Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sex mánaða stúlka frá Eskifirði haldin sjaldgæfum hjartagalla Morgunblaðið/Kristinn MARÍN litla Hafsteinsdóttir var fjögurra mánaða gömul þegar hjartagallinn uppgötvaðist. Móðir hennar, Anna Óðinsdóttir, segir lífslíkur barnsins við hjartaaðgerð vera 70%. „ Aðgerðin er hennar eina lífsvonu „AÐGERÐIN er hennar eina lífs- von,“ segir Anna Óðinsdóttir móðir sex mánaða stúlku, Marín- ar, sem þjáist af afar sjaldgæfum hjartagalla og á að gangast und- ir aðgerð hans vegna í næstu viku. „Lífslíkur hennar eru 70% þannig að það getur brugðið til beggja vona. Annaðhvort verða jólin hjá okkur eins hörmuleg og hugsast getur eða mjög gleðileg. En við höfum ekkert val, þetta verður að gera.“ í Marín vantar slagæðina frá hægra hjartahólfi og opið er á milli hjartahólfa. Barnið hefur þróað litla anga úr ósæð til að flytja blóð til lungna, að sögn Önnu, þannig að hún fær ein- göngu blandað blóð. Gríðarlegt áfall „ Við urðum fyrir gríðarlegu áfalli þegar Marín greindist með þennan sjúkdóm og eðlilega ver- ið miður okkar síðan. Þessi tími hefur einkennst af kvíða og streitu, um leið og allt gerist svo hratt að við erum varla búin að átta okkur á því sem hefur gerst,“ segir Anna. „Hróðmar Helgason hjarta- læknir sagði við okkur að eitt barn af hverjum sjötíu þúsund sem fæðast með hjartagalla þjá- ist af sama kvilla, þannig að þetta er nyög sjaldgæft þó að það sé ekki óþekkt. Sjálfur sagðist hann aldrei hafa séð galla sem þennan áður á öllum sinum ferli,“ segir Hafsteinn Hinriksson, faðir Mar- ínar. Þau halda til Boston í Bandaríkjunum á sunnudag en aðgerðin verður framkvæmd á miðvikudag á Children Hospital þar í borg. Marín var orðin fjögurra mán- aða gömul þegar hjartagallinn uppgötvaðist við hefðbundið ungbarnaeftirlit, en fjölskyldan er frá Eskifirði. Ekki vissu menn þó umsvifalaust hvað hrjáði hana og var hún því send ásamt móður sinni til Akureyrar þar sem hún gekkst undir skoðun. „ Að lokinni skoðun var ég send með næsta flugi suður til Reykja- víkur þar sem Hróðmar kvað upp úr með hvað væri að. Mér brá svo grfðarlega, að það eina sem ég gat stunið upp var; hvemig liflr bamið? Af hveiju er hún ekki þegar dáin? Hann skýrði fyrir mér að það sé lán í óláni að opið á milli hjartahólfanna sé til staðar, því þá myndast gegn- umstreymi blóðs, sem væri ann- ars ekki til staðar vegna skorts- ins á slagæðinni. En því eldri sem hún verður og kraftmeiri því erfiðara verður líf hennar án aðgerðar. Hróðmar sagði að ein- göngu frábær læknir gæti lag- fært þennan galla og fyrir um mánuði var hann búinn að finna einn slíkan í Boston. En við viss- um hins vegar ekki fyrr en á þriðjudag að við myndum halda til Bandaríkjanna, þ.e. við feng- um fimm daga frest,“ segir Anna, Syngur í fyrsta skipti í 13 ár Hún segir að seinustu tveir mánuðir hefðu reynst mun erfið- ari en ella ef ekki væri búið að stofna samtök aðstandenda barna sem þjást af hjartagöllum. „Þau hafa veitt okkur ómetan- lega aðstoð, meðal annars sýnt okkur myndir til að undirbúa okkur fyrir aðgerðina. Fyrir ut- anaðkomandi er ekki hægt að ímynda sér hvers konar áfall það er að koma að börnum sínum eftir jafnviðamikla aðgerð og þessa,“ segir Anna. Fari allt að óskum þarf fjölskyldan aðeins að dvelja þijár