Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 25 hringdi til okkar og spurði hvað sá fjórði héti... NDUNUM af yngi-i I kynslóð Andabæjar hefur borist óvæntur | liðsauki samkvæmt 43. tölublaði 13. ár- gangs vikuritsins um Andrés önd, sem út kom í síðustu viku. „Það stóð aldrei til að fjórði frændinn kæmi til sögunnar, þetta eru ein- faldlega mistök,“ segir Jesper Christiansen markaðsstjóri Serie- forlaget A7S í Kaupmannahöfn, sem sér um útgáfu blaðsins í Dan- mörku. Viðbótarunginn, sem vísað er til, tekur á sig mynd í grænum sófa neðst á blaðsíðu 11, fyrir forviða augum Andrésar frænda og skjól- stæðinga hans; Ripþ, Rapp og Rupp. „Þetta fór framhjá öllum; teiknaranum, litvinnslunni, próf- arka- og yfirlesurum og því fór sem fór,“ segir Christiansen og bætir við að góðkunningjar íbúanna við Paradísareplisveg númer 111 séu því svo vanir að frændurnir séu þrír að þeir sjái ekki þann fjórða, þótt hann sé beint við nefið á þeim. Talið er að 5-700.000 Danir lesi Andrésblöðin í hverri viku og höfðu fjórir ungir herramenn samband við ritstjórn Serieforlaget á dögun- um til aö fá nánari deili á nýjasta íbúa Andabæjar. „Þetta hefur gerst einu sinni áður, í 7. tölublaði ársins 1984. Einn lesandi, lítill strákur, hringdi til okkar og spurði hvað sá fjórði héti,“ segir Christ- iansen. Að auki eru tvö dæmi þess að teiknari hafi fyllst slíkum eld- móði að fjórði skjólstæðingur Andrésar hafi stungið upp kollinum en það kom í ljós við yfirlestur í bæði skiptin." « ýi andarunginn hef- j|rl|&k I ur vakið mikla at- I \ ' ■ hygli Danmörku '€SS|y|l enda er Andrés Önd M orðinn nokkurs kon- ar máttarstólpi í þjóðfélaginu að Christiansens sögn. „Andrésblöðin hafa verið gefin út hér síðan 1949 og afi og amma, pabbi og mamma hafa alist upp í félagi við hann; Andrés önd er menningararfleifð. Viðbrögðin eru þess vegna hin sömu og yrðu ef Danadrottning brygði sér út án undirfata. Ef myndin er grannt skoðuð sést líka að Andrés, Ripp, Rapp og Rupp, , horfa á fjórða frændann í forundr- an. Líkt og þeir vilji spyrja: Hvað- an í ósköpunum kom þessi?“ eili á teiknurum og I höfundum efnis í Andrésblöðunum | fara að jafnaði ekki hátt en umrædd saga kemur frá Bandaríkjamanni að nafni Charlie Martin og teiknarinn, Vicar, er búsettur í Chile. Serie- forlaget A/S er eitt 120 alþjóðlegra fyrirtækja innan Egemont-útgáf- unnar, sem er einn stærsti fram- leiðandi teiknimyndasagna í heim- inum, og berast teikningarnar frá listamönnum í ýmsum löndum. Eini listamaðurinn sem hlotið hefur alþjóðlega viðurkenningu er Carl Barks, nú 93 ára, en Andabær og íbúar hans eru sköpunarverk Barks að meira eða minna leyti að sögn Christiansens. Vaka-Helgafell gefur Andrés- blöðin út á Islandi í samvinnu við Serieforlaget og hafði enginn ís- lenskur lesandi leitað eftir skýring- um hjá forlaginu þegar síðast spuröist. Einum frænda ofaukið A LIKA OIMO í HLJ5I ■ : ... i i ....... ................ miiin-Hilt| [ Jf ÓVÆNTUR LIÐSAUKI - „Ég fann þetta í sófanum, hláturgas, og brús- inn er alveg tómur," segir aukaunginn hróðugur. Aðrir stara í forundran. <\ð Fortíðin afhjúpuð FORTÍÐIN er sífellt að verða aðgengilegri. Ný tækni býður upp á stöðugt fleiri leiðir til að hverfa á vit fortíðarinnar, ekki síst í heimi tónlistarinnar. Hægt er að horfa á gömlu Bítlamyndirnar heima í sófa og minnast þess þegar þær voru sýndar í Tónabíói í gamla daga. Hægt er að spila tónlist gömlu átrúnaðargoðanna, Bitlanna, Kinks og Rolling Stones með mestu mögulegu hljómgæðum á geislaspilaranum heima. Auk þess hafa ótal bækur verið skrifaðar um Bítlana og aðrar poppstjörnur. Þann 16. nóvember kemur bókin „Rolling Stone: Images of Rock & Roll“ út í Bretlandi. Hún inniheldur margar fræg- ustu myndir popp- og rokksög- unnar, meðal annarra meðfylgj- andi myndir af Elvis Presley, Björk, Sid Vicious og David Bowie. Meðal ljósmyndara sem eiga verk í bókinni eru Herb Ritts, Annie Leibovitz, David Bailey, Astrid Kirchherr, Albert Watson og Gerard Mankowitz. Margar myndanna hafa ekki sést áður, þótt sumar hafi birst í Rolling Stone. ■ ■ SMAPLONTUMARKAÐUR saman fyrirkr.799 (aðeins 266 kr. stk.) FRJáLSTUAL - Veljið sjálf 3 plöntur saman í bakka. Dæmi um plöntur á smáplöntumarkaðnum Drekatré Nú rýmum við fyrir jólavörunum og seljum mikið af !« '.u pottaplöntum með allt að Mad agaskarp álmi Bergpálmi Henqiaspás afslætti Nóvemberkaktus Diffenbachia Hreiðurburkni Flöskuliljur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.