Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ T FERÐALOG fimm ór hafg Islendingar og Danir rekið Nátthaga fyrir hópa fró Norðurlöndum Ljúfur dvalarslaður og söguf ræg ástarsaga Selfossi - Samstarf ís- lenskra aðila og dansks íþróttalýðskóla um starf- semi Nátthaga á bökkum Hvítár í Hrunamanna- hreppi gegnt Bræðratungu í Biskupstungum er fimm ára. Það var NOJ-sjóðurinn í Danmörku, kenndur við Nils Olav Jensen, sem byggði Nátthaga í sam- starfí við Höllu Sigurðar- dóttur og Gymnastikhoj- skolen í Danmörku. Þessum aðilum þótti vanta stað á íslandi sem gæti tekið á móti hópum frá Norður- löndunum. Húsið var byggt árið 1990 með samkomu- sal, eldhúsi og sex her- bergjum. Síðar-var komið fyrir 12 manna heitum potti við húsið sem aukið hefur aðdráttarafl þess. Útlendlngar og íslendlngar Nátthagasjóður annast rekstur Nátthaga og í starfsreglum sjóðs- ins segir að verði hagnaður af rekstrinum skuli honum varið til niðurgreiðslu á dvöl fatlaðra ein- staklinga sem koma í heimsókn í Nátthaga. Guðrún Björnsdóttir, STJÓRN Nátthagasjóðsins Frá vinstri: Guðrún Björnsdóttir fram- kvæmdastjóri, Halla Sigurðardóttir, Bjarni Ansnes, Olav Ballisa- ger, Litten Poulsen, Nils Ole Jensen og Þóra Óskarsdóttir. Nátthaga sem bækistöð meðan á dvöl þeirra stóð. Einnig fari vaxandi að hóp- ar frá öðrum löndum komi til dvalar, svo sem frá Þýskalandi. Þá hafí innlend- ir aðilar sýnt staðnum mik- inn áhuga fyrir ættarmót, saumaklúbbar kæmu oft og síðast en ekki síst nefndi hún leikskólahóp undir stjórn Margrétar Pálu sem kæmi á hverju ári. Nátthagi er opinn allt árið og þangað eru alHr vel- komnir að sögn Guðrúnar. Hún sagði þægilegt að dvelja í Nátthaga, stutt væri í þjónustuna á Flúðum og góð aðstaða til dvalar í húsinu. Mjög failegt er á bökkum Hvítár við Nátt- haga, stórkostlegt útsýni og nálægð við söguslóðir frægrar ástarsögu þeirra Daða og Ragnheiðar, sem ekki er hægt annað en rifja upp því frá Nátthaga blasir við vaðið þar sem Daði reið yfir Hvítá á leið sinni til Bræðratungu. B Morgunblaðið/Sig. Jóns NÁTTHAGI á bökkum Hvítar í Hrunamannahreppi. framkvæmdastjóri Nátthaga, segir mikinn áhuga fyrir staðnum og undanfarin ár hafi komið hóp- ar frá Danmörku sem hafi haft Börnin og bamabörnin halda merkinu álofti SEXTIU ár eru liðin frá þvi að Helgi Pétursson, stofnandi Sér- leyfisferða- og hópferðabíla Helga Péturssonar, fékk sérleyfi fyrir ferðir til Snæfellsness. Helgi lést árið 1969 en fjögur barna hans og eitt barnabarn vinna í fyrirtækinu auk þess sem tvö önnur barnabörn taka til hendinni í sumarafleysingum. Helgabörnin fjögur hafa ðll ekið hópferðabílum fyrirtækis- ins um lengri eða skemmri tima. Bræðurnir Pétur Haukur, Hall- dór og Hilmar sinna því starfi ennþá, en Pétur Haukur hefur n, framkvæmdastiórniha einnig á sinni könnu. Kristín sér um bók- haldið. Ásgeir er eina barn Helga, sem ekki starfar hjá fyrirtækinu, enda óhæg heima- tökin þar sem hann býr í Ástral- íu. Pétur Haukur hóf störf hjá fyrirtækinu 1957, eða strax og hann hafði aldur til að aka hóp- ferðabíl. Eins var með systkini hans, Kristínu, Halldór og Hilm- ar, en þau hafa nú starfað saman saman í sátt og samlyndi um áratuga skeið. Nýlega var haldin þreföld veisla hjá Sérleyfisferða- og hóp- ferðabílum Helga Péturssonar. ^Tilefnið var að fyrirtækið varð sextíu ára, haf ði nýverið flutt í nýtt 1.000 fm húsnæði í Skógar- hííð auk þess sem Helgi Péturs- son hef ði orðið 90 ára. Árið um kring eru fjórtán hópferðabílar frá fyrirtækinu á ferðinni milli Reykjavíkur og Snæfellsness og einnig út um allt land. Starfsmenn eru fjórtán en nokkru fleiri um háannatím- ann. FERÐIR UM HELGINA Utivist í TILEFNI af fyrstu dagsferð vetr- arins sunnudaginn 5. nóvember verður Útivist með „Opna göngu- ferð". Gönguferðin liggur um heima og heiðarlönd gömlu Hraunbæjanna suður með sjó. Val verður um að mæta á Umferðarmiðstöðinni að vestanverðu kl. 10.30 og fara með rútu suður að Straumi eða mæta þar á eigin bílum kl. 11 og'geyma þá þar. Gengið verður frá Straumi upp að Þorbjarnarstöðum, síðan að Gvendarbrunni, Slunkaríki, Elínar- borg og niður að Lónalíoti og áfram með ströndinni að Óttarsstöðum. Göngunni lýkur við Straum. Gengið verður að mestu eftir gömlum götu- slóðum um svæði sem hefur upp á margt forvitnilegt að bjóða. Hópur- inn tekur upp nesti sitt í Lónakoti. í lok göngunnar, sem tekur um þrjár klst., gefst kostur á að kynn- ast starfseminni í Straumi. Allir eru velkomnir. Fararstjóri Einar Egils- son. Ferðafélag íslands Sunnudaginn 5. nóvember verður farin dagsferð kl. 13 um Kaldársel, Undirhlíðar og Vatnsskarð. Ekið verður að Kaldárseli og gangíð það- an meðfram Undirhlíðum að Vatns- skarði. Kaldársel er eyðibýli 14 km austur frá Hafnarfirði og sögusvið Sölva eftir Friðrik Friðriksson. Þar eru nú sumarbúðir KFUM og K í Hafnarfirði. Undirhlíðar liggja til suðurs frá Kaldárseli og enda við Vatnsskarð. Þægileg gönguleið, sem hentar öllum. ¦ Einkaklúbburinn semur við veitingastaði í Dyf linni EINKAKLÚBBURINN hefur samið yið nokkur veitingahús í Dyflinni á írlandi um 25% afslátt af mat. í fréttatilkynningu frá Einkaklúbbn- um kemur fram að veitingahúsin eru flest í Temple Bar-hverfinu og öll í göngufæri frá helstu hótelum íslend- inga í borginni. Einnig kemur fram að nýlega hafi verið gerður samning- ur við Kreditkort hf. og fái allir handhafar Atlas-korta nú ókeypis aðild að Einkaklúbbnum. Ennfremur að handhafar Námu-debetkorta fái fría aðild að Einkaklúbbnum í eitt ár og afslátt af árgjaldi eftir það. Klúbburinn hefur nú verið starf- ræktur í tæp fjögur ár og bjóða um 250 fyrirtæki félögum sérkjör. ¦ Morgunblaðið/Þorkell HELGABÖRN og barnabörn - F.v. Unnur Helga Marteinsdóttir (dóttir Kristínar), Halldór Helgason, Valgarð S. Halldórsson, Hilmar Helgason, Kristín Helgadóttir og Pétur Haukur Helgason. Nýjungar um borð í vélum Flugleiða HEYRNARTÓL eru nú lánuð' endurgjaldslaust um borð í flug- vélum Flugleiða, en til skamms tíma fengu aðeins farþegar á Saga farrými heyrnartólin án end- urgjalds. Með þeim er hægt að heyra tónlist af sex rásum. í nýju tölublaði Flugleiðafrétta kemur fram að metnaður er lagð- ur í að sýna nýjar kvikmyndir um borð í Boeing 757-vélum og enn- fremur er sýnd upplýsingamynd um ísland skömmu fyrir lendingu í Keflavík. í henni er m.a fjallað um aðstæður í flugstöð Leifs Ei- ríkssonar, möguleika á gistingu og ferðum til Reykjavíkur og starfsemi Flugleiða. Fyrir lend- ingu á áfangastöðum í Bandaríkj- unum eru sýndar stuttar kynning- armyndir um viðkomandi borgir og er nú unnið að því að fá sam- bærilegt kynningarefni um áfangastaði flugfélagsins í Evr- ópu. Flugfreyjur sýna ekki lengur öryggisatriði fyrir flugtak í 757- vélum Flugleiða, heldur er sýnd kvikmynd með öryggisleiðbeining- um. í fréttablaðinu segir: „Kvik- myndir af þessu tagi hafa verið teknar í notkun í vaxandi mæli um borð í flugvélum helstu flugfé- laga heims. Þeim hefur verið vel tekið og þykja alla jafna mikil framför í miðlúm öryggisupplýs- inga til farþega. Innritunarkerfl tengt öðrum flugfélögum Farþegar sem eiga bókað far með SAS eða British Airways í tengslum við millilandaflug Flug- leiða geta framvegis innritað sig í bæði flugin samtímis og fengið afhent brottfararspjald í upphafi ferðar alla leið á áfangastað. í flestum tilfellum geta farþegar líka fengið úthlutað sætisnúmeri alla leiðina. Þessi möguleiki opn- aðist í kjölfar samtengingar inn- ritunarkerfis Flugleiða, SA.S og British Airways nýlega. Áður var komin á slík samtenging á milli innritunarkerfa hjá Flugleiðum og írska flugfélaginu Air Lingus. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.