Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 35 ÞORGEIR ÓSKAR KARLSSON -I- Þorgeir Óskar ■ Karlsson fædd- ist að Steinum í Grindavík 5. mars 1917, fluttist síðan með foreldrum sín- um að Karlsskála i sama bæ. Hann lést 26. október síðast- liðinn á Borgar- spítalanum. For- eldrar hans voru Ágúst Karl Guð- mundsson og Guð- rún Steinsdóttir. Systkinin voru 10. Eyrún f. 1912, látin. Ingibergur, tvíburi Þorgeirs, látinn, Sigmundur, f. 1918, Guðmundur, f. 1919, Karl Gunnar, f. 1921, látinn, Ingólf- ur, f. 1924, látinn, Sveinbjörg Valgerður, f. 1927, Guðjón Gunnar Sigurður, f. 1929, og Bára, f. 1930, látin. Þorgeir kvæntist Helgu I. Magnúsdótt- ur 1940, hún var fædd 1918, látin 1995, þau eignuðust þijá syni; þau slitu samvistir. 1) Gunnar Karl, bilsljóri, f. 25. mars 1940, kvæntur Margréti Böðvarsdóttur, leikskólastarfs- manni, f. 15. apríl 1948. Hann á 4 börn. 2) Vilberg Kjartan, skrifstofumaður, f. 17. júní í DAG fylgjum við til grafar pabba, þessum manni sem okkur fannst alltaf vera ódauðlegur, en tími allra kemur og eins var með hann. Hvað sem því líður þá erum við aldrei tilbúin að standa augliti til auglitis við dauðann, jafnvel þó hann sé það eina örugga í þessu lífi. Hann var rúmlega tvítugur þegar hann flutti til Keflavíkur, var hann þar til sjós og keyrði vörubíla sem hann átti sjálfur. Hann vann við lagningu Reykjanesbrautarinnar og var hann einn af stofnendum Vöru- bílastöðvar Keflavíkur. 1944, kvæntur Guð- rúnu Björk Jóhann- esdóttur kennara- nema, f. 4. nóvem- ber 1946, hann á 4. börn. 3) Sigurður, sjómaður, f. 30. jan- úar 1946, kvæntur Rut Olsen, f. 30. september 1954, hann á 5 börn. Þor- geir kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Sóleyju Siguijóns- dóttur, f. 17. ágúst 1925. Þau eiga þijú börn, þau eru: 1) Margeir, byggingameistari, f. 24. september 1955, kvæntur Ástríði Li\ju Guðjónsdóttur, hússljórnarkennara, f. 15. nóv. 1955, eiga þau fjögur börn. 2) Katrín Osk, f. 20. nóvember 1957, hjúkrunarfræðingnur og ljósmóðir, gift Guðmundi Gesti Þórissyni, trésmið, f. 3. ágúst 1960, þau eiga 3 börn. 3) Ingi- bergur, f. 2. mars 1963, útgerð- arstjóri, sambýliskona hans er Málfríður Baldvinsdóttir, hár- greiðslumeistari, f. 23. apríl 1966, eiga þau tvö börn. Útför Þorgeirs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. í hartnær 30 ár vann hann hjá ESSO á Keflavíkurflugvelli við ýmis störf og aðallega flugvélaaf- greiðslu. Hitti hann marga fræga menn við sín störf og talaði mikið um það, en vænst þótti honum um að hitta Frank Sinatra 1983 og á hann mynd sem tekin var af þeim saman. Hann lét af störfum nærri kom- inn á 76. aldursár, ekki alveg tilbú- inn að hætta, en hann hætti aldrei að vinna því hann var mikill forkur og gaf ungum mönnum ekkert eftir. Hann var gamansamur og hafði MINNINGAR gaman af meinlausum hrekkjum og það var ekki fyrir neitt að sam- starfsmenn hans hjá ESSO kölluðu hann „Grindavíkurljónið“. Hann hafði verið blessunarlega heppinn með heilsu sína, þó að hann hafi verið skorinn upp við magasári og síðan þjökuðu nýrnasteinar hann mjög reglulega, en það var ekkert mál, hann var alltaf mjög hress á milli. Mamma og pabbi fóru síðan að fara til útlanda í sólina til að lengja sumarið eða stytta skammdegið og alltaf vorum við að heyra skemmti- legar sögur