Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 LISTIR Sápa þrjú og hálft frumsýnd í Kaffileikhúsinu í kvöld SIÐLEYSI, banvænt grænmeti, ástir, veitingahúsarekstur, af- brigði, skemmtikraftar, Elvis Presley og Harry Klein eru meðal þess sem ber á góma í gamanleikritinu Sápu þrjú og hálft eftir Eddu Björgvinsdótt- ur, sem frumsýnt verður í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum í kvöld. Sápa þijú og hálft er tileink- uð Kaffileikhúsinu sem varð ársgamalt á dögunum og gerist leikurinn í afmælisveislunni. Edda gefur söguþráðinn hins vegar ekki upp. „Þjóðin verður að leggja leið sína í Kaffileik- húsið til þess að upplifa Sápu þrjú og hálft á eigin skrokki." Sápur Kaffileikhússins hafa átt góðu gengi að fagna en þetta er sú þriðja í röðinni. Auður Haralds skrifaði þá fyrstu og Ingibjörg Hjartardóttir og Sig- rún Oskarsdóttir þá næstu í sameiningu og nú er komið að Eddu að skapa skopið. Leiksljóri verksins er Sigríð- ur Margrét Guðmundsdóttir en leikendur eru Edda Björgvins- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Bjargmundsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Allir hafa þessir landskunnu listamenn ákveðnu hlutverki að gegna í sýningunni en er á köflum gef- inn laus taumurinn í túlkun sinni. Þá mun óvæntur gestur, sem ekki kemur úr röðum leik- ara, láta að sér kveða í Sápunni. Göldrótt stemmning Að sögn Eddu verða leikar- arnir hins vegar ekki í aðalhlut- verki í sýningunni, heldur áhorfendur. Það sé því að veru- legu leyti undir þeim komið hvernig til takist hveiju sinni. „Stemmningin í Kaffileikhúsinu * Ahorfendur í aðalhlutverki HRUND: A ég að henda honum út? GARÐAR: En af hveiju geltirðu þá? HEIDI: Willkommen í Hlaðvarpi und Kaffileikhús. SVANSY: Þið eruð öll... á niðurleið! _______L*______ HRÓÐMAR: Nei, mjaaaaá! LEYNIGESTUR: Virkar alltaf! er svolítið göldrótt og það er freistandi að virkja áhorfendur enda eru þeir bókstaflega í fanginu á leikurunum meðan á sýningu stendur.“ Samkvæmt þessu ættu áhorf- endur að vera við öllu búnir. „Kosturinn við að Ieika í Kaffi- leikhúsinu er sá að áhorfandinn kemst ekki hjá því að vera þátt- takandi í sýningunni,“ segir Sig- ríður Margrét. „Þess vegna myndast þar stemmning sein þekkist ekki í hefðbundnu leik- húsi.“ Höfundur og leikstjóri segja að Sápa þijú og hálft hafi tekið umfangsmiklum breytingum á æfingaferlinu. „Það er óhætt að segja að verkið hafi tekið heljarstökk fljólega eftir að við byijuðum að æfa,“ segir Edda. „I miðjum klíðum, eða í sjálfri afmælisveislu Kaffileikhússins, leyfðum við okkur síðan að hafa forsýningu með áhorfendum, sem er nokkuð sem íslensk leik- hús geta yfirleitt ekki leyft sér. Eftir þá sýningu tók verkið aft- ur stökkbreytingu. Allt var þetta til bóta.“ En eru stakkaskiptin að baki? „Við erum komin með ákveðinn grunn sem við munum vinna út frá en að líkindum verður ein- hver blæbrigðamunur á sýning- unum,“ segir Edda og Sigríður Margrét bætir við að það sé eðli gamanleikrita að þróast og breytast meðan á sýningum stendur. „Þau eru eins og ný- fætt barn á frumsýningu en þroskast síðan og dafna. Fólki er því óhætt að sjá verkið oftar en einu sinni.“ Islandsbanki í Lækjargötu styrkti gerð Sápu þijú og hálft og kann Kaffileikhúsið for- svarsmönnum hans bestu þakk- ir fyrir. Nýjar bækur Málshættir o g orðtök ÚT ERU komnar tvær bækur eftir _ Sölva Sveinsson, íslenskir málshættir með' skýr- ingum og dæmum og ný útgáfa bókarinnar íslensk orðtök með skýringum og dæmum, sem koiú út fyrir tveim- ur árum. Bækurnar fást bæði stakar og einnig saman í öskju. í bókunum er fjallað um mikinn fjölda orð- taka, málshátta og spakmæla, sem eru ríkur þáttur íslenskrar tungu. „Bókunum er ekki aðeins ætlað að auðvelda fólki að auðga mál sitt og öðlast skilning á því, heldur og að stuðla að réttri með- Sölvi Sveinsson ferð þess, Höfundurinn skýrir hér málshættina og