Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANMA KNATTSPYRNA BLAD Reuter 1995 ■ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER ■ Úrslit / C2 ■ Nðnast / C4 SLAKT gengi bresku liðanna á Evrópumótunum hélt áfram í gærkvöldi er Glasgow Celtic og Everton voru slegin út úr Evr- ópukeppni bikarhafa. Celtic steinlá heima, 0:3, gegn París Saint Germain og Everton — sem lagði KR að velli í síðustu umferð — tapaði 0:1 gegn Feyenoord í Rotterdam. Everton fagnaði sigri í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa gegn Rapid frá Vín á Quip-vellinum í Rotterdam fyrir tíu árum en gekk ekki eins vel á sama stað í gær. Fyrri leikur- inn var markalaus á Goodison Park í Liverpool en fyrirliði Fey- enoord, Regi Blinker, gerði eina mark leiksins á 39. mín í gær- kvöldi og það dugði. Blinker fagnar marki sínu hér til hliðar ásamt Peter Boz, en þess má geta að útsendarar enska meist- araliðsins Blackburn Rovers voru sagðir á vellinum í Rotterd- am til að fylgjast með Blinker með hugsanleg kaup í huga. Varnarmaðurinn Craig Short hjá Everton var rekinn af velli á síðustu mínútunni í gærkvöldi fyrir að slá gömlu kempuna Ron- ald Koeman í höfuðið, eftir að Hollendingurinn hafði tæklað hann heldur hressilega. Feyenoord sló KR- banana út Arnór áfram hjá Örebro Arnór Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspymu, verður áfram í herbúðum Örebro í Svíþjóð. „Ég hef rætt við forráðamenn liðsins og það er aðeins eftir að ganga frá smáatriðu í nýjum samningi — það verður gert á morgun,“ sagði Amór í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Valur fær bandarískan leikmann VALSMENN hafa ákveðið að fá bandarískan leik- mann til liðs við sig í körfunni í vetur. Sá sem varð fyrir valinu þjá Val er Ronald Clifton Bay- less, 24 ára gamall leikstjórnandi, og kemur hann til landsins á sunnudagsmorgun og mun væntan- lega leika með Val að Hlíðarenda gegn Haukum á sunnudagskvöldið. Að sögn Erlends Eysteins- sonar, formanns körfuknattleiksdeildar Vals, eru allar tölulegar upplýsingar um Bayless mjög áhugaverðar. Hann lék með Indiana háskólanum og var valinn besti varnarmaður liðsins en auk þess er hann góður leiksljómandi og gefur sem slíkur mikið af stoðsendingum og hann er einnig ágætis skytta og mjög öraggur á vitalínunni. Valsmenn hafa einnig fengið meiri liðsstyrk þvi Bryiyar Karl Sigurðsson hefur gengið til liðs við félagið á nýjan Ieik, frá Akranesi. Ajax setti nýtt met MEÐ jafntefli gegn Grasshoppers í fyrrakvöld í Meistaradeild Evrópu skráði hollenska knatt- spyrnufélagið Ajax sig enn einu sinni á spjöld knattspyrnusögunnar. Liðið hefur nú leikið fimmtán leiki i keppninni í röð án taps og bætti þar með fyrra metið sem félagið átti sjálft ásamt Liverpool en það voru fjórtán leikir í röð án taps. Síðast tapaði Ajax í Evrópukeppni í mars 1994 fyrir Parma 2:0. Gamla metið setti Ajax á vel- gengnisárum sínum á fyrri hluta áttunda áratug- arins þegar liðið varð þijú ár í röð sigurvegari 1 Evrópukeppni meistaraliða með Johan Cruyff í broddi fylkingar, en Liverpool jafnaði síðan metið á miðjum níunda áratugnum. Ekki nóg með það þá hefur Ajax líka sett met i hoUensku deUdarkeppninni en félagið hefur nú leikið fjörutíu og sex leiki þar í röð án taps, eða allt frá því að það tapaði 2:1 fyidr WiUem H 8. maí 1994. AC Milan á hins vegar met í flestum sigurleikjum í röð ef horft er til Evrópukeppninn- ar í heild — meistarakeppnin, bikarhafakeppnin og UEFA-keppnin — en leikmenn AC, á miðjum áttunda áratugnum, léku sautján leiki í röð án taps. HANDKNATTLEIKUR Ein breyting á landsliðinu fyrirsíðari leikinn gegn Rússum Einar Gunnar í hópinn Jason með þrettán mörk JASON Ólafsson skoraði þrettán mörk, þar af tvö úr vítaköstum, þegar SSV Brixen vann ná- grannaslaginn gegn Meran í Suð- ur-Týról, 26:24. Jason er annar markahæsti leikmaðurinn í 1. deildarkeppninni á ítalfu — hefur skorað 38 mörk í fimm leikjum. Rússinn Valeri Gopin, sem leikur með Meran og skoraði 7/2 mörk, er markahæstur með 41 mark. Brixen, sem hefur unnið þijá leiki og gert tvö jafntefli, er efst ásamt Teramo með átta stig. Rubiere með með sjö stig og Meran er með fimm stig. -w JASON Ólafsson ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, varð að gera eina breytingu á landsliðs- hópnum sem fer til Rússlands í dag frá leiknum í Kaplalrika í fyrra- kvöld. Selfyssingurinn Einar Gunnar Sigurðsson kom inn í tólf manna hópinn í stað Jóns Kristj- ánssonar, Val, sem ekki átti heim- angengt að þessu sinni. lslenska landsliðið millilendir í Stokkhólmi á leið sinni til Moskvu. Á tímabili í gær var óttast að tveggja sólarhringa verkfall flug- freyja og flugþjóna hjá SAS gæti sett strik í reikning landsliðsins, en nú er ljóst að svo verður ekki þar sem verkfallið nær einvörð- ungu til innanlandsflugs í Skandi- navíu. Rúmenar unnu Pólverja Rúmenar sigruðu Pólveija, 29:27, í Evrópukeppninni í hand- knattleik í gærkvöldi en leikið var í Poznan í Póllandi. Rúmenar höfðu undirtökin nær allan leikinn og leiddu með tveimur til fjórum mörkum allan síðari hálfleikinn. íslendingar eru með þessum þjóðum í riðli ásamt Rússum og eftir leikinn í gær er staðan þann- ig að Rúmenar, íslendingar og Rússar eru jafnir að stigum, hafa fengið 4 stig, en Pólverjar sitja á botninum með ekkert stig. Rúmen- ar eru í efsta sæti, hafa þijú mörk í plús, 73:70, ísland er í öðru sæti með eitt mark í plús og Rússar í því þriðja með 16 mörk í plús en þeir töpuðu fyrir íslandi og hafa ekki leikið við Rúmena. FYRSTI MEISTARATmLL ATVINNUMANNALIÐS FRÁ ATLANTA /C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.