Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 Fimmti hver nemi * þarf sérkennslu Q0 UM fímmtungur nemenda þarf á sér- akennslu eða öðrum stuðningi að halda einhvern tímann á grunnskólaferli sín- *CJ um. Drengir eru þar í yfírgnæfandi JjjJ meirihluta. (#1 Síðustu ár hafa um eða yfír fjögur ílj þúsund nemendur útskrifast með Z grunnskólapróf. Talið er að um tíu 21 prósent nemenda þurfí tímabundinn flgj stuðning og önnur 10% þurfi meiri ^^ stuðning. Þar af séu um 2-5% sem þurfi mikinn stuðning alla skólagöngu sína. Um 70-75% þeirra sem þurfa á aðstoð að halda eru drengir. Flestlr fara í framhaldsskóla Þessar upplýsingar koma fram í skriflegu svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Ástu B. Þorsteinsdóttur, yaraþingmanns Alþýðuflokksins á Alþingi. Úr svarinu má einnig lesa að mikill meirihluti nemenda fer í framhaldsskóla eftir grunnskólapróf; skólaárið 1993-94 útskrifuðust 4.014 nem- endur með grunnskólapróf, en haustið 1994 innrituðust 3.648 nemendur í framhalds- skóla. Undanfarið hafa árlega um 120-130 nemendur þurft á sérstökum stuðningi að halda í framhaldsskólum landsins. ¦ Rennilásar eru áberandi á yfirhöfnum og mikið er um vatteruð efni SGRÓFIR rennilásar eru áberandi á úlpum og jökk- %f% um í tískuvöruverslunum *C« um þessar rnundir og sömuleiðis er talsvert um fatnað úr vatteruðum efnum. Yfirhafnir vetrarins eru gjarnan í skærum litum og segir starfs- fólk tískuvöruverslana að ungu fólki finnist þeir fara mjög vel við vetrarföt í hefðbundnum vetrarlitum, sem eru í dekkri kantinum. Bleik úlpa og dökkgráar buxur þykja til dæm- is prýðisgóð samsetning. Nokkuð er um vatteraðar úlp- ur, áþekkar þeim sem um VATTERAÐIR jakkar frá ítalska tisku- framleiðandanum Diesel. Þeir fást í versluninni 17 og kostar dömujakkinn 10.900 kr. og herrajakkinn 17.900 kr. margra ára skeið hefa verið vinsæl- ar að vetarlagi á ítalíu og í Frakk- landi. í versluninni Centrum í Kringlunni fengust t.d. þær upplýs- ingar að vatteraðar dúnúlpur nytu mikilla vinsælda nú og einnig hvers kyns yfirhafnir með rennilás. Enn- fremur væri áberandi áhugi á að- sniðnum dömufatnaði og hálfsíðum kápum sem minntu á stríðsáratísk- una. í versluninni 17 í Kringlunni eru feiknin öll af yfírhöfnum með rennilásum, þótt ekki sé það algilt. Einnig eru fremur grófir rennilásar á peysum og vestum, og nokkuð er um að úlpur og jakkar séu vatter- aðir. Hægt er að fá vetrarjakka af þessu tagi á 5-6 þúsund krónur en algengara er að verð sé nær 10 eða 15 þúsund krónur, samkvæmt skyndikönnun sem gerð var í tísku- vöruverslunum í gær. Skokkar eru í tísku eftir nokkurt hlé, gjarnan úr látlausri ullarblöndu eða rif- fluðu flaueli. Þótt áhrifa sjöunda áratugarins gæti augljóslega enn í tískunni, virðist sídd á pilsum og kjólum smám saman mjakast niður og æ algengara verður að sjá kjóla og pils sem ná niður hnjám. Hraunkerti og bolir HRAUNKERTI, bolir og ýmsar steinvörur hafa verið vinsælar hjá erlendum ferðamönnum á íslandi í sumar. Margir útlenskir ferðamenn vonast eftir að sjá eldfjall gjósa 9g hraun renna á eldfjallaeyjunni íslandi. Ef þeir hafa ekki heppnina með sér geta minjagripir gert sitt gagn en að sögn afgreiðslufólks í búðinni Islandia hafa hraunkerti sem sett eru saman í Keflavík hrif- ið margan útlendinginn. Bolir með ýmiskonar táknmynd- Vinsælt lijá erlendum ferðamönnum um um ísland hafa undanfarin ár verið eftirsóttir af útlendingum. Rúnaletursbolir, til dæmis með þórshamri, draumtákni og ástar- játningu hafa þótt skemmtilegir og mynd sem lýsir íslensku veðri í hnotskurn hefur slegið í gegn. Bolurinn lýsir ferðalang sem ætlar í göngu á góðviðrisdegi en fjótlega verður allt of heitt. Skyndilega gerir hellidembu og íslenska hríð í fangið. Svo styttir upp aftur en það er skammgóður vermir: Frost og feikileg ofan- koma, haglél og loks steikjandi hiti. „Veðrið á Islandi er skelfi- legt," segir ferðalangurinn. „Ég fer, fer, ég er farinn." Vörur frá Álfasteini, Borgarfirði eystra, hafa einnig selst vel í sum- ar, en þær eru unnar úr íslenskum steinum. Um er að ræða til dæmis japis og granitsteina með lofthita- mæli og klukkum. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.