Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 31
30 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 31 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STUÐNINGUR FRÆNDÞJÓÐA ISLENDINGUM hafa á undanförnum dögum borist sam- úðarkveðjur víða að vegna snjóflóðsins á Flateyri í síðustu viku. Þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir fjölmargra ríkja hafa vottað hlýhug sinn og vináttu og samhryggst íslensku þjóð- inni vegna þessa válega atburðar. Náttúruhamfarir þessar hafa vakið sérstaka athygli hjá nánustu frændþjóðum okkar, Færeyingum og Norðmönnum. Færeyingar hafa löngum sýnt íslendingum hlýhug þegar hörmungar dynja yfir. Þegar eldgosið varð í Vestmannaeyjum árið 1973 var efnt til mikillar söfnunar til styrktar Vest- mannaeyingum. Það sama gerðist eftir snjóflóðið er féll á Súðavík í janúar. Þá var efnt til landssöfnunar til styrktar Súðvíkingum. Enn á ný hafa Færeyingar brugðist við af stórhug og frænd- semi. Á miðvikudagskvöld hófst þar mikil fjársöfnun til stuðn- ings Flateyringum. Tónleikar voru haldnir á vegum Norræna hússins og varð að halda þá í stærsta íþróttahúsi Þórshafnar vegna mikils áhuga. Færeyska útvarpið var með sérstaka dagskrá vegna söfnunarinnar allt miðvikudagskvöldið og bankar, sparisjóðir og pósthús höfðu opið frameftir. Einstakl- ingar, íþróttafélög og félagasamtök hafa tekið höndum sam- an og staðið fyrir svæðisbundnum söfnunum. Poul Mohr, ræðismaður Islands í Færeyjum, segir í sam- tali við Morgunblaðið að mikill áhugi sé á söfnuninni og að margir einstaklingar gefi sem nemi þúsund dönskum krónum. Stuðningur Færeyinga er einstakur. Þrátt fyrir þær miklu efnahagslegu þrengingar, atvinnuleysi og fjöldagjaldþrot, sem þessi vinaþjóð hefur mátt þola á undanförnum árum, sýna þeir vinarhug sinn í verki með þessum eftirminnilega hætti. Fyrir það ber að þakka. í Noregi var á sunnudag haldin minningarguðsþjónusta í Ósló sem á þriðja hundrað íslendinga og Norðmanna sótti. Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Osló segja að eftir fréttir af snjóflóðinu hafi farið að berast fyrirspurnir frá Norðmönn- um um, hvernig hægt væri að styrkja þá sem eiga um sárt að binda vegna flóðsins. Stöðugur straumur fólks var í sendi- ráðið til að skrá nöfn sín í bók til að votta íslendingum sam- úð. Þrátt fyrir að fiskveiðideila hafi varpað skugga á sam- skipti ríkjanna sýna þessi viðbrögð að vinarbönd þjóðanna eru sterkari en svo að þau rofni vegna þess. Islendingar eru vinaþjóðum sínum þakklátir fyrir þennan stuðning. ANDLEGAR B J ÖRGUN ARS VEITIR VIÐBRÖGÐ þjóðarinnar við slysinu hörmulega á FJateyri sýna vel hversu sterk ítök kristin trú á í hjörtum íslend- inga. Margir hafa leitað styrks í trúnni nú þegar öll þjóðin er harmi slegin. Bænastundir og minningarathafnir hafa verið haldnar í tugum kirkna um allt land. Hinn stórfenglegi viðburður á Ingólfstorgi síðastliðinn mánudag, er á þriðja tug þúsunda safnaðist saman með kerti og kyndla til að sýna Flateyringum hluttekningu sína, er áreiðanlega einhver fjöl- mennasta bænastund í íslandssögunni. Á stund örvilnunar spyrja þeir, sem hafa misst sína nán- ustu, stundum hvort Guð hafi verið víðs fjarri þegar fólk í blóma lífsins var hrifið burt. Slíkar spurningar eru eðlilegar. Kristin trú kennir okkur hins vegar að Guð taki ekki erfiðleik- ana frá okkur, heldur hjálpi okkur að sigrast á þeim. Guð er nálægur og trúin á hann inniheldur fullvissuna um að