Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Sigurjón SUNNUBERG GK kom með 800 tonn af loðnu til Bolungarvíkur í gærmorgun. ^ Nokkur skipanna með fullfermi í einu kasti ísafirði. Morgunblaðið. FYRSTA loðnan sem berst til Bolungarvíkur á þessari vertíð kom með Sunnuberg- inu frá Grindavík í gærmorg- un. Sunnubergið landaði 800 tonnum, sem fengust 50 míl- ur norðaustur af Straumnesi og Örn KE landaði 8-900 tonnum eftir hádegi í gær. Magnús Þorvaldsson, skip- stjóri á Sunnuberginu, sagð- ist í samtali við blaðið vera bjartsýnn á veiðarnar nú þó svo að ekki væri víst að loðn- an skilaði sér öll á þessari vertíð. Sjö skip voru á miðun- um út af Vestfjörðum í gær og fór þeim fjölgandi. „Þetta var fyrsta löndunin okkar á þessari vertíð. Við fórum frá Grindavík á miðvikudag og beint á miðin út af Vestfjörðum. Það var talsvert magn af loðnu á svæðinu á fimmtudag, en það var yfírleitt djúpt í hana. Það var einn stór flekkur uppi frá hádegi í gær og allir bátamir sjö voru í þeim flekk,“ sagði Magnús Þorvaldsson, skip- stjóri á Sunnuberginu í samtali við blaðið í gær. Eðlileg haustloðna Magnús sagði að um morguninn hefði loðnan verið mjög djúpt en upp úr hádegi hefði hún verið kom- inn upp að 10 föðmum. „Það voru fisktittir undir loðnunni og þeir lyftu henni upp. Þær aðstæður koma fyrir, þó svo að þær séu ekki algengar. Þetta var mjög falleg loðna, mjög eðlileg haustloðna. Mönnum bar saman um það á Al- bert GK, sem var búinn að fara einn túr áður, að þetta væri falleg loðna. Það var t.d. ekkert um smá- loðnu í aflanum. Við erum því bjart- sýnir á að loðnan hafi lifað af síð- asta vetur og að það eigi eftir að skila sér, hvort það verður í beinu framhaldi af þessu eður ei, veit maður ekki en vonar þó að svo verði.“ Magnús sagðist sigla beint á góðri veiði nóttina áður. „Það var góð veiði í nótt en köstin voru smærri en í gær. Við fengum t.d. 800 tonn kast og Júpíter fékk rúm 1.000 tonn í einu kasti. Við vorum búnir að fá 200 tonn þegar 800 tonna kastið kom og létum við því Albert hafa afganginn. Ég reikna ekki með að fylla skipið aftur í einu kasti, það gerist aldrei tvo daga í röð,“ sagði Magnús Þorvaldsson, sem sagðist gera ráð fyrir að skipum myndi Qölga á svæð- inu næstu sólarhringana. „Verðið er ekki gott fyrir loðnuna í dag, það er verið að taia um einhverja krónu- hækkun frá því í fyrra á sama tíma og verð á mjöli og lýsi hefur rokið upp. Það vantar mikið á það að verð til skipanna hafi fylgt þeirri þróun sem hefur orðið siðustu mán- uðina í afurðaverði. Ég held að bræðslurnar eigi von á einhverri veislu á miðunum og þess vegna fari verðið svona rólega. af stað.“ Unnið á vöktum „Sunnubergið var að landa hér 800 tonnum og Örn KE er að koma eftir hádegi með 8-900 tonn. Þetta magn dugar okkur í 4-5 sólarhringa miðað við að unnið sé allan sólar- hringinn. Við reynum að taka loðnu til bræðslu eftir hendinni, þannig að haldi veiðin áfram, verður um fleiri landanir að ræða hér í næstu viku,“ sagði Einar Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnubræðsl- unnar Gnáar hf. í Bolungarvík. Einar sagði að unnið yrði á vökt- um vöktum allan sólarhringinn og miðað við þá vinnu væri afkastaget- an um 400 tonn á sólarhring. „Það hefur verið gott verð á afurðunum sem og góðar markaðsaðstæður. Þvf vonum við að næg atvinna verði á næstu vikum,“ sagði Einar. Sex- tán manns starfa hjá fyrirtækinu i dag og ljóst er að peningalyktin er farin að berast um vit Bolvíkinga þessa dagapa. Peningalyktin farin að finnast í Bolungarvík Loðnuveiðin f/ali g KoUu- Skaf-a- \ grunn v ' grunn - K. / ( 'Siglufjörður Loðnan veiðist ým 50 sjómílur N aí Straumnesi. Skipin landa nú flest í Bolungarvík og á Siglufirði sama stað og reiknaði með að sigl- ingin tæki um sex klukkustundir frá Bolungarvík. Hann sagðist ekki hafa heyrt í öðrum skipum á svæð- inu en hafði þó fengið fregnir af Magnús Þorvaldsson Einar Jónatansson Hertar reglur til að slá á yfir- lýsingagleði Brussel. Reuter. DEILURNAR vegna bókarskrifa Ritt Bjerregaard verða að öllum lík- um til að framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins setji reglur um þagnarskyldu þeirra, sem í henni sitja. Reglurnar verða birtar form- lega innan skamms og mun vænt- anlega felast í þeim að fulltrúum í framkvæmdastjórninni verður bann- að að rita greinar eða flytja ræður gégn greiðslu eða gjöfum. Þá munu þeir fulltrúar sem hyggja á bókaskrif um eigin störf eða störf framkvæmdastjórnarinnar og stefnu verða að fá Jacques Santer, forseta framkvæmdastjórnarinnar, til að samþykkja handritið fyrir útgáfu. „Vandinn er að framkvæmda- stjórnin verður að koma fram sem ein heild og til að það megi verða verður að eiga sér stað innri sam- ræming," sagði talsmaður á vegum framkvæmdastjórnarinnar. Hann sagði að enginn ágreiningur hefði verið um málið er það var tekið til umræðu og gaf þar með í skyn að Bjerregaard væri reiðubúinn að breyta hegðunarmynstri sínu. Nær einnig til æðstu embættismanna Það vakti mikla reiði meðal sam- starsfmanna hennar er í ljós kom að hún hafði ritað bók þar sem hún gagnrýnir harðlega nafngreinda menn innan ESB og leiðtoga aðild- arríkja. Þá hefur hún ritað pistla í dönsk dagblöð og þegið gjafir fyrir að halda ræður. Einnig olli það deil- um í september sl. er háttsettur embættismaður, hagfræðingurinn David Connolly, ritaði bók þar sem hann tætir í sig áform sambandsins um sameiginlegan gjaldmiðil. Hon- um hefur verið vikið tímabundið úr starfí og er mál hans til rannsóknar. Talsmaðurinn sagði að reglurnar um framkvæmdastjórnina myndu einnig ná til æðstu embættismanna á borð við Connolly. Arangur í viðskipta- viðræðum MICKEY Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, og Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisvið- skiptamál i framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, heilsast í upphafi venjubundinna viðskipta- viðræðna ESB og Bandaríkjanna í Washington fyrr í vikunni. Að viðræðunum loknum sögðust þeir sammála um að þær hefðu verið árangursríkar og að þokazt hefði í átt til samkomulags um hvernig bandarískum útflytjendum yrði bætt það óhagræði, sem þeir urðu fyrir vegna inngöngu þriggja EFTA-ríkja í ESB um seinustu áramót. ESB hefur samið við ýmis ríki um tollkvóta vegna hækkaðra tolla á mörkuðum í Svíþjóð, Austurríki og Finnlandi. Þannig var nýlega samið við ísland um tollfijálsan innflutningskvóta. Brottrekstur vegna V SK-ágreinings Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hefur ákveðið að víkja Peter Wilmott, háttsettum embætt- ismanni er hafði yfirumsjón með þróun nýs virðisaukaskattskerfis, úr starfi. Wilmott, sem er Breti, var yfir- maður deildar er sá um tollamál og óbeina skattheimtu. Var ákvörðunin um að víkja honum úr starfi tekin samhljóða. „Það er skylda framkvæmda- stjórnarinnar að sjá til að markmið hennar nái fram að ganga þó svo að á stundum krefjist það þess að óþægilegar ákvarðanir séu teknar,“ sagði Mario Monti, sem sér um málefni innri markaðarins, á blaða- mannafundi.Wilmott hafði verið yfir skatfadeildinni í fimm ár og er ástæða brottrekstursins talin vera mikill skoðanaágreiningur á milli hans og Montis um mótun nýja VASK-kerfisins. Samkvæmt nýja kerfinu verður virðisaukaskatturinn innheimtur í því ríki sem vara kem- ur upprunalega frá. Þetta myndi hins vegar að öllu óbreyttu leiða til að skatttekjur útflutningsríkja myndu stóraukast á kostnað þeirra ríkja sem flytja inn meira frá öðrum ESB-ríkjum en þau flytja út.Mark- mið framkvæmdastjórnarinnar er að byggja kerfi sem jafnar út tekjurnar af virðisaukaskatti þannig að ríki fái það hlutfall í sinn hlut _sem nemur innanlandsneyslu. Ágreiningur Wilmotts og Montis snerist fyrst og fremst um hvernig ætti að útfæra slíkt kerfi. Sérfræðingar eru flestir þeirrar skoðunar að þrátt fyrir að sjónarmið Montis verði nú ofan á sé verkefnið það flókið að þetta eigi áfram eftir að verða deilumál innan framkvæmdastjórnarinnar um tölu- verðan tíma. DUBLINARDAGAR I BENETTON 0PIÐ SUNNUDAG KL. 13-17 20%Æ"“ur„ 8 benert on Laugavegi 97, sími 552 2555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.