Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 11 ingar vinnutíma sem átt hefur sér stað sl. ár. Þær eru þó með svipuðu sniði þar sem þær sýna að mestar hækkanir hafa gengið til verka- og afgreiðslufólks eða sem svarar mánaðarlegri tekjuaukningu á bil- inu 5.000-7.500 kr. Þessi tekju- aukning umfram þær 2.700- 3.700 krónur, sem samið var um að dagvinnulaun hækkuðu, á sér þá eðlilegu skýringu að þessar hækkanir gengu í gegnum yfir- vinnu- og vaktaálög sem og ýms- ar aðrar álagsgreiðslur. Niður- stöður um meðaltalslaunaþróun skrifstofufólks eru jafnan sveiflu- kenndar vegna smæðar úrtaksins og því ekki alveg marktækar en algengustu hækkanir innan þess hóps eru í góðu samræmi við áhersl- ur samninganna. Sé litið á nokkrar af helstu starfs- stéttum í úrtaki Kjararannsóknar- nefndar kemur jafnvel enn betur í ljós, að þrátt fyrir að samningar hafi kveðið á um 2.700-3.700 kr. launahækkun á mánuði fyrir dag- vinnu, þá hafa tekjur hækkað um- talsvert meira. Við þann saman- burð, sem hér fer á eftir, hefur verið miðað við sama vinnutíma á báðum tímabilunum þannig að leng- ing eða stytting vinnuviku hefur ekki áhrif á hann. Tölurnar sýna, svo dæmi séu tekin, að stór hópur á borð við fiskvinnslufólk hafi hækkað um 7.000-8.000 kr. á mánuði eða um 7% og afgreiðslu- konur í dagvöruverslunum á höfuð- borgarsvæði um 6.000 kr. eða tæp 7%. Sjá töflu 2. Launaliækkanir hjá hinu opinbera Fyrir liggur að umsamdar launá- hækkanir hjá ríki og sveitarfélögum hafa farið fram úr þeim sem að jafnaði áttu sér, stað á almennum markaði. Þar skera launahækkanir í skólum og sjúkrahúsum sig úr en þar hafa starfshópar knúið fram sérstakar kauphækkanir sér til handa, en þar fyrir utan virðast launabreytingar hjá opinberum aðil- um almennt hafa verið umfram það Tafla 1 Mán.tekj. Hækk. Hækk. 2. ársij. ’95 í kr. í % Verkamenn 119.900 7.500 6,7 Verkakonur 92.000 5.000 5,7 Iðnaðarmenn 152.900 4.000 2,7 Afgr.karlar 127.800 4.700 3,8 Afgr.konur 93.000 6.700 7,8 Skrifst.karlar 142.900 4.500 3,3 Skrifst.konur 109.500 1.500 1,4 ASÍ-landv.fólk 119.600 5.400 4,7 sem gerðist í atvinnulífinu. Það er áhyggjuefni að opinberir aðilar, sem ekki lúta markaðsaðhaldi og fjár- magna aukin launaútgjöld með hækkun skatta og álaga, telja sig hafa meira svigrúm til launahækk- ana en atvinnufyrirtækin sem starfa í samkeppnisumhverfi. Launahækkanir ríkis og sveitarfé- laga leggja ekki grunn að frekari launahækkun í almennu atvinnulífi heldur skerða þvert á móti mögu- leika atvinnulífsins til launahækk- ana og fjölgunar starfa. Uppsagnir kjarasamninga Verkalýðsfélögin sem gerðu kjarasamning til tveggja ára við VSÍ hafa nú sum hver lýst yfir vilja sínum til upsagnar samningsins með tilvísun til þeirra launahækk- ana sem átt hafa sér stað hjá öðrum hópum, ekki síst þeim sem lúta nið- urstöðu Kjaradóms. Það er á mis- skilningi byggt að launaþróun ann- arra hópa sé hluti af þeim forsend- um sem samningarnir byggja á. Þeir byggja á tæmandi upptalningu á forsendum sem eru efndir á fyrir- heitum ríkisstjórnarinnar í tengsl- um við samningana ásamt því að verðlagsþróun hér á landi verði áþekk verðlagsþróun í helstu við- skiptalöndum. Samningarnir hvíla ekki á öðrum forsendum, hvorki efnahags- né siðferðislegum, og verður ekki sagt upp nema á for- sendum þeirra sjálfra á vettvangi launanefndar ASI og vinnuveitanda eftir að hún hefur'lagt mat á það hvort skráðar forsendur þeirra hafi staðist. Henni einni er falið þetta mat. Menntamalaraðherra um framhaldsskólafrumvarp Brýnt að koma á nýrri skipan mála MENNTAMALARAÐHERRA mælti í gær fyrir fruinvarpi um framhalds- skóla á Alþingi. Frumvarpið hefur tvívegis verið lagt fram áður, fyrst árið 1994 en hefur síðan tekið nokkr- um breytingum. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sagði að frumvarpið hefði fengið góða meðferð utan þings sem innan, og komið hefðu fram umsagn- ir og athugasemdir og tekið hefði verið tillit til margra sjónarmiða sem fram hefðu komið og tekið mið af þeim við lokagerð frumvarpsins. Brýnt væri að það fengi nú af- greiðslu. Samkvæmt greinargerð er í frum- varpinu mörkuð skýr stefna um skólastarf á framhaldsskólastigi, hlutverk þess, skipulag og starfs- hætti. Stefnt er að því að auka sjálf- stæði skólanna og að styrkja stjórn þeirra í því augnamiði.' Þá er lögð megináhersla á starfsnám, þar sem gert er ráð fyrir mun virkari þátt- töku atvinnulífs í tillögugerð og stefnumótun en nú er. Þá er gert ráð fyrir aukinni verka- skiptingu framhaldsskóla. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði að samkvæmt frumvarpinu verði á verksviði hvers skóla að skipuleggja námsbrautir innan gild- andi námsskrár og fjárveitinga. Þverpólitísk sátt? Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks, sem ásamt Sig- ríði Önnu Þórðardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, endurskoðaði frumvarpið í sumar, sagði mjög brýnt að auka áherslu á starfsnám í ljósi þess að flestir nemendur sem fara í framhaldsnám nú velji bók- nám. Hann sagðist telja að þverpóli- tísk sátt gæti orðið um frumvarpið, með þeim breytingum sem það hefði nú tekið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu nokkrum efasemdum um frum- varpið. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags, taldi m.a. að í því fælist of mikil miðstýr- ing, en Björn Bjarnason sagði að fyrst og fremst fælist í því viðleitni til að ná utan um skólakerfið. Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista, sagði að nám í fram- haldsskólum væri of einhæft og þótt frumvarpið gerði tilraun til að bæta úr því hefði hún efasemdir um að það gengi nægilega langt. Sú spurn- ing vaknaði hvort verið væri að taka af skólum möguleika til sjálfstæðrar þróunar og þeina þeim öllum í sama farveg. En Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, þingmaður Þjóðvaka, sagði að frumvarpið væri um margt ágætt og flestar breytingar á því til bóta. „Ég held að menn ættu að geta verið sammála um að það sé brýnt að koma á nýrri skipan á framhalds- skólastiginu og í raun og veru liggja ekki fyrir aðrar betri tillögur en þær sem koma fram í þessu frumvarpi,“ sagði Björn Bjarnason. FRÉTTIR Tafla 2 Tekjur nokkurra starfsstétta á 2. ársfj. 1995 og áætlun eftir hækkun um áramót Meðal- vinnu- Verkamenn tími Hafnarvinna á höfuðb.sv. 49,3 Bensínafgreiðsla á höfuðb.sv. 53,7 Fiskvinna utan. hbsv. 51,9 Verkakonur Mötuneyti á höfuðb.sv. 41,5 Fiskvinna utan höfuðb.sv. 45,7 Iðnaðarmenn Málmsmíðar á höfuðb.sv. 52,0 Rafvirkjun utan höfuðb.sv. 51,3 Afgreiðslukonur Störf í dagv.versl. á höfuðb.sv. 50,6 Reynslan sýnir að launahlutföll eru tregbreytanleg, ekki sfst hér á landi, þar sem launamunur að teknu tilliti til skatta og bóta er minni en Hækkun Áætlun Heildar heildarlauna fyrir mán.laun kr. % I. 1996 134.800 7.300 5,7% 138.900 115.400 8.800 8,3% 120.400 120.300 7.900 7,0% 124.300 95.300 6.500 7,3% 98.900 99.400 6.700 7,2% 102.800 167.900 6.100 3,8% 172.900 169.200 6.500 4,0% 174.300 95.900 6.000 6,7% 100.400 í nálægum löndum. Áhersla á að bæta sérstaklega hlut tekjulægsta hópsins í kjarasamningum kallar því á mjög mikla samstöðu; helst einn samning sem allir lúti. Ef ekki þá dregur úr möguleikum þess að fá hærra launaða hópa til að sætta sig við minni hlutfallslegar hækkan- ir. Ef heildarsamtök launamanna styðja ekki eigin stefnumótun með beinni og opinskárri andstöðu við kröfur hærra launaðra hópa um meiri hækkanir sér til handa er næsta vonlaust um árangur. Þegar allt þetta er haft í huga verður að teljast með ólíkindum hvað þó hefur tekist að láta tekjulægri hópana njóta hlutfallslega meiri hækkana en aðra á þessu ári. Miklar launa- hækkanir hinna lægst launuðu hafa ekki leitt til aukinnar verðbólgu svo kaupmáttur þeirra fer vaxandi og á enn að geta aukist á næstu miss- erum ef stöðugleiki verður áfram hornsteinn launa- og efnahags- stefnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.