látnir lifa og að ástvinir finnast á ný. Það er þessi trú, sem veitir huggun á erfiðum stundum. Dýrmætari eign en trúna á hinn lifandi Guð getur einstaklingur - eða samfélag - ekki átt. Undanfarna daga hafa kirkjunnar þjónar verið í hlutverki nokkurs konar andlegra björgunarsveita á meðal þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna á Vestfjörð- um, en kirkjan veitir þa_r skipulagða áfallahjálp ásamt heil- brigðisstarfsmönnum. „Ég finn afar sterkt fyrir því að mín er þörf og það heldur mér gangandi. Hér er miki! þrá eftir huggun,“ segir séra Haraldur Kristjánsson í viðtali við Morg- unblaðið í gær. Hvað sem líður kirkjusókn árið um kring og umræðum um stöðu kirkjunnar, sýna hin sterku trúarviðbrögð almenn- ings að kirkjan vinnur gott starf. Almenningur er ekki í Vafa um hvert beri að leita, þegar sorgin knýr dyra. Sterkir í trúnni geta Isjendingar verið vissir um að lífið sigrar dauð- ann í þessu harðbýla landi og að ljósið verður myrkrinu yfir- sterkara. ORYGGISHAGSMUNIR og nálægðin við Rússland réðu mestu um þá ákvörð- un Finna að ganga í Evr- ópusambandið (ESB). Mótuð hefur verið ný utanríkis- og öryggismála- stefna en umræður um hana hafa farið furðu hljótt í samræmi við vilja stjórnvalda. Sérfræðingar, sem Morg- unblaðið ræddi við í höfuðborg Finn- lands, Helsinki, eru hins vegar ekki á einu máli um inntak hennar og hvort unnt reynist að halda yfirlýstu hlutleysi til streitu. Forstöðumaður finnsku utanríkisstofnunarinnar segir að Finnland sé ekki lengur hlutlaust ríki og þekktur finnskur þingmaður kveður stefnuna nýju fela í sér að tekið verði upp eins náið samstarf og unnt er við Atlantshafsbandalagið (NATO). Allt fram til þess að Sovétríkin liðu undir lok 1991 og Kalda stríðinu lauk fór mjög takmörkuð umræða um ör- yggis- og utanríkismál fram í Finn- landi. Þar réð mestu vináttusáttmáli sá sem Finnar og Sovétmenn höfðu gert með sér í Moskvu í apríl 1948. Þessi samningur batt mjög hendur Finna á sviði utanríkismála og tryggði í raun að þeir þurftu ávallt að taka tillit til grannans volduga í austri. Fylgt var hlutleysisstefnu en Sovét- menn reyndu ekki að dylja að þeir töldu Finnland vera á áhrifasvæði sínu. Þessi skipan mála var 'á stundum nefnd „finnlandisering" en sú nafn- gift var Finnum lítt að skapi. Þannig þurfti þáverandi utanríkisráðherra Islands eitt sinn að biðja finnska ráða- menn afsökunar á að hafa notað þetta hugtak í opinberri orðræðu. Sérstaða Finna var hins vegar ljós öllum þeim sem að þessum málaflokki komu og setti m.a. mark sitt á norrænt sam- starf. Staða Finnlands gjörbreyttist þeg- ar Berlínarmúrinn hrundi haustið 1989. Árið eftir var ákveðið að end- urskoða vináttusáttmálann og fór svo að lokum að sumum ákvæðum hans og friðarsáttmálans milli Rússa og Finna var sagt upp einhliða. Þeg- ar kommúnistastjórnin í Moskvu féll og Sovétríkin liðu undir lok um ára- mótin 1991-1992 varð ljóst að hefð- bundin skipting áhrifasvæða í Evr- ópu heyrði endanlega sögunni til. Þessi skipan mála veitti Finnum svig- rúm sem þeir hikuðu ekki við að færa sér í nyt. Ákveðið var árið 1993 að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Gerð aðildarsamningsins var lokið vorið 1994, þjóðaratkvæði fór fram um haustið og Finnar urðu fullgildir aðilar að ESB um síðustu áramót. í raun fól þetta í sér ótrúleg umskipti; segja má að „geo-pólitísk“ staða Finnlands hafi tekið grundvall- ar breytingum á aðeins þremur mán- uðum