Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 11 FRÉTTIR Rjúpnaskyttur bjartsýnar „SUMIR sjá lítið og aðrir sjá meira en í fyrra,“ sagði Olafur Karl Niel- sen hjá Náttúrufræðistofnun þeg- ar hann var inntur eftir rjúpnaf- réttum. Ólafur benti á að fyrstu 10 dagana á ijúpnaveiðitimanum hafi verið óhagstæð tíð og síðan hafi mikið snjóað víða um land. Allt hefur þetta áhrif á hegðun rjúpunnar. í Kelduhverfi, Öxar- firði og á Sléttu hefur lítið sést af fugli en í Mývatnssveit, Eyja- fírði og Svarfaðardal þykjast menn verða varir aukningar frá því í fyrra. . • Þriðjungurinn dauður I lok september voru sett radíó- merki á 16 rjúpuunga frá því i sumar. Olafur Karl hefur farið vikulega og fylgst .með fuglunum sem eru á suðvesturhorni lands- ins. Nú eru 5 af þessum rjúpum dauðar, 3 voru skotnar og 2 urðu rándýrum að bráð. Ólafur Karl sagði þessa athugun á náttúruleg- um afföllum _ í stofninum á til- raunastigi. í framtíðinni yrði væntanlega gerð viðameiri rann- sókn með þessari aðferð. Náttúrufræðistofnun hefur ósk- að eftir því við veiðimenn að þeir skiii hægri vængjum rjúpna, gæsa og anda. Vængirnir eru notaðir til rannsókna á þessum fuglastofn- um. Ólafur sagði að i fyrra hefðu borist um 7 þúsund rjúpnavængir og á hann von á að allt að 10 þúsund vængjum berist nú. Þegar hafa borist um þúsund vængir og þar af þriðjungurinn frá þremur veiðimönnum. Ólafur vildi hvetja veiðimenn til að huga vel að fót- og vængmerkj- um og senda þau til stofnunarinn- ar. Rjúpan er oft vel ftðruð um fæturna og getur verið erfrtt að sjá merkin. Nóg af fugli Yfirleitt var gott hljóð í veiði- mönnum sem haft var samband við og þeir bjartsýnir á að vertíðin yrði góð. Þeim bar saman um að nóg væri af fugli og mun meira en undanfarin haust. Sunnan- lands, að minnsta kosti, mætti þó kólna aðeins til að auðveldara væri að eiga við rjúpuna. Nokkrir hafa gert þokkalega túra án þess að fara mjög langt frá Reykjavík. Þannig fréttist af mönnum sem fengu 15-20 rjúpur eftir daginn ofan við Laugarvatn. í upphafi veiðitímans var ágæt veiði í kringum Skjaldbreið og margir þar á ferð, síðan virtist RJÚPA'N heitir ný bók eftir Skúla Magnússon. í bókinni er afar fjölbreyttur fróð- leikur um flest sem viðvíkur rjúpunni og rjúpnaveiðum. fuglinn hverfa af svæðinu. Þá hefur frést af þokkalegri veiði sums staðar í Borgarfirði og á Norðvesturlandi. Fróðlegt lesmál Verslun Ellingsen hefur nú bætt skotveiðivörum við fjöl- breyttan varning fyrir sjósóknara og útivistarfólk. Nýlega gaf verslunin út hand- hægan 44 síðna bækling um skot- veiðar og útivist sem heitir Skytt- an. Þar er safnað saman hagnýt- um upplýsingum um haglaskot, friðunartíma fuglategunda og fuglamerki. Auk þess eru uppiýs- ingar frá veiðistjóra, fróðleikur og töflur um veðurfar, birtutíma og sjávarföll, leiðbeiningar um ferða- lög á fjöllum og útbúnað til slíkra ferða, snjómokstur á vegum og senditíðnir útvarpsstöðva um land- ið. Einnig er vísir að veiðidagbók. Aftast í bæklingnum eru mynd- skreyttar leiðbeiningar um skyndi- hjálp. Rjúpan heitir ný bók eftir Skúla Magnússon. Höfundur hefur viðað að sér afar fjölbreyttum fróðleik um tjúpur, tjúpnaveiðar, tæki til veiða og búnað. Leitað er fanga jafnt í fornbókmenntunum, þjóð- fræðinni, vísindaritum og nýlegum skoðanakönnunum. Einnig er í bókinni girnilegur kafli um matreiðslu tjúpna þar sem margir matgæðingar leggja til uppskriftir. Bókin er 138 bls. og skreytt fjölda mynda. Morgunblaðið/Sverrir BÖÐVAR Bragason lögreglustjóri ásamt dætrum Erlings heitins Pálssonar við brjóstmyndina. F.v.: Böðvar Bragason, Þuríður