Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1995, Blaðsíða 4
ÍÞRÚmR KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI BIKARHAFA Dino Baggio, leikmaður Parma Kraftaverk aðfara áfram Reuter HRISTO Stolchkov, búlgarskl landsllðsmlðherjlnn hjá Parma, sem hér sæklr að ioel Borgstrand hjá Halmstad f gær- kvöldi, gerðl stórglæsflegt mark beint úr aukaspyrnu. LEIKMENN Parma réðu við það erfiða verkefni að komast áfram í Evrópukeppni bikar- hafa í gærkvöldi, eftir að hafa tapað fyrri leiknum gegn Halm- stad 0:3 í Svíþjóð. Úrslitin á ítalfu í gær urðu hins vegar 4:0 og Parma fór áfram. AC Milan fór einnig áfram en sorgarsaga bresku liðanna í Evrópukeppn- inni að þessu sinni hélt áfram. að var sjálfsmark Tony Anders- sons á 69. mín. sem tryggði Parma sæti í 16-liða úrslitunum. Fljótlega í leiknum varð ljóst að möguleiki var að komast áfram, er Filippo Inzaghi skoraði strax á fyrstu mínútu. ítalimir höfðu tögl og hagldir á vellinum, en gátu engu að síður þakkað markverði sínum, Luca Bucci, að hafa ekki fengið á r sig mark sem hefði kostað það að f liðið félli úr keppninni. Dino Baggio gerði annað mark 4 Parma á 38. mín. og Búlgarinn Hristo Stoichkov það þriðja fljótlega eftir leikhléð. Mark Stoichkovs var stórglæsilegt: knötturinn fór efst í markhomið eftir skot hans yfir ' vamarvegg Halmstad beint úr aukaspymu utan vítateigs. Þar með var staðan orðin jöfn samanlagt úr leikjunum tveimur og fljótlega varði Bucci skot framherjans Peter Vo- ugts af stuttu færi á undraverðan hátt. Mark á þeim tíma hefði kom- ið sænska liðinu í þægilega stöðu. En sjálfsmark á 69. mín. kom Parma áfram — Antonio Benarrivo skaut, sænski varnarmaðurinn reyndi að bjarga en stýrði knettin- um í eigið mark. „Við vissum í hálfleik að við gætum komist áfram, en það er nánast kraftaverk að okkur skyldi takast það,“ sagði Dino Baggio. Sænska liðið var án landsliðs- mannsins Niklas Gudmundsson, sem skoraði tvívegis í fyrri leiknum, og hans var sárt saknað. Svíarnir fengu þó nokkur ágæt færi og Bucci varði til dæmis mjög vel eftir skyndisókn á 80. mín. Annað stórt tap í Glasgow Glasgow Rangers steinlá á heimavelli fyrir Juventus, 0:4, í Meistaradeild UEFA í fyrrakvöld og í gærkvöldi tók Celtic á móti París SG í bikarkeppninni. Aftur gengu heimamenn skömmustulegir af velli; Frakkamir höfðu mikla yfirburði og sigruðu 3:0 en höfðu áður unnið 1:0 heima. Patrice Loko refsaði Skotunum tvívegis seint í fyrri hálfleik með mörkum eftir varnarmistök og þriðja markið kom eftir hlé. Leikmenn Celtic hófu leik- inn reyndar af nokkrum krafti en fljótlega tóku Frakkarnir völdin með Brasilíumanninn Rai í aðalhlut- verki á miðjunni. Hann var óhepp- inn að kóróna ekki glæsilega frammistöðu með marki seint í leiknum, en Gordon Marshall sá við Brasilíumanninum. Meistararair heppnir Real Zaragoza, núverandi Evr- ópumeistari bikarhafa, komst áfram þrátt fyrir að hafa varla átt neitt í leiknum gegn Club Brugge í Belgíu. Leikmenn Brugge voru nánast í látlausri sókn, en gestirnir skoruðu hins vegar eina mark leiks- ins eftir skyndisókn á síðustu mín- útunni og sigruðu samanlagt 3:1. Vikan var breskum knattspyrnu- mönnum erfið. Flest eru úr leik og aðeins eitt náði að skora — Raith Rovers gegn Bayern á Ólympíuleik- vanginum í Miinchen. ítölum gekk hins vegar betur: Lazio var reyndar slegið út, en Roma fór áfram í UEFA-keppninni á þriðjudag, Ju- ventus burstaði Rangers í Glasgow á miðvikudag og í gærkvöldi kom- ust bæði AC Milan og Parma áfram í keppni bikarhafa. Mflanómenn sigruðu franska liðið Strasbourg 2:1 á heimavelli og 3:1 samanlagt. Það var Roberto Baggio sem skoraði bæði mörk Milan í gær og hélt þannig upp á að koma aftur inn í liðið eftir meiðsli. Hann hafði verið frá í mánuð. Fyrra markið gerði hann glæsilega skoti eftir að hafa tekið knöttinn viðstöðulaust á lofti á 28. mín. og hið síðara úr vítaspyrnu rétt fyrir leikhlé. Gest- irnir minnkuðu muninn er Franck Sauzee þrumaði framhjá Sebast- iano Rossi og í netið