Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 4
4 . FÖSTUDAUUi A .NQVKMtíEU 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Framkvæmdastj óri Menningarsjóðs útvarpsstöðva Engin heíldstæð skrá til yfir styrkt verkefni BJARNI Þór Óskarsson, framkvæmdastjóri Menningarsjóðs útvarpsstöðva, segir að stjórnir sjóðsins hafi í gegnum tíðina fylgst með því hvernig verkefnum sem sjóðurinn hefði styrkt reiddi af, én hins végar hafi ekki verið tekin saman nein heildstæð skrá um það efni. í skriflegu svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Astu Ragnheiðar Jóhannesdóttur á Aiþingi .um styrkveitingar úr' Menningarsjóði útvarpsstöðva frá upphafi kemur fram að upp- lýsingar vantar um hvort sum efni sem styrk hafa hlotið hafí verið flutt í sjónvarpi eða hljóð- varþi eða ekki. Þannig vantar upplýsingar um flutning á útvarpsefni sem Ríkisútvarpið hafði fengið styrk til að gera frá árinu 1987 til 1992. Markús Orn Antonsson, framkvæmdastjóri út- varpsins, segir að um mistök hafi verið að ræða vegna anna á útvarpinu, meðal annars vegna hörmunganna á Flateyri og breytinga á dagskrá þess vegna, en nú sé verið að taka saman þennan lista og hafi allt efni sem styrkt hafi verið með örfáum undantekningum verið flutt í útvarpinu. Bjarni Þór sagði að hann hefði tekið við starfi framkvæmdastjóra árið 1993 og ný stjórn sjóðs- Framkvæmdastjóri rík- isútvarpsins segir að nær allt styrkt efni hafi verið flutt í útvarpinu ins hefði verið fullskipuð vorið 1994. Stjórnin hefði kailað eftir upplýsingum varðandi síðustu úthlutanir, en saga sjóðsins væri auðvitað lengri. Hann sæi það á fyrirliggjandi gögnum að fyrri stjórnir hefðu einnig fylgst með því hvernig útvarpsefni sem styrkt hefði verið reiddi af, en upplýsingunum hefði ekki verið haldið til haga með skipulegum hætti. Bjarni sagði aðspurður að komið hefðu fram tvö dæmi frá fyrri tíð um að efni sem styrkt hefði verið hefði ekki verið framleitt. Þessar upplýsingar hefðu verið að berast sjóðnum núna og fyrirhugaður væri stjórnarfundur fljót- lega, þar sem þetta yrði væntanlega ineðal annars til umræðu. Stjórnin yrði að skoða hvernig bregðast ætti við þessum tilvikum og kanna hvaða afstaða hefði verið tekin í fyrri stjórnum í þessum efnum. 45 milljónum úthlutað í október Síðast var úthlutað úr Menningarsjóði út- varpsstöðva í byijun október. Þá var úthlutað tæpum 39 milljónum króna, auk þess sem endurúthlutað var styrk upp á 6,5 milljónir vegna verkefnis sem hætt hafði verið við að framleiða. Lögum um sjóðinn var nýlega breytt á þann veg að nú er einungis skylt að úthluta einu sinni úr sjóðnum á ári en var áður tvisvar sinn- um. Áður en úthlutað er ber að greiða rekstrar- kostnað_ Ríkisútvarpsins vegna Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og er það ástæðan fyrir því að ekkert var úthlutað á árinu 1994, þar sem safnast hafði upp skuld vegna Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Bjarni Þór sagði að gengið yrði eftir því að svör fengjust varðandi það efni þar sem upplýs- ingar vantaði um hvort efnið hefði verið flutt eða ekki. Þegar hefði verið kallað eftir þessum upplýsingum og því yrði fylgt eftir að svör fengjust. 