Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 23 Hörð átök í höfuð- borg Búrúndí Bujumbura. Reuter. HÖRÐ átök brutust út í Bujumb- ura, höfuðborg Búrúndí, milli stjórnarhersins og skæruliða Hútúa aðfaranótt gærdagsins. Sagt var að minnst fjórir hefðu látið lífið og 23 særst í átökunum, sem í ríkisút- varpi Búrúndí var líkt við martröð. Atökin blossuðu upp í Buyenzi, úthverfi Bujumbura, þegar þjóð- varðliðar úr röðum Tútsa réðust á heimili Hútúa með handsprengjum, grjóti og skammbyssum. Tvö börn létu lífið í árásinni. Þá létu tveir lífið þegar sprengju var varpað í búðir flóttamanna úr röðum Hútúa í Buyenzi. í gærmorgun var mikill viðbúnaður herlögreglu í hverfinu. Versnandi ástand Fréttaskýrendur segja að ástand- ið í Búrúndí versni jafnt og þétt og óttast að landið geti farið sömu leið og Rúanda, þar sem sömu ættbálk- ar takast á og hátt í ein milljón manna týndi lífi á síðasta ári. Átökin í Bujumbura blossuðu upp eftir að forsetaskrifstofa Búr- úndí sakaði herinn, sem er á valdi Tútsa, um að hafa myrt 253 þorpsbúa úr röðum Hútúa á átaka- svæði í norðurhluta landsins. V arnarmálaráðuneyti mótmælir Varnarmálaráðuneytið neitaði því hins vegar í gær að þessi morð hefðu átt sér stað og sagði rann- sókn hafa tekið af allan grun um það. „Ef fólk hefði verið myrt mynd- um við vita af því, sagði Longin Minani, talsmaður hersins. „En við höfum ekkert heyrt. Það eru stöðug átök í Búrúndí, en það er ekki fót- ur fyrir þessari frétt um fjölda- morð.“ í yfirlýsingu frá forsetaembætt- inu sagði að hermenn hefði framið morðin án vitundar yfirmanna hersins. Að sögn forsetaskrifstof- unnar er kominn upp klofningur innan hersins. Vestrænir hjálparstarfsmenn í norðurhluta Búrúndí sögðu í síma- viðtölum að 50 særðir þorpsbúar hefðu verið fluttir á sjúkrahús. „Fjöldi manns flýr nú til fjalla,“ sagði einn hjálparstarfsmannanna. „Herinn eltir uppreisnarmennina. Allt i kringum okkur eru væring- ar.“ Starfsmenn hjálparstofnana veigra sér margir við að starfa á svæðum í norðurhluta Búrúndí vegna ástandsins. Skæruliðar Hútúa ráðast á Tútsa og hermenn Tútsa svara með því að ráðast á Hútúa. Valdalaus forseti Sylvestre Ntibantunganya, for- seti Búrúndí, sem er Hútúi, veigrar sér við að ganga milli stríðandi fylkinga Hútúa og Tútsa á þessum slóðum. Ntibantunganya hefur ekkert vald yfir hernum og getur ekki rekið herforingja. Forsetinn er nánast valdalaus áhorfandi að stjórnleysinu, sem hefur gripið um sig í landinu og kostað 100 þúsund mannslíf á undanförnum tveimur árum. Blóðsúthellingarnar, sem nú standa yfir í Búrúndí, hófust þegar liðhlaupar Tútsa úr hernum myrtu fyrsta lýðræðislega kjörna forseta landsins, Hútúann Melchior Ndada- ye, í október árið 1993. Ringulreið fyrir væntanlegar þingkosningar i Rússlandi Vísvitandi reynt að trufla framkvæmdina? Reuter GRÍGORÍ Javlínskí, leiðtogi Jabloko, svarar spurningum á blaðamannafundi í Moskvu í gær. Yfirkjörnefnd Rússlands bannaði flokki hans að bjóða fram í deseinber og bar því við að hann hefði brotið eina grein framboðslaganna. Moskvu. Reuter. VEIKINDI Borís Jeltsíns forseta og deilur um meint bellibrögð einkenna barátt- una fyrir þingkosningarnar í Rússlandi sem fram eiga að fara 17. desember. Ýms- ir velta því nú fyrir sér hvort í gangi sé samsæri um að trufla framkvæmd- ina með öllum ráðum. Áhrifamikil öfl sjái sér hag í því að kosningarnar fari út um þúfur og takist það ekki verði a.m.k. hægt að fullyrða að þingið sé ólög- lega kjörið og því ástæðu- laust að taka mark á sam- þykktum þess. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag. Tveir flokk- ar voru útilokaðir vegna lagalegra galla á framboð- unum, smáatriða sem al- mennir kjósendur botna ekkert í. Flokkarnir hafa báðir mótmælt harkalega og annar þeirra, umbóta- flokkurinn Jabloko, skaut málinu til hæstaréttar. Leiðtogi Jabloko er Grígorí Javlínskí sem margir telja líklegan til að sigra í for- setakosningum en þær eiga að verða í júní næsta ári. Hinn er Derzhava, þjóðern- issinnaflokkur Alexanders Rútskojs, fyrrverandi vara- forseta. Núverandi stjórnarliðar sjá sæng sína uppreidda, Jeltsín er heilsulaus og virðist heillum horfinn, tveir væntanlegir forseta- frambjóðendur hafa mun meira fylgi en hann í könnunum. Því bein- ast grunsemdir manna um vísvit- andi truflanir og hrein skemmdar- verk mjög að mönnum í Kreml. Gölluð Iöggjöf „Kosningalöggjöfin eins og hún er núna gefur allt of mörg færi til að hagræða hlutunum,“ sagði dag- blaðið Kommersant nýlega og benti á mörg dæmi um brot á reglunum. Fjölmiðlar hafa margsinnis ljóstrað upp um stuðningsmanna- lista með nöfnum þekktra einstakl- inga er ekki höfðu hugmynd um að þeir væru á listum umrædds flokks. Flokkur þurfti að fá minnst 200.000 meðmælendur til að mega bjóða fram. Ef svik af þessu tagi er minna á hið fræga skáldverk Gogols, „Dauðar sálir“ dugðu ekki gátu flokkarnir keypt undir- ritanir á svarta markaðnum. Sérstök yfirkjörnefnd á að sjá um framkvæmd kosning- anna og framboðsmál, for- maður hennar er Níkolaj Ríabov, er eitt sinn var vara- þingforseti. Hefur nefndin sætt harðri gagnrýni en sum- ir þykjast sjá að á bak við gerðir hennar séu öflugri ein- staklingar er vilji koma af stað upplausn. Skipta þá yfir- lýsingar manna í innsta hring á borð við Jeltsín og Viktor Tsjernomýrdín forsætisráð- herra, sem báðir hafa gagn- rýnt bannið við framboði Jab- loko, litlu. Annaðhvort er verið að blekkja þá eða þeir eru sjálfir að reyna að blekkja almenning. „Hver hagnast á þessu?“ er spurningin sem brennur á vörum þeirra tortryggnu, einkum eftir bannið við fram- boði flokkanna tveggja. Einn þeirra er stjórnmálaskýrand- inn Dmítrí Olsanskí er telur að helsta markmið huldu- mannanna sé að sverta fram- kvæmd kosninganna. Hann telur þó að þær muni fara fram þótt einn aðstoðar- manna Jeltsíns, Georgí Sar- atov, hafi sagt í sjónvarpsvið- tali í vikunni að ekki væri hægt að útiloka að kosn- ingunum yrði frestað. Fari svo er líklegt að forsetakosn- ingum verði einnig frestað. Stjórnmálaskýrendur eru flestir á því að kommúnista- flokkurinn, sem endurreistur var á rústum hins gamla stjórnarflokks Sovéttímans, og einn helsti flokkur hægfara þjóðernisssinna, Ráð rúss- neskra samfélaga, muni sigra í kosningunum. Skoðanakannanir benda eindregið til þess og Olsanskí er sammála. „Kosningarnar koma sér afar illa fyrir forsetann og emb- ættismenn hans,“ segir hann. Aðeins þessa einu helgi 3.-5. nóvember. Villfferct&ar- hlabborb 6 abeins 3.900 kr. Forcfrykkur héims- meístarans a ftlb.verbí 550 kr. ínbökuð önd með skógarsveppum_____ Villibráð Bourguignonne Heitreykt fjallableikja Reyktur villilax * _____Hreindýraorður Svartfuglspate Grafinn villilax Hreindýrabuff _____Reyktur lundi_____ Soðinn villilax ______Gæsabringur______ ________Rjúpusúpa______ Svartfugl •____Gæsapate________ Villiönd Súla atnsdeigsbollur Skógarberj abaka Trönuberj abaka Rifsberjabaka Bláberjabaka Avaxtasalat Picantbaka Perubaka Eplabaka Sj^astahlaðborð í hádeginu alla virka daga á 690 kr. —Qj&—-------------------- * /'imm rétta kvöldverður á aðeins 3.200 kr. BORÐAPANTANIR í SÍMA 562 0200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.