á síðasta ári. Stefna stöðugleika og ábyrgðar Kannanir hafa sýnt að í Finnlandi efast menn síst um ágæti aðildar að Evrópusambandinu. Á meðan Svíar virðast vera með böggum hildar vegna þessarar ákvörðunar og Norð- menn forherðast í þeim ásetningi sín- um að standa utan sambandsins virð- ast Finnar þokkalega sáttir við hlut- skipti sitt þó svo að hrun Sovétríkj- anna hafi kallað gífurlegan efnahags- vanda yfir landsmenn. Þar ræður án nokkurs vafa mestu þær tryggingar sem aðildin að ESB hefur haft í för með sér og aukið mikilvægi Finnlands í þessum hluta Evrópu sem fer saman við samrunaþróunina í álfunni. Þótt mótuð hafi verið ný öryggis- stefna, sem kveður m.a. á __________ um að Finnar standi áfram utan hernaðarbandalaga og treysti á eigin varnir, fer ekki á milli mála að því fer fjarri að umræðum um þessi mál sé lokið í Finnlandi. Menn greinir á um hvað nýja stefnan feli í sér og hvernig halda megi til skila hlutleysisstefnu þegar óvissa ríkir um framvindu öryggismála í Evrópu. Þá þykir ýmsum hæpið að fullyrða að Finnar fylgi hlutleysisstefnu i Ijósi þess að landsmenn séu aðilar að ESB þar sem boðað sé sífellt nánara sam- ráð á sviði utánríkis- og öryggismála. Af opinberri hálfu er lögð áhersla á að aðild Finna að ESB stuðli að stöðugleika í þessum heimshluta og þetta sé unnt á grundvelli hlutleysis- stefnunnar. Aðrir vísa til þeirrar hefð- ar í Finnlandi að fram fari sem FINNSKIR skíðahermenn á ferð í Vetrarstríðinu við Sovétmenn sem hófst með árás Rússa 30. nóvem- ber 1939. Finnar eru ákaflega stoltir af framgöngu hermanna sinna í stríðinu við hersveitir einræðis- herrans Jósefs Stalíns. Þrátt fyrir gífurlega yfirburði í mannafla og vígtólum urðu sovésku árásarsveit- irnar fyrir miklum skakkaföllum. Herstjórn Finna, kænska þeirra og aðlögunarhæfni gerði þeim kleift að halda uppi vörnum við mjög erfiðar aðstæður. Fær hlut- leysið staðist? Við hrun Sovétríkjanna lauk „fínnlandiseríng- unni“ svonefndu. Á ótrúlega skömmum tíma hefur staða Finna í alþjóðastjómmálum tekið grundvallarbreytingum. Lars Lundsten og Asgeir Sverrisson ræddu við fínnska sér- fræðinga um ný viðhorf í utanríkis- og örygg- Morgunblaðið/ÁSv Tapani Vaahtoranta. ismálum, samskiptin við Rússland, stækkun NATO og hugsanlega aðild Finna. Möguleikinn á NATO-aðild enn til staðar minnstar umræður um utanríkis- og öryggismál á opinberum vettvangi en á bakvið tjöldin ríki allt annar veru- leiki. „Ríkisstjórnin kærir sig ekki um slíka umræðu,“ segir Tapani Vaahtor- anta, forstöðumaður finnsku utanrík- isstofnunarinnar í Helsinki. „í Finn- landi vísar hugtakið „öryggi" ávallt til nálægðarinnar við Rússland," en ________ sameiginleg landamæri ríkjanna eru um 1.300 kíló- metrar. „Finnland er ekki lengur hlutlaust ríki,“ segir Vaahtoranta og bætir við að Finnar hafi valið með aðild að ESB að gerast þátttakendur í samrunaþróuninni í Evrópu en grundvöllur þessara umskipta hafi verið öryggismálin. Aðildin að ESB feli í sér afstöðu þó svo að Finnar standi utan hernaðarbandalaga í anda hlutleysisstefnunnar. Risto E.J. Penttilá, doktor í alþjóðastjórnmálum og þingmaður ílokks Ung-Finna, sem var í fararbroddi þeirrar hreyfingar sem taldi að segja bæri upp vináttu- sáttmálanum við Sovétríkin, er sömu skoðunar. „Það sem gerst hefur er að mótuð hefur verið stefna á grund- velli ESB-aðildar í stað vináttusamn- ingsins. Oryggishagsmunir réðu því að Finnar gerðust aðilar að ESB. Sú stefna sem nú er fylgt grundvallast á vestrænu gildismati. Þetta eru gríð- arlega merkileg umskipti því þrátt fyrir að reynt hafi verið að knýja við- líka breytingar í gegn t.a.m. á árunum 1860-1870 hefur ávallt eitthvað af- drifaríkt gerst i Rússlandi, sem orðið hefur til þess að gera þessi áform að engu.