Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Fyrirgefðu! - eitt augnablik Haukur Ing-i Jónsson NÆSTKOMANDI laugardag, 4. nóvem- ber, gengst Æsku- lýðssamband kirkj- unnar í Reykjavík fyr- ir haustsamveru í Grafarvogskirkju þar sem fyrirgefningin verður tekin til skoð- unar. í tilefni þessa verður hér gerð nokk- ur grein fyrir merk- ingu hugtaksins „fyr- irgefning syndanna". Fyrst aðeins um syndina, hugtak sem er mjög misskilið. Þegar guðfræðin talar um synd þá er gjarnan gerður greinarmunur á persónulegum syndum og syndinni sem slíkri (sem stundum er nefnd erfða- synd). Persónuleg synd er t.d. þeg- ar maður brýtur eitthvað af sér gegn sjálfum sér, öðrum eða sam- félaginu. Og að sjálfsögðu er ný- fætt barn ekki syndari að þessu leyti, það hefur ekki „syndgað". Hinsvegar er talað um syndina sem stöðu mannsins. Þannig má segja að „syndir“ sé eitt og „syndin“ sem slík annað. Gríska orðið yfir synd í Nýja testamentinu merkir í raun „skot sem geigar“ - eins og þegar skotið er af boga og örin hittir ekki í mark. Líkt er um manninn, hann er eins og bogmaður sem missir marks. Maðurinn er upphaf- lega skapaður í mynd Guðs, þ.e. sem skapandi, elskandi, skynsöm og lifandi vera og samkvæmt guð- fræðinni er þetta hið sanna eðli hans. Af einhvetjum ástæðum virð- ist maðurinn hinsvegar þráfaldlega leita af þessari braut og til að gera langa sögu stutta þá er synd- in uppreisn mannsins gegnjþví sem honum er ætlað að vera. Islenska orðið synd er komið af orðinu sundrung og má auðveldlega sjá tengslin þarna á milli. Af þessu má ljóst vera að orðið synd er í raun jákvætt hugtak sem lýsir vandræðagangi manna í fortíð, nútíð og líklegast í framtíð. Þá að fyrirgefningunni. Menn virðast hafa mikla burði til að fyrir- gefa öðrum það sem á hlut þeirra er gert og þetta er mikilvægur eig- inleiki í sundruðum heimi. Þegar forn-Grikkir og Hebrear töluðu um fyrirgefningu þá áttu þeir við t.d. þegar skuldunautur gaf skuldara upp skuld, faðir fyrirgaf bami sínu, herra þjóni og dómari veitti dæmd- um manni sakaruppgjöf. Hebreska orðið yfír fyrirgefningu merkir reyndar „að lyfta upp“ eða „að láta laust“. Það sem er nýtt við fyrirgefningarhugmynd Krists er að hann talar um að Guð fyrirgefí manninum. Þannig er ekki lengur um samband tveggja takmarkaðra dauðlegra aðila að ræða heldur er fyrirgefningin nú takmarkalaus, algild og skilyrðislaus. Manninum er fyrirgefið. Hann er tekinn í sátt - samþykktur eins og hann er. Menn fyrirgefa einstakar syndir, t.d. tryggðarbrest eða lögbrot. Þegar talað er um að Guð fyrirgefi syndir mannsins þá er ekki fyrst og fremst verið að vísa til þess að Guð fyrirgefi manninum einstök brot hans heldur að Guð taki manninn í sátt og lýsi hann réttl- átan. Því miður er hugmyndin um fyrir- gefningu syndanna oft misskilin því einblínt er á fyrirgefningu ein- stakra synda og sið- ferðishnökra þeirra fremur en á firrð manns frá Guði og trúarlegt gildi hennar. Inntak þessa verður manninum ljóst vegna nærveru heilags anda sem snýr huga mannsins frá því að skoða hið góða og illa í honum sjálfum og beinir fremur augum hans til hins takmarkalausa góða í Guði sem er handan góðs og ills og gefur sig án skilyrða. Til að skýra betur mikilvægi þessa má benda á hliðstæðu: Strákur er skotinn í stelpu, hann veltir fyrir sér hvernig hann geti komið á sambandi við hana og í bijósti hans bærast margar kennd- ir, ást, ótti, efí. Nú kemur stelpan til hans og segir „Ég elska þig“ og hefur frumkvæði að því að koma á sambandinu. Þá er allur vand- ræðagangur stráksins úr sögunni - það eina sem hann þarf að gera er að elska, virða og rækja stúlk- una sem best hann má. Það sama á við um fyrirgefningu Guðs. Rétt B arnalj ó smyndir Fermingarmyndir Brúðkaupsmyndir Stúdentamyndir PÉTU R PÉTU RSSON LlÓSMYNDASTÚDfÓ Laugavcgi 24 101 Reykjavík Sími 552 0624 Á haustsamveru í Grafarvogskirkj u laugardaginn 4. nóvem- ber, sem Haukur Ingi Jónsson kynnir hér, verður merking hug- taksins fyrirgefning krufin til mergjar. irSKulýössambands kirkjunnar. eins og stelpan kemur til stráksins þá kemur Guð til mannsins í Kristi og segir: „Óttast ekki - trú þú aðeins." (Mark. 5:36.) Á sama hátt segir stelpan við strákinn: „Óttast ekki - elska þú aðeins.“ — Og það eina sem strákurinn getur gert er að trúa orðum stelpunnar. Og eins og ástin, er fyrirgefning syndanna ekki einhverskonar stundargaman eða augnabliks huggulegheit heldur þvert á móti loforð - og sá sem gerir sér grein fyrir því að honum sé fyrirgefið á þennan hátt, hann fyrirgefur öðr- um. Höfundur er guðfræðingur og framkvæmdastjóri Æskulýðssam- bands kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmum. TILBOÐS-PAKKAR Á HEIMILISTÆKJUM • • ^ >. '' :ot-/ ' CE 60 E60 4P HT490 TILBOÐ 1 TILBOÐ 2 Efri ofn HT490. Undir og yfirhiti, grill og mótordrifinn grillteinn. Stærö 54 Itr. Helluborð með stjórnborði til hliðar. 4 hellur, þar af ein hraðhella. Vifta CE60. Þriggja hraða með Ijósi. Sog 310 m3/klst. Kr. 35.900,- Sama og í tilboði nr. 1, nema undirborðsofn með stjórnborði fyrir helluborð. Kr. 37.900,- fe<a. C 601 VTCM HT610 •RyU7 rsSL.'7 i | g5|l ' -/fVv : a . / a/á" , Þrívíddarblástur TILBOÐ 3 TILBOÐ 4 Efri ofn HT610. Fjölvirkur, 7 möguleikar, sjálfhreinsibúnaður, grillteinn, þrívíddarblástur, forritanleg klukka. Keramik helluborð. 4 hraðhellur, gaum- Ijós, stjórnborð til hliðar. Vifta C601.3ja hraða, Ijós, málmsía, sog 450 m3/klst. Kr. 72.640,- Sama og tilboð 3, nema neðri ofn með stjórnborði fyrir helluborð. Kr. 71.970,- 7qkS HEIMILISTÆKI (GROUP TEKA AG) OPIÐ HUS LAUGARDAG KL. 10-16 SUNNUDAG KL. 12-16 SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332 OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-16 . . m 1/4 GRILLAPUR KJUKLINGUR • MAÍSKORN MIPSTÆRÐ FRANSKAR ^ MIÐSTÆRD GOS 440 ELPHRESS • FERSKUR • SAFARÍKUR ■ í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.