Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 21 ERLENT Buenos Aires. Reuter. HÆSTIRÉTTUR í Argentínu ákvað í gær að framselja Erich Priebke, fyrrum yfirmann í SS- sveitum þýskra nasista, til Ítalíu fyrir þátt í fjöldaaftöku 335 manna og drengja í síðari heimsstyrjöld- inni. Þessi úrskurður bindur enda á 17 mánaða lagaþref og ógildir ákvörðun áfrýjunarréttar um að hann skyldi ekki framseldur. Sú niðurstaða hafði vakið mikla reiði á Ítalíu, í Þýskalandi og meðal gyðinga og var sagt að hún sýndi að Argentína væri enn griðastaður nasista. Lögfræðingur Priebkes kvaðst myndu láta ógilda dóm hæstarétt- ar, en embættismaður réttarins sagði að málið væri frágengið utan hvað dómari í Bariloche í Andes- SS-maður verður fram- seldur frá Argentínu fjöllum, þar sem Priebke hefur búið frá árinu 1948, ætti eftir að ákveða framsalsdag. Lifði góðu lífi í hálfa öld Priebke rak hótel í skíðabænum Bariloche .undir eigin nafni og hafði verið skráður hjá þýska sendiráðinu í Argentínu frá árinu 1952. í maí 1994 var hann hins vegar handtek- inn eftir að hann greindi frá fjölda- aftökunni í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC. Priebke, sem er 81 árs gamall, gekk í SS-sveitirnar árið 1937 og árið 1943 var hann gerður að höf- uðsmanni. Hann var í sveitum SS í Róm árið 1944. Miskunnarlaus fjöldaaftaka 23. mars það ár sprengdu félag- ar úr ítölsku andspymuhreyfing- unni þýskan herbíl með þeim afleið- ingum að 33 þýskir hermenn biðu bana. Hitler fyrirskipaði að tíu óbreyttir ítalskir borgarar skyldu myrtir fyrir hvern þýskan hermann innan sólarhrings. Það kom í hlut Herberts Kapplers, yfirmanns Ge- stapo á Ítalíu, og Priebkes, sem var hans hægri hönd, að fram- fylgja skipun Hitlers. Þeir söfnuðu saman þjófum og flækingum og bættu síðan við 75 gyðingum. Fórn- arlömbin voru færð í Ardeatine- hellana fyrir utan Róm, hendur þeirra bundnar fyrir aftan bak og þau skotin í hnakkann. í sjónvarps- viðtalinu viðurkenndi Priebke að hafa sjálfur tekið tvo af lífi. „Við vildum snúast gegn þessu, en við urðum að hlýða vegna þess að annars hefðum við verið settir i hóp þeirra, sem voru skotnir," sagði Priebke við blaðamenn í ág- úst. „Þetta var hryllilegt." Marvin Hier, yfirmaður Simon Wiesenthal-stofnunarinnar, fagn- aði ákvörðuninni um að framselja Priebke, en lét að því liggja að hana hefði mátt taka fyrr. Hann skoraði á argentínsk yfirvöld að flytja Priebke úr stofufangelsi í öruggari gæslu til að hann kæmist ekki undan. Opel er betur búinn. Gerum samanburö á þeim búnaöi sem skiptir máli Opel Astra 4ra dyra Opel Astra 5 dyra Opel Astra Station Staðrevndir: Opel er mest seldi bíllinn í Evrópu 5 ár í röð. Hér á landi er söluaukning á Opel bílum 236% á árinu annaö áriö í röö. Allir Opel bílar eru fáanlegir meö fullkominni 4ra gíra sjálfskiptingu sem búin er * spólvörn * sparnaðarstillingu * sportstillingu Búnaður Opel Astra 5d. 1,4 GL Ford Escort 5d. 1,4 CLX VWGolf 5d.1,4 GL Forstrekkjari á bílbeltum já nei já Tvöfaldir styrktarbitar í huröum já nei nei Stillanleg bílbeltahæö, einnig aö aftan já nei já Samlæsing meö þjófavörn i *á nei nei íslensk ryövörn já nei nei* Stillanleg hæö bílstjórasætis já nei já Gasdemparar já nei já Frjókornasía já nei já Fáanlegur sjálfskiptur já** nei nei Tvískipt seta í aftursæti já nei já 4ra hraöa miöstöö já nei já Vindskeiö að aftan já nei nei Hringrásarstilling á miöstöö já nei nei Ryðvarnarábyrgð ár 8 6 6 Fjöldi hátalara 4 2 2 Verö 1.253.000.- 1.198.000.- 1.328.000.- * aðeins undirvagn ryðvarinn ** Opel 1,4 MPFi 30% afsláttur af hágœba vetrardekkjum út nóvember. OPEL 20% afsláttur af aukahlutum út nóvember Opið í dag og á morgun kl. 14-17 Bílheimar Fosshálsi 1 Sími 563 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.