beint úr auka- spyrnu á loksekúndum fyrri hálf- leiksins. Blazevic: greiðsla frá Marseille var lögleg MIROSLAV Blazevic, landsliðs- þjálfari Króatíu í knattspymu, hefur verið í gæsluvarðhaldi í Frakklandi stðan 20. október vegna meintrar aðildar að mútu- málum sem tengjast Olympique Marseille þar I landi, en lögfræð- ingur hans krafðist þess fyrir rétti í gær að þjálfarinn yrði lát- inn laus hið snarasta. Saksóknari sem fer með málið hafði gefíð út handtökuskipun gegn Blazevic og iögreglumenn handtóku hann Frakklandsmegin á flugvellinum í Genf. Hann kom svo fyrir rétt i gær ásamt Jean- Pierre Bernes, fyrrum nánasta aðstoðarmanni Bemards Tapies, þáverandi forseta og aðaleiganda Marseille-liðsins en Bernes hafði haldið því við fyrir yfirheyrslur að Króatinn hefði fengið 420.000 franka — andvirði tæplega fimm og hálfrar milljónar króna — inn á bankareikning í Sviss árið 1990, er hann var þjálfari Nant- es í frönsku 1. deildinni. Bemes hélt því þá fram að peningarnir hefðu verið greiddir í því augna- miði að tryggja jafntefli er Mar- seille lék í Nantes og það að leik- menn Nantes legðu allt í sölumar til að sigra lið Bordeaux, helsta keppinaut Marseille um meist- aratitilinn á þessum tíma. Vert er að geta þess að saksóknari í Nantes tilkynnti í gær að hann hygðist hrinda af stað rannsókn vegna þessara yfirlýsingar. Lögfræðingur Blazevies greindi fréttamönnum frá því í gær að skjólstæðingur hans hefði lýst því við yfírheyrslumar í gær að hann hefði tekið við umrædd- um peningum frá Marseille, en um algjörlega löglega greiðslu hefði verið að ræða; fyrir aðstoð hans við félagið er það keypti júgóslavneska leikmanninn Dragan Stojkovic frá Rauðu Stjömunni í Belgrad. HAFNABOLTI TOM Glavlne var kastarl Atlanta í tveimur lelkjum í úrslitakeppninni og var maöurlnn ð bak viö sfgur llösins. í kjölfarið var hann kjörinn besti leikmaður keppninnar og er hér meö verðlaunin sem fylgdu nafnbótinni. Stoltur eigandi TED Turner, elgandi CNN sjónvarpsstöðvar- innar, á jafnframt hafnaboltaliöiö Atlanta Braves og hann var að vonum ánægöur þeg- ar meistaratltilllnn var í höfn en hér er hann meö slgurlaunin á helmavelll Atlanta. Fyrstititill atvinnumanna- liðs í Atlanta Hafnaboltaliðið Atlanta Braves varð fyrst atvinnumannaliða í Atlanta til að verða meistari en liðið hafði betur gegn Cleveland Indrans í úrslitarimmu hafnabolta- deildarinnar í Bandaríkjunum. Braves vann 1:0 um helgina og samtals 4-2. Braves var áður stað- sett í Boston og Milwaukee þar sem félagið fagnaði meistaratitlinum á báðum stöðum og hefur ekkert ann- að félag orðið meistari í þremur borgum. Urslitaleikirnir þóttu góðir og talað var um mikinn sigur og upp- gang fyrir íþróttina en í fyrra var engin úrslitakeppni vegna verkfalls leikmanna. Þar fór Tom Glavine, kastari Braves, fyrir leikmönnum í bættum kjörum og hann var kjörinn besti leikmaður keppninnar. I hafnaboltanum era félögin með nokkra kastara sem skiptast á að leika og var Glavine með í tveimur leikjum gegn Indians. Báðir unnust vegna framgöngu hans en í síðasta leiknum átti hann stórleik og hélt annars miklu höggliði Cleveland algerlega niðri. „Eg held að við höfum ekki hitt einn einasta bolta ’ af fullum krafti," sagði Mike Har- grove, framkvæmdastjóri Clevé- land. „Hann kom okkur úr jafnvægi og gerði engin mistök." Glavine var ekki vel liðinn af í stuðningsmönnum Atlanta meðan verkfallið stóð yfir og hefur fengið : að heyra það allt tímabilið en verk- | fallið hafði ma. þau áhrif að leikjum var fækkað úr 162 í 144 á lið. Hins vegar var hann hetjan eftir sjötta leikinn. „í bytjun tímabilsins fékk ég að heyra það vegna þess að ég var í forsvari fyrir samtök leik- manna. Mér er ekki sama hvað fólk hugsar en ég gerði það sem ég taldi vera rétt. Það er frábært ef fólk er ánægt með mig í kjölfar úrslita- leiksins en það er ekki ástæðan fyrir leik mínum. Ég stend í þessu vegna þess að ég vildi verða meist- ari.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.