vikur ytra í þetta skipti, en bregði eitthvað út af gæti dvöl hennar lengst til muna. Eins og gefur áð skilja er ákaf- lega dýrt að bera kostnað af aðgerð sem þessari, en Anna og Hafsteinn vinna almenn verka- mannastörf, hann í Fiskimjöls- verksmiðjunni á Eskifirði en hún m.a. við síldarsöltun og fisk- vinnslu. Þau eiga fyrir tvö börn. Vinir þeirra og ættingjar gripu til þess ráðs að stofna söfnunar- reikning þeim til aðstoðar og kann fjölskyldan þeim miklar þakkir fyrir hlýhug og stuðning. Meðal annars hefur Aðalsteinn Jónsson, útgerðarmaður og eig- andi Fiskimjölsverksmiðjunnar, ákveðið að Hafsteinn tapi ekki launum sínum meðan á förinni stendur. Faðir Önnu, Óðinn Valdimarsson söngvari, hefur einnig ákveðið að syngja í fyrsta skipti opinberlega í þrettán ár og kemur fram á skemmtidag- skrá á Hótel Valaskjálf á Egils- stöðum í kvöld til styrktar Mar- in. Allir þeir sem þar koma fram gefa vinnu sína og kveðst Óðinn vona að sem flestir geti séð sér fært aðveita þessu málefni lið- sinni. „Ég hef ekki einu sinni sungið fyrir sjálfan mig allan þennan tíma, en nú er raunveru- leg þörf á að láta í sér heyra,“ segir Óðinn. Fleiri aðgerðir fyrirsjáanlegar Marín litla mun þurfa að gang- ast undir fleiri aðgerðir síðar á lífsleiðinni vegna hjartagallans, gangi allt eins og best verður á kosið nú, eða þar til hún verður fullvaxta. Númerið á styrktar- reikningi Marínar er 7477 í Landsbankanum á Eskifirði. Lögreglan á ellefu- sýningar LÖGREGLAN í Reykjavík fer á næstunni í kvikmyndahús að fylgjast með því hvort böm 15 ára og yngri fái aðgang að ell- efu-sýningum kvikmyndahúsa, jafnvei þótt þær séu bannaðar yngri en 16 ára. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns hefur oft komið fyrir að unglingar sem höfð eru af- skipti af í miðbænum vegna brots á reglum um útivistartíma segist hafa verið að koma af ellefu-sýningum. Ómar Smári segir að auk þess sem aðgangur yngri en 16 ára á ellefu-sýningar stang- ist á við útivistartímann séu kvikmyndir á ellefu-sýningum oft bannaðar börnum yngri en 16 ára, samkvæmt lögum um eftirlit kvikmynda og bann við sýningu ofbeldiskvikmynda. Það sé algjört bann við því að böm yngri en 16 ára sjái kvik- myndir með slíku banni, hvort sem viðkomandi sé einn á ferð eða i fylgd með fullorðnum. Það væri á ábyrgð forstöðumanna kvikmyndahúsanna að fram- fylgja þessum reglum. Borgarstjóm Dagskrá tæmd eftir sex mínútur DAGSKRÁ fundar borgar- stjómar í gær var tæmd eftir sex mínútur. Átta mfnútur tók að ganga frá fundargerðinni og því var fundi slitið eftir fjórtán mínútur. Enginn tók til máls annar en forseti borgarstjórnar, sem taldi upp dagskrárliði, sem vom fundargerðir nefnda, ráða og stjóma borgarinnar. „Engar formlegar tillögur lágu fyrir fundinum og engin ágreiningsmál úr borgarráði þannig að fundurinn gaf ekki tilefni til þess að verða mjög langur," sagði Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgarstjómar. Hann sagði stysta fundinn lík- lega hafa verið fyrir um áratug. Sá hafi tekið þijár mínútur enda verið haldinn 2. janúar og fólk því ennþá í hátíðarskapi. Taska greiddi atkvæði HANDTASKA greiddi í gær atkvaeði gegn því að frumvarp um þingfararkaup og þingfar- arkostnað yrði tekið tii 3. um- ræðu á Alþingi. Yfirleitt er það samþykkt mótatkvæðalaust