300-400 tonn selst af lambakjöti Útsölunni lýkur í næstu viku AÐ SÖGN Kristínar Kalmans- dóttur, starfsmanns Markaðs- ráðs sem sér um sölu á lamba- kjöti á niðursettu verði, eru horfur á að útsölu á árs gömlu lambakjöti ljúki í næstu viku. Hún sagði að salan hefði geng- ið mjög vel. Líkast til væri búið að selja 300-400 tonn síð- an salan hófst fyrir einni viku. Seld verða 600 tonn á lækk- uðu verði og miðað við hvernig salan hefur gengið síðustu daga má gera ráð fyrir að útsöiunni ljúki í næstu viku. Að jafnaði seljast um 580 tonn af kindakjöti á mánuði, en útlit er fyrir að nú seljist 600 to.nn á tíu dögum. Kristín sagði að salan hefði verið það mikil að sláturleyfis- hafar hefðu átt í vandræðum með að afgreiða kjöt nægilega hratt til verslana. Ástæðan væri sú að takmarkaður tími hefði gefist fyrir þá að saga niður kjöt áður en útsalan hófst. Mikið verðstríð hefur verið milli versiana í tengsium við kjötútsöluna. Kristín sagði að Markaðsráð hefði ekki átt von á þessu verðstríði, en menn væru í sjálfu sér bara ánægðir með það því það tryggði að fjármunimir sem ríkið varði til að greiða kjötið niður færu allir til neytenda. Kristín sagði að lambakjöts- útsalan hefði enn ekki haft áhrif á verð á öðru kjöti að því er hún best vissi. Þar með væri ekki sagt að útsalan myndi engin áhrif hafa á verð á öðru kjöti. Þau gætu komið fram síðar. Breytingar á verði kjöts gætu einnig hafa orðið þó að þessi útsala hefði ekki komið tii. Þjóðminjasafnið leitar húsnæðis í nágrenni núverandi húss ■'"T"............. Morgunblaðið/Kristinn GAMLI Garður og hús Félagsstofnunar stúdenta, sem Þjóðminjasafnið hefur áhuga á að eignast. Útboð bílatrygginga FÍB með tvö þúsund umboð FÉLAG íslenskra bifreiðaaeigenda hefur fengið umboð frá um 2.000 félagsmönnum til að efria til alþjóð- légs útboðs á bílatryggingum. Stefnt er að því að tryggingarnar verði boðnar út í þessum mánuði svo bíleigendur geti tekið afstöðu til niðurstöðunnar fyrir áramót. Að sögn Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra FÍB eru félags- menn nú um 14 þúsund. I síðasta mánuði var sent' út bréf með ósk um að menn veittu félaginu skrif- iegt umboð til að bjóða út trygging- ar bílanna. Nú séu komin inn um 2.000 umboð og óhætt sé að hefja vinnu við útboðið. Segir hann að miðað við þær undirtektir sem fé- lagið hafí fengið hjá umboðsmönn- um og erlendum vátryggingafélög- um vonist hann eftir góðum ár- angri. Kennarasambánd * Islands Framlög í kjaradeilusjóð stóraukin FULLTRÚARÁÐ Kennarasam- bands íslands hefur samþykkt að hækka framlag félagsmanna í kjaradeilusjóð úr 0,2% í 0,8% af föstum dagvinnulaunum. Félags- gjald til Kennarasambands íslands verður þar af leiðandi 2,4% af föst- um dagvinnulaunum frá og með næstu áramótum í stað 1,8%. Eiríkur Jónsson, formaður KI, sagði að á síðasta ári hefði fulltrúa- ráðið tekið ákvörðun um að lækka framlag í kjaradeilusjóð úr 1% í 0,2% af dagvinnulaunum félags- manna. í samþykktinni hefði verið tekið fram að ef til