“ Trúverðugar varnir og hlutleysi Jyrki Iivonen, öryggismálasérfræð- ingur í finnska varnarmálaráðuneyt- inu, leggur hins vegar áherslu á þá tvo meginþætti sem móti öryggis- málastefnu Finna; trúverðugar varnir og þá óbifanlegu ákvörðun Finna að standa utan allra hernaðarbandalaga. Þegar efast er um varnargetu Finna fullyrðirlivonen að landsmenn myndu reynast fullfærir um að veija sig. Hann tekur fram að alls gætu Finnar kallað út 500.000 manna herlið og að vopn séu til fyrir þennan liðsafla. Þá getur hann þess að á næstunni sé von á fyrstu F-18 Hornet-þotunum sem Finnar hafa keypt af Bandaríkja- mönnum. Kaupin á þessum vélum, sem verða alls um 60, vöktu mikla athygli á sínum tíma en á dögum kalda stríðsins þurftu Finnar að feta Risto Penttila. Hægt Og hljótt Umræða um utanríkis- og varnar- mál hefur löngum farið hljótt í Finnlandi. Hið sama átti við er umræða um aðild Finna að Evrópu- sambandinu komst upp á horn- skákina í finnskri þjóðmála- umræðu. Látið var að því liggja að efnahagsleg rök væru þyngst á metunum en sérfræðingar þeir sem Morgunblaðið ræddi við í Hels- inki voru allir sammála um að ör- yggissjónarmiðin hefðu ráðið úr- slitum. Nú þegar „finnlandsering- in“ heyrir sögunni til og nýr grunn- ur hefur verið Iagður að samskipt- unum við Rússa má ætla að umræð- ur um eðli og inntak hlutleysis- stefnunnar fari vaxandi. Færeyingar gáfu 27 milljónir til Súðavíkur Söfnun til Flat- eyringa geng- ur mjög vel Frændur okkar Færeyingar brugðust 1 fyrstir allra við þegar hörmungamar dundu yfír á Flateyri og hófu fjársöfnun. Þeir ____hafa safnað hátt í 50 milljónir á_ árínu til styrktar íslendingum vandrataðan meðalveg í vopnakaup- um sínum. Jafnvægis var gætt í hví- vetna. Nú er fullyrt að horfíð hafí verið frá þessari stefnu og vísað til þess að Hornet-þoturnar muni notast við bandarískan fjarskiptabúnað sem er að fínna í gervihnöttum. Því er haldið fram að me| þessu móti muni Finnar taka upp varnarsamstarf við Bandaríkjamenn, með óbeinum hætti hið minnsta. Iivonen kannast ekki við að Rússar hafí á nokkurn hátt lýst yfír áhyggjum af þessum vopnakaup- um. „Þvert á móti, þeir óskuðu okkur til hamingju og sögðu að við hefðum keypt bestu þoturnar sem völ var á.“ Samskiptin við Rússland Þótt finnsk utanríkis- og öryggis- mál hafí nú verið sett í evrópskt sam- hengi og stjórnvöld telji það eitt helsta hlutverk sitt að stuðla að stöðugleika í þessum heimshluta fer ekki á milli mála að framvinda mála í Rússlandi mun áfram skipta sköpum fyrir Finna. Og þeir búa yfir sérþekkingu þegar þróunin austan landamæranna er til umræðu. Júríj Detjabín, sendiherra Rúss- lands í Finnlandi, leggur ríka áherslu á að „fínnlandiseringunni" sé lokið og að ný viðmið móti nú samskipti Rússa og Finna. Um réttmæti þess- arar fullyrðingar sendiherrans efast menn almennt ekki en þeir eru marg- ir sem hafa áhyggjur af þróuninni í Rússlandi. Bæði er það að kommún- istar og þjóðernissinnar verða að teljast líkiegir sigurvegarar þing- kosninganna sem fram fara í desem- ber og eins hitt að aukins kulda gætir í samskiptum Vesturlanda og Rússlands. Tapani Vaahtoranta, forstöðumað- ur finnsku