orðtökin, segir frá upprunalegri merkingu þeirra og lýsir þeim aðstæðum sem þau eru sprottin upp við. Jafn- framt eru gefin dæmi um notkun þeirra í daglegu nútímamáli11, segir í kynningu. Útgefandi er Iðunn. í bókunum er fjöldi skýringarteikninga eftir Brian Piikington. Bókin íslensk orðtök er 225 bls. og íslenskir málshætti 247 bls. Verð hvorrar bókar um sig er 3.880 krónur en saman í öskju kosta þær 7.760 kr. Ljóð um missi ástvinar KOMIN er út ljóðabókin Hlér eftir Hrafn Andrés Harðarson. Hlér er ljóðaflokkur 35 ljóða. I kynningu segir að Ijóðin fjalli um „veðrar- brigðin sem verða í sál manns við sáran missi ástvinar, fárviðri, reið- ina, bítandi frost sorg- arinnar, staðvinda saknaðar og hægsef- andi blæbrigði árstíða, dags og nætur og töfra- lækningu tímans. Um lognið í auga storms- ins.“ Hrafn Harðarson í bókinni eru auk þess 8 sönglög Gunnars Reynis Sveinssonar við ljóðin, en tónskáldið hefur samið alls 14 lög við Hlé. Útgefandi er Sjálfs- útgáfuforlagið Andb- lær. Bókin er 83 síður og myndskreytt a f Grími Marinó Steindós- syni, sem gerði og kápu- mynd. Stensill vann bókina og fæst hún hjá höfundi og í bókabúð- um. Hún kostar 1.240 kr. Reuter Fjölmenn Aida MYND úr lokaatriði óperunnar Aidu eftir Guiseppe Verdi, sem frumsýnd var í „Deutschland Halle“ í Berlín í gærkvöldi. Sviðs- myndin er gríðarstór og mikill fjöldi manna og dýra tekur þátt í uppfærslunni. Eru söngvarar og aukaleikarar um 1.000 en ekki fylgdi sögunni hversu mörg dýrin eru. Þá hefur myndarlegum Sfinx verið komið fyrir á sviðinu enda sögusviðið Egyptaland hið forna. MORGUNBLAÐIÐ MYND eftir Gígju. Gígja sýnir í Stoldi- hólmi NÚ stendur yfir myndlistarsýn- ing Gígju Baldursdóttur í Fé- lagsheimili íslendinga í Stokk- hólmi, en hún var opnuð 21. október síðastliðinn. Þórólfur Stefánsson gítar- leikari lék tónlist eftir Jón Ás- geirsson og Hector Villa Lobos og Ljótur Magnússon formaður menningarnefndar Landsam- bands íslendingafélaganna í Svíþjóð kynnti Iistamennina. Sýningin er styrkt af menn- ingarnefnd Landsambandssins og henni lýkur sunnudaginn 5. nóvember. Menning- arhátíð í Flórens í FLÓRENS á Ítalíu hefur ár- lega undanfarin sjö ár verið haldin menningarhátíð, nefnd „Intercity FestivaT1. Megintil- gangurinn með hátíðinni er að kynna leikhúsverk frá hinum ýmsu löndum. Hátíðin er ávallt kennd við höfuðborgir viðkom- andi Ianda og hafa fulltrúar frá New York, Moskvu, Stokk- hólmi, Búdapest, Montreal, Madríd og Lissabon tekið þátt í henni. Nú hefur Reykjavíkurborg verið boðið að senda fulltrúa á þessa hátíð á næsta ári sem þá verður nefnd „Intercity Reykjavík". Borgarráð hefur samþykkt að taka þátt í verkefninu og fyrirheiti um milljón króna framlag hefur verið vísað til frekari meðferðar borgarritara. Vilyrði hefur fengist fyrir að Flugleiðir muni veita afslátt á farmiðum fyrir þátttakendur og Þjóðleikhúsið mun greiða Taunakostnað fyrir þá starfs- menn sem hugsanlega fara á þess vegum. Anna Margrét Guðjónsdóttir ferðamálafulltrúi Reykjavík- urborgar hefur unnið að undir- búningi þessa máls í samvinnu við menntamálaráðuneytið, Flugleiðir og Pétur Einarsson formann Félags íslenskra leik- stjóra. Kvikmynd um vörn Moskvu í TILEFNI þess að fyrr á árinu voru liðin 50 ár frá lokum síð- ari heimsstyijaldarinnar voru nokkrar kvikmyndir sem sóttu efni til stríðsáranna sýndar í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 í mars og apríl síðastliðnum. Nú verður þessi þráður tekinn upp aftur í nóvember og desember. Fyrsta myndin er „Ef heim- ilið er þér kært“, kvikmynd gerð 1967 undir stjórn V. Or- dynskís og verður hún sýnd sunnudaginn 5. nóvember kl. 16. Meðal höfunda tökurits myndarinnar var blaðamaður- inn og rithöfundurinn Konst- antin Simonov. Myndin fjallar um vörn Moskvu í stríðinu. Skýringar með myndinni eru á dönsku. Aðgangur er ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.