úr ferðunum þeirra. Þau voru mjög samrýnd og gerðu margt saman, voru góðir vinir og góðir uppalendur okkur til fyrirmyndar. Okkur langar til að þakka þér, elsku pabbi, fyrir það að hafa gefið okkur þennan tíma með þér, þakka þér fyrir að hvetja okkur og treysta í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við vitum að á móti þér tóku þeir sem þú unnir. Barnabörnin þín senda þér falleg- ar kveðjur, Þorgeir Óskar, Sóley, Elva Björk, Heiðar Ingi, Theodór, Margrét Lilja, Björgvin Karl, Sóley Björg og Þórir Geir, einnig sérstak- ar kveðjur frá tengdadætrum og tengdasyni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Með þessum orðum viljum við biðja góðan Guð að styrkja móður okkar, sem sér á eftir góðum vini og lífsförunaut. Margeir, Katrín og Ingibergur. Mig langar í örfáum orðum að kveðja föður vinkonu minnar, Þor- geir Óskar Karlsson, sem lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 26. október sl. Heimili Þorgeirs og Sóleyjar, foreldra Katýjar, hefur verið mér einkar kært. Ég kynntist Þorgeiri fyrst 1979 þegar dóttir hans og ég vorum saman á heimavist HSI. Þorgeir var hreinskilinn, kátur og hress en ekki síst umhyggjusamur faðir og vinur okkar vinkvenna Katýjar. Þorgeir hafði lag á að láta mér finnast að ég væri sérstök með því að sýna áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur og það geymi ég í minningunni. Gest- risni þeirra hjóna og hlýhugur í gegnum árin hafa auðgað líf mitt. Elsku Sóley, Katý, systkini og fjöl- • skyldur, það er sárt að missa góð- an mann. Ég þakka samfylgd hans og vona að guð gefi ykkur styrk í sorginni. Ég kveð hann með bæn móður minnar. í himnanna hásal hamingjan býr, þar alfaðir, friður og fögnuður gnýr. Stjömumar leiftra og iýsa til þín og leiða þig þar sem guðsljósið skín. (H.S.) • Þórunn Kjartansdóttir. Þegar ég minnist Þorgeirs Karlssonar verður mér hugsað til þess hversu vinnugleði hans og starfsorka var ríkur þáttur í dag- legu lífi hans, hann var alltaf sí- vinnandi svo lengi sem ég þekkti hann og ekki fórum við sambýlis- fólk hans á Kirkjuvegi 1 varhluta af því. Fórnfýsi hans var einstök, gagnvart náunganum var hann alltaf vakinn og sofinn er eitthvað fór aflaga og þurfti viðgerðar við og ef hann taldi sig geta við það gert var hann óðar kominn til þess að gera við það hvort sem það var innan húss eða utan. Snyrtimennska var honum í blóð borin og þótt ekki væri nema smá bréftætla á vegi hans þá tók hann hana upp og kom henni fyrir þar sem hún var betur komin. Ég kynntist Þorgeiri fyrst fyrir rúmum 50 árum þegar leiðir okk- ar lágu saman við störf á Vöru- bílastöð Keflavíkur. Þar reyndist hann góður félagi, atorkusamur og duglegur enda þurfti þess þá með því það var erfitt að vera við vörubílaakstur á þeim tíma. Þá voru vegir frumstæðir miðað við það sem nú er og bifreiðin ekki nálægt því að vera svo fullkomin sem hún er í dag. Sú vinna sem þar var unnin var aðallega við útgerð og fiskvinnslu, blómaskeið þess tima hér í Keflavík. Einnig var mikið um að vera á Keflavík- urflugvelli á þessum tíma svo að það gefur augaleið að mikið var að gera. Við þessar aðstæður naut hann sín vel enda maðurinn dugn- aðarforkur. Á yngri árum var hann hvatleg- ur í fasi, mikið fyrir að gera að gamni sínu og að takast á við fé- laga sína í glímu þegar