Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 45 MINNINGAR ÓLAFÍNA ÓLAFSDÓTTIR + Ólafína Ólafsdóttir fæddist í Deiid á Akranesi 11. októ- ber 1902. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 12. október síðastlið- inn og fór útförin fram 23. október. ÞEGAR sest er niður og það á að minnast móður sinnar, eru minning- arnar margar sem brjótast fram í huga mér. Móðir mín, Ólafína Óláfsdóttir frá Deild, Akranesi, lést 12. október síðastliðinn, þá 93 ára að aldri. Eg er úr hópi 11 barna hennar og erum við öll alin upp á Akranesi og má því segja að samband okkar allra hafi verið mjög náið. Þeir tímar þegar við vorum að alast upp voru erfiðir hjá þjóð okk- ar og fundu allir fyrir því, ekki síst barnmargar fjölskyldur og má því segja að oft hafi verið þröngt í búi móður minnar. En mamma var myndarleg, ráðdeildarsöm og dug- leg kona og sá um að okkur skorti aldrei mat né aðra umhyggju. Hennar kostir voru margir og minnist ég margra þeirra. A unga aldri spilaði hún á orgel og það eftir nótum sem þótti fremur sjald- gæft í þá daga. Ennfremur var hún mjög söngelsk kona og fylgdist hún með tónsmíðum og textum jafnt erlendum sem innlendum. Orgelið góða varð hún að láta gegn greiðslu vegna annarra þarfa. Tónlist átti hug hennar og fylgdist hún með til hins síðasta og nafngreindi mörg ný lög, höfunda þeirra og flytjend- ur. Hún var líka einkar lagin í hönd- um og naut þess, þegar tími var farinn að gefast til, enda prýða hannyrðir hennar heimili margra jafnt innan fjölskyldunnar sem ut- an. 17 ára gömul ól ég barn mitt í stofunni hjá mömmu í Dagsbrún. 2 mánuðum seinna fluttum við til Reykjavíkur til tilvonandi eigin- manns míns og eftir það voru helg- arferðir okkar tíðar til hennar, enda fannst okkur öllum gott að koma þar þó að oft hafi verið þröngt set- inn bekkurinn, því gestagangur var mikill, en það var alltaf nóg rými fyrir alla. Mamma ól yngsta systk- ini mitt sama ár og ég átti mitt fyrsta barn svo við áttum mikið sameiginlegt á þessum árum. Öllum þótti gott að koma í Dags- brún, ekki síst ömmubörnunum, þar sem þau fengu alltaf heimatilbúinn mat og kökur að ógleymdu mjólkur- blandi með bleyttri kringlu. Þetta fá barnabörnin mín hjá mér sér til mikillar ánægju. Aldrei mátti mamma neitt bágt sjá né af þvi vita, svo að hún ekki væri þar komin til að líkna og hjálpa svo mikið sem hún gat og stundum meira. Manninum mínum reyndist mamma góð tengdamóðir og strax tókst með þeim mikil vinátta sem entist þeim báðum þar til yfir lauk. Þau voru mjög samhent í lífsbarátt- unni og hjálpuðu hvort öðru í einu og öllu, og þau voru ekki fá símtöl- in þeirra á milli í gegnum árin, enda báru þau mikla virðingu fyrir hvort öðru. Ég þakka þeim báðum fyrir það. Fjölskyldan var stór og afkom- endur hennar á þriðja hundrað tals- ins. Við afkomendur hennar höfum haldið ættarmót og munum halda því áfram. Þar mun mömmu verða minnst og afkomendur upplýstir enn betur um þessa elskulegu, hjartahreinu og góðu konu. Nú er elsku mamma komin þang- að sem hún þráði svo mikið að kom- ast hina síðustu mánuðj, svo þreytt var hún orðin. Hún hræddist ekki hina hinstu ferð því hún hafði ætíð trúna að leiðarljósi. Blessuð sé minning ástkærrar móður. Margrét Ólafsdóttir. Kveðja frá barnabörnum Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hðnd þín leiði mig út og inn, svo ailri synd ég hafni. Blessuð sé minning elskulegrar ömmu okkar. Megi hún hvíla í friði. Börn Margrétar og Jóhanns. ANNA PÁLSDÓTTIR + Anna Pálsdóttir var fædd 11. október 1902. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 30. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigs- kirkju 6. október. KÆRA nafna mín, með örfáum orðum kveð ég þig og bið algóðán Guð að vernda þig. Anna var gift ömmubróður mín- um, Jóni H. Friðrikssyni, og leit ég alltaf á hana sem ömmu mína. Það voru skemmtilegir tímar er ég kom á Háaleitisbraut 105, er ég var við nám í Reykjavík. Þá fékk ég að heyra nýja vísu í hvert sinn því hún Anna kunni einhver býsn af vísum og ljóðum og fór svo fal- lega með þau. Alltaf var hún kát og hress þó lasin væri. Hún brosti alltaf og sá björtu hliðarnar á öllu. 1 eldgosinu í Vestmannaeyjum árið 1973 tók hún við foreldrum mínum og okkur yngstu systrunum og vorum við þar í heimili. Þau hjón- in voru okkur góð og hjálpleg. Anna var í mínum huga mjög sérstök manneskja, ég ber nafnið hennar og er ég stolt af því. Það væri ekki slæmt líkjast svo góðri konu sem hún var. Elsku nafna mín, ég mun alltaf muna þig og fjölskylda mín einnig. Ég komst ekki til að fylgja þér síð- asta spölinn en hugur minn var hjá þér og verður alltaf. Hvíl þú í friði. Anna S. Halldórsdóttir. MARBERT KYNNING í dag og laugardag Staðgreiðsluafsláttur og glæsilegur kaupauki. SAJÍDJZA Laugavegi 15, sími 551 2706. | BRIDS Umsjön Arnör G. Ragnarsson Dregið í bikarkeppni Norðurlands 1995-1996 1. umferð: Sigurður Jón Gunnarss. B/Siglufj. - Stefán Vilhjálmss., B/Akureyrar. Ingvar Jónsson, B/Siglufjarðar - Jóhann Stefánss., B/Fljótam. Þórólfur Jónasson, B/Húsavíkur - Jón Ö. Eiríkss., B/Dalvík/Ólafsfj. Stefán Sveinbjörnsson, B/UMSE - Sveinn Aðalgeirss., B/Húsavík. 2. umferð: Birgir Rafnsson, B/Sauðárkróks - Jón Örn Berndsen, B/Sauðárkróks. Stefán G. Stefánsson, B/Akureyrar - Anton Haraldsson, B/Akureyrar. Þórólfur/Jón Örvar - Stefán Berndsen, B/Blönduóss. Stefán/Sveinn - Haukur Harðarson, B/Akureyrar. Hjalti Bergmann, B/Akureyrar - Sigurður Jón/Stefán V. Kristján Guðjónsson, B/Akureyrar - Þorsteinn Friðriksson, B/UMSE. Jóhann Magnúss., B/Dalvík/Ólafsfj. - Guðmundur H. Sigurðsson, B/V-Hún. Sverrir Haraldsson, B/Akureyrar - Ingvar/Jóhann. Reiknað er með að lokið verði að spila þessar tvær umferðir fyrir 27. nóvember, þeir sem þurfa að spila tvo leiki geta sótt um frestun á síðari leikn- um. Úrslitum verði skilað til Ásgríms Sigurbjömssonar, vs. 453-5353, hs. 453-5030, fax: 453-6040. Norðurlandsmót í sveitakeppni í brids 1995 Norðurlandsmót í sveitakeppni verð- ur haldið á Sauðárkróki dagana 10.-12. nóvember 1995. Spilamennsk- an hefst kl. 17.15 föstudaginn 10. nóvember og áætlað er að mótinu ljúki kl. 17 sunnudaginn 12. nóvember. Mótshaldari er Bridsfélag Sauðár- króks. Skráningu þarf að vera lokið fyrir miðvikudag 8. nóvember og þátt- töku skal tilkynna til Kristjáns Blönd- al, hs. 453-6146 og vs. 453-5630, Ásgríms Sigurbjörnssonar, hs. 453-5030 og vs. 453-5353, og Birgis R. Rafnssonar, hs. 453-5032 og vs. 453-5300, sem jafnframt veita allar nánari upplýsingar. Mótsstjóri verður Jakob Kristinsson. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 26. október ’95 spil- uðu 15 pör: ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 254 Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson 253 Eyjólfur Halldórs. 7 Þórólfur Meyvants. 251 Björn Kristjánsson - Hjalti Eljasson 235 Meðalskor 210 Sunnudaginn 29. október spiluðu 22 pör í tveim 12 para riðlum með yfirsetu. A-riðill: KarlAdólfsson-EggertEinarsson 182 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 179 Þórólfur Meyvants. - Þorleifur Þórarins. 173 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðsson 169 B-riðill: BaldurÁsgeirsson-MagnúsHalldórsson 220 Hannes Ingibergs. — Jónína Halldórsd. 