Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓHANN KRiSTINN JÓHANNESSON, Bröttugötu 4B, Borgarnesi, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness að morgni 2. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ragnheiður Ingibjörg Ásmundsdóttir, Ásmundur Jóhannsson, Jóhannes Gylfi Jóhannsson, Björn Jóhannsson, Jóhann Már Jóhannsson, Gfsli Margeir Jóhannsson, Tryggvi Jóhannsson og tengdadætur. t Sambýlismaður minn, faöir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS DANÍEL ÓLAFSSON, Njálsgötu 31 a, lést i Landspítalanum að kvöldi 1. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristfn Jónsdóttir, Ólafur Magnússon, Lilja Sigmundsdóttir, Emilía Magnúsdóttir, Birgir Birgisson, Guðrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Álfaskeiði 74, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, aðfaranótt 2. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Erla M. Karelsdóttir, Karel I. Karelsson, Halldóra Júlfusdóttir, Marfa S. Helgadóttir, Þórir J. Ólafsson, Magnús J. Helgason, Sigrún Hauksdóttir, Erlendsína G. Helgadóttir, Loftur R. Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR, Sólvallagötu 32, Keflavfk, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardag- inn 4. nóvember kl. 11.00 árdegis. Valgerður Sigurðardóttir, Árni Júlíusson, Jónas Sigurðsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Þórleif Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI BJÖRGVIN MAGNÚSSON frá Eyvindarholti, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 14."00. Friðgeir Björgvinsson, Sigrfður Árnadóttir, Jóhann Björgvinsson, Birna Björgvinsdóttir, Pálmi Pétursson, Helga Björgvinsdóttir, Gunnsteinn Ársælsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför GRETU S. HANSEN, Álftamýri 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfs- fólki Sjúkrahótels Rauða kross íslands. Henning Elfsberg, Örn E. Henningsson, Björg Magnúsdóttir, Sesselja R. Henningsdóttir, Vilhjálmur S. Jóhannsson, Guðni Már Henningsson, Guðbjörg Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. BENJAMÍN GUNNAR ODDSSON Benjamín Gunnar Odds- son fæddist á Flat- eyri við Onundar- fjörð 23. júní 1936. Hann lést af slys- förum 26. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Vilhelmína Jóns- dóttir, d. 1979, og Oddur Guðmunds- son, d. 1964, en Benjamín var alinn upp hjá Guðrúnu Eiríksdóttur, d. 1987, og Hinriki Guðmundssyni, d. 1960, á Flat- eyri. Hann var næstyngstur í röðinni af 11 systkinum en auk þess átti hann tvö fóstursystk- ini. Arið 1959 kvæntist Benj- amín Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Þingeyri og eignuðust þau fjórar dætur: 1) Marsibil Petr- ína, f. 1959. Eiginmaður henn- ar er Egill Péturs- son og eiga þau tvo syni, Baldur Ævar og Hauk Ægi. 2) Sigríður Kristín, f. 1963. Sambýlis- maður hennar er Einar Ófeigur Magnússon. Börn Sigríðar eru Benj- amín Rúnar Þor- steinsson og Mál- fríður Þorsteins- dóttir. 3) Guðrún Halla, f. 1964. 4) Svanhildur Erla, f. 1969. Sonur hennar er Daníel Freyr Sigurðarson. Benjamín var búsettur á Flat- eyri alla sina tíð og starfaði sem vörubifreiðastjóri frá ár- inu 1953 og til síðasta dags. Útför Benjamíns fer fram frá Flateyrarkirkju í dag og hefst athöfnjn kl. 14. Jarðsett verður í Holtskirkjugarði. ÖNFIRSKU fjöllin eru tignarleg og hrikaleg í senn. Það fengum við Flateyringar sannarlega að reyna ógnarnóttina miklu, aðfaranótt 26. október síðastliðins. Nóttin var dimm og illviðri geisaði. Flateyring- ar voru flestir í fasta svefni og undirbjuggu sig fyrir átök næsta dags þegar í einni svipan snjóflóð gekk yfir stóran hluta byggðarinnar okkar og hreif með sér 20 dýrmæt mannslíf og ógnaði byggðinni sem okkur er svo kær. Þrátt fyrir veður- haminn og hinar erfíðu aðstæður dreif strax að hóp hjálpfúsra heima- manna og björgunarsveita sem lögðu líf sitt í hættu til hjálpar þeim sem urðu fyrir snjóflóðinu