Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SÞ leggjast gegn viðskiptabanni á Kúbu Metstuðningnr við afnám bannsins Sameinuöu þjóðunum. Reuter. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrrakvöld með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða ályktun um að Bandaríkja- menn afléttu þriggja áratuga við- skiptabanni á Kúbu. Þetta er fjórða árið í röð sem þingið samþykkir slíka ályktun og stuðningurinn við hana hefur aldrei verið jafn mikill. 117 ríki greiddu atkvæði með ályktuninni og þrjú á móti, en 38 sátu hjá. Aðeins ísrael og Úzbekist- an lögðust gegn ályktuninni, ásamt Bandaríkjunum. Tveimur vikum fyrir atkvæða- greiðsluna á fimmtudag hafði Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, haldið ræðu á allsheijarþinginu í tilefni af 50 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna og ræðunni var vel tekið. Aðeins fjögur Ameríkuríki studdu ekki ályktunina, auk Banda- ríkjanna. E1 Salvador og Guatemala sátu hjá en fulltrúar St. Kitts og Nevis og Grenada voru ekki við- staddir atkvæðagreiðsluna. ísland með Bretland, Þýskaland og Holland voru einu aðildarríki Evrópusam- bandsins sem sátu hjá en hin ríkin tólf voru samþykk ályktuninni. Rússland, Kína, Ástralía og Nýja Sjáland greiddu atkvæði með af- námi viðskiptabannsins en Japan sat hjá. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu greiddi ísland atkvæði með ályktuninni. Reuter Friðmælst við fram- byggja Daiwa-bankahneykslið í Bandaríkjunum Akærur og útibuinu í New York lokað Tókýó. Reuter. TALSMENN Daiwa-bankans í Japan tilkynntu í gær, að ýmsum útibúum hans erlendis yrði lokað og hugsan- lega neyddist hann til að sameinast japanska stórbankanum Sumitomo Bank. í Bandaríkjunum hafa verið birtar ákærur gegn bankanum vegna gífUrlegs taps í verðbréfaviðskiptum o g tilrauna til að fela það fyrir banda- ríska bankaeftirlitinu. Var bankan- um jafnframt skipað að hætta starf- semi útibúsins í New York. Yfirvöld í Japan hafa brugðist óvenju hart við Daiwa-hneykslinu enda er álit og trúverðugleiki þeirra sjálfra í húfi í þessu máii. Hefur Masayoshi Takemura fjármálaráð- herra heitið að gera allt til að hneykslið grafi ekki undan trausti á bankakerfið í Japan og valdi ókyrrð á Qármálamörkuðum. Daiwa-hneykslið, sem kom úr kaf- inu í september, hefur kynt undir áhyggjum manna víða um heim af fjármálakerfinu í Japan en bankamir hafa tapað gífurlegu fé síðan ofþensl- an á síðasta áratug hjaðnaði og fast- eignaverð hrundi í kjölfarið. Ákæra í 24 iiðum Bandarísk yfirvöld birtu sl. fimmtudag ákæru á hendur bank- anum í 24-liðum og skipuðu honum jafnframt að hætta starfsemi. Talið er, að bankinn megi búast við allt að einum milljarði dollara í sekt. Eru þessi viðbrögð bandarískra yfirvalda harðari en gert var ráð fyrir og jap- anska ijármálaráðuneytið brást við með því að skipa bankanum að draga úr verðbréfaviðskiptum sínum er- lendis og starfsemi. Tapaði 70 milljörðum Forráðamenn Daiwa viðurkenndu í september, að einn starfsmaður útibúsins í New York hefði tapað 1,1 fnilljarði dollara, rúmlega 70 milljörð- um ísl. kr., á viðskiptum með banda- rísk ríkisskuldabréf um 11 ára skeið. í ákæru bandarískra yfírvalda segir, að háttsettir stjómendur Daiwa hafí skipað, að tapið skyldi falið fyrir bandaríska bankaeftirlitinu. EINUM stærsta ættbálki maorí- frumbyggja