Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Arvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunriarsson. ÚTSALAN LEYSIR EKKIVANDANN LAMBAKJÖT hefur undanfarna daga verið boðið til sölu í hálfum skrokkum í verzlunum og á mjög lágu verði. Eru dæmi um, að kílóverðið hafi verið töluvert undir þijú hundruð krónum þar sem verzlanir féllu frá álagningu sinni og greiddu jafnframt með kjötinu. Viðmiðunarverð á útsölunni átti að vera 349 krónur. Það vakna upp margar spurningar vegna þessarar útsölu. Ástæða hennar er auðvitað sú að sala á lamba- kjöti hefur verið mjög dræm og miklar birgðir frá síð- asta ári hlaðizt upp. Alls stendur til að selja 600 tonn á þessu lága verði, eða sem svarar rúmlega mánaðar- sölu af lambakjöti undir venjuiegum kringumstæðum, en útsölunni lýkur í næstu viku. Af öllu er ljóst að ekki er hægt að selja lambakjöt í nægilegu magni nema greiða verð þess niður úr öllu valdi. Með því að grípa til niðurgreiðslna í þessu magni er hins vegar einnig verið að beita blekkingum. Markað- ur er ekki fyrir hendi og því er hann búinn til með því að lækka verðið með skattfé. Neytandinn sem telur sig gera kjarakaup er í raun einnig að greiða kjötið niður. Það felst því ákveðin þversögn í því þegar Kristín Kal- mansdóttir hjá Markaðsráði segir í Morgunblaðinu i gær að verðstríðið tryggi „að fjármunirnir sem ríkið varði til að greiða kjötið niður færu allir til neytenda.“ Það er ekki síður alvarlegt að útsölur af þessu tagi brengla markaðinn. Lambakjötið er í beinni samkeppni við fjölmargar aðrar fæðutegundir sem ekki njóta sam- bærilegra ríkisstyrkja. Hvers eiga til dæmis framleiðend- ur á kjúklinga- og svínakjöti að gjalda eða þá fisksalar? Er ekki verið að beina neyzlunni frá hagkvæmari mat- vælaframleiðslu yfir í óhagkvæmari með þessum niður- greiðslum? Útsölur á kjöti sem enginn hefði ella viljað kaupa eru neyðarúrræði og leysa engan vanda. Þó að neyzla á lambakjöti hafi dregizt verulega saman á síðustu árum er hún enn þó nokkur. Aftur á móti er ólíklegt að þeir lambakjötsneytendur, sem þessa stundina eru að kaupa 600 tonn af útsölukjöti, muni falast eftir miklu af nýslátr- uðu lambakjöti. Vandi síðasta árs er leystur, með ærnum tilkostnaði, en að sama skapi lagður grunnurinn að áþekkum vanda næsta haust. MISMUNUN MEÐ STIMPILGJÖLDUM RÍKIÐ innheimtir stimpilgjöld svo nemur milljónum króna af afsalsbréfum skipa, sem skráð eru hér á landi, en ekki af afsalsbréfum flugvéla. Stimpilgjald af veðskuldum vegna flugvélakaupa stóru flugfélaganna er fellt niður með heimild í fjárlögum. Þetta kom fram á Alþingi í fyrradag og er enn eitt dæmið um það hversu meingölluð skattheimta álagning stimpilgjaldanna er. Með því að fella stimpilgjöld niður hjá einni atvinnu- grein en ganga eftir þeim hjá annarri, er atvinnugreinum og fyrirtækjum auðvitað mismunað. Fram hefur komið að há stimpilgjöld eru ein ástæða þess, að æ færri kaup- skip í eigu íslendinga eru skráð hér á landi. Innheimta stimpilgjaldsins felur í sér ýmsa aðra mis- munun, eins og bent hefur verið á, Þannig kemur hún illa niður á útgáfu ýmissa verðbréfa á fjármagnsmark- aðinum og leiðir til þess að menn reyna að komast fram- hjá gjaldinu, sem hindrar eðlilega þróun verðbréfamark- aðar. Þar sem mörg önnur ríki innheimta ekkert stimpil- gjald, er hætta á að íslenzk fyrirtæki leitist við að taka lán erlendis, nú þegar fjármagnsflutningar eru orðnir frjálsir, til að komast framhjá stimpilgjöldum. Þannig missa íslenzk fjármálafyrirtæki spón úr aski sínum. Stimpilgjaldið er úrelt skattheimta, sem er til margvís- legs óhagræðis. Afnám þess er því tímabært. Geti ríkis- sjóður ekki mætt tekjumissi af þeim völdum með lækkun útgjalda, eru aðrar leiðir til tekjuöflunar, sem eru réttlát- ari og mismuna ekki fólki eða fyrirtækjum. FORYSTUMENN björgun- arsveitanna telja að í aðal- atriðum hafi verið vel staðið að útkalli björgun- armanna vegna snjóflóðsins á Flat- eyri aðfaranótt síðastliðins fímmtu- dags. Fyrstu menn í björgunarsveit- um