191 Láras Arnórs. — Ásthildur Sigurgíslad. 190 Elín Jónsdóttir — Laufey Arnalds 185 Meðalskoríbáðumriðlum 165 Á sunnudaginn verður A-riðillinn eftir styrkleika 10 efstu para. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 30. október var spilað 2. kvöldið af 4 í Minningarmóti fé- lagsins um Kristmund Þorsteinsson og Þórarin Andrewsson. 26 pör spil- uðu 10 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor kvölds var 270 og efstu pör kvöldsins voru: N/S: Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson 320 Jón Gíslason - Ingvar Ingvarsson _ 320 Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 300 A/V: Guðlaugur Ellertsson - Viktor Bjömsson 320 SigurðurB.Þorsteinsson-HelgiJónsson 318 Eirikur Jóhannesson - Skúli Hartmannsson 316 Efstu pör að loknum 2 kvöldum af 4 eru: Sigurður B. Þorsteinsson - Helgi Jónsson 667 Friðþjófur Einarss. - Guðbrandur Sigurbss. 623 BöðvarMagnússon-JúliusSnorrason 621 JónGíslason-Ingvarlngvarsson 610 Dröfn Guðmundsd. - Ásgeir Ásbjömsson 594 Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson 593 Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar í Haukahúsinu, innkeyrsla frá Fiata- hrauni. Spilað er öll mánudagskvöld og byrjar spilamennska kl. 19.30. Silfurstigasveitakeppni bridsfélags SAA Laugardaginn 4. nóvember verður aðalsveitakeppni félagsins spiluð. Spilað verður um silfurstig. Spilaðar verða 6 umferðir með 10 spilum á milli sveita og raðað í leiki eftir Monrad fyrirkomulagi. Spila- mennska byrjar kl. 10.00 _og stendur til kl. 19.00. Spilað er í Úlfaldanum að Ármúla 17a. Keppnisgjaldi er stillt í hóf, aðeins 4.000 kr. á sveit. Bridsfélag Akureyrar Þá er iokið 15. umferð af 25 í Akur- eyrarmótinu í tvímenningi. Það skipt- ast á skin og skúrir í hverri umferð eins og gengur næstu 5 umferðir verða spilaðar þriðjudaginn 7. nóveember en staðan er nú þessi: Sigurbjöm Haraldsson - Stefán Ragnarsson 151 ReynirHelgason-TryggviGunnarsson 119 Grettir Frimannsson — Hörður Blöndal 116 AntonHaraldsson-PéturGuðjónsson 94 Skúli Skúlason - Guðmundur St. Jónsson 81 Soffía Guðmundsd. - Bjarni Sveinbjömsson 75 Hróðmar Sigurjbömss. - Stefán G. Stefánss. 73 Úrslit í sumarbrids 29. október urðu þessi: ReynirHelgason-TryggviGunnarsson 140 Sveinn Stefánsson - Eiður Gunnlaugsson 123 SverrirHaraldsson-GunnarBerg 118 meðalskor 108 Frá Trésmiðafélaginu Spilaður var eins kvölds tvímenn- ingur, fimmtudaginn 26. okt. Hæsta skori náðu: Þorleifur Þórarinsson - Þórarinn Árnason 98 Gunnar Traustason - Trausti Eyjólfsson 97 Indriði Guðmundsson -Pálmi Stefánsson 94 Magnús Rúnarsson - Óskar Baldvinsson 84 Ásvaldur Jónatansson - Lúðvík Friðbergsson 79 Spilað er annað hvert fimmtudags- kvöld að Suðurlandsbraut 30 og hefst spilamennskan kl. 19.30. Næst verður spilaður 3ja kvölda barómeter-tví- menningur sem hefst 11. nóv. Spilað er um Járniðnaðarbikarinn. Umsjónar- maður er Jakob Kristinsson. Spila- mennskan er opin öllum meðan hús- rúm leyfir. WMN 862 Þvonauél Vél með rafeindastýringu sem skynjar misvægi í hleðslu og stjórnar vinduhraða. Tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Vinduhraði er 500/800 sn.mín. Afköst: 5 kg. Uerð: 52.500,- Umboösmenn um land allt. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500 WDN 1053 Þvonavél og tiurrkari Alsjálfvirkt þvotta- og þurkkerfi. Þéttir gufu og er því barkalaus. Tekur inn á s'ig heitt og kalt vatn. Afköst: 5 kg. þurrkaraafköst: 2/5 kg Verð: 75.300,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.