Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 35 + Þórður íusson fæddur á Hellis- sandi 6. ágfúst 1937. Hann lést í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Júlíus Alexander Þór- arinsson f. 24. júlí 1889 í Ólafs- vík, d. 29. ágúst 1964, og Sigríð- ur Katrin Guð- mundsdóttir, f. 15. ágúst 1894, d. 17. ágúst 1964. Hann var yngstur fimm barna þeirra hjóna, sem eru auk Þórðar, Jón, Guðmundur, Hrefna og Þuríður. Hann átti eina hálfsystur, sammæðra, Lilju Jónsdóttur. Þórð- ur kvæntist 9. desember 1978 Ragnheiði Erlu Hauksdóttur, f. 3. október 1938 og á hún sex börn, Jóhönnu f. 20. febrúar 1957, Sigurð f. 24. jan- úar 1958, Öm f. 1. desember 1959, Krisljönu f. 8. desember 1962, Björn f. 16. desember 1964 og Ingibjörgu f. 15. september 1971. Útför Þórðar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ÞORÐUR JÚLÍUSSON ust þær fréttir að tengdafaðir minn og afí okkar, Þórður Júlíusson, væri á meðal þeirra sem létust. Elsku Erla amma og fjölskylda. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Það er erfitt að vera svona langt í burtu en hugur okkar er hjá ykkur. Megi góður Guð styrkja þig á þessum erfíðu tímum. Elsku Þórður. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Guðbjörg, Oddný Björk, Björn Viggó og Krisljana Erla, Namibíu. Með þessum örfáu línum langar okkar systkinin að minnast afa okkar. Þótt við sæjum afa frekar sjaldan vegna þess hve langur veg- ur var á milli okkar, þá var hann eini afinn okkar á lífi. Nú hefur Guð tekið afa og Týru í sinn faðm. Elsku afí, nú kveðjum við þig í hinsta sinn með þessu ljóði. Sortnar þú, ský, suðrinu í og síga brúnir lætur. Eitthvað að þér eins og að mér amar, ég sé þú grætur. ELSKU pabbi minn. Þegar fréttir bárust af því að snjóflóð hefði fallið á Flateyri og þín væri saknað var eins og allt yrði svart. Skyndilega skipti ekkert máli lengur nema að fá fréttir af afdrifum þínum og hinna sem lentu í flóðinu. Sú bið varð löng og erfið. Minningarnar frá Flateyri komu upp í hugann. Minningarnar frá því þegar við byggðum húsið sem nú er rústir einar. Minningar um yndislegan föður sem reyndist mér svo vel og studdi ætíð við bakið á mér, sama hvað á gekk. Elsku pabbi minn, þakka þér fyr- ir allar góðu stundirnar, minning- arnar um þær getur enginn tekið frá mér. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín dóttir Ingibjörg. Minningin talar máli hins liðna, og margt hefur hrunið til grunna . . . Þeir vita það bezt, hvað vetur er, sem vorinu heitast unna. (Davíð Stefánsson) Engin orð geta lýst þeirri sorg er við finnum í hjörtum okkar nú. En minningin um góðan mann lifir. Er Þórður giftist móður okkar þá vissum við að hún gæti ekki fengið betri mann. Þegar faðir okkar féll frá gekk Þórður okkur í föður stað, sem ekki var auðvelt verk. Hann leiddi okkur systumar upp að altar- inu, var afi barnanna okkar og stóð að baki okkur á sinn hljóða og hóg- væra hátt. Við biðjum algóðan himnaföður að taka okkar ástkæra fósturföður í sinn umvefjandi föðurfaðm og leiða hann í ljóssins sali. Jóhanna, Sigurður, Örn, Kristjana og Björn. Með örfáum línum vil ég minnast tengdaföður míns, Þórðar Júlíus- sonar, sem fórst í snjóflóðinu á Flat- eyri hinn 26. október sl. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt, ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Að leiðarlokum vil ég þakka þér, elsku Þórður minn, hvað þú reynd- ist sonum mínum vel, þá sérstak- lega Birni Arnari. Elsku tengdamamma. Megi góð- ur Guð styrkja þig og okkur öll í þeim mikla missi sem við höfum orðið fyrir. Iris Elva Haraldsdóttir. Það var nöturlegur morgunn hinn 26. október sl. er þær fréttir bárust hingað til Namibíu að snjóflóð hefði fallið á Flateyri og fjölda manns væri saknað. Seinna um daginn bár- Virðist þó greið liggja þín leið um ljósar himinbrautir, en niðri hér æ mæta mér myrkur og vegaþrautir. Hraðfara ský, flýt þér og flý frá þessum brautum harma, jörðu því hver of nærri er oft hlýtur væta hvarma. (Jón Thoroddsen) Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu okkar í þessari miklu sprg. Erla Guðrún, Sigríður Ása, Bjarni og Birkir í Borgar- nesi. Elsku afi, við minnumst með söknuði allra góðu stundanna sem við áttum með þér. Það er svo undar- legt að vita til þess að við eigum aldrei eftir að koma á Flateyri aftur og dvelja með þér, ömmu og Týru. Fyrst þú þurftir að fara til Guðs er gott að Týra skyldi hafa farið með þér því að þið tvö voruð óaðskiljanleg. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við biðjum algóðan Guð að blessa minningu afa. Afabörn. Fimmtudagurinn 26. október er sá lengsti dagur sem við minnumst lengi. Frá því snemma morguns var biðin og óvissan löng. Við héld- um í vonina, en síðdegis varð hún að engu, þegar okkur var tilkynnt að elskulegur bróðir okkar; Þórð- ur, væri fundinn, látinn. Olýsan- legur er sá sársauki sem nísti hjarta okkar aðstandenda, sem vorum saman komin í húsi Rauða kross íslands þennan örlagaríka dag. Engar minningar eigum við um Þórð nema góðar og fallegar. Hann var hvers manns hugljúfi og vildi öllum gott gera. Við minnumst hans síðast þegar þau hjónin buðu okkur heim í september í litlu íbúð- ina sína í Reykjavík, sem þau keyptu í sumar, og voru búin að gera svo hlýlega. Þetta var fallegt heimili, sem veislugestum var boð- ið til. Gleðin var mikil þetta kvöld hjá okkur öllum ekki síst hjá Þórði, sem gladdist svo mikið yfir að vera með okkur. Hann kvæntist Erlu Hauksdóttur og reyndist henni og börnum henn- ar alla tíð vel. Þau höfðu lengi búið á Flateyri og áttu þar fallegt heim- ili sem nú er horfið. Þórður var ættaður frá Hellis- sandi og hann hélt alla tíð tryggð við þann stað og heimsótti hann oft, síðast í sumar sem leið. Minningarnar streyma fram frá löngu liðnum dögum og allar eru þær svo bjartar. Við þökkum honum samfylgdina með okkur og fjöl- skyldum okkar á liðnum árum, en með okkur dvaldi hann oft. Við kveðjum góðan bróður og biðjum honum Guðs blessunar. Þuríður og Hrefna. Okkur setur hljóð við þessar hörmulegu slysfarir sem yfir landið okkar dynja. Hann var langur og dapur fimmtudagurinn 26. október meðan við biðum frétta milli vonar og ótta um afdrif fólksins á Flat- eyri. Við héldufh í vonina, sem varð að engu þegar tilkynnt var að hann frændi minn, Þórður, hefði fundist látinn. Hann Þórður sem alltaf gerði gott úr öllu. Ég man ekki sem barn að hann hafi nokk- urn tíma verið í vondu skapi. Hann vildi alltaf allt fyrir okkur gera og var fljótur að taka málstað okkar barnanna, enda sérstaklega barn- góður maður. Hann var hláturmild- ur og skapgóður og sá björtu hlið- arnar á lífinu. Um leið og ég kveð Þórð frænda minn langar mig að þakka öllum sem unnu að björgun- arstörfum á Flateyri fyrir ómetan- legt starf. Eiginkonu, börnum hennar og öðrum ástvinum sendi ég innilegustu samúðarkveðju. Bryiya Kristjánsdóttir. Kynning á GIYENCHY haust/vetrarlfnunni 1995/1996 á morgun, langan laugardag, kl. 10-17 Heiðar Jónsson, snyrtir, farðar viðskiptavini. v Pantið tíma J KAUPAUKI Viö kaup á 3 hlutum frá Givenchy, þar af tvennt úr nýju litalínunni, er kaupauki GlVENCHY-eyrna/okkar /20% kynnlngarafsláttur f af nýja 24ra tíma j kremínu frá GIVENCHY J Heiðar snyrtivöruverslun, Laugavegi 66, sími 562 3160. Laugardaginn 4. nóvember frá ld.10-16 SIEMENS á hinum glæsilegu Siemens heimilistækjum sem allir vilja - og geta eignast. í tilefiii dagsins bjóðum við öll liljómtæld með verulegum afslætti og ýmis lítil raítæld á algjöru kjallaraverði. Heitt á könnunni - gjörið svo vel! Látið sjá ylckur og njótið dagsins með okkur. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 í verslun okkar að Nóatúni Sérstök afsláttarkjör QLAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.