og var allt gert sem í mannlegu valdi stóð þeim til bjargar. Manntjónið sem við Flateyringar urðum fyrir þessa örlaganótt er svo sárt og mikið að orð fá því ekki lýst og maður spyr í örvæntingu hvers erum við megnug, og hver er tilgangurinn? Frá okkur voru teknir vinir okkar í blóma lífsins og ung böm sem áttu allt lífíð fram- undan. Mikill harmur hefur sótt heim fjölmörg heimili í okkar fá- menna og trausta byggðarlagi og eiga margir nú um sárt að binda. Sendi ég og fjölskylda mín þeim öllum okkar bestu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Einn þeirra sem létust í þessu snjóflóði var vinur minn Benjamín G. Oddsson. Benjamín var fæddur á Flateyri og ól þar allan sinn aldur og unni hann sveitinni sinni mjög enda átti hann héðan margar ánægjulegar minningar. Flateyri og Önundarfjörður voru hans sælu- staðir. Kynni okkar Benjamíns hófust fyrir 15 árum þegar ég ásamt fjöl- skyldu minni fluttist á ný til Flat- eyrar og samstarf okkar Rúnu, eiginkonu Benna eins og við nefnd- um hann ávallt, hófst. Benni starf- aði mestan sinn starfsaldur sem vörubifreiðastjóri og naut þess, en áhugamálin voru margvísleg og fjölbreytt, þar ber hæst hesta- mennsku, útivist og ferðalög. Benni var ekki hávær maður en hann var sérstaklega glöggur og vel lesinn, enda nýtti hann hveija stund sem gafst frá daglegum sjtörfum til lestrar og öflunar þekkingar og var sérlega gaman og upplýsandi að hlusta á hann segja frá. Blandaði hann oft frá- sögnina hárfínu og léttu gamni, þá oft af sjálfum sér eða sveitung- um sínum. Benni verður ekki nefndur án þess að geta um ást hans og um- hyggju fyrir dýrum og sagði Rúna mér oft að hann hefði átt að verða bóndi, en hún dró í efa að sjálf hefði hún orðið góð bóndakona. Hestamennska var hans helsta áhugamál síðustu árin og átti hann góða gæðinga og reið oft út. Hesta sína umgekkst hann með virðingu og mikilli trúmennsku enda dvaldi hann oft löngum stundum í hest- húsi sínu og ræddi þá málin við hestana. Ríkti þar ævinlega gagn- kvæmur skilningur. í einkalífí sínu var Benjamín mikill gæfumaður. Árið 1959 kvæntist hann Guðrúnu Kristjáns- dóttur frá Þingeyri og eignuðust þau fjórar dugmiklar og elskulegar dætur sem reynst hafa foreldrum sínum miklir gleðigjafar og félagar. Barnabömin eru orðin fímm. Benni og Rúna, eins og hjónin voru oftast nefnd, voru innilegir og traustir félagar og nutu þess að vera samvistum við að búa sjálfum sér eða dætrum sínum í haginn. Því er mikill harmur kveðinn að minni elskulegu vinkonu og trausta vini, Guðrúnu, og dætrum hennar og skyldmennum öðmm. Við hjónin biðjum góðan Guð að blessa þau og styrkja. Megi minn- ingin um góðan dreng og traustan hjálpa þeim í þeirri miklu sorg sem á þau hefur verið lögð. Ægir E. Hafberg og fjölskylda, Flateyri. Áfall þeirra hörmunga, sem Flat- eyringar urðu fyrir aðfaranótt 26. október sb mun seint úr hugum okkar líða. Meðal þeirra sem þar fórust var Benjamín Gunnar Odds- son. Benni Odds, eins og allir þekktu hann, var fósturbróðir móð- ur minnar Guðfínnu Hinriksdóttur. Það var því frá fyrstu tíð mikill sómi fyrir lítinn snáða á uppvaxtar- árunum á Flateyri að eiga Benna frænda að vini og félaga. Ég man vel þær fjölmörgu ferðir í vörubíln- um hans, sem hann leyfði mér að sitja í hjá sér, þegar hann var í vegavinnunni og ræddi við mig um allt milli himins og jarðar. Mér fannst á þessum árum að Benni vissi allt. Hann hafði skoðanir á öllum hlutum og það hvarflaði aldr- ei að mér að efast um að hann hefði rétt fyrir sér, slíkur var sann- færingarkraftur hans. Á þessum árum bjó Benni í heimahúsum hjá afa mínum og ömmu, ferðir mínar voru tíðar þangað til þess að vera nálægt honum, því það var aldrei nein lognmolla í kringum hann. Ég man vel þann tíma þegar hann var alltaf að skreppa til Þing- eyrar og seinna kom í ljós að þar hafði hann fundið sér lífsförunaut, sem síðar átti eftir að verða það besta sem fyrir hann gat