á Nýja Sjálandi var í gær afhent sérstök afsökunar- beiðni í formi laga, sem undirrit- uð voru af Elísabetu Bretlands- drottningu, við hátíðlega athöfn. Bæði hvítir Nýsjálendingar og maórar fögnuðu þessum viðburði og sögðu að nú hefði þau sár gróið um heilt, sem veitt voru þegar nýsjálenski herinn hrifsaði til sín lendur Tainui-ættbálksins árið 1863. Lögin, sem drottningin undir- ritaði í gær kveða á um að maór- um verði greiddar rúmlega sjö milljarða króna skaðabætur og skilað tæplega 16 þúsund hektör- um lands. Á myndinni sjást (f.v.) Jim Bolger, forsætisráðherra Bretlands, Elísabet og Te Atair- angikaahu, drottning maóranna, ræðast við eftir að drottningin undirritaði lögin. Er ferill Jeltsíns á Reuter NAINA Jeltsín, eiginkona Borís Jeltsíns, á fréttamannafundi sl. þriðjudag. Tomas Pickering, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, er með henni á myndinni en hún sagði þá, að manni sínum liði miklu betur. HEILSUFAR Borís Jeltsín Rúss- landsforseta hefur vakið upp alvar- legar efasemdir um pólitíska fram- tíð hans. Jeltsín fékk hjartaáfall í síðustu viku og afhenti í gær Vikt- or Tsjernómyrdín forsætisráðherra hluta forsetavaldsins. Það hefur lengi verið ljóst að Jeltsín gengur ekki heill til skógar en hann fékk einnig hjartaáfall í júlímánuði. Til að slá á ótta um- heimsins var þá brugðið á það ráð að senda út myndir af forsetanum við vinnu sem_ sagðar voru teknar á spítaianum. í ljós kom hins vegar að myndirnar virtust hafa verið teknar er Jeltsín var í fríi mánuði fyrr og urðu því til að valda enn meiri óvissu um heilsufar hans. Greinilegt er að ráðamenn í Moskvu hafa ekki viljað endurtaka þessi mistök og nær engar myndir hafa birst af forsetanum á sjúkra- beði hans í þetta skiptí. Skýrsla CIA Sá þráláti orðrómur hefur lengi verið á kreiki að forsetinn sé illa haldinn af ofdrykkju og margsinnis hefur hann virst undir greinilegum áhrifum áfengis er hann hefur komið fram opinberlega. Sérfræðingum bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, stóð heldur ekki á sama er þeir fylgdust með fundi Jeltsíns og Bill Ciintons í Hyde Park í New York-ríki í byijun síðustu viku. Að sögn vikublaðsins Time skiluðu þeir tveimur dögum síðar skýrslu til Bandaríkjaforseta þar sem þeir létu áhyggjur sínar í ljós. Göngulag Jeltsíns var sagt undarlegt og þess getið að húð hans hefði tekið á sig gráleitan, sjúklegan lit. Andlit rússneska for- setans virtist óeðlilega uppblásið og þrútið. Sérfræðingar CIÁ töldu að þetta gæti einungis bent til eins: enn eitt hjartaáfallið var yfirvof- andi. Degi síðar var flogið með Rússlandsforseta í þyrlu á bráða- móttöku sjúkrahúss í vesturhluta Moskvu. Það er ijóst af öllu að ástand Jeltsíns er alvarlegt. Margir spá því að jafnvel þó að hann lifí veik- indin af sé pólitískum ferli hans lokið. Hugsanlegt er að hann af- hendi Tsjemómyrdín forsetavöldin alfarið og yrði þá að efna til nýrra forsetakosninga innan þriggja mánaða. Það sama myndi gerast ef Jeltsín létist. Jafnvel þó að sú verði ekki raunin telja margir fréttaskýrendur nær útilokað að hann bjóði sig fram aftur er for- setakosningar fara fram í júní á næsta ári. Forsetinn virðist ekki vera á örum batavegi því Viktor Iljúsín, helsti aðstoðarmaður hans, sagði eftir að hafa heimsótt hann á fímmtudag að hann liti illa út. „Því miður hefur andrúmsloftið