Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t VIKTORÍA JÓIMSDÓTTIR frá Sunnuhlíð íVestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 4, nóv- ember kl. 16.00. Sigriður E. Helgadóttir, Þurfður Sigurðardóttir, Bryndis Sigurðardóttir. t Frú GONDA CRANER, Krabbesholm vej 11, Brönshöj, Danmörku, lést á hjúkrunarheimilinu Degnemosegárd, Brönshöj, 25. október 1995. Útför hennar fór fram frá Brönshöj kirkju 31. október. Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir. t Útför móður minnar, ÖNNU Þ. SÆMUNDSDÓTTUR, Grund, Reyðarfirði, fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Óskar Ágústsson. Rosenthal !„.-:!)• PÚV<UÍ''X°- G læsi 1 egar gj afavö ru f, Matar- og kaffistell i sérflokki Verð við nllrn hæfi ■ Laugavegi 52, sími 562 4244. ili þeirra var jafnvel enn leyndar- dómsfyllra en Kjóavellir. Háaloftið var uppspretta ótalmargra ævin- týra og alltaf fannst okkur eitthvað nýtt bíða handan við hornið. Það var líka ofsalega spennandi að fá að fara í „húsbóndahornið" hans afa þar sem allar bækurnar voru og sófinn og skrifborðið hans. Þetta var eins og afdrep frá öllum skark- ala. Þangað fórum við ef við vildum ræða málin í rólegheitum, lesa bók eða spila. Amma og afi fluttu síðan á Mark- arveginn og bjuggu þar í nokkur ár en fluttu svo aftur upp í Grænu- hlíð fýrir stuttu. Það var mjög kærkomið að koma aftur inn í Grænuhlíð og finna að andrúmsloft- ið var alveg eins og það var áður en þau fluttu burt. Þau yngstu í okkar hópi eiga enn eftir að upp- götva alla leyndardómana og búa sér til leynistaði í þessu gamla húsi. Afí var greinilega ánægður með að vera kominn aftur „heim“ og geta hreiðrað um sig þar að nýju en því miður var dvölin ekki löng. Það er gott til þess að vita að afí fékk hinstu hvílu í góðu umhverfi innan um kunnugleg andlit. Við gátum öll kvatt hann áður en hann dó og þó svo að sorgin sé mikil er það huggun að það var mikil ró yfir honum þegar hann lést og honum leið vel. Afi er kominn á góðan stað núna þar sem hann lítur eftir okkur og ömmu það sem eftir er ævi okk- ar. Andi hans mun ávallt vera yfir Grænuhlíð og við gleymum honum aldrei. Þessar ljóðlínur úr Hávamálum viljum við tileinka afa og minningu hans: Deyr fé, deja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Fyrir hönd barnabarna, Lilja Björk Einarsdóttir. Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma, að gróð- ursetja hefir sinn tíma og uppskera það, sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma. Þessi orð Salómons úr prédikar- anum komu mér fýrst í hug þegar ég frétti að vinur minn og fyrrum vinnuveitandi til skamms tíma hefði kvatt þennan heim. Þó var mér létt- ir að vita að hann væri leystur frá kvölum þessi eilífðar unglingur sem var nú í vor á fullu að gera klárt fyrir sumarið. En eins og segir í textanum, sumarið kom aldrei, því við tóku erfið veikindi sem ekki varð sloppið frá. Gunnar Vernharðsson var og verður mér alltaf minnisstæður maður. Ég hef verið svo heppinn að fá að umgangast hann frá því ég var polli og var ég oft úti í gróð- urhúsi einn með honum þegar ég var lítill; þar fékk ég að fylgjast með þegar líf verður til þegar hann sáði þessum fræjum um miðjan vetur sem síðan uxu og urðu full- vaxnar plöntur. Þetta þótti mér allt- af jafn merkilegt að það sem leit út sem sandur væru fræ sem yrðu að fallegum blómum. Það hefur alltaf verið gott að koma í Grænuhlíð og nú á seinni árum hefur mér eiginlega ekki fundist sumarið vera komið fýrr en þangað hefur verið komið og sjá blómin vaxa og dafna. Það eru ófá- ir garðarnir sem skreytt hafa blóm frá Gunnari og munu gera um ókomna framtíð því alltaf fjölgar þeim fjölæru plöntum sem hann hefur sáð og selt. Líf hans heldur því áfram að gleðja um ókomna tíð og í þeim kirkjugarði sem hann kemur til með að hvíla í eru mörg blóm sem frá honum eru komin og munu blómstra um ókomin ár. Það er oft sagt að allir menn séu góðir þegar þeir eru dánir en það á ekki við um Gunnar, hann var mjög góður iifandi