Erla, Jóhanna, Ólöf Auður, Ásdís og Hulda Erlingsdætur. Fjarverandi var Sigríður Pálína Erlingsdóttir. Aldarafmæli Erlings Páls- sonar yfirlög- regluþjóns HIÐ NÝJA skip Siglubergs, Kings Cross. Sigluberg kaupir nóta- og flotvörpuskip Eykur fjölbreytni við veiðamar FJÖLSKYLDA Erlings heitins Pálssonar yfirlögregluþjóns af- henti Lögreglusljóranum í Reykjavík brjóstmynd af Erlingi til varðveislu föstudaginn 3. nóv- ember sl. Tilefnið var að þennan dag voru 100 ár liðin frá fæðingu Erlings. Erlingur Pálsson var ráðinn til Lögreglunnar í Reykjavík 1919. Hann nam lögreglufræði í Danmörku og Þýskalandi og tók síðan við starfi yfirlögregluþjóns 1921 og gegndi því nær óslitið til 70 ára aldurs. Erlingur var forstjóri Sundhallar Reykjavíkur um hálfs árs skeið 1942. Hann andaðist 22. október 1966. Tengdasonur Erlings, Ingvar Gíslason fv. ráðherra, minntist Erlings og afhenti Böðvari Bragasyni lögreglusljóra bijóst- myndina fyrir hönd fjölskyldunn- ar. Myndin er eftir Ríkharð Jóns- son og verður hún varðveitt á Lögreglustöðinni í Reykjavík. Frumkvöðull í löggæslu Erlingur Pálsson var fyrsti yfirlögregluþjónn hér á landi og líklega fyrstur Islendinga til að afla sér lögregluþjónsmenntun- ar. Lögreglan í Iteykjavík á sér 75 ára langa sögu og var Erling- ur þar af yfirlögregluþjónn í 45 ár. Hann átti stóran þátt í mótun nútíma löggæslu hér á landi, bæði sem lögregluþjónn og kenn- ari lögreglumanna víða um land. Böðvar Bragason sagði um Erling að í honum hafi kristall- ast það sem talið var best í fari manna. Hann hafi verið afreks- maður í íþróttum og einn fárra sem hefðu markað veruleg spor í sögu löggæslu í landinu. SIGLUBERG frá Grindavík hefur fest kaup á nóta- og flotvörpu- skipi frá Skotlandi. Skipið, sem nefnist King’s Cross, er með kæli- búnaði og vel útbúið til spærl- ings-, kolmunna-, síldar- og loðnu- veiða. Það er með 3.300 hestafla vél og burðargeta er 900 tonn. Skipið, sem var byggt árið 1978 og endurbyggt 1987 er norsk smíði og kostaði um 350 milljónir króna. í framhaldi af kaupunum hefur ekki verið ákveðið hvernig skipa- stóllinn verður hjá Siglubergi í framtíðinni, en væntanlega verður einhver kvóti fluttur af núverandi skipum fyrirtækisins. Skipið verð- ur afhent 20. mars, en að sögn Finnboga Alfreðssonar, fram- kvæmdastjóra, er áætlað að hefja veiðar í apríl. Fyrst mun það þó fara í slipp í fáeina daga. Gert er ráðfyrir 14 manna áhöfn á skip- inu. „Þetta er öflugt nóta- og tog- skip,“ segir Finnbogi. „Það verður fyrsta almennilega togskipið sem getur stundað flotvörpuveiðar af loðnuskipaflota Islendinga. Það hefur yfir að ráða öflugum vélum og spili, sem gera það að verkum að það getur stundað flottrolls- veiðar á uppsjávarfiski.“ Hann segir að þetta auki mjög fjölbreytni í veiðum og möguleika Siglubergs. „Við erum fyrst og fremst að hugsa um spærlings- og kolmunnaveiðar. Þá horfum við til kolmunna- og síldveiða í fær- eysku lögsögunni, en það hefur verið reynt með litlum árangri hingað til. Við álítum að það sé meðal annars vegna þess að skipin hafi verið óhentug til þeirra veiða. Auk þess hefur lítið fundist kringum Færeyjar, en við teljum að það sé vel reynandi." dagana 1 -4. nóvember (viÓ flytjum) Opið laugardag frá kl. 10-16. Lúffur - hanskar - sokkar - húfur - barnasamfestinqar o.fl. o.fl. á mjöq qóðu verði. »hummél 4 Dæmi um verð: Ulpur barna frá kr. 1.990 Ulpur fullorbins frá kr. 3.990 Iþróttagallar barna frá kr. 2.490 I aróttagallar fullorðins frá kr. 2.990 I oróttaskór me& miklum afslætti Armúla 40 • Símar 581 3555 og 581 3655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.