á Vestfjörðum hafi verið ræstir út mjög fljótlega eftir að snjóflóðið féll. Þá hafi björgunarsveitir á höf- uðborgarsvæðinu, meðal annars landsstjórn björgunarsveitanna, verið kallaðar út hálftíma eftir að Almannavarnir ríkisins fengu til- kynningu um snjóflóðið. Það segja Kristbjörn Óli Guðmundsson og Jón Gunnarsson úr landsstjórn björgun- arsveita að geti talist eðlileg við- bragð þó æskilegra væri að setja björgunarsveitirnar strax í við- bragðsstöðu. Stóru björgunarsveitasamtökin, Slysavarnafélag íslands og Lands- björg, hafa með sér formlega sam- vinnu í landsstjórn björgunarsveit- anna. Landinu er skipt upp í 18 svæði og stjórnar sérstök svæðis: stjórn aðgerðum á hverju svæði. í stærri málum og þegar leit nær yfir fleiri en eitt svæði tekur lands- stjórn að sér að samræma aðgerðir. 600 sjálfboðaliðar virkjaðir „Skipulagið miðast við það að virkja sem flesta sjálfboðaliða innan okkar raða á þeim tíma sem þarf. Við höfum það að leiðarljósi að hægt sé að veita.hjálp sem allra fyrst og tryggja sama framgang leitar og stjórnunar um allt land,“ segir Krist- björn Óli. Eftir snjóflóðið á Flateyri var landsstjórnin kölluð út um klukk- an 4.50 og var búið að opna björgun- armiðstöð í húsnæði Landsbjargar í Reykjavík 20 mínútum síðar. Þá bárust skilaboð frá Almánnavörnum um það hvað hefði gerst. Kristbjörn og Jón segja að lands- stjórnin hafi verið beðin um að tryggja að björgunarsveitirnar á norðanverðum Vestfjörðum hafi allar verið kallaðar út. Þá var beðið um að björgunarsveitir á höfuðborgar- svæðinu og á Snæfellsnesi yrðu kall- aðar út og boðaðar í varðskipið Óðin sem var á leið til Grundarfjarðar. í fyrstu var talið að ekki væri tiltækt varðskip í Reykjavík en skömmu síð- ar kom í ljós að Ægir gat farið og var mannskapurinn úr Réykjavík þá boðaður þangað. Flestir voru tilbúnir snemma morguns Á milli klukkan 10 og 11 um morguninn fékk landsstjórnin stað- festar upplýsingar um að 187 vest- firskir björgunarsveitarmenn og heimamenn, auk 10-20 sjómanna væru við skipulagða leit í snjóflóð- inu. Voru þeir með tvo leitarhunda. Togari var á leiðinni frá Patreksfirði með 21 björgunarsveitarmann og varðskipin Ægir og Óðinn voru á mikilli siglingu að sunnan með sam- tals liðlega 140 björgunarmenn og tæki, auk nokkurs fjölda heilbrigðis- starfsfólks. Þá voru alls 232 björgun- armenn í biðstöðu, tilbúnir að fará af stað ef þörf krefði. Á þessum tíma höfðu því hátt í 600 björgunarmenn verið virkjaðir, hluti var kominn til leitarstarfa, annar hluti var á leið- inni og þriðji hlutinn tilbúinn að fara á vettvang. Flestir voru tilbúnir á milli klukkan 7 og 8 um morguninn. Hópar björgunarsveitarmanna úr öllum landshornum hafa síðan komið til aðstoðar við hreinsunarstarfið á Flateyri, að sögn Jóns og Kristbjörns Óla. Samkvæmt nafnalista hafa lið- lega 620 björgunarsveitarmenn farið á vegum Slysavarnafélags íslands og Landsbjargar til Flateyrar frá því snjóflóðið féll. Töluverður hópur til viðbótar vann við skipulagningu og stjórnun. Allir brugðust betur við Jón Gunnarsson og Kristbjörn Óli Guðmundsson segjast hafa fengið boðin um hálfri klukkustund eftir að Almannavarnir ríkisins ffingu tii- kynningu um atburðinn á Flateyri. Það sé innan eðlilegra marka þó betra sé að setja björgunarsveitirnar strax í viðbragðsstöðu. Segja þc-ír að þetta sé mun sneggri viðbrögð en eftir snjóflóðið í Súðavík. Og þeir BJÖRGUNARMENN að störfum í snjóflóðinu á Gott við- bragð hjá bj örgxmar- sveitunum Björgunarsveitir landsins brugðust yfirleitt hratt og vel við þegar þær voru kallaðar út vegna snjóflóðsins á Flateyri, að mati fulltrúa úr landsstjóm björgunarsveitanna. Þeir segja Helga Bjamasyni að 600 sjálfboðaliðar hafí verið virkjaðir á fyrstu klukkutímunum og þeir hafi ýmist verið komnir til leitar, verið á leiðinni eða í viðbragðsstöðu. Morgunblaðið/Sverrir KRISTBJORN Oli Guðmundsson og Jón Gunnarsson í sameigin- legri björgunarmiðstöð Landsbjargar og Slysavarnafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.