og gerði aldrei neinum nema gott; hann átti það að vísu til að tuða mikið útaf pólitík eða einhveiju sem aðrir voru til í en aldrei tuðaði hann við mig vegna þess að ég kom til hans til að læra um líf og er ég þakklátur fýrir að hafa fengið að kynnast honum og verið með honum í yfir þrjátíu ár. Þessum duglega og hrausta manni sem alltaf var eins og unglingur til vinnu og lét aldrei deigan síga. En með þessum fáu orðum kveð ég nú þennan vin minn þangað til við sjáumst aftur í eilífðinni og votta fjölskyldu hans samúð mína. Megi guð blessa ykkur og vera með ykk- ur öllum. Haukur Haraldsson. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur aftnælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þtjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fýrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu. RAÐAUGÍ YSINGAR NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirtaldri eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Hjallavegur 2, Suðureyri, þingl. eig. Róbert Hallbjörnsson, gerðar- beiðendur Byggðastofnun og þrotabú FAX hf., 6. nóvember 1995 kl. 13.30. Sýslumaðurinn á ísafirði, 2. nóvember 1995. Uppboð Uppboð munu byrja á skrlfstofu embættislns, Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 7. nóvember 1995 kl. 10.00 á eftirfarandi eignum: Birkivellir 28, Selfossi, þingl. eig. Þuríður Bjarnadóttir, gerðarbeið- andi Glitnir hf. fbúðarh., fjós, hlaða og votheysgr. Snorrastaðir 1, Laugard., þingl. eig. Sveinbjörn Jóhannsson og Guðfinna Sigurðardóttir, gerðarbeið- endur Glóbus hf. og sýslumaðurinn á Selfossi. Jörðin Lækur, Hraungerðishr., þingl. eig. Jarðasjóður ríkisins, Þor- björg Guðjónsdóttir og Heimir Ólafsson, gerðarbeiöendur Búland hf., Stofnlánadeild landbúnaðarins, sýslumaðurinn á Selfossi v/H.Ó. og sýslumaðurinn á Selfossi v/Þ.G. Hveramörk 8, Hveragerði, þingl. eig. Kristján S. Wiium, gerðarbeið- endur Búnaðarbanki fslands og Landsbanki íslands. Lóð nr. 78 i landi Hraunkots, Grímsneshr., þingl. eig. Páll Garðars- son, gerðarbeiöandi Ekran hf. Lóð úr landi Svínavatns, Grímsneshr., þingl. eig. Ingileifur S. Jóns- son, gerðarbeiöendur Búnaðarbanki ísl. Hellu og Vátryggingafélag fslands hf. Lóurimi 23, Selfossi, þingl. eig. Ólafur Jónsson, gerðarbeiðendur Smiðjan sf. og sýslumaðurinn á Hvolsvelli. Sýslumaðurinn á Selfossi, 2. nóvember 1995. TIL SÖLU Ritskoðun? íslenskir ritstjórar og fréttastjórar neita því stundum að þeir ritskoði fjölmiðla sína. Hvað er það annað en ritskoðun, þegar fjölmiðlar þegja um meint lögbrot æðstu valdhafa, sem bókin Skýrsla um samfélag upplýsir um með sönnunargögnum? Utg. Aðalfundur Aðalfundur knattspyrnudeildar KR verður haldinn föstudaginn 10. nóvember nk., í fé- lagsheimili KR, og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kópavogsbúar- Opið hús er á hverjum laugardegi milli kl. 10-12 í Hamraborg 1, 3. hæð. Halla Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi og for- maður Húsnæðisnefndar Kópavogs, verður til viðtals á morgun, laugardaginn 4. nóv- ember. Allir bæjarbúar velkomnir - heitt kaffi á könnunni. Sjálfstaeðisfélag Kópavogs. opið hús Sltlá auglýsingar I.O.O.F. 1 = 1771138V2 = 9.II.* í kvöld kl. 21 verður minningar- kvöld með dagskrá um frú Svövu Fells í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15-17 með fræðslu og umræöum í umsjá Einars Aðalsteinssonar. Á sunnudög- um kl. 17 er hugleiðslustund. I Guðspekifélaginu er fjallað um andleg mál og það sem öll trúar- brögð eigÉTsameiginlegt fremur en það sem aögreinir þau. Starf félagsins er ókeypis og öllum opið. - kjarni málsins! Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstræti 22 Áskriftarsími Ganglera er 896-2070 I.O.O.F. 12 = 1771138W = *9. II Dagsferð sunnud. 5. nóv. Kl. 10.30 Lónakot - Þorbjarnar- staðir. Lagt af stað frá BSl kl. 10.30. Einnig er hægt að koma í gönguna aö Straumi (við Straumsvík) kl. 11.00. Unglingadeild: Mætum í dags- ferðina sunnudag. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.