Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 37 Börn Sigurðar og Jónasínu byggðu hótel yfir þessa starfsemi og opnuðu það árið 1947. Er það hin reisulegasta bygging sem stend- ur á einum fallegasta útsýnisstað á bökkum Mývatns. Hveijum sem þar gistir dylst ekki undramáttur mý- vetnskrar náttúru og á vorin er fuglaiífið við hótelvegginn nokkuð sem hverjum fuglaáhugamanni er ógleymanleg lífsreynsla. Guðrún og Svava systir hennar tóku að sér að sjá um hótelreksturinn. Guðrún var sú sem kom fram út á við, Svava vann meira innanhúss. Þeim systr- um virtist það eiginlegt að taka á móti gestum og var þjónustulund þeim í blóð borin. Þær voru ekki langskólagengnar í hótelfræðum, enda þurfti að fara til útlanda á þeirra yngri árum til að nema slík fræði. Þykir mér þó Ííklegt að það hafi hvarflað að þeim að sækja sér menntun í greininni því að víst er að á þessum árum stóð metnaður Reykhlíðunga til menntunar og upp- byggingar. Þær höfðu sína föstu gesti eins og títt var í upphafi ferða- þjónustunnar um miðbik aldarinnar óg orðlagðar voru þær systur fýrir gæði í mat og gistingu. Er ég hugsa til baka finnst mér eins og allir gestir í Hótel Reykja- hlíð væru fínt fólk, enda var komið fram við alla gesti sem slíka í því húsi, það fundum við krakkarnir þó að maður kæmi þar ekki mikið á sumrin. Haust og vor vorum við krakkar'nir tiðir gestir í Hótel Reykjahlíð, aðallega að snudda í kringum Jón Bjartmar, bróður þeirra systra. Þannig kynntumst við þeim og því andrúmslofti sem frá þeim stafaði í garð gesta og gang- andi. Ég minnist þess að alltaf var snyrtilegt og fínt í kringum Hótel Reykjahlíð, fallega málað grindverk með hliði sem alltaf var lokað og gestir þurftu að opna til að komast upp að húsinu því það stóð í heima- túninu eins og vera bar með sveita- hótel. Lóðin var hraunið og vatns- bakkinn og allt eins mývetnskt og hugsast gat. Guðrún vann við hótel- ið á sumrin en á veturna lá rekstur- inn alfarið niðri og fór hún þá í burtu og kenndi ungu fólki að elda mat og annast gesti. Víst er að þeir sem þeirrar leiðsagnar nutu voru í góðum höndum kunnáttukonu á sínu sviði. Eftir að Guðrún hætti daglegum afskiptum af hótelrekstrinum urðu kynni okkar meiri og kom þá í ljós að hún hafði mikinn áhuga á öllu sem var að gerast. Gilti það bæði um okkar sameiginlegu starfsgrein og ekki síður um samfélagið sem við búum í og okkar nánasta um- hverfi. Hún hafði skoðanir á flestu og lét sér fátt óviðkomandi. Hún virtist hafa stálminni, hún mundi nöfn gesta langt aftur í tímann og hvenær þeir höfðu dvalist þar og jafnvel í hvaða tilgangi. Þá mundi hún nöfn á öllum börnum þó að hún sæi mörg þeirra sjaldan. Er ég fór að læra matreiðslu og síðar hótelstjórnun í Noregi fann ég vel hve mikinn áhuga Guðrún hafði á því og hve augsýnilega virð- ingu hún bar fyrir þessum greinum. Hún hvatti mig á sinn hátt og það ber nú að þakka. Þuríður er nú ein eftir á lífi af þeim Sigurðarbörnum í Reykjahlíð. Ég bið góðan Guð að styrkja hana í sorg hennar og styðja hana í ein- verunni. Við María og dæturnar sendum öllum aðstandendum hjart- anlegar samúðarkveðjur. Rauð og gul standa þau, meðan kuldinn eykst, trén, sem í sumar voru svo græn. Laufin fjúka um götumar fyrir svölum haustvindinum meðan við kveikjum rafmagnsljósin og búum okkur undir vetrarhretin. Undir snjónum ætlar rótin að iifa til að bera blómin sín í vor. Langan vetur ætlum við að starfa og bera okkar blóm; blóm sem eiga sér rætur djúpt handan við haustvind og snjóbyl í heiðríkju tryggðar og hlýju. (Elísabet Þorgeirsdóttir) Pétur Snæbjörnsson. + Viktoría Jóns- dóttir fæddist 29. desember 1903 í Reykjavík. Hún andaðist 26. októ- ber síðastliðinn á Hjúkrunarheimil- inu Eir, Reykjavík. Foreldrar Viktoríu voru Jón Erlends- son og Þuríður Jónsdóttir. Viktoría fluttist ung til Vest- mannaeyja ásamt móður sinni, Þuríði, d. 1953, og systur, Jónu Jónsdóttur, d. 1959. Viktoría var gift Halldóri Eyjólfssyni vélsljóra, f. 16.6. 