9 24 37 12 25 48 S.h 9 24 37 20 48 41 Alls 18 48 37 3 Langskot 3 2 Gegnumbrot 3 3 Hraðaupphlaup 3 1 Hom 2 6 Lína 1 5 Víti 6 sóknarleiknum. Með smáheppni v hefðum við alveg eins getað verið tveimur mörkum yfir í hálfleik því við vorum að klúðra dauðafærum. Síðari hálfleikur var mun betri hjá okkur og baráttan í liðinu var ein- stök.“' Þorbjörn sagði að það væri tvennt jákvætt við sigurinn. „í fyrsta lagi erum við enn með í keppninni og í öðru lagi setur þessi sigur okkar pressu á Rússana. Nú þurfa þeir helst að vinna Rúmena í báðum leikjum sínum, þeir mega ekki við því að tapa stigi gegn þeim. Ef við hefðum tapað hefðu Rússar getað sent varalið sitt gegn Rúmenum og tekið þá þannig með - sér í úrslitakeppnina á Spáni.“ Um dómgæsluna sagði Þor- björn: „Það var markt einkennilegt í dómum þeirra í kvöld og kannski voru þeir hliðhollari okkur. En það var samt ákveðin lína í þessum hjá þeim því ef menn settu öxlina á undan sér í gegnumbroti var dæmdur ruðningur, svo einfalt var það. Ég verð að segja að ég hef oft upplifað verri dómgæslu á úti- velli þar sem við erum hreinlega afgreiddir á fyrstu fimm mínútun- * um. Þetta er nú einu sinni svona í þessari íþrótt og við verðum bara að lifa við það.“ Um seinni leikinn í Moskvu á sunnudag sagði Þorbjörn: „Ég hræðist hann ekki. Við erum stað- ráðnir í því að gefa þeim ekkert í þessari keppni. Við förum út til að beijast og gera okkar besta. Þessi leikur gefur okkur aukið sjálfstraust og setur líklega ein- hveija pressu á Rússa. Það verða tékkneskir dómarar í Moskvu og ég er mjög ánægður með það því þeir leyfa yfirleitt meiri hörku,“ sagði Þorbjörn. I.-::! þfriunrr*/\\\ Morgunblaðið/Sverrir -M. Spartz frá Lúxemborg voru ekkl vlnsælir hjá Rússum. Hér gefur Andrel Lavrov, sem fékk að flnna fyrlr þeim, þeim heldur betur orA í eyra. ■ SÉRA Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, flutti stutta hugvekju í Kaplakrika fyrir leik til minningar um þá sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri í liðinni viku. Síðan var einnar mínútu þögn. ■ ÞRIR leikmenn, sem voru í is- lenska landsliðshópnum fyrir leik- _ inn, urðu að sætta sig við að vera ’ ekki á leikskýrslu. Það voru Einar Gunnar Sigurðsson, Róbert Sig- hvatsson og Sigurður Sveinsson. ■ VALDIMAR Grímsson gerði fyrsta mark íslands gegn Rússum í gær - úr vítakasti sem Bjarki Sigurðsson fiskaði er 4,57 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá höfðu Rússar gert tvö mörk. Fjögur af fyrstu fimm mörkum Islands gerði Valdimar úr vítaköstum. ■ / LOK fyrri hálfleiks fengu Rússar aukakast en áður en það var tekið rann tíminn út. Vasiliv Kudinov skaut i stöng, Islending- ar hrósuðu happi og gengu út af vellinum áleiðis til búningsher- bergja. Rússar sögðu eitthvað við dómarana og svo fór að þeir létu endurtaka aukakastið - en áður urðu þeir að kalla íslenska liðið aftur inn á völlinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.