Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 8
i i KNATTSPYRNA Lazorik til Lerfturs Slóvakíumaðurinn samdi til tveggja ára við Ólafsfirðinga Framheijinn Rastislav Lazorik hefur ákveðið að leika með 1. deildar liði Leifturs frá Ólafsfirði næstu tvö árin og var skrifað undir samninga þess efnis í gær. Lazorik lék með Breiðabliki í Kópavogi undanfarin tvö keppnis- tímabil og var fjórði markahæsti maður deildarinnar á liðnu tímabili með 11 mörk. Hann er frá Slóvakíu og leikur með Petrimex þar í landi í vetur en samkvæmt samningnum á hann að koma til Leiftursmanna í byrjun apnT á næsta ári. Leiftur var spútniklið 1. deildar- innar í sumar, byijaði mjög vel en lokaspretturinn var slæmur og liðið endaði í fímmta sæti í deildarinnar. Liðið hefur styrkst til muna síðustu vikur en auk Lazoriks hafa vamar- mennirnir unglingalandsliðsmaður- inn Auðun Helgason, sem lék með FH, og landsliðsmaðurinn Izudin Daði Dervic, sem var í herbúðum KR, tilkynnt félagaskipti norður yfír heiðar. „Þetta er mikill styrkur fyrir okkur og stefnan er að ná æ lengra,“ sagði Óskar Ingimundar- son, þjálfari Leifturs, við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Hann sagði að lykilmenn hefðu mikið verið frá í sumar vegna meiðsla en vonandi yrðu allir heilir þegar átökin hæf- ust á ný. í því sambandi nefndi hann sérstaklega miðvörðinn 'Slobodan Milisic og Baldur Braga- son. Leiftursmenn undirbjuggu sig á Reykjavíkursvæðinu fyrir keppni á liðriu tímabili og sami háttur verð- ur hafður á í vetur en fyrsta æfing- in eftir nokkurra vikna hvíld fór fram í gærkvöldi. Torricelli íbann MORENO Torricelli, hinn sterki hægri bakvörður Juventus, sem skoraði eitt marka Iiðsins í Glasgow gegn Rangers í gærkvöldi fékk gult spjald í ieiknum og er því á leiðinni í eins leiks bann. Torricelli missir af leiknum gegn Borussia Dortmund eftir þijár vikur. Sergei Yuran lék mjög vel gegn Rosenborg í Moskvu en það skemmdi fyrir honum að fá áminningu í fyrri hálfleik. Fái hann annað gult spjald i keppninni fer hann í bann og sömu sögu er að segja af Shmarov, félaga hans. Á norðurleið RASTISLAV Lazorlk, hlnn marksækni framherji BrelAabllks síðustu tvö lelktímabll, hefur samið við Leiftursmenn frá Ólafsflrðl og lelkur með þelm næstu tvö ár. mmmmmmmmmmmmmmmm Markalaust íZurich EVRÓPUMEISTARAR Ajax urðu að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Grasshopper í Zurich í D-riðli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Það var fyrst og fremst fyrir glæsilega frammistöðu Patricks Foletti, sem alla jafna er varamark- vörður svissneska liðsins en stóð nú milli stanganna, að leikmenn hol- lenska meistaraliðsins skoruðu ekki. Grasshopper hafði ekki fengið stig í þremur fyrstu leikjum sínum í Meistaradeildinni en Ajax hafði hins vegar sigrað í 15 síðustu leikjum sín- um í hollensku deildinni og Evrópu- keppninni. Ajax hafði gert 56 mörk í þessum leikjum, en tókst ekki að bæta við í gær. Staðan er þó vænleg og næsta víst að liðið kemst áfram. Gríska liðið Panathinaikos á enn von um að komast áfram eftir markalaust jafntefli gegn Porto frá Portúgal á heimavelli í gærkvöldi en þess má geta að Grikkirnir komu skemmtilega á óvart í fyrri leiknum, á heimavelli Porto, er þeir sigruðu 1:0. Porto var mun betra liðið að þessu sinni en tókst ekki að skora. ■ ÞORVALDUR Örlygsson, skor- aði eitt og lagði upp annað er hann lék með varaliði Stoke í 2:0 sigri gegn Manchester United í varaliðs- deildinni ensku, Lancashire-deildinni, um síðustu helgi. ■ IAN Wright, leikmaður Arsenal, á yfir höfði sér þriggja leikja bann. Hann fékk að líta sjötta gula spjald- ið á tímabilinu í leiknum gegn Bol- ton á mánudagskvöld. Hann fékk 12 sinnum að sjá gula spjaldið á