tími vannst til þess og aðstæður leyfðu. En allt var þetta í góðu gert og höfðu hann og aðrir gaman af og ég minnist margra skemmtilegra'*'' stunda frá þeim tíma þótt erfiður væri. Nú, þegar Þorgeir er frá okkur farinn, eigum við sambýlisfólk hans eftir að sakna góðs félaga og vinar og hans hvatlega og frísk- lega viðmóts. En að sjálfsögðu eig- um við eftir að sakna árvekni hans og fórnfýsi sem hann sýndi okkur með því að vera alltaf tilbúinn að gera við það sem aflaga fór og þurfti viðgerðar við án þess að hann væri um það beðinn . Skapadægri sínum tók Þorgeir með stökustu ró, aldrei heyrði maður hann kvarta, enda var hann ekki sú manngerð að hann væri*'- að bera á torg tilfinningar sínar. Nú kveðjum við góðan dreng með söknuði í huga og biðjum honum blessunar Guðs á þeim veg- um sem hans eru nú. Því það gleymist víst enpm sem gengur sinn veg hve gott er að mæta þar vini og finna samúð á langri leið í lífsins hverfula skini. Þú deildir á milli dagsins önn þínum drengskap heilum réði. Við rétta fómandi héita hönd var hamingja þín og gleði. (Valdimar Hólm Hallstað) Kæra Sóley, hugur okkar dvelur hjá þér, börnum þínum, fjölskyldum þeirra og venslafólki. Megi alvaldið mýkja sárustu sorgir ykkar. Magnús Þór Helgason. JÓN EINARSSON + Jón Einarsson var fæddur að Reykjadal í Hruna- mannahreppi 27. maí 1909. Hann lést á heimili sínu að Reykjabakka í sömu sveit aðfara- nótt 30. október síðastliðins. For- eldrar Jóns voru hjónin Einar Jóns- son og Pálína Jóns- dóttir í Reykjadal í Hrunamanna- hreppi. Jón var næstelstur 12 systkina, eldri var Magnús sem er látinn en yngri Guðmundur, Sigurður, Jóhanna, Ásta, Jó- hann, Margrét sem dó ung, Elísabet, Hörður, Haukur og Auður. Jón kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Þóru Tómasdóttur, f. 10. september 1917, frá Grafarbakka í Hrunamannahreppi 24. nóvember 1944. Þau eignuðust fjóra syni. Þeir eru: 1) Tómás Þórir, bif- reiðastjóri, f. 15. apríl 1947. Börn hans eru Edda Ósk og Jón Þór. 2) Ein- ar, bóndi á Reykja- bakka, f. 2. apríl 1951. 3) Þröstur, trésmíðameistari á Flúðum, f. 24. febr- úar 1958, kvæntur Sigrúnu Pálsdóttur, og eru börn þeirra Anna Þóra, Elfa Rut og Páll Orri. 4) Reynir, bóndi á Reykja- bakka, f. 1. nóvember 1960, kvæntur Sólveigu Sigfúsdóttur og' eru dætur þeirra Rannveig og ^Harpa. Útför Jóns fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Geyma minning fagra flest fótmál þinna sona. Heima finnur barnið best birtu sinna vona. (Birna Friðriksdóttir) Með þessu ljóði viljum við minn- ast þín, elsku afi okkar. Þín barnabörn, Edda Ósk og Jón Þór. Jón var fæddur á fyrsta áratug aldarinnar og því af aldamótakyn- slóðinni. Hann ólst upp í stórum systkinahópi í Reykjadal í Hruna- mannahreppi en fór ungur að heim- an til sjóróðra í Grindavík og var síðan 9 vertíðir í Vestmannaeyjum, Iengst á aflaskipinu Kap. Á sumrin vann hann jafnan hjá foreldrum sínum í Reykjadal. Jón þótti mikið hraustmenni á yngri árum og vald- ist m.a. til starfa sem héraðslög- reglumaður á samkomum í sýsl- unni. Jón var mikill hestamaður, átti góða hesta og hafði gaman af út- reiðum. I einum útreiðartúrnum kynntist Jón móðursystur minni, Þóru Tómasdóttur frá Grafarbakka, og gekk að eiga hana 1944. Jón og Þóra bjuggu í skjóli foreldra hennar að Grafarbakka fram til