utanríkisstofnunarinnar, fullyrðir einfaldlega að grundvallar- breyting hafi orðið á þessu sviði. Rússar hafi komist að þeirri niður- stöðu að ávinningurinn af því að fylgja stefnu sem sé Vesturlöndum þóknanleg nægi einfaldlega ekki. „Þessari brúðkaupsferð er lokið,“ seg- ir Vaahtoranta. Jyrki Iivonen segir að Borís Jeltsín Rússlandsforseti eigi við mikinn vanda að etja. „Það eru engar Iíkur á nýja þingið styðji hann. Það ríkir gífurleg óvissa í Rússlandi," segir Iivonen en kveðst jafnframt telja að ekki beri að taka sérlega alvarlega herskáar yfirlýsingar Rússa að und- anförnu. Þær beri að setja í eðlilegt samhengi við stjórnmálaástandið í Rússlandi. Hann telur þó viturlegt að slá varnagla: „Þegar Rússland er annars vegar er ég aldrei þokkalega sannfærður um nokkurn skapaðan hlut.“ Eystrasaltsríkin og afturhvarf Svía Almenn samstaða ríkir um að hin nýja stefna Finna standi og falli með því að Rússar virði viðteknar reglur alþjóðasamskipta. Þetta leiðir hugann að samskiptum Eystrasaltsríkjanna þriggja og Rússlands, sem einkennst hafa af' nokkurri spennu frá því að ríki þessi hlutu sjáífstæði eftir hrun sovét-veldisins. Spenna á þessum slóðum myndi augljóslega hafa mikil áhrif í Finnlandi og kynni að reyna á sjálfan grundvöll þeirrar nýju evr- ópsku utanríkisstefnu sem boðuð hef- ur verið. Risto Penttilá telur að spenna í samskiptum Rússa og Eystrasalts- þjóðanna gæti bæði komið Finnum og ESB í mikinn vanda. Hann rökstyður þetta álit sitt með því að vísa til þess að þróunin í sænskum utanríkis- og öryggismálum hafí ver- ið í þá átt að fjarlægjast ESB eftir að jafnaðarmenn komust þar á ný til valda. Sú staða geti skapast að afturhvarfið til hlutleysis- stefnunnar fari ekki saman við ESB-skuldbindingar Svía. Það geti aftur komið Finnum illa. „Stefna Olofs Palme [fyrrum forsætisráð- herra] hefur verið endurvakin í Sví- þjóð. Ef alvarlegt ástand skapaðist í Eystrasaltsríkjunum eða Úkraínu og Svíar ítrekuðu þá hlutleysisstefn- una myndi staða Finnlands veikjast mjög. Slíkt gæti reynst bein ógnun við öryggi Finnlands. Finnar gætu þannig einangrast og átt erfíðara með að standast þrýsting frá Rúss- um. Yrði þetta afstaða Svía gæti hún svo aftur orðið til þess að veikja sjálft Evrópusambandið.“ Jyrki Iivonen segir að ákveðið „her- fræðilegt tómarúm" sé ríkjandi í evr- ópskum öryggismálum þar sem Eystrasaltsríkin séu annars vegar. Hann kveðst skilja áhyggjur ráða- manna í ríkjum þessum, sem öll óska eftir aðild að Atlansthafsbandalaginu (NATO), en búa ekki við öryggis- tryggingu af neinum toga. Hann kveður ríki þessi búa yfir „CNN-vörn- um“ og er þá átt við að iandsmenn gætu veitt mótspyrnu í nokkurn veg- inn jafn langan tíma og það tæki að koma tökuliði frá CNN-sjónvarps- stöðinni á átakasvæðið. Finnskir sérfræðingar eru almennt þeirrar hyggju að hyggilegt sé fyrir Eystrasaltsríkin að fara að fordæmi Finna þegar samskiptin við Rússland eru annars vegar. Ríkin þrjú eigi að forðast landamæradeilur við Rússa og freista þess að auka samskipti sín við Evrópusambandið. Raunar má það teljast sérlega athyglisvert hversu almenn sú skoðun er að Evrópusam- bandið sé einna best fallið til þess að tryggja stöðugleika í álfunni aust- anverðri. Stækkun NATO Umræður um stækkun NATO til austurs valda sýnilega nokkrum áhyggjum í Finnlandi og greinilegt er að þar vonast menn almennt til að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra endurskoði afstöðu sína