á enda? spítalanum sett mark sitt á útlit forsetans og ég get ekki sagt að hann líti vel út,“ sagði hann. Upp- lýsingaþjónusta Kremlar hefur hins vegar daglega sent út tilkynningar um að Jeltsín sé að hressast, sé fær um að undirrita skjöl og sinna störfum. Iljúsín hefur átt daglega fundi með honum frá því á miðviku- dag og veitt honum útdrátt úr fréttum og skjö! til að undirrita. Þessir fundir hafa þó yfirleitt verið stuttir, sá fyrsti einungis tíu mínút- ur. Valdabarátta hafin Að sögn Time er valdabarátta þegar hafin í Moskvu og þá ekki síst um yfirráðin yfir kjarnorkuher- afla Rússlands. Þá bendir ákvörðun yfírkjörstjórnar um að meina flokknum Yabloko þátttöku í þing- kosningum í desember til að and- stæðingar forsetans hyggist nýta þetta tækifæri til að styrkja stöðu sína. Time segist hafa heimildir fyrir því að á fundi í Kreml á fimmtu- dag í síðustu viku hafi Alexander Korzhakov, yfirmaður lífvarða- sveita forsetans, lýst því yfir að taskan sem inniheldur lykilorðin vegna notkunar kjarnorkuvopna yrði ekki undir neinum kringum- stæðum afhent forsætisráðherran- um. Taska þessi er geymd í her- bergi Jeltsíns á spítalanum og Korzhakov er einn fárra er hefur fengið að heimsækja hann þar. Banni á flokk Rútskojs hnekkt HÆSTIRÉTTUR Rússlands hnekkti í gær þeirri ákvörðun kjörstjórnar að meina flokkn- um Derzhava að taka þátt í þingkosningunum í desember. Leiðtogi flokksins er Alexand- er Rútskoj, fyrrverandi vara- forseti, einn af leiðtogum blóð- ugrar uppreisnar í Moskvu árið 1993. Dómstóllinn átti eftir að úrskurða hvort heimila ætti flokki fijálslynda hagfræð- ingsins Grígoríjs Javlínskíjs, Jabloko, að taka þátt í kosn- ingunum. Spáð töf á mynt ESB LÍKURNAR á að aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) taki upp sameiginlega mynt árið 1999 fara síminnkandi, að sögn Malcolms Rifkinds, utanríkisráðherra Bretlands, í gær. Hann spáði því að sam- eiginlega myntin yrði ekki tek- in upp á kjörtímabili næsta þings Bretlands, sem ætti að ljúka árið 2002. Hann sagði sífellt ólíklegra að jafnvel Frakkar og Þjóðveijar gætu tekið upp myntina árið 1999. ANC-menn signrvissir FORYSTUMENN Afríska þjóðarráðsins (ANC), flokks Nelsons Mandela, forseta Suð- ur-Afríku, sögðust í gær vissir um að flokkurinn hefði unnið stórsigur í fyrst-u lýðræðislegu sveitarstjórnakosningunum í landinu sem fóru fram á mið- vikudag. Fyrstu tölur bentu til þess að ANC fengi um 67% atkvæðanna. Tamílar ráð- ast á þorp TAMÍLSKIR skæruliðar börð- ust í gær við stjórnarher Sri Lanka, sem sækii að höfuðvígi þeirra á Jaffna-skaga, nyrst í landinu. Skæruliðarnir hófu einnig að nýju árásir á óbreytta borgara í austurhlut- anum. Fimm þorpsbúar voru drepnir og kveikt var í þorpi. Sjómanna saknað ÁTTA sjómanna var í gær saknað í Norðursjó milli Dan- merkur og Noregs og óttast var að þeir hefðu drukknað. Sjómennirnir eru flestir frá Filippseyjum og voru á flutn- ingaskipi í eigu Þjóðveija sem sökk í miklum stormi. DiPietro í stjórnmál? ANTONIO Di Pietro, saksókn- arinn fyrrverandi á Ítalíu, Iýsti því yfir í gær að ekkert væri hæft í fréttum ítalskra fjöl- miðla um að hann hygðist stofna nýjan stjórnmálaflokk. í yfirlýsingunni útilokaði hann þó ekki þann möguleika að hann gengi til liðs við einhvern flokkanna sem fyrir eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.