Morgunblaðið - 03.11.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 03.11.1995, Síða 1
100 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 251. TBL. 83. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Friðarviðræður Bosníu, Króatíu og Serbíu í Ohio Izetbegovic setur stríðsglæpi á oddinn Dayton, Ohio. Reuter. ALIJA Izetbegovic, forseti Bosníu, setti stríðsglæpi Serba á oddinn í fyrstu lotu friðarviðræðna Bosníu, Króatíu og Serbíu í bænum Dayton í Ohio-ríki í Bandaríkjunum í gær og hvatti til þess að þeir, sem þegar hefðu verið bornir sökum, yrðu afhentir yfirvöldum. Milli- göngumenn í viðræðunum lögðu í gær fram uppkast að fjórum skjöl- um, sem ætlað er að verði kjarni allsherjar friðarsamkomulags. Nicholas Burns, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, greindi frá þessum drögum á fundi með blaðamönnum, en ræddi ekki innihald þeirra. „Izetbegovic kvaðst vilja að [Slobodan] Mi- losevic [forseti Serbíu] skuldbindi sig til að sjá til þess að þessir stríðsglæpir yrðu stöðvaðir," var haft eftir ónefndum heimildar- manni, sem sat fyrsta fundinn. Uppkast að friðaráætlun lagt fram Ekki friður án skuldbindingar „Staða Bosníu var sú að Serbar [í Serbíu og Bosníu] yrðu að virða alþjóðlegar skyldur sínar með því að framselja stríðsglæpamenn til [stríðsglæpadómstólsins] Haag. Kjarninn var sá að án slíkrar skuldbindingar yrði ekkert friðar- ferli,“ sagði heimildarmaðurinn. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, og Ratko Mladic, yfirmaður hers Bosníu-Serba, sem hvorir tveggju hafa verið sakaðir um stríðsglæpi, taka hvorugur þátt í friðarviðræðúnum í Dayton. Milosevic semur fyrir Bosníu- Serba. Kröfur Izetbegovic eru í sam- ræmi við ummæli Warren Chri- stopher, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á miðvikudagskvöld. Christopher sagði í viðtali við sjón- varpsstöðina ABC að Atlantshafs- bandalagið (NATO) myndi seint samþykkja að framfylgja friðar- sáttmála í Bosníu ef núverandi leiðtogar Bosníu-Serba héldu stöðu sinni. Christopher ítrekaði að Banda- ríkjamenn þrýstu nú á um að Karadzic og Mladic yrði komið frá. „Við getum ekki ætlast til þess að sveitir NATO verði þarna ef þessir einstaklingar e_ru við völd,“ sagði Christopher. „Ég held að í framtíðinni eigi þeir ekkert erindi í þessar umleitanir." Bosníustjórn vill tryggja að Karadzic og Mladic geti ekki tekið þátt í kosningum komist á friður og að þeir verði dregnir fyrir rétt. Sprengjutilræðin í Frakklandi Fimm sprengju- smiðir gripnir París. Reuter. Sjálfsmorðs- árásir á Gaza TVEIR palestínskir tilræðismenn biðu bana og ellefu ísraelar særðust í sprengjuárásum á tvær rútur á Gaza-svæðinu í gær. Grunur leikur á að palestínska hreyfingin „Heilagt stríð“ hafi staðið fyrir tilræðinu til að hefna drápsins á leiðtoga sinum, Fathi Shqaqi, á Möltu fyrir viku. Shimon Peres, utanríkisráð- herra ísraels, sagði að ísraelska stjórnin og Frelsissamtök Palest- ínumanna (PLO) myndu halda áfram friðarviðræðunum og vinna saman í baráttunni gegn hermdarverkum palestínskra heittrúarmanna. A myndinni kannar lögreglu- maður brak úr bil annars Palest- inumannanna og fjær er önnur rútan. Herinn höfðar til mæðra London. Rcutcr. BRESKI herinn hefur átt í æ meiri erfiðleikum með að fá menn til þess að ganga í herinn og beinir hann nú sjónum sín- um að mæðrum í auglýsinga- herferð sem verið er að hleypa af stokkunum í Bretlandi. I auglýsingunum verða mæðurnar hvattar til þess að fá syni sína til að skrá sig í herinn. Þá fá hermenn, sem tekst að telja vini sína á að skrá sig, bónusgreiðslur. Kostnaður við herferðina nemur um 1,8 milljörðum kr. FRANSKA lögreglan gómaði fimm meinta vígamenn múslima í aðgerð- um í París og tveimur öðrum borg- um í gær. Hald var lagt á tæki og búnað til sprengjugerðar, að sögn Jean-Louis Debre, innanríkisráð- herra Frakklands. Því var haldið fram af hálfu yfir- valda, að þrír mannanna, sem hand- teknir voru í Lille í norðurhluta landsins, hefðu verið staðnir að verki við sprengjusmíði og undir- búning tilræðis á útimarkaði í borg- inni á sunnudag. Þar er jafnan margt um manninn. Hald var lagt á gaskút, nagla og bolta en flestar sprengnanna sem sprungið hafa í átta tilræðum í Frakklandi frá í júlí voru smíðaðar úr samskonar efnum. Yfirvöld telja, að handtök- urnar kunni að marka þáttaskil í rannsókninni á sprengjutilræðunum átta, sem.kostað þafa sjö manns Iífið og slasað 170. íslömskum öfga- mönnum hefur verið kennt um til- ræðin. Auk mannanna sem gripnir voru í Lille var einn meintur tilræðismað- ur tekinn í París og annar í Lyon. Grunur leikur á að maðurinn sem handtekinn var í París sé liðsmaður alsírsku hryðjuverkasveitanna GIA og hafi hann átt að gefa fyrirmæli um tilræðið í Lille á sunnudag. Tugir unglinga gengu berserks- gang í útborg Laval í vesturhluta Frakklands í fyrrakvöld í mótmæla- skyni við að lögreglan skaut tii bana 26 ára mann frá Marokkó. Hafði hann verið handtekinn en var særður til ólífis er hann reyndi að flýja úr lögreglustöðinni, vopnaður byssu sem honum tókst að ná af lögreglumanni. Magnus Malan handtekinn MAGNUS Malan, fyrrum varn- armálaráðherra Suður-Afríku, var handtekinn í borginni Durban í gær ásamt tíu öðrum fyrrum yfirmönnum suður- afríska hersins, sakaður um morð. Malan var varnarmála- ráðherra á árunum 1980-1991, en var lækkaður í tign er F.W. de Klerk tók við völdum sem forseti. Hann er ásamt hinum yfirmönnunum m.a. sakaður um aðild að því er 13 blökku- menn voru myrtir í Natal-hér- aði árið 1987. Á myndinni má sjá Malan, sem var látin laus gegn trygg- ingu eftir að honum liöfðu ver- ið kynnt ákæruatriðin, ræða við blaðamenn. Ekki er búist við að formleg ákæra verði lögð fram fyrr en í desember og ekki verður rétt- að í málinu fyrr en á næsta ári. ■ Baráttan gegn /22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.