í þessu efni. Bandaríkjamenn hafa raunar dregið nokkuð í land að undanförnu eftir að hafa heitið Póllandi, Tékkn- eska lýðveldinu og Ungverjalandi því að þessi ríki muni fá aðild að varnar- samtökum vestrænna lýðræðisríkja (óvíst er um stöðu Slóvakíu, sem ávallt var þó talin með á upphafsstig- um þessarar umræðu). Skiptar skoð- anir eru um ágæti þessarar hugmynd- ar í aðildarríkjunum og Rússar hafa þráfaldlega lýst yfír því að þeir muni aldrei sætta sig við stækkun NATO til austurs. Ýmsir eru þeirra hyggju að stækkun myndi reynast alvarleg ógnun við sjálfstæði Eystrasaltsríkj- anna og jafnvel einnig Úkraínu. í Finnlandi telja margir að hlutleys- isstefnan myndi einfaldlega hrynja til grunna ef nágrannaríki eins og Pói- land fengi aðild að NATO. Risto Penttilá er þessu ekki sammála og kveðst ekki fá séð að þessi rökfærsla standist. „Ef aukið öryggi ríkjanna í Mið-Evrópu er Finnum óhagstætt þá erum við svo sannarlega í slæmri stöðu,“ segir Penttilá. Hann telur að hér sé á ferðinni úrelt röksemd úr Kalda stríðinu. Hann viðurkennir hins vegar að ekki sé unnt að tryggja ör- yggi þessara ríkja án þess að styggja Rússa. Hann kveðst sammála þeirri skoðun að aðild Eystrasaltsríkjanna þriggja að NATO sé óhugsandi. Þess- um ríkjum beri að einbeita sér að ESB. Tapani Vaahtoranta segir Finna telja að stækkun NATO verði frestað. Hann segir greiniiegt að Rússar hafí þungar áhyggjur af því að bandalag- ið komi til með að ná tii landamæra þeirra og telur að sú skipan mála þjónaði ekki hagsmunum Finna. Aðild að NATO? „Verði Atlansthafsbandalagið stækkað til austurs tel ég trúlegt að Finnar taki skref í þá sömu átt,“ seg- ir Vaahtoranta og bætir við að hann telji að þar yrði ekki um jafn stórt og þýðingarmikið skref að ræða og aðild Finnlands að ESB. „Möguleikinn á að Finnar gerist aðilar að NATO er sum sé enn til staðar.“ Risto Penttilá segir að stækkun NATO til austurs sé vissulega vanda- söm en það eigi ekki nauð- synlega við þegar til lengri tíma sé litið. Hann dregur ekki dul á að hann telur fulla aðild Finna að NATO og Vestur-Evrópusamband- inu, varnarbandalagi aðildarríkja Evr- ópusambandsins, fýsilegan kost í framtíðinni. Oi’yggismálaumræðan hafí enn ekki náð fullum þroska og geti því enn verið furðuleg í Pinn- landi. Hann rekur dæmi þess úr þing- umræðum, getur þess að menn hafi gerst sekir um nánast ótrúlegt þekk- ingarleysi á þessu sviði og vitnað til gamalla goða úr finnskri stjórnmála- sögu. Sumir kjósi einfaldlega að leiða hjá sér staðreyndir málsins: „Sú stefna sem nú hefur verið mótuð felur í sér að Finnar taka upp eins náið samstarf við NATO og unnt er án þess að ganga í bandalagið," segir Risto Penttilá. RÚMAR 17 milljónir ís- lenskra króna höfðu síð- degis á miðvikudag safn- ast í söfnun þeirri sem efnt var til í Færeyjum vegna nátt- úruhamfaranna á Flateyri. Færey- ingar gáfu tæpar 27 milljónir ís- lenskra króna til leikskólabyggingar í Súðavík liðinn vetur. Hafnar eru framkvæmdir við leikskólann í tengi- byggingu fyrir leikskóla- og skóla- starf við grunnskóla Súðavíkur og er ætlunin að ljúka verkinu fyrir næsta haust. Tæpar 13 milljónir íslenskar voru lagðar inn á söfnunarreikninga í færeyskum bönkum og sparisjóðum en fólki gafst kostur á að hringja í stofnanir þessar og leggja fram fé. Tæpar 5 milljónir íslenskra króna til viðbótar komu í formi annarra fram- laga. Á tónleikum sem haldnir voru í Þórshöfn söfnuðust 1,3 milljónir ís- lenskra króna og á bingói einu sem efnt var til á Suðurey komu rúmlega 400.000 krónur í kassann. Frá fyrir- tækinu „Línuskip" og áhöfnum þeirra 19 skipa sem það rekur bárust tæplega 1,2 milljónir króna. í Súðavíkur- söfnuninni í Færeyjum í jan- úar söfnuðust alls um 27 milljónir ís- lenskra króna en ljóst virðist að söfnunin til styrktar Flateyr- ingum mun gefa af sér meira fé. íþróttafélög og fjölmörg samtök og fyrirtæki hafa boðað að safnað verði fé með ýmsum hætti næstu daga. Ákveðið hefur verið að GÍ frá Götu, sem eru Færeyjameistar- ar í knattspyrnu karla, mæti liðinu sem varð í öðru sæti í sumar, HB frá Þórshöfn, og mun allur ágóði af leiknum renna til Flateyringa. Þannig mun endan- leg upphæð trúlega ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. Færeyska landsstjórnin gaf tæp- lega 6 milljónir til styrktar fórn- arlömbum náttúruhamfaranna á Súðavík og liún hyggst einnig láta fé af hendi rakna til Flateyringa. Upphæðin liggur hins vegar ekki fyrir. Á tónleikunum í Þórshöfn í fyrra- kvöld söng karlakór þijú íslensk lög þ. á m. „Island ögrum skorið" sem kórinn söng með Karlakór Reykja- víkur á tónleikum í Þórshöfn fýrr á þessu ári. Þegar flutningi laganna var lokið ríkti mínútulöng þögn í íþróttasaln- um er viðstaddir minntust þeirra sem fórust á Flateyri. Þar sem tónleikarn- ir voru sendir út í beinni útsendingu í útvarpi má því segja að þögnin hafi ríkt um allar Færeyjar frá því kl. 00.20-00.21 aðfaranótt miðviku- dagsins. Útvarpið í Færeyjum var með við- 1 amikla dagskrá þar sem m.a. var sent út frá tónleikunum og birt við- töl við fólk sem býr á Flateyri og í Reykjavík. Einkum var lögð áhersla á viðtöl við Færeyinga sem hafa sérstök tengsl við Island og þá sér- staklega Flateyri. Gamli togarajaxl- inn Napoleon Johannesen greindi m.a. frá því að hann hefði oftlega leitað vars í Önundarfirði í vondum veðrum. Mikill samhugur einkenndi söfn- unina í Færeyjum og var greinilegt að öllum þótti vænt um að geta kom- ið þurfandi bræðrum sínum í vestri til aðstoðar. Nýr leikskóli tilbúinn næsta haust Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóri í Súðavík, sagði að Færeyingar hefðu gefíð tæp- lega 27 milljónir til byggingar nýs leikskóla í Súðavík liðinn vetur. Fyrri leik- skóli fór undir snjófióðið í Súðavík í janúar sl. Nýi leikskól- inn er hluti af tengibyggingu við grunnskól- ann. Tengibygg- ingin telur alls 514 fm og er gert ráð fyrir að leikskóli verði starfræktur á 112 fm. Leik- skólahlutinn verður fjár- magnaður með söfnunarfénu frá Færeyjum og fer afgangurinn og 6,6 milljóna króna gjöf frá Lions-hreyfíng- unni til annars hluta verkefnisins. Heildarkostnaður vegna tengibygg- ingarinnar er 54 milljónir króna. í henni og skólabyggingunni er ætl- unin að hefja svokallað heiltækt skólastarf næsta haust. Hugmyndin um heiltækt skólastarf nær til náins samstarfs við kennslu á öllum skóla- stigum, frá leikskóla upp í unglinga- stig, undir sama þaki. x-Agúst sagði að Súðvíkingar væru mjög þakklátir fyrir gjöfina frá Færeyingum og ekki hefði verið hægt að reisa tengibygginguna án hennar. Hann sagði að tengibygg- ingin yrði fokheld um jól og skóla- og leikskólastarf myndi hefjast í henni næsta haust. Nú eru 40 börn í grunnskóla Súðavíkur og 8 til 12 börn í leikskólanum. Leikskólinn er starfræktur í einni skólastofu í grunnskólanum í vetur. Ríki þessi búa yfir „CIMI\I- vörnum"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.