Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Treystum tengsl höfuð- borgar og landsbyggðar Frá Jóhanni Friðfinnssyni: EFTIR langt hlé mun vera komin í gang umræða um að flytja innan- landsflugið til Keflavíkurflugvall- ar. Við, sem njótum þeirra forrétt- inda að búa úti á landi, erum mjög háð greiðum flug- samgöngum, og eðli málsins vegna, bestu við- skiptavinir innan- landsflugsins, auk erlendra ferða- manna, en það gæti breyst. Skiljanlega hafa sumir höfuðborgarbúar aðrar hugmyndir, enda ekki svo háðir innanlandsfluginu og við. Ef innanlandsflugið yrði flutt til Keflavíkur myndi ferðin, sem í dag tekur 20 mínútur, VE-RVK, lengjast um a.m.k. þrjá stundar- fjórðunga, 45 mínútur, með rútu- ferð KE-RVK. Sama á við um aðrar flugferðir innanlands, þótt tíminn myndi ekki þrefaldast eins og hjá okkur Eyja- skeggjum. Af veðurfarsástæðum eru ófá skipti, sem ferðir falla niður, nóg er það óþægilegt og kostnaðar- samt hjá fólki ef verið er á heim- leið frá RVK að fara fýluferð út á völl, þótt ekki þyrfti að fara alla leið til Keflavíkur. Ekki þarf að fara mörgum orð- um um hve tíminn er dýrmætur eins og dæmin sanna ef válegir atburðir gerast og slys ber að höndum. Og mörgum mannslífum hefur verið bjargað með sjúkra- flugi utan af landi og á Reykjavík- urflugvöll, þaðan, sem styst er á best búnu sjúkrahús landsins. Fleiri rök mætti leiða fram, en þessi látin nægja að sinni. Mig langar að biðja þá, sem komu umræðunni af stað nú, að setja sig í okkar spor, sem byggj- um landsbyggðina. Þætti þeim ekki nokkuð öfugsnúið, ef þeir ætluðu að bregða sér til útlanda, að þurfa t.d. að aka 5-6 tíma til Akureyrar til að komast í milli- landaflug, ef búið væri að flytja það norður? í guðana bænum leyfið okkur áframhaldandi aðgang að RVK- flugvelli sem svo ágætlega hefur reynst okkur og þjónað í meira en hálfa öld, og þannig tengt sam- an landsmenn alla og styrkt um- svif okkar ástkæru höfuðborgar. Stöndum saman hlið við hlið, forðumst sundrungu, sem vel gæti leitt til óvinafagnaðar. JÓHANN FRIÐFINNSSON, safnavörður í Eyjum. Snjóflóðavörn í Skollahvilft Frá Önundi Ásgeirssyni: EFTIR að Mbl. hafði birt uppdrátt af snjóflóðavörnum við Flateyri fyrir rúmum mánuði, hringdi eg í Almannavarnir til að segja þeim þá skoðun mína, að ekki væri rétt að þessum vörnum staðið, því að varnarkeilurnar fyrir hlaupi úr Skollagróf væru ekki rétt staðsett- ar. „A skal að ósi stemma“ er fornt spakmæli, og gildir hér, því að snjóflóðavarnir verður að setja sem næst upptökum, áður en snjó- skriðan nær miklum hraða. Svo hagar til, að fjallsbrúnin fyrir ofan Skollahvilft eða Skollagróf er hálf- hringlaga frá vestri um norður til austurs, og safnast þar oft fyrir stórar snjóhengjur í norðlægum og einkum norðaustlægum áttum. Mesta snjóaáttin er úr NA, oft með blautum og þungum snjó, sem safnast mest í austanverða ijalls- brúnina, og verða þar mörg snjó- flóð árlega, sem þó ná flest ekki nema niður í skálina fyrir neðan. Öll stærri snjóflóð falla úr skálinni í gegn um tiltölulega þröngt skarð með hamraveggi til beggja handa. Eg lagði þá til, að ýtt yrði upp verulega stórri fyrirstöðu fyrir framan þetta skarð til að taka höggið eða hraðann af snjóskrið- um ofan frá hinum bröttu hlíðum, en með því móti gæti verið hægt að taka meginkraftinn úr flóðinu, sem síðan myndi breiða úr sér og stöðvast. Hið stóra og sorglega snjóflóð nú 26. oktober, með yfir 100.000 rúmmetra magni af snjó, sem engan hafði nokkru sinni grunað að gæti komið þarna, gerir þessa tillögu mína og allar aðrar tillögur um stöðvun snjóflóðs þarna óframkvæmanlegar. Lausnin hlýtur því að verða sú, að stjórna rennsli snjóflóðsins niður Hrygg- inn og yfir Krókinn austan Eyrar- hjallavegar og til sjávar í Bót- inni. Þetta ætti að vera unnt að vinna með stórum jarðýtum á til- tölulega auðveldan og ódýran hátt, því að upphaf flóðsins er afmarkað af rennsli um ofannefnt skarð úr Skollagrófinni. Nóg er efnið og ýtt að mestu undan veru- legum halla. Stýring á rennsli snjóflóðsins er miklu minna mál en að stöðva það, og eg tel að öll aðstaða sé þarna fyrir hendi til að þetta megi takast vel þarna. Þetta gæti gjörbreytt aðstöðu til byggðar á Flateyri til frambúðar. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON, Kleifarvegi 12, Reykjavík. Spurðu sjálfa þig: Finnur þú oft fyrir ertingu eða óþægindum í húðinni? Er húð þín nokkurn tíma rauð eða upphleypt? Myndir þú lýsa húð þinni sem óútreiknanlegri eða eðlilegri? Bregst húð þín stundum óþægilega við notkun ýmissa andlitskrema? Ef þú svarar játandi einhverri þessara spurninga er húð þín ef til vill mjög viðkvæm. Hvort sem þú ert fædd með viðkvæma húð eða hún hefur þróast þannig, Jpá þarf hún sérstaka ummönnun. Viðkvæm húð getur orðið heilbrigðari með réttum húðsnyrtivörum. Þess vegna settu Estée Lauder Vértité andlitslínuna á markaðinn - styrkjandi og hressandi húðsnyrtivörur fyrir viðkvæma liúð. Nú gefst þér tækifæri til að prófa Vérité - sérstakur kynningarpakki á einstöku tilboðsverði sem inniheldur: Vérité calming fluid 15 ml Vérité Lightlotion cieanser 50 ml og Vérité Moisture relief creme 15 ml Alls kr. 1.765 Með Vérité getur húð pín loksins farið að starfa eðlilega. Ráðgjafi frá Estée Lauder verður í verslun okkar í dag og á morgun Sara Bankastræti 8, sími 551 3140. ESTEE LAUDER RÝMINGARSALA Opib lougordag Dæmi um veri: Úlpur barna frá kr. 1.990 Úlpur fullorðins frá kr. 3.990 í|Dróttagallar barna frá kr. 2.490 íþróttagallar fullorSins frá kr. 2.990 íþróttaskór með mlklum afslætfi sokkar - húfur barnasamfestingaro.fi. o.fl. á mjög góSu verÖi. » hummél SPORTBUÐIN Ármúla 40 • Símar 581 3555 og 581 3655 9510
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.