í þingsal Al- þingis að vísa lagafrumvörpuin til síðari umræðna, hvað svo sem þingmönnum kann að finnast um efni þeirra. Því ráku menn upp stór augu í gær þeg- ar rautt ljós birtist innan um grænu ljósin á Ijósatöflunum í þingsalnum sem sýnir hvernig þingmenn greiða atkvæði. Við nánari athugun kom í ljós að enginn sat í sætinu sem rauða ljósið vísaði til, heldur átti handtaska Guðrúnar Helgadóttur, varaþingmanns Alþýðubandalagsins, sökina. Hafði taskan rekist í atkvæða- hnappinn sem greiðir nei- atkvæði. Guðrún sjálf greiddi hins vegar atkvæði gegn frum- varpinu þegar það var borið undir atkvæði. Framkvæmdastj óri YSÍ um vilja ASÍ til endurskoðunar á kjarasamningum Ekki efni til að stofna til samningafunda FORYSTA ASI hefur óskað eftir fundi við for- ystumenn VSÍ og stjórnvalda eftir helgi um endurskoðun á gildandi kjarasamningum. Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, seg- ir að VSÍ sé reiðubúið til viðræðna við verkalýðs- hreyfinguna en ekki sé efni til þess að stofna til samningafunda núna. Formenn landssambanda ASÍ funduðu í gær og var meginniðurstaðan sú að leita eftir viðræð- um sem fyrst, hvort sem kjarasamningum yrði sagt upp eða ekki. Benedikt Davíðsson, formaður ASÍ, sagði að samþykktir hefðu verið að berast mjög víða að, m.a. frá þingi Verkamannasambandsins, þar sem launanefnd ASÍ er hvött til þess að segja upp samningum og ganga eftir kjarabótum. „Aðal- atriðið núna er að leita eftir leiðréttingu á launa- kjörunum hvort sem samningum verður sagt upp með lögmætum eða ólögmætum hætti. Það er ætlun okkar að leita formlega eftir viðræðum við gagnaðila og stjórnvöld strax eftir helgina og ætlunin er að ljúka þessu á starfstíma launa- nefndarinnar sem er fram að næstu mánaðamót- um,“ sagði Benedikt. 'i< >■ Aðalatriðið að auka kaupmátt launa Benedikt segir að sambandsstjórn Alþýðusam- bandsins komi saman 25. nóvember nk. og árangur af hugsanlegum viðræðum verði að liggja fyrir þá. „Ég vil ekki segja til um það núna hvort samningum verði sagt upp strax ef viðræður komast ekki á skrið en mjög margar samþykktir frá ýmsum félögum og samböndum hníga í þá veru,“ sagði Benedikt. Hann sagði að kröfugerð lægi ekki fyrir enn- þá en aðalatriðið væri ekki launahækkanir í krónum, fremur aukinn kaupmáttur launa. „Þar mætti m.a. nefna verð á ýmsum nauðsynjum, svo sem orku, húsnæði og mat sem nýst gæti til að auka kaupmáttinn án þess að verðbólga ykist og gæti skipt eins miklu eða meira máli en beinar launahækkanir." Þórarinn V. Þórarinsson sagði að það lægi fyrir í samningum að sameiginleg launanefnd ÁSÍ og VSÍ ætti að taka upp viðræður. „Við erum auðvitað reiðubúnir til þeirra við- ræðna. Eins og málið blasir við okkur hafa for- sendur samninga staðist og þróunin orðið áþekk því sem við væntum af samningunum. Við teljum að báðir aðilar hafí verið að uppskera í þeim efnum í auknum störfum og útflutningi. Við erum að leggja grunn að meiri kjarabótum síðar á þessu samningstímabili. Við erum reiðubúnir til viðræðna við verkalýðshreyfinguna á þeim vettvangi sem samningsbundinn er en það er ekki efni til þess að stofna til samninganefnda núna. Það gerist ekki fyrr en samningurinn er útrunninn," sagði Þórarinn. ■ Greinargerð VSÍ/10-ll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.