ársins 1950 er þau reistu sér ný- býli á túninu sunnan Grafarbakka á háum bakka Litlu-Laxár og nefndu býlið Reykjabakka. Sem heimagangur á Reykja- bakka kynntist ég Jóni vel. Hann var natinn búmaður, fór vel að skepnum og hugsaði meira um gæði en magn í búskapnum. Grip- irnir voru ekki ýkja margir, enda jörðin ekki stór. Jóni búnaðist vel á Reykjabakka, í fyrstu með hefð- bundinn blandaðan búskap en síðar lögðu þau Þóra æ meiri áherslu á matjurtarækt. Greinilegt var þó að mesta ánægju hafði Jón af sauðfénu og var í essinu sínu við vorrúning- inn, í smalamennsku og í heyskap. Fé hans var jafnan sællegt og vænt með afbrigðum. Jón eltist ekki mik- ið við tæknina í búskapnum, fór sjaldan undir stýri á dráttarvél og aldrei á bíl. Synir hans sáu um þann hluta bústarfanna. Jón lagði alla tíð mikið kapp á hreinlæti í fjósi og fjöldi viðurkenninga í formi örsmárra mjólkurbrúsa frá Mjólkur- búi Flóamanna ber þess vott að mjólkin frá Reykjabakka fór undan- tekningarlaust í 1. flokk. Að Reykjabakka var jafnan gott að koma því þau Þóra tóku vel og hlýlega á móti gestum og gáfu sér góðan tíma til að spjalla. Jón var úrvals framsóknarmaður sem ekki telst sjaldgæft í Hrunamanna- hreppi. Á heimavelli i eldhúsinu á Reykjabakka var tiltölulega auðvelt að fá hann til kappræðna um þjóð- mál. Honum lá sjaldnast hlýtt orð til sjálfstæðismanna, krata, komma eða annarra óvina bændastéttarinn-- ar, sérstaklega ekki ef Framsóknar- flokkurinn var utan stjórnar. Jón var fastur fyrir og ekki auðvelt að fá hann ofan af skoðunum sínum en einmitt þegar ágreiningurinn var orðinn hvað harðastur voru 20 teg- undir af kaffibrauði komnar á eld- húsborðið hjá Þóru og kaffið í boll- ana. Brá þá svo við að sverðin voru slíðruð og vopnahlé samið. Gestrisni húsbændanna var hafin hátt yfir allan ágreining og dægurþras. Mér gengur enn illa að skilja hvernig Þóra fann tíma til að baka allar þær tegundir af kaffibrauði sem boðið var upp á, því hún gekk jafnan til allra verka á Reykjabakka með Jóni, í mjaltir, heyskap og til garð- yrkjustarfa frá morgni til kvölds. Jón og Þóra voru svo gæfusöm að synir þeirra hafa sett saman bú sín spölkorn frá Reykjabakka, þeir Tómas Þórir og Þröstur búa handan Litlu-Laxár í hinum ört stækkandi byggðarkjarna að Flúðum. Einar hefur alla tíð búið í foreldrahúsum og verið foreldrum sínum stoð og stytta síðari árin. Hann hefur tekið við búinu að miklu leyti og stundar ásamt Reyni bróður sínum og fjöl- skyldu hans matjurtarækt að Reykjabakka. Jón og Þóra hafa hjálpað ötullega við uppeldi 7 mynd- arlegra barnabama, sérstakíega síðari árin eftir að sporunum utan- dyra tók að fækka. Jón hélt góðri andlegri heilsu til dauðadags og þegar ég hitti hann fyrr í haust var engan bilbug á honum að finna þrátt fyrir að árin væru orðin 86. Mér datt ekki annað í hug en að hann yrði allra karla elstur enda foreldrar hans langlífir. Kallið kom skyndilega aðfaranótt mánudagsins 30. október. Jóni þakka ég fyrir umburðarlyndi við uppátektarsama heimaganginn. Móðir mín, Sigrún Tómasdóttir, þakkar mági sínum og nágranna hlýhug og ræktarsemi. Þóru, sonum hennar og fjölskyldum þeirra vott- um við samúð okkar. Sigurður Tómas Magnússon. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd i Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.