komið á ævinni. Guðrún Kristjánsdóttir var stúlkan, sem hann kom síðar með heim og kynnti sem kærustuna sína. Með Rúnu átti hann síðar fjór- ar yndislegar dætur, sem oftar en ekki komu í heimsókn til Nínu frænku og þar gat ég gantast með þeim og leikið. Síðar lágu leiðir okkar Benna saman í vegavinnunni, þegar ég var kominn yfir fermingu, og alltaf var jafn gaman að hlusta á stað- fastar skoðanir frænda míns. Ég gerði mér far um að sitja í vörubíln- um hans á „tippinn" að morgni til að hlusta á hann ræða heimsmálin, en oft var maður nú framlágur á morgnana, og rétti hann þá gjarn- an tóbaksdósirnar yfir svo ég gæti fengið nokkur korn í nefið, og glað- vaknaði ég að sjálfsögðu við það. Ég gæti rifjað upp margar sögur frá þessum tíma, en hvorki er stað- ur né stund til þess hér. Mig lang- ar með þessum fátæklegu línum að þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið að vera samferða þessum góða dreng, sem Benni var. Elsku Rúna, Marsý, Sigga Stína, Guðrún Halla og Svanhildur, sorg ykkar er mikil og ótímabær missir góðs eiginmanns og föður er sár, en við munum um ókomin ár eiga minningar, sem ekki verða frá okk- ur teknar. Megi algóður guð hjálpa ykkur að yfírstíga sorgina. Ég og fjölskylda mín, mamma og pabbi, biðja þess að minningin um Benna megi verða okkur öllum til huggun- ar. Öllum sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna á Flateyri sendi ég okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og bið þeim guðs blessunar. Hinrik Greipsson. Einn þeirra sem létust í hinu hörmulega slysi á Flateyri að morgni 26. október var vinur minn, Benjamín Oddsson. Hann var mað- ur sem ég hafði mætur á umfram flesta aðra menn fyrir margra hluta sakir og það er þyngra en tárum taki að sjá á eftir honum yfir móðuna miklu langt fyrir aldur fram. Benjamín var innfæddur Önfirð- ingur og starfaði að langmestu leyti við vörubílaakstur auk annarrar vinnu sem til féll. Okkar samskipti urðu mest til vegna áhuga Benna á búfjárrækt, einkum sauðfjár og hrossa, og hin síðari ár vegna starfa hans hjá Mjólkursamlagi Isfirðinga. í mínum huga var Benni náttúru- barn. Áhugamál hans á hveijum tíma tengdust náttúrunni og lífrík- inu, s.s. veiðiskapurinn, sauðfjár- ræktin og hin síðari ár átti hestur- inn hug hans allan, enda kom hann sér upp hestum og sinnti þeim eins og best varð á kosið. Hann var þeirrar gerðar að það áhugamál sem hann hafði á hveij- um tíma var stúderað til fulls svo úr varð yfirburðaþekking á við- fangsefninu sem hjá langskóla- gengnu fólki er kölluð sérfræði, en hans skóli var umhverfið, lífíð í kring um hann og allt tiltækt les- efni. Ég hafði það oft á tilfinning- unni að hann gæti munað allt sem hann læsi einu sinni yfir, að minnsta kosti ef það tengdist hestum. Hann hafði óvenju næma tilfínn- ingu fyrir lífríkinu í kringum sig, hafði fengið í vöggugjöf næmt auga fyrir búfé og hafði yndi af því að skoða sauðfé svo ekki sé minnst á hross. Það var mikið lán fyrir okkur bændur þegar við fengum Benna til starfa hjá Mjólkursamlagi ísfírð- inga, en þar hefur hann verið mjólk- urbflstjóri til margra ára, og þar eins og annars staðar vann hann verk sitt af einstakri samviskusemi og dugnaði svo ekki sé minnst á þrautseigju og árvekni sem ein- kenndi starf hans á erfiðum vetrum við að ná saman mjólk hér vestan Breiðadalsheiðar. Þá var aldrei spurt hvaða dagur væri eða hvað klukkunni liði. Kæri vinur, við sem áttum því Iáni að fagna að eiga von .á þér í mjólkurhúsið hjá okkur reglulega og eiga við þig samræður um allt milli himins og jarðar höfum mikið misst, en mestur er missir hjá íjöl- skyldu þinni, eiginkonu, dætrum og fjölskyldum þeirra. Ég bið algóðan Guð að styrkja þau og vernda og hjálpa þeim að takast á við sorgina. Éftir lifir minn- ing um góðan dreng sem var harm- dauði öllum sem til hans þekktu. Guðmundur Steinar Björgmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.