Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Höfum opnaö oÍjQd-marlqið S ^ Nýbýlavegi 12, sími 554-2025. Opfö frá 112-18 virka daga, laugardag kl. 12-16. ^ —Sarnabuxur, bolir, náttföt, leggings kr. 500 Stk. Kjólar frá kr. 3.000. Joggingbuxur, konubuxur, bolir, pils frá kr. 1 .000. Mikið úrval í 100 kr. körfunni. Sjón ersögu rífcari • Sendum ípóstfoöfu • Símar 554-2025 og 554-4433. 'i k 0 p i ö a 1 1 a v i r k a d a g a , 1 a u g a r d a g og sunnudac f r á k 1 . 13 1» a n ^ ' : 0 0 - 19:00 r i ií n i 1 A Borgai ( G a m 1 a rtiini lu P a f f h ú s i ð ) Stendur aðeins í örfáa daga NEYTENDUR Neytendur virðast kaupa erlenda osta þrátt fyrir hátt verðlag. Sérverslanir með ost eru að festa sig í sessi. Morgunblaðið skoð- aði þær, spurði um tegundir, kannaði verð og fleira. Morgunblaðið/Árni Sæberg EMMENTALER, Gorgonzola, Appenzeller og Raclette ostur í Ostahúsinu Hafnarfirði. * Urval útlenskra osta eykst smám saman ÚRVAL útlenskra osta eykst jafnt og þétt hér á landi. Innflytjendur fá út- hlutað ákveðnum osta- kvóta með lægri tollum en er á ostum sem eru fluttir til landsins utan kvóta. Morgunblaðið kannaði úr- valið. Ostahúsið, Fjarðargötu 11 í Hafnarfirði, hefur ver- ið opin í þijú ár en það framleiðir ostarúllur með hvítlauk og steinselju, hvít- laugspipar, bönduðum pip- ar, baconi og papriku og koníaki og hnetum. Brie með hvítlaugsrönd, gráð- ostarönd, og píkat. Einnig er ítalska ostakakan Tíra- misú gerð í Ostahúsinu. María R. Ólafsdóttir og Þórarinn Þórhallsson aðaleigendur Ostahússins flytja einnig inn útlenska osta. Það eru Appenzeller frá Sviss sem er sterkur ostur, Gorgonzola er grænn mygluostur frá It- alíu, oft notaður sem eftir- réttur, Emmentaler sem er sætur svissneskur ost- ur, Grenn Valley frá Hol- landi og Raclette sem er franskur en samt þjóðar- réttur Svisslendinga. Á köldum vetrarkvöldum bræða þeir hann á sér- stakri grillpönnu yfir kart- öflur. Verðið er frá 1.500 til 2.500 kílóið. Þórarinn segir að Osta- húsið hafi fengið ostakvóta út- hlutað og að mikil vinna væri á bak við innflutninginn. Ná þyrfti samböndum við framleiðendur og útvega mikið af vottorðum. Ostar utan kvóta væru mjög dýr- ir í innkaupum. Þetta væri ástæð- an fyrir að útlenski r ostar kæmu hægt inn á íslenskan markað. Franskir ostar á boðstólum síðar Hagkaup í Kringlunni hefur opnað ostabúð á nýjan leik inni í verslun sinni. Linda Vestmann hefur umsjón með henni. Hún segir að markmiðið sé að bjóða upp á alla innlenda osta og vörur sem fylgja þeim eins og kex, sult- ur og snakk, kerti og munn- þurrkur. Formleg opnun osta- búðarinnar er í dag. NÝJA ostabúðin í Hagkaupi Kringlunni. ÚRVAL útlenskra osta, Hagkaup. í búðinni er til dæmis úrval danskra osta og er Blá Castello þeirra vinsælastur. Franskir ost- ar eru ekki á boðstólum en mark- miðið er að þeir verði það í fram- tíðinni, að sögn Lindu. Osta- og smjörsalan hefur starfrækt ostabúð að Bitruhálsi í nokkur ár en opnaði Ostabúð á Skólavörðustíg 8 nýlega eins og greint var frá í Morgunblaðinu. Þar er að finna 70 tegundir ís- lenskra osta og úrval af útlensk- um eins og norskan Snöfrisk geitaost, Gudbrandsdalsost, Jarlsberg, danskan Danablu gráðost, Gamle Ole, ítalskan Gorgönzola, Parmigiano Regg- iano og Grana Padano. Bjarni Þór Ólafsson er versl- unarstjóri Ostabúðarinnar, sem hann kallar einnig sælkerabúð, en í henni er til dæmis vínbeijafræolía með hvít- lauki, villisveppablanda, sælkerasinnep með gráð- osti sem ekki hefur feng- ist í búðum, og ýmiskonar gjafavara. Gamle Ole og Blá Castello kláruðust strax Viðmælendur Morgun- blaðisins í ofangreindum ostabúðum segja að neyt- endur hafi tekið þeim vel og margir spyrjium sína uppáhaldsosta. Ýmsir þekktir franskir ijóma- ostar og sérréttaostar standa neytendum ekki til boða, en munu géra það að sögn verslunar- stjóra. Val á ostunum sem eru fluttir til landsins mótast af samningum við framleiðendum og mati kaupmanna á því hvaða útlendu ostar eru í uppá- haldi hjá þjóðinni. Afgreiðslufólk í osta- búðunum er klætt í sér- staka einkennisbúninga og veitir kaupendum fræðslu um ostana og matargerð. Verð á ostum sem eru skornir fyrir fólk í osta- borðum er yfirleitt það sama og á ostum í hillum. En í ostaborðunum er að finna ýmislegt sem ekki er í hillum, til dæmis er 12 mánaða íslenskur gráðostur í borði á Skólavörðu- stíg en 2 mánaða í hillu. Ekki er mikið um tilboð á ís- lenskum ostum sem eru að verða of gamlir, en tilboð á ostum sem ekki hafa náð réttri þyngd sam- kvæmt umbúðum er hægt að finna. Sumar ostategundir hafa verið rifnar út ef svo má segja til dæmis kláraðist Gamle Ole á Skólavörðustíg á tveimur tímum og svipaða sögu er að segja um Blá Castello í Hagkaup. íslendingar eru víst meðal neyslumestu þjoða í ostaati og eru íslenskir ostar taldir góðir. Innflyljendur telja að útlensku ostarnir muni ekki skaða inn- lenda framleiðslu heldur skapa meiri fjölbreytni á mark- aðinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.