Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ llmtilraun BRUNALYKT kallar yfirleitt á skjót viðbrögð. allra manna. Ilmleysi hennar leiðir til þess að enginn tekur eftir henni. Minnisgeymslur manna eru þann- ig hannaðar að þær geyma minnis- atriðin í ákveðnu formi til dæmis sem hljóð. Við munum raddblæ og jafnvel símanúmer í hljóðum, en við þekkjum líka margt á lyktinni. Minnið geymir ýmislegt á lyktrænu formi og auðvelt er að þekkja mat á ilmi hans. Lykt vekur líka minningar. Maður finnur allt í einu sérstak lykt og honum verður strax hugsað til hý- býla afa síns og ömmu, og segir ósjálfrátt: „Þetta er sama lykt og var heima hjá afa og ömmu.“ Þann- ig getur lyktin vakið upp gamlar minningar af löngum svefni sínum. Skemmtileg ilmtilraun var gerð í Bandaríkjunum. Fjórar körfur voru fylltar af ýmiskonar sokkum. Þegar grannt var skoðað voru eins sokkar í öllum körfun- MENN eru sem betur fer næmir á ýldu- og rotn- unarlykt. MAÐURINN ilmar að innan og utan af logandi góðu kaffi, þeg- ar lítið kaffiilmský berst út um munnopið og inn um nefið. KONUR eru lyktnæmari en karlar og þykir því gott ráð að hafa mosku- efni í ihnvökvum handa körum en áhrifin eiga að vera kynörvandi. þýski rithöfundurinn Patrich Siisking skrifaði eftirminnilega bók sem heit- ir Iimurinn. Söguhetja hennar er lyktarlaus en með næmasta þefskyn um. Hellingur af bandarískum hús- mæðrum voru fengnar til að gramsa í körfunum og merkja svo við á blað, í hvaða körfu bestu sokkarnir væru. Konurnar fengu ekki að vita að körfurnar önguðu af af ferns konar ilmi; Ávaxtailmi, jurtailmi, páska- liljuilmi og eðlilegum sokkailmi. Nið- urstaðan var að páskailjuiimandi sokkamir voru vinsælastir, en ekki vegna þess að þeir voru bestir eins og konurnar héldu. Ilmurinn hafði ómeðvituð áhrif og hvatræn, en ekki vitræn. ■ Gunnar Hersveinn NÍU ára börn hafa öðlast færni til að gefa og þiggja í samskipt- um við aðra. 4- hefur raunsærra mat á getu þeirra og veit að það er ekki lengur hægt að treysta á að þeir leysi allan vanda, til dæmis í skóla. Þess vegna segir barnið oft ekki frá því sem gerist og reynir að leysa mál af eigin rammleik. Það á ekki auðvelt með að tala um tilfmningar sínar. Því finnst oft barnalegt að gráta og sýna hræðslumerki. Þess vegna ein- angra sum börn sig á þessu tímabiii en önnur lenda í ýmsum hegðun- arvanda. Oft er hér um stutt tíma- bil að ræða og mörg börn virðast aldrei finna til þessa öryggisleysis og vanmáttar. Þó er vitað að börn FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 B 3 SKÓR hafa þá sérstöðu meðal fatn- aðar að hægt er að fitna eða grenn- ast heil ósköp án þess að þurfa að hafa áhyggjur af skóstærð. Fætur breytast lítið eftir að þeir hafa náð fullri stærð, í það minnsta miðað við maga, rass og læri. Colin McDowel, höfundur bókarinnar Shoes: Fashion and Fantasy segir að skór segi heil- margt um persónuleika og skapgerð eiganda síns. „Þeir segja til dæmis allt sem segja þarf um það hvernig fólk bregst við tískustraumum. Skór eru ekki lengur fylgihlutir, heldur eru þeir farnir að skipta höfuðmáli í tískuhönnun. Nú er fatnaður miðaður við skó, en ekki öfugt.“ Kaldhæðinn brandarl sem eiga við einhvers konar fötlun að striða, eru af öð'rum kynþætti og uppruna en önnur börn eða eru fóst- urbörn geta átt mjög erfitt á þessum tíma.“ Foreldrahlutverk: langur undirbúningur Álfheiður og Guðfinna segja ekki fjarri lagi að fólk búi sig undir for- eldrahlutverkið frá fæðingu. „í öllum samfélögum manna eru foreldrar kennarar barna sinna og með því að líkja eftir hegðun og viðmóti þeirra læra börnin hvernig þau eiga að vera sem foreldrar síðar rneir," útskýra þær. „Skoðanir og afstaða barnsins, sjálfsmynd þess og skynj- un á kynhlutverkinu myndast og mótast undir áhrifum fjölskyldunnar sem það elst upp í. Þar sem lykillinn að því að verða foreldri liggur í eig- in bernsku, getur verið æskilegt að rifja hana upp þegar maður verður sjálfur foreldri. Það er góður eigin- leiki að geta kallað fram minningar úr bernsku og hann getur auðveldað foreldrum að setja sig í spor barna sinna. Það er forsenda þess að þeir skilji þau og geti leiðbeint þeim sem best.“ ■ Brynja Tomer FIÐRINGUR fer um suma karla þegar kona kvartar undan því að skórnir meiði hana. Skór geta sagt sitthvað um eigendur sína HAIR hælar geta verið tákn um þann sem völdin hefur. Nýlega var ijallað um skó og skótísku í breska ritinu Woman’s Journal, meðal annars um hælaháa kvenskó. „Þeir eru kaldhæð- inn brandari um þróun tískunnar, enda upphaf- lega hannaðir fyrir konur sem varla þurftu að rísa úr dyngju sinni. Nú eru þeir á fótum kvenna sem vinna úti allan daginn og þurfa jafnvel að standa klukkustundum saman. Flestum konum finnst þær kyn- þokkafullar á háum hælum, að minnsta kosti fyrsta hálftímann. Smám saman fara þær að blóta skónum í huganum og að lokum sefar fátt þær annað en hugsunin um að komast úr skónum og fá gott fótanudd." Diana Vreerland, ritstjóri Vouge, hefur ákveðnar skoðanir á skótaui og segir að hælar og skógerð skipti ekki mestu máli, heldur umhirðan. „Ef fólk hættir að bursta skóna sína er úti um alla siðmenningu,“ segir hún. Starfssystir hennar, Maggie ÞÆGINDI í fyrirrúmi. Konur hanna jafnan þægilegri skó en karlar. Vivienne Westwood hannaði þessa ýktu spariskó. CHARLIE Chaplin við skóát. Alderson, ritstjóri ástralska tímarits- ins Mode, er á sama máli, en hún safnar skóm, rétt eins og Bianca Jagger, Lorna Luft, Jerry Hall, Paloma Pic- asso, Bejla Freud og fleiri. „Ég nýt þess að pússa skóna mína,“ ■ segir rit- stjórinn, „og mig dreymir um að eign- ast einhvern tímann sérstakt skó-her- bergi, sem ég vil að verði innréttað úr sedrusviði þannig að sérstakur skápur verði fyrir hvert skópar.“ - Hafa áhrif á kynóra Mjög háir hælar og reyrðir fætur eiga það sameiginlegt að hafa lengi gegnt því hlutverki að hafa kyn- örvandi áhrif, sérstaklega á þá sem á horfa. í Woman’s Journal segir að til sé fjöldinn allur af kínverskum fræðiritum, frá tímum keisaraveldis- ins, um fjölbreytta erótíska mögu- leika sem reyrðir og afmyndaðir fætur gefa. „Kynfræðingar hafa aldrei getað komið sér saman um af hveiju fætur gegna svo mikilvægu hlutverki í kynlífi og kynórum,“ seg- ir í blaðinu. „Eru fætur og skór kyntákn, þar sem fótur er karlmenn- skutákn og skór tákn fyrir kynfæri kvenna? Fæstir velta þessu fyrir sér þegar þeir fara í skóbúð, heldur er helsta hugsunin yfirleitt sú að fínna skófatnað sem er í senn fallegur og ódýr og helst þægilegur líka.“ Vitnað er í bandaríska könnun í blaðinu, þar sem í ljós kom að marg- ir karlar fundu fyrir kynferðislegri örvun þegar daman þeirra kvartaði undan því að skórnir meiddu hana. Minnt er á það í biaðagreininni að flestir skóhönnuðir eru karlkyns og að þær fáu konur sem hanna skó leggi meiri áherslu en karlar á lága hæla og þægilegt snið. Meðal ann- ars er rætt við Karen Moline. Hún er sammála flestum, sem á annað borð tjá sig, um að hælaháir skór geri að verkum að kona virðist bæði hærn og grennri en hún er. „Það er hið besta mál, en þessir skór eru líka mjög óþægilegir. Mér finnst að skylda ætti alla karla, sem hanna hælaháa og támjóa skó, til að ganga í þeim sjálfir,“ var eitt af því fáa sem haft var eftir henni og er prent- hæft. ■ BT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.