verkfalls kenn- aria kæmi yrði þessi lækkun tekin til endurskoðunar. Eiríkur sagði að þegar þessi ákvörðun var tekin hefði verið í sjóðnum yfir 400 millj- ónir og mat manna hefði verið að draga mætti úr greiðslu í sjóðinn. í verkfalli kennara fyrr á þessu ári hefði kennurum orðið ljóst hve mik- ilvægt væri að eiga öflugan kjara- deilusjóð og þess vegna hefði verið ákveðið að auka greiðslur í hann aftur. Þegar verkfailinu lauk voru um 150 milljónir í kjaradeilusjóðnum. Miðað við 0,8% greiðslu verða tekj- ur sjóðsins rúmar 35 milljónir á ári. Kannað hvort stúd- entar vilji selja ÞJÓÐMINJASAFNIÐ hefur óskað eftir að kaupa húsnæði Félags- stofnunar stúdenta og Gamla Garð við Hringbraut. Að sögn Bern- hards Petersen, framkvæmda- stjóra Félagsstofnunar stúdenta, hafa engar ákvarðanir verið tekn- ar, enda viðræður á byijunarstigi. Bernhard sagði að forsvars- menn Þjóðminjasafnsins hefðu óskað eftir að festa kaup á Stúd- entaheimilinu og Gamla Garði og að Háskólaráð hefði litillega fjall- að um hugmyndina á einum fundi. „Þetta er á algeru byrjunarstigi," sagði hann. „Þetta hefur verið tekið fyrir á einum fundi hér og menn eru rétt að byrja að ræða málið enda þurfum við að hyggja að mörgu. Við erum með rekstur í gangi sem þarf að hugsa vel um áður en hann er færður til og ekki má gleyma Gamla Garði þar sem búa 40 stúdentar.“ Vilyrði fyrír lóð Ef til þess kæmi að samið yrði um sölu á Stúdentaheimilinu til Þjóðminjasafnsins yrði að finna nýtt húsnæði fyrir þá starfsemi sem fyrir er í húsinu. Félagsstofn- un hefur vilyrði fyrir lóð á há- skólalóðinni ef til þess kæmi að byggja þyrfti yfir starfsemina að sögn Bernhards en auk þess yrði að finna lausn fyrir þá 40 stúd- enta sem búa á Gamla Garði. Bernhard sagði að núverandi húsnæði hentaði ágætlega fyrir þá starfsemi sem þar fer fram en þar eru til húsa Bóksala stúdenta, Ferðaskrifstofa stúdenta, Prent- garður, skrifstofur Stúdentaráðs, Sambands ísl. námsmanna erlend- is og aðalskrifstofa Félagsstofn- unar. Þarna væri á einum stað öll meginþjónusta stúdenta. Andlát GUÐBERGUR INGÓLFSSON GUÐBERGUR Ing- ólfsson frá Húsatóft- um í Garði lézt á Land- spítalanum 1. nóvem- ber síðastliðinn á 74. aldursári. Guðbergur var fæddur 1. ágúst 1922 að Litla-Hólmi í Leiru í Gerðahreppi. Guðbergur var landsþekktur fiskverk- andi. Hann stundaði þurrfiskverkun í Garð- inum um fjóra áratugi eða frá 1953 til 1993. Þá rak hann einnig frystihús og fiskiskip Guðbergur með fjölskyldu sinni Ingólfsson um árabil. Hann keypti nýjan skuttogara árið 1975 og var Reynir, það einn fyrsti togari Suðurnesja- Ingi. manna og um skeið voru togararnir fjórir sem voru í eigu Guð- bergs og fjölskyldu. Þá má og nefna að Gucl- bergur sat í sjþrn SIF um áraraðir. Á seinni árum var hann mjög virkur í starfi eldri borgara á Suðurnesjum og var m.a. formaður kórsins síðustu árin. Eftirlifandi kona Guðbergs Ingólfssonar er Magnþóra Þórarins- dóttir. Þau eignuðust 9 börn. Þau eru Þórarinn Sveinn, Bergþóra, Jens Sævar, Theodór, Rafn, Anna, Magnús og Ævar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.