1892, d. 16.9. 1973. Bjuggu þau öll sín búskaparár í Sunnuhlíð í Vestmannaeyjum. Eftir gosið 1973 í Vestmannaeyjum fluttist Viktoría til Reykjavíkur í Síðu- múla 21 og bjó þar allt þangað til hún fluttist á Hjúkrunar- hehnilið Eir þar sem hún lést. Útför Viktoríu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukkan 16. ELSKU Vitta mín, nú ertu farin og hvíldin langþráða komin. Mig lang- aði að kveðja þig með nokkrum orð- um á blaði, sem kannski hefðu átt að hljóma oftar í þín eyru en nú er það of seint. Núna ert þú glöð og frísk hinum megin hjá Halldóri þínum og Sól- eyju, en mikið finnst mér þetta erfitt, ég á svo margar minningar, Vitta mín. Nú þegar stutt er til jóla finnst mér skrýtið að hugsa til þeirra án þín, að lesa utan á alla pakkana og rétta mér þá svo, við höfðum nefnilega svona skipulag á þessu sem komst sjálfkrafa á fyrir mörgum árum. Og þú varst stundum svo fyndin þegar þú last utan á pakkana, kryddaðir og bættir við það sem þar stóð svo að við grétum úr hlátri. Á jólunum svafst þú alltaf hjá okkur þegar við bjuggum á Öldugöt- unni, í sófanum í stofunni, og þegar ég vaknaði um miðja nótt og lædd- ist fram varst þú alltaf vakandi að lesa nýju bækumar þínar, það var svo notalegt. Við spjölluðum oft saman langt fram á nótt og borðuð- um nammi og hangikjöt og mamma skildi síðan ekkert í hvað ég svaf lengi frameftir. Þegar þú varst að vinna hjá Ella í Nylonhúðun og myndin birtist af þér í DV fannst mér þú nánast ódauðleg, annar eins kraftur var óskiljanlegur og ég var svo montin að ég sagði öllum frá því að þetta væri sko hún Vitta mín og engin önnur með logsuðutækið í hendi á áttræðisaldri. Ég veit hvað liann Leó Berg minn gladdi þig mikið þótt ekki væri hann eldri, þér fannst hann guðsgjöf, sem hann er, og ég fann alltaf svo inni- lega hvað þú samgladdist mér og var umhugað um hamingju mína, alltaf hugsaði ég hlutina öðruvísi eftir samtal við þig, þú sást allt frá svo rrífnnlegu sjónarhorni, t.d. spurðir þú mig aldrei „Hvað segirðu gott?“ heldur „Ertu hamingjusöm?" Það var aðalatriðið að vera ham- ingjusamur, ánægður með sig og sína hvernig sem aðstæður voru. Það var mér ofsalega mikils virði að þú skyldir komast í kirkjuna á brúðkaupsdaginn minn þrátt fyrir að vera mikið lasin, ég vissi að það skipti þig miklu máli að sjá mig ganga upp að altarinu til hans Eika míns sem hafði fengið fullkomið samþykki frá þér og það var ekki svo lítils virði. Það verður aldrei til önnur eins kjarnakona og þú, það veit ég, það er og verður bara ein Vitta. Aldrei lást þú á skoðunum þínum, þær fengu alltaf að heyrast og stundum varstu að siða mig til og þá sérstaklega í fjármálum, þér fannst ég óttaleg eyðslukló, enda miðað við þig þá eru það flestir! Þú sparaðir stundum svo við þig að mér þótti nóg um, þegar við vorum í Bónus og þú hélst á tveim- ur kaffipokum og við reiknuðum út hvor væri ódýrari. Á þessum inn- kaupaferðum okkar lærði ég mikið, svo gafstu mér fiskinn sem þú hafð- ir lengi skoðað verðið á, hvort hann væri of dýr eða ekki skipti ekki máli en þú varst bara að kenna mér að vera sparsöm, þér var þó alltaf sama hvað hlutimir kostuðu handa öðmm, gjafmildi þinni voru engin takmörk sett, það veit ég. Þegar ég kaupi í matinn hugsa ég oft til þín. Myndi Vitta kaupa þetta? Ef svarið er nei er það örugg- lega óþarfi og ég sleppi því. Það eru svo margar minningarnar sem koma upp í hugann en þessar komu núna og þær eru oft svo ósköp hversdagslegar en skilja samt svo mikið eftir, þær standa uppúr og eru svo margar og ég veit ég á eft- ir að sakna þín mikið en ég veit að þú hefur það gott þar sem þú ert núna, og ég veit að þú ert fegin að vera frjáls eins og fuglinn eins og þú varst alltaf, út og suður út um allt. Elsku Vitta mín, ég kveð þig nú hér en í huga mínum ertu alltaf og þú veist það. Varstu þar, varstu hvar, varstu kannski allstaðar? Viktoría de Los Angeles við stundum kölluðum þig Viktoría de Los Angeles. Október kom, október fór hvert fórst þú? Viktoría de Los Angeles við ennþá köllum þig Viktoría de Los Angeles. (Í.B.) íris Berg. MIIMNINGAR VIKTORÍA JÓNSDÓTTIR KAREN G UÐJÓNSDÓTTIR + Karen Guðjóns- dóttir fæddist á Skúmstöðum á Eyrarbakka 5. jan- úar 1901. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 23. október síðastliðinn. Minn- ingarathöfn um Karen fór fram í Keflavíkurkirkju 31. október, en jarð- setning fer fram í Keflavíkurkirkju- garði í dag. ELSKU amma mín. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim eftir langvarandi og erfið veikindi, langar mig að minnast þín í nokkrum orðum. Þú varst einstök kona, og þess vegna er erfítt að hafa orðin fá. Þú varst af þeirri kynslóð sem því miður týnir hratt tölunni, kynslóð sem einkenndist af dugnaði og ósérhlífni og síðast en ekki síst skilningi á því sem mestu máli skiptir, mannlegum samskipt- um. Veraldleg gæði skiptu þig aldrei neinu sérstöku máli, þó að ég viti að þú hafðir gaman af fallegum hlutum, og ekki síst höttum, þá áttirðu nokkra, og fórst helst ekki út úr húsi, nema hatturinn væri á sínum stað. Það áttuð þið afi sameiginlegt eins og svo margt, sem ég minnist úr æsku. Þið afí eignuðust átta börn, en samt létuð þið ykkur ekki muna um að bæta mér í hópinn fyrstu árin mín. Þó að ég muni ekki mikið frá þeim tíma, veit ég að þið gerðuð allt til að láta ykkar fólki líða vel, en þá bjuggu enn heima yngstu synir ykk- ar tveir, Óskar og Grétar, sem reynd- ust mér eins og bestu bræður. Litla húsið ykkar á eyrinni, steinsnar frá sjónum, sem var ykkar afkoma. Afi sigldi bátnum sínum og þú aðstoðað- ir hann í landi, vinnudagar ykkar voru langir. Afi lést langt fyrir aldur fram, árið 1959, en hann hefði átt aldaraf- mæli 14. ágúst sl. Ég minnist ferðanna inn á Akur- eyri, þegar ég dvaldi hjá þér á sumr- in. Þá var gist hjá Borgu frænku og Stjána, en þið systurnar voruð mjög samrýndar og unnuð saman við hreingerningar. Það eru margar góð- ar minningar úr Munkaþverárstræt- inu. Ferðalög voru alltaf þínar ær og kýr, þá stoppaðir nú ekki alltaf lengi á sama stað, amma mín, enda var fjölskyldan stór og dreifð um landið. Ferðirnar til útlanda voru líka nokkr- ar, og margar skemmtilegar sögur fylgdu. Ég minnist þín sem skapgóðrar, félagslyndrar og fróðrar konu. Þú varst minnug á alla hluti úr fortíð- inni og fylgdist vel með fram á síð- asta dag. Þú kynntist líka sorginni, yngsta son þinn misstirðu eftir löng og erfíð veikindi árið 1991, og seinna sonar- son þinn, en þá sem oftar sýndir þú dugnað og æðruleysi. Börnin í fjölskyldunni voru alltaf þitt hjartans mál, þú hafðir gaman af börnum, og er mér efst í 'huga þakklæti fyrir umhyggju þina fyrir dætrum mínum, um leið og ég þakka þér allar góðu samverustundimar, amma mín. Ég held áfram að hugsa til þín á hveijum degi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ingibjörg Kristín. ÞORÐUR JÚLÍUSSON + Þórður Júlíusson var fædd- ur á Hellissandi 6. ágúst 1937. Hann lést í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastlið- inn og fór útförin fram 3. nóv- ember. ÖNFIRSKU fjöllin eru tignarleg og hrikaleg í senn. Það fengum við Flat- eyringar sannarlega að.reyna ógnar- nóttina miklu þann 26. október síð- astliðinn. Nóttin var dimm og illviðri geisaði. Flateyringar voru flestir í fasta svefni og undirbjuggu sig fyrir átök næsta dags þegar í einni svipan snjóflóð gekk yfir stóran hluta byggðarinnar okkar og hreif með sér 20 dýrmæt mannslíf og ógnaði byggðinni sem okkur er svo kær. Þrátt fyrir veðurhaminn og hinar erfiðu aðstæður dreif strax að hóp hjálpfúsra heimamanna og björgun- arsveita sem lögðu líf sitt í hættu til hjálpar þeim sem urðu fyrir snjó- flóðinu og var allt gert sem í mann- legu valdi stóð þeim til bjargar. Manntjónið sem við Flateyringar urðum fyrir þessa örlaganótt er svo sárt og mikið að orð fá ekki lýst og maður spