Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIVIDAR GREINAR Að gefnu tilefni hér- Á SÍÐUM Morgunblaðs- ins og víðar undanfarnar vikur sjást þess glögg merki að minni fjárheimildir en áður eru til ráðstöfunar í heilbrigðiskerfinu. Forsvars- mönnum stóru spítalanna finnst of miklir peningar fari til rekstrar landsbyggð- arsjúkrahúsanna, en þau svo aftur benda á hversu mikil- vægu hlutverki þau gegna hvert í sínu héraði. Eins og eðlilegt er finnst hveijum sinn fugl fagur. í Mbl. 27. sept. sl. er ný útgáfa af sama forritinu. Yfirlækni heilsu- gæslustöðvar suður með sjó finnst fjármunum í heilsu- gæslukerfinu misskipt milli aða, jafnvel svo að í gegn skíni að ákvörðun liggi fyrir um að fólki beri misjafnlega mikil heilsu- gæsluþjónusta eftir búsetu. Fjölmiðlar gegna vafalaust miklu hlutverki í ákvarðanatök- unni í landinu, en ástæða er til að vara við þeirri þróun að fulltrú- ar einstakra atvinnugreina, stofn- , ana eða byggðarlaga grípi til þess í örvæntingu að mikla fyrir sér aðstæður starfssystkina annars staðar á landinu í blaðagreinum eða á öðrum opinberum vettvangi. Staða hvers máls á hveijum tíma er auðvitað ekkert annað en út- koman úr tiltekinni flókinni og langri þróun. Þess vegna eru allar túlkanir vandaverk og fari menn út í þær er hætt við að stundum verði hált á svellinu. Hálkan getur Guðmundur Sigvaldason Friðrik Vagn Guðjónsson orðið sérstaklega hættuleg ef tölu- legar upplýsingar úr stórum gagnasöfnum eru slitnar þaðan út án þess að kynna sér ítarlega hvað að baki þeim býr. Skýrsla Hagsýslu ríkisins um einingasamanburð heilsugæslu- stöðva sem út kom sumarið 1994 er fróðlegt lesefni með mörgum töflum. Hún er síðbúin tilraun heilbrigðisráðuneytisins til að fá yfirsýn yfir málaflokk sem það tók alfarið við á árunum 1990-1991. Áður höfðu sveitarfélögin borið ábyrgð á honum, skipað stjórnir þeirra og greitt rekstrarkostnað annan en laun lækna, hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra. Skýrsl- unni lýkur með ábendingum um atriði sem betur mega fara eða er ástæða til að athuga nánar. Ábendingarnar eru í fimm megin- liðum. í öllum aðalatriðum er þar um góðar ábendingar að ræða, sem vonandi nýtast heilbrigðisráðuneytinu við stefnumörkun í málaflokkn- um. En fyrir flesta sem vinna í heilsugæslunni er þar ekki að finna neina nýja hluti. Þessi skýrsla er sem sagt ágæt svo langt sem hún nær. En á henni eru gallar sem gera hana ónothæfa við samanburð stofnana eða starfsþátta í heilsugæslunni. Þó að ekki sé vitað um aðila sem hefur séð ástæðu til að rekja alla galla hennar, þá er einn galli nægilegur til að dæma skýrsluna úr leik sem nothæfan gagnagrunn. Við athugun hefur komið í ljós að ekki var sama form eyðublaða notað við gagnaöflun hjá öllum heilsu- gæslustöðvunum. Þar með eru upplýsingarnar ósamanburðar- hæfar, a.m.k. að því er varðar misræmi eyðublaðanna. Úr því að þannig tókst til með slíkt grund- vallaratriði eins og gagnasöfnun er. hvað þá með alla úrvinnsluna. í ofangreindri grein í Mbl. 27. sept. sl. finnast því miður hálku- blettir. Fyrst dettur höfundurinn, þegar hann tekur ekki eftir rökun- um fyrir því að fjöldi íbúa á hvern heilsugæslulækni geti e.t.v. þurft að vera minni á Akureyri en á Suðurnesjum. Aðstæður í hveiju byggðarlagi hafa ráðið miklu um umfang þjónustunnar, m.a. vegna þess að uppbygging heilsugæsl- Starfsfólk heilsugæzlu- stöðvanna er, að mati Friðriks Vagns Guð- jónssonar og Guð- mundar Sigvaldason- ar, umboðsmenn fólks- ins gagnvart heilbrigð- iskerfinu. unnar hefur frá byijun byggst á atbeina heimamanna á hveijum stað og fjármögnun þeirra að stór- um hluta. Líklegt er að sveitar- stjórnarmennirnir í hveiju byggð- arlagi hafí haft gild rök fyrir þeirri mönnun heilsugæslunnar, sem varð ofan á í hveijum stað. Þá segir sig sjálft að ekki er hægt að bera saman meðaltöl á tveim heilsugæslustöðvum á sitt hvoru landshominu nema að um leið sé lýst ýmsum þáttum í starfs- umhverfinu, t.d. aldursskiptingu íbúanna, vegalengdum (flugtím- um), fjölda dvalar- og hjúkrunar- rýma í umdæminu, fjölda og sam- setningu sérfræðilækna í nágrenn- inu, (starfs)tengslum við sjúkra- hús o.fl. Annar hálkublettur eru upplýs- ingar greinarinnar um viðvarandi hallarekstur tiltekinnar heil- brigðisstofnunar. Það eru nokkur ár síðan stjórnendum heilbrigðis- stofnana mátti vera ljóst að ekki væri hægt að víkja sér undan því að sníða þjónustuna eftir þeim heimildum, sem fjárlög kveða á um hveiju sinni. Alþingismennirn- ir setja fjárlögin, og þeir hafa fullt vald til að hreyfa til fjárheimildir, leggja á nýja skatta eða hvað ann- að sem rök kunna að vera fyrir að gera til að auka eða minnka þjónustu á tilteknu sviði og/eða landssvæði. Sjálfsagt eru mismun- andi ástæður fyrir því að alþingis- menn kjördæmis sjái ekki ástæðu til að taka til greina tillögur fag- fólks um bætta þjónustu á tilteknu sviði. Það getur auðvitað orðið mjög tilflnnanlegt, jafnvel svo að þegar í harðbakkann slær getur verið nauðsynlegt að íhuga að flytjast í þau kjördæmi, þar sem álitið er að starfsskilyrðin eða þjónustan séu betri. Islenska heilbrigðisþjónustan er ein sú besta í veröldinni. Starfs- fólk hennar þarf að standa saman um að hún verði það áfram. Það gerir það m.a. með því að taka með opnum huga þátt í umræð- unni um skipulag hennar og hag- ræðingu. Starfsfólk heilsugæsl- unnar í landinu hefur þar sérstöku hlutverki að gegna sem nokkurs konar umboðsmenn fólksins gagn- vart heilbrigðiskerfinu. Vegna þessa hlutverks á gríðarlegur fjöldi fólks erindi á heilsugæslustöðv- arnar daglega, sérstaklega á landsbyggðinni. Á heilsugæslu- stöðvunum byijar heilbrigðisþjón- ustan og því skiptir hagstætt rekstrarumhverfi þeirra miklu um góðan árangur kerfisins í heild. Það rekstrarumhverfi verður ekki skapað öðru vísi en með því að starfsfólk heilsugæslunnar standi saman, en öfundist ekki út í hvert annað, - á röngum forsendum. Fríðrik er yfiríæknir og Guð- mundur framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri. Hvað er að frétta af starf- semi Lyfjaverslunar Islands? EINS OG menn rekur minni til þá varð talsverð umræða um Lyfjaverslun ís- lands fyrir aðalfund fyrirtækisins síðast- liðið vor. Var þar m.a. gagnrýnt að stjórn fyrirtækisins hefði ekki sinnt upplýsing- skyldu sinni gagnvart hluthöfum. Á síðasta aðalfundi nefndi þá- verandi stjórnarform- aður í ræðu sinni að í framtíðinni yrðu hluthafar upplýstir reglulega um gang mála hjá fyrirtækinu. Þegar þetta er skrifað er níu og hálfur mánuður liðinn af árinu 1995 og á þeim tíma hafa hluthaf- ar í Lyfjaverslun íslands ekki fengið neinar upplýsingar sendar 'frá félaginu. Hér með lýsi ég eft- ir þessum upplýsingum. Það er kunnugt að fjöldi hluta- félaga gefur reglulega út frétta- bréf þar sem greint er frá gangi mála varðandi viðkomandi félag síðustu misseri og framtíðarhorf- um. Stærri hlutafélög nota þenn- an miðil einnig til þess að upplýsa eigin starfsmenn um það sem efst er á baugi hverju sinni. Með nú- tíma tölvutækni eru þessi frétta- bréf, í mörgum tilvikum, unnin að öllu leyti innan veggja fyrir- tækjanna og eru því mjög ódýr í vinnslu í samanburðKvið það upp- lýsinga- og auglýsingagildi sem fyrirtæki telja að þau hafi. Á almennum vettvangi hefur af og til verið einhver fréttaflutn- ingur af málefnum tengdum Lyfjaverslun íslands. Fyrirferðar- mest varð mál tengt stjórnarsetu Jóhannesar Pálmasonar, forstjóra Borgarspítalans, sem Borgarstjórinn í Reykjavík gerði at- hugasemdir við í framhaldi af ábend- ingu frá Borgarendur- skoðun. Fróðlegt væri að vita hver hefur orð- ið niðurstaða þess máls. Raunar höfðum við, sem mynduðum fij álsa hluthafahópinn fyrir síðasta aðalfund, margoft bent á að m.a. stjórnarseta for- stjóra Borgarspítalans í Lyfjaverslun íslands hlyti að orka tvímæl- is. Það er jákvætt fyrir okkur hlut- hafa hversu gengi hlutabréfa í félaginu hefur hækkað á þessu ári. það getum við hins vegar ekki þakkað núverandi stjórn fyr- ir, heldur hinu að eftirspurn eftir hlutabréfum er miklu meiri en framboð, sem er mjög takmarkað. Er það er eðlilegt þar sem flestir hluthafar munu ætla sér að nýta þann skattaafslátt sem lög leyfa og þau óvenjulegu greiðslukjör sem ríkið bauð þegar fyrirtækið var selt. Heildarviðskipti með hlutabréf í Lyfjaversluninni á tímabilinu 1.2.95-20.10.95 hafa einungis verið kr. 7.515.000 að nafnverði og fóru þau aðallega fram eftir auglýsingu Landsbréfa í júlí, sem óskaði eftir að kaupa bréf á genginu 1,65 í umboði ótil- greindra fjárfesta. Hér eru vænt- anlega á ferðinni aðilar, sem í krafti fjármagns óska eftir því að komast til áhrifa í félaginu, en hafa enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Þeir hafa á hinn bóginn gert eign okkar hinna verðmætari. Hluthafar í Lyfjaverslun íslands hafa ekki fengið sendar upplýsingar frá félaginu, segir Jón Þor- steinn Gunnarsson. Lýsir hann eftir þeim. Þann 23. ágúst sl. sendi Lyfja- verslun íslands frá sér fréttatil- kynningu þar sem greint er frá hagnaði fyrirtækisins upp á kr. 31 milljón á fyrri helmingi þessa árs. Til samanburðar má geta þess að hagnaður Lyijaverslunar ríkis- ins á fyrri helmingi 1994 var kr. 37 milljónir eða 19% hærri, þrátt fyrir að veltan fyrri helming 1995 sé 13,4% hærri en veltan á sama tíma 1994. Framsetning á efni því sem birtist í umræddri fréttatilkynn- ingu er reyndar kapítuli út af fyrir sig. Þar er hagnaður fyrri helmings 1995 borinn saman við hagnað seinni helmings 1994 (kannski af því hann var svo lág- ur?), en velta fyrri helmings 1995 er hins vegar borin saman við veltu frá sama tímabili 1994. Er til of mikils mælst að menn láti ekki frá sér svona ófaglegar og blekkjandi upplýsingar? Höfundur er rekstrarhagfræðing- ur og hluthafi í Lyfjaverslun Is- lands. Jón Þorsteinn Gunnarsson Enn af Gilsfj ar ðarbrú SÍÐUSTU daga hafa birst greinar í Morgunblaðinu er varða Gilsfjarðarbrú. Sveitungar mínir hafa verið nokkuð harðorð- ir, eins og Vestfirðing- um er lagið þegar þeim liggur mikið á hjarta. Ekki stendur á mér að skilja áhyggjur þeirra sem stafa af því að enn bóiar ekki á útboðsauglýsingu vegna framkvæmd- anna sem þó áttu að vera fyrir þremur mánuðum. Ekki skal fara mörgum orðum um hættur þær sem mæta þeim sem um fjörðinn fara, vegurinn liggur um brattar fjalls- Mér er til efs, segir Bjarni P. Magnússon, að Vestfirðingar hafi í annan tíma haft betri samgönguráðherra. hlíðar þar sem sviptivindar eru tíðir með aur- og snjóflóðum. Framkvæmdirnar við Gilsfjörð er eitt margra verka sem gera þenn- an landshluta byggilegri og forða okkur frá að verða leiksoppar vá- Iynds veðurfars. Það þarf ekki að hafa fieiri orð um það. Brú á Gilsfjörð er mikið tilfinn- ingamál hér vestra. Því kann svo að fara að ekki sé þess gætt að geta þess sem vel er gert og tel ég að svo hafi verið í þeirri umfjöllun sem verið hefur um Gilsíjarðar- framkvæmdir síðustu daga. Nú er það svo að samgönguráðherra er fulltrúi ríkisvaldsins þegar kemur að fram- kvæmdum í vegamál- um. Því er ofur eðlilegt að Halldór Blöndal verði fyrir því að að honum sé vegið þegar ríkisvaldið skoðar spamað í vegafram- kvæmdum. Það er hins vegar ekki réttmætt að draga samasemmerki á milli þeirrar viðleitni ríkisstjórnarinnar og hugmyndar Halldórs um hvar skera skuli niður. Mér er til efs að Vestfirðingar hafi í annan tíma haft betri sam- gönguráðherra. Má benda á fram- kvæmdir við Vestijarðagöng og Djúpveg. Þá verður og að benda á að rannsóknir og undirbúningur framkvæmda við Gilsfjörð verða nær alfarið í ráðherratíð Halldórs. Ekki er mér heldur kunnugt um að nokkur samgönguráðherra, ann- ar en Halldór, hafi farið upp á Þor- skaíjarðar- og Kollafjarðarheiðar til þess sérstaklega að kanna með eigin augum framtíðarvegalagn- ingu í Djúp. Halldór Blöndal hefur manna harðast barist fyrir því sjónarmiði að það besta sem hægt sé að gera í byggðamálum þessa lands sé að bæta samgöngur. Hann hefur og lagt áherslu á að lokið verði lagn- ingu slitlags á hringveginn og er það vel. Sá sem þetta ritar telur að sjónarmið Halldórs vegi þyngra og skipti meiru til framfara í þessu landi en það hvort langþráð jafn- vægi í ríkisbúskapnum komist á misserinu fyrr eða síðar. Höfundur er sveitarstjóri. Bjarni P. Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.