Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LIF Sólog E-vítamlh SÚ trú manna að inntaka E-víta- míns veiti góða vörn gegn útfjólu- bláum geislum sólarinnar virðist ekki á rökum reist samkvæmt rannsókn lækna við húðsjúkdóma- deild læknaháskólans í Boston. Niðurstöðurnar birtust í tíma- riti bandarísku læknisfræðisam- takanna Women's Health. Um sex mánaða skeið var konum á aldrin- um 25-84 ára gefnir annars vegar E-vítamínbelgir og hins vegar lyf- leysa sem innihélt soyabaunaolíu. Á tímabilinu var útfjólubláum geislum smám saman beint í auknum mæli á vissa hluta húðar- innar. í ljós kom að konurnar stóðu jafnar að vígi eftir tilraunina og ekkert benti til að E-vítamín veitti sólarvörn, hindraði hrukku- myndun eða húðþurrk. Efalítið eru niðurstöðurnar sól- dýrkendum til mikillar hrellingar, því nú þykir sýnt að annaðhvort þarf að klæða af sér sólina eða treysta á sólarvarnarkremin. ¦ J55J ÞAÐ er ekki heiglum hent að ™ skilgreina greind en oftast er ¦ hún talin safn margra hæfi- %j% leika. Hún felst í rökrænni *j™ hugsun, að vera fljótur að til- ^* einka sér nýja hluti og finna góðar lausnir á vandamálum. Skiln- ingur á sértækum hugmyndum og samhengi hlutanna vegur einnig þungt. Upphaf nútíma greindarprófa má rekja til Frakkans Alfreds Binet, 1857-1911, en hann gerði próf að til spá fyrir um gengi nemenda í skóla. Greindarpróf hafa þróast mik- ið síðan og eru mest notuð í þróuð- um iðnríkjum, til dæmis Bandaríkj- unum. Tvennt hefur líklega orðið greindarpófum mest til framdráttar, þau mæla þá vitsmuni sem taldir eru skipta mestu máli fyrir árangur í skóla og þau eru mjög vönduð. Önnur próf hafa fallið í skuggann. Há einkunn á greindarpróf i Greindarpróf reyna meðal annars á þekkingu, málþroska og hugsun- araðferðir og aðferðir sem einstakl- ingar beita við lausn vandamála. Þau eiga að mæla almenna greind og eru mest notuð í skólum og í atvinnulífinu. Þeir sem fá háa ein- kunn á greindarprófi eru líklegir til að standa sig vel í skóla og ljúka langskólanámi. Ennfremur er líklegt að þeir muni reynast góðir starfs- kraftar en þó er ákaft deilt um ástæður þess að greind spái fyrir um starfsframa. Greindarpróf eru aðlöguð fyrir hvert menningarsvæði fyrir sig, þannig þurfa Islendingar sérstakt próf sem er aðlagað fyrir þá. íslenska greindarprófíð er síðan 1972 en það er í raun úr sér gengið og brýnt að gera nýtt því það nýtist skólabörnum "• mest. Greindarpróf tli aö velja nemendur og starf skrafta Greindarpróf eru mest notuð í grunnskólum vegna nemenda sem eiga við erfiðleika • að stríða. Með þeim er til dæmis hægt að staðfesta að nemandi sem á í erfiðleikum með námið geti lært. Lestregir nemendur einkennast til dæmis af sérhæfðum erfiðleikum sem hamla lestrarnámi Greind og áhrif hugsunar á tilfinningar og árangur í starfi en þeir hafa oft eðlilega námshæfi- leika. Prófin hafa einnig verið notuð til að staðfesta örorku barna eftir slys en höfuðáverkar geta leitt til minni vitsmunagetu. Greindarpróf,' og önnur skyld próf, má nota til að velja nemendur í skóla. Það hefur verið gert nokkuð í stórum samfélögum eins og Banda- ríkjunum en þar taka nemendur próf sem metur almenna námsgetu og veljast þeir í háskóla eftir það. Ekki hefur þótt ástæða til að gera það hér á landi, bæði vegna smæðar- innar og eins kærum við okkur ekki um að velja þá sem hafa hæstu al- mennu greind úr til að sitja eina að háskólamenntuninni. Hvað heitlr karlkyns svín? Dr. Guðmundur B. Arnkelsson kennari við félagsvísindadeild Há- skóla íslands segir að skipta megi greindarprófum í tvo þætti, málfars- legan hluta og ómálfarslegan hluta. Annar snýst um tungumálið, al- menna þekkingu, skilning á þjóð- félaginu, orðaforða, hugarreikning og minnispróf. Hinn felur í sér próf- un til að raða eða púsla, skoðun mynda, rýmdarhugsun, og rýmdar- vinnslu. Inntak prófsins er í raun Hugsunarstíll get- ur ráðið líðan og árangri í starf i. Trú starf smanns á f ærni sína til að Ijúka verkef ni skiptir mestu. mjög hversdagslegt en markmiðið er að mæla þá almennu vitsmuna- færni sem einstaklingnum hefur tekist að afla sér um ævina. Það er því ekki hægt að búa sig undir greindarpróf eins og nemendur gera til dæmis fyrir venjuleg skólapróf. Á greindarprófi getur verið spurt: Mjólk í listaverkum HAUSTIÐ 1994 - Hönnuðir: F.v. Arman, Berrocal, Erró, Marte Röling og Roger Selden. JÉP NÝJAR hugmyndir eru kynnt- ¦| ar á sýningum tvisvar á ári, ¦ wm vor og haust, rétt eins og