síð- asta keppnistímabili. ■ DARREN Anderton, enski landsliðsútheijinn hjá Tottenham, verður líklega frá næstu sex vikum- ar. Hann þurfti að fara í uppskurð vegna meiðsla í nára í vikunni. ■ MARK McGhee, framkvæmda- stjóri Leicester, hefur í hyggju að kaupa júgóslavneska markvörðinn Zeljko Kalac fyrir 750 þúsund pund og nota hann í leiknum gegn Derby í 1. deildinni á sunnudaginn. Juventus niðurtægði Rangers Itölsku og rússnesku meistararnir komn- ir í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar ITOLSKU meistararnir í Juvent- us burstuðu Glasgow Rangers 4:0 á Ibrox í Glasgow í gær- kvöldi í C-riðii Meistaradeildar Evrópukeppninnar íknatt- spyrnu. Liðin mættust íTórínó á dögunum og þá sigruðu ítal- irnir 4:1. Juventus hefur þar með tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar eins og Spartak frá Moskvu, sem vann einnig stórsigur — gegn Norð- mönnunum í Rosenborg í B- riðli í Moskvu. Leikmenn Juventus voru ekki í miklum vandræðum með gest- gjafana í Glasgow. Del Piero gerði fyrsta markið af stuttu færi eftir varnarmistök Króatans Gordons Petrics eftir aðeins 17 mínútur og þá var strax ljóst hvert stefndi. Heimamenn náðu sér alls ekki á strik en Italirnir léku hins vegar við hvern sinn fingur og fögnuðu fjórða sigri sínum i jafn mörgum leikjum í keppninni. Vamarmaðurinn Moreno Torric- elli kom Juve í 2:0 á 65. mín., Fabrizio Ravanelli — sem komið hafði inn á sem varamaður — gerði þriðja markið er leiktíminn var að renna út, eftir að hafa platað varn- armenn og markvörð Rangers upp úr skónum. Margir héldu að þetta yrðu lokatölurnar en hinfi varamað- urinn, Giancarlo Marocchi, full- komnaði niðurlægingu heima- manna með stórglæsilegu skoti af löngu færi; snúningsskot hans lenti í bláhorninu án þess að varamark- vörður Rangers, Billy Thomson, fengi nokkuð að gert. Hann kom inn á í hálfleik fyrir Andy Goram sem hafði meiðst. Þetta var sannariega ekki dagur skosku meistaranna. Sjö leikmenn sem venjulega eru í byijunarliðinu voru annað hvort meiddir eða í leik- banni og eftir aðeins 24 mín. fór varnarmaðurinn Stephen Wright meiddur af velli. Og þau fáu færi sem þeir fengu runnu út í sandinn. Strax í byijun seinni hálfleiks fékk Reutor LEIKMENN Juventus fagna eftlr að Del Plero (10) gerðl fyrsta markið gegn Rangers. Gianluca Vialli er númer 9 og varnar- maðurinn Glanluca Pessotto, sem lék mjög vel, er til hægri. fyrirliðinn Richard Gough gott færi en Angelo Peruzzi varði skot hans í stöng og aftur fyrir og eftir horn- spyrnuna þrumaði varnarmaðurinn Petric í stöng með skalla. Þarna var staðan enn 1:0. Spartak áfram Leikmenn Spartak sigruðu Ros- enborg frá Noregi auðveldlega í Moskvu í B-riðli, A:\, og eru því einnig með fullt hús stiga eftir fjóra leiki eins og Juventus. Þeir fengu draumabyijun og voru komnir í 2:0 eftir aðeins 10 mínútur og eftir það lögðu þeir áherslu á að halda bolt- anum; hann gekk hratt manna á milli og Norðmennirnir voru nánast sem áhorfendur langtímum saman. Moskvuliðið lék stórvel með landsliðsmanninn Sergei Yuran í miklum ham í fremstu víglínu og sýndu að þeir gætu náð langt í keppninni. Valery Shmarov gerði fyrsta mark Spartak með skalla af löngu færi eftir hornspyrnu á fyrstu mín- útu og áðurnefndur Yuran bætti marki við á 10. mín. og átti síðan þátt í þriðja markinu á 20. mín. er varnarmaðurinn Ilya Tsymbalar þrumaði í netið af 40 metra færi. Andrei Tikhonov gerði fjórða markið af stuttu færi tíu mín. fyrir leikslok og norsku meistararnir lög- uðu ekki stöðuna fyrr en á lokamín- útunni. Þar var varnarmaðurinn Karl-Petter Loeken að verki. ■ Úrslit / D5 ■ Staðan / D5 VIKINGALOTTO: 1 3 5 32 36 44 BONUSTOLUR: 11 26 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.