Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 39 MINNINGAR ÞORKETILL SIGURÐSSON -4- Þórketill Sig- ' urðsson fædd- ist 25. júlí 1930 á Geirastöðum í Sveinstaðahreppi, A-Hún. Hann lést í Landspítalanum 24. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristín Jónsdóttir frá Brekku í Þingi og Guðmundur Sig- urður Jóhannsson frá Meirá-Garði í Dýrafirði. Bræður hans eru Ingimar, Jóhannes, Sigurður og Björn sem er látinn. Árið 1938 flytur Þórketill ásamt foreldrum sín- um til Reykjavíkur, þar sem hann lýkur námi með sveins- prófi í húsasmíði 1952 og vinn- ur við iðn sína til ársins 1992. Arið 1961 kvæntist hann Þor- björgu Jóhönnu Guðlaugsdótt- ur, eftirlifandi eiginkonu sinni, og með henni fylgdu tvær dætur, Kristín Hólmfríð- ur og Steinunn Margrét, sem hann gekk í föður stað. Árið 1960 tekur hann við húsvarð- arstöðu við Iðnskólann við Tjörnina og er þar allt til árs- ins 1962. Enjiá fluttist hann búferlum til Olafsvíkur ásamt fjölskyldu sinni. Árið 1967 flytur hann aftur til Reykja- víkur, en á þeim fimm árum sem hann bjó í Ólafsvík var hann ötull í félagsmálum, tók þátt í stofnun Skákfélags Ól- afsvíkur og var svo til óslitið formaður félagsins þar til hann flutti. Árið 1967 byrjar hann að vinna hjá Búrfells- virkjun, fljótlega er honum falin verkstjórn yfir öðrum af tveim vinnuflokkunum, sem sáu um fóðrun jarðganga. Þar hættir hann árið 1970 vegna veikinda konu sinnar. Arið 1972 flyst hann til Hafnar í Hornafirði. Fljótlega eftir komu sína tekur hann til við sitt helsta áhugamál, skákina, og er þátttakandi í stofnun Taflfélags Hornfirðinga og var þar við formennsku í 11 ár. Á vegum Nesjahrepps gegndi hann fjölda trúnaðar- starfa og má þar til telja for- mennsku í byggingarnefnd í mörg ár, hreppsnefnd í sex ár, sem lauk er hann flutti enn á ný til Reykjavíkur. Tvö ár sat hann í stjórn Austfirskra Skilafrest- ur vegna minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er _ skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fímmtu- dags-, fostudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. sveitarfélaga og var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Hænis og gegndi þar formennsku í tvö ár. Var vel virkur í leik- hópi ungmennafé- lagsins og var for- maður þess í þrjú ár. Sat í stjórn ung- mennafélagsins Mána í tvö ár og í stjórn ungmenna- sambandsins Ulfljóts í tvö ár. Sat í stjórn Sjálfstæðisfélags A-Skaft. í nokkur ár og var byggingameistari og yfirsmið- ur við félagsheimili sjálfstæð- ismanna á Höfn. Árið 1993 flytja þau hjónin suður til Hafnarfjarðar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. ÞÓRKETILL vinur minn hefur skipt um íverustað. Það gerðist 24. október sl. eftir að hann hafði þjáðst mikið og lengi. Væntanlega var hann hvíldinni feginn. Þórket- ill kvartaði aldrei þegar ég heyrði til, hann var stór maður á alla lund í mínum huga. Hann var hljóðlátur maður, grandvar og óvenju heilsteyptur. Talaði alltaf vel um samferðamenn sína. Já, Þórketill var svo sannarlega óvenjulegur maður. Það færi betur ef fleiri hans líkar væru á meðal vor. Við höfðum þekkst í 15 ár og vorum kynntir í gegnum Krist- ján sáluga Jóhannsson. Þau kynni voru mér einkar ánægjuleg. Ég sótti oft mikinn styrk til Þórketils í gegnum tíðina og mér þótti allt- af stórkostlegt að eiga hann að vini og þótti mjög vænt um vin- áttu okkar. Það var ekki tilviljun að leiðir okkar lágu saman. Hvorki leiðir okkar né hans og margra annarra. Aðrir verða til þess að minnast ættar hans og uppruna, heimaslóða og taflmennsku en hann var mikill og góður taflmað- ur. Líka í lífínu. Þreytti bæði bréfa- skákir og keppnisskákir með góð- um árangri. Hann var einnig mik- ill áhugamaður um leiklist og gerði marga góða hluti á þeim vettvangi. Við Þórketill vorum á svipuðum aldri og að mörgu leyti á svipuðu reiki. Oft þurftum við ekki að tala saman til að skilja hvor annan, samskipti okkar komust einhvern veginn alltaf til skila. Þessi at- hyglisverða handleiðsla æðri mátt- arvalda er nokkuð góð leiðsla. Það var mikill kraftur í þessum sóma- manni enda smiður góður. Það er hægt að smíða fleira en sófaborð og hús. Þórketill var gæfusmiður, sérstaklega þegar hann smíðaði fyrir aðra. Nú kveð ég þennan ágæta smið. Gangi' þér vel_ á grænu völlunum, ágæti vinur. Ég votta Jóhönnu og öðrum ættingjum dýpstu samúð á þessari stundu. Magnús Theodór Magnússon. ” ............................................... r “”iju,mii1",ij'I"«miiIii"«iiuiiIIIIIi ^ \ x \ \ \ / Snoadaear tnm! / \ 20-60% afsláttur Nú þurfumvið að rýma til fyrir nýju sendingunum. Áf þvi tilefni bjóðum viðlallan skiðabúnaðinn fráí vor með 20-60% afslætti frá 31. október tií 4. nóvember. Skíði, skíðafatnaður, skíðaskór og skíðabindingar - fyrir alla fjölskylduna. / w* m m -SWWK fKAMÚR i _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.