tíðk- :5p ast í heimi tískunnar. Þó ekki #J5 í París eða Mílanó, heldur á *S! vörusýningum í Frankfurt. SB Fyrirbærið hefur löngum þótt hversdagslegt, fremur verið kennt við lyst en list, og virð- ist lítt til þess fallið að vekja lista- menn til dáða. Engu að síður hafa 50 þekktir en ólíkir lista- menn tekið áskorun Di- eter Siegers um þátt- töku í svonefndu mjólk- urverkefni fyrir þýska glerfyrirtækið Ritzen- hoff. Mjólkurglös prýdd myndum listamannanna komu á markað 1992 og virðast hafa aukið hróður fyrirtækisins víða heim. Hönnuðir nálgast viðfangsefnið hver með sínum hætti og er afrakst- urinn orðinn harla fjölbreytilegur. Listræn tilþrif arkitektsins O.M. Ungers birtast í hagnýtu mæliein- ingaglasi, hugleiðsluáhrifa gætir í einföldu mynstri japanska hönnuðar- ins Ikuyo Mitsuhash,- litríkt glas list- málarans Errós er lýsandi dæmi um nútíma popplist og þannig mætti lengi telja. Eftlrsóttlr safngrlplr Mjólk, þessi hvíti vökvi sem ung- viðið hefur þrifist af frá örófi alda, er alla jafna ekki borin fram í íburð- anniklum glösum. Dýr- ari veigar hafa fremur þótt hæfa slíkum um- búðum, jafnvel úr klingj- andi kristal og skínandi gulli. Efniviðurinn í mjólkurglösum frá Ritz- enhoff er eftir sem áður gler, en núna eru þau skreytt verkum ýmissa listamanna og eru víða orðin eftirsóttir safngrip- ir. Ritzenhoff er gamalgróið fyrir- tæki, eitt fárra í heiminum sem leggja metnað í vandaða, munn- blásna glergripi. Alls kyns skraut- munir og nytjahlutir eru stór hluti framleiðslunnar en auk þess fara daglega 120 þúsund hlutir um færi- bönd verksmiðjunnar og þaðan í brugghús, veitingahús og krár víðs- vegar í Evrópu. Hugmyndina að mjólkurglösunum átti einn helsti hönnuður fyrirtækis- ins, Dieter Sieger, sem jafnframt er arkitekt og skipasmiður. Fimm eldri geröir víkja fyrir jafnmörgum nýjum Þegar Ritzenhoff leitaði til hönn- unarfyrirtækis hans um leiðir til að færa glerlistina í nútímalegan búning fannst Sieger tilvalið að fá nafntog- aða Iistamenn til að spreyta sig á myndskreytingu á mjólkurglös. Hann hófst þegar handa, sendi sím- bréf út og suður þar sem hann kynnti viðfangsefnið og bauð arkitektum, hönnuðum og listamönnum á ýmsum sviðum þátttöku. Innan tíðar bárust svör, flestir voru fúsir til samstarfs ogsendu inn fyrstu tillögur. Á árlegri haustvörusýningu í Frankfurt 1992 komu fyrstu tuttugu mjólkurglösin fyrir sjónir almenn- ings, ári síðar bættust tíu í hópinn og einnig glas framleitt í takmörkuðu upplagi, eða fimm þúsund eintökum, eftir ísraelsk-ítalska arkitektinn David Palterer. Árið 1994 bættust enn tíu glös í safnið og önnur útgáfa í takmörkuðu upplagi, að þessu sinni glas eftir Alessandro Guerriero. Þeg- ar hér var komið sögu hafði verið stofnaður sérstakur mjólkurklúbbur fyrir áhugafólk um söfnun mjólkur- glasa frá Ritzenhoff og gafst nú ein- göngu félagsmönnum kostur á sér- stöku safnaraglasi eftir Alessandro Mendini. Núna er stefnan að bjóða ætíð upp á fjörutíu gerðir glasa; á vorin og haustin koma fimm nýjar gerðir á markaðinn og fimm eldri eru teknar út. Ennfremur er ætlunin að ein teg- undin sé framleidd í takmörkuðu upplagi. í fyrra kom í fyrsta skipti ITIMARITI mjólkurglasa- safnara eru fréttir af helstu nýjungum og sýningum, um- fjöllun um Ritzenhoff fyrir- tækið, framleiðslu og mark- aðssetningu, auk þess sem listamönnum eru gerð góð skil. Til hvers er forsætisráðherra á ís- landi? Til hvers eru kennitölur? Hvað heitir karlkyns svín? Hvað merkir orðið skart? Það sem gagnast iðu- lega best er að hafa velt fyrir sér hinum ýmsu þáttum samfélagsins, umhverfi sínu og að hafa aflað sér hugsunaraðferða til að komast að kjarna málsins. Prófin kanna færni sem einstaklingar tileinka sér á löngum tíma en það merkir þó ekki að greind sé eingöngu áunnin. Al- mennt er viðurkennt innan fræð- anna að hún sé u.þ.b. að hálfu leyti erfð. Þátturtllfinnlnga Á síðustu árum hafa komið fram efasemdir meðal annars hjá nokkr- um bandarískum sálfræðingum, um greindarprófin og hafa þeir viljað leggja meiri áherslu á svokallaða ' tilfinningagreind en Daniel Goleman hefur skrifað bók um hana. Þeir 1 benda á að góður starfskraftur sé ekki endilega sá greindasti heldur i sá sem á gott með að umgangast fólk og er næmur á tilfinningar i annarra. Einnig benda þeir á á dúx- i arnir í bekknum njóti ekki alltaf j meiri velgengi í starfí en þeir sem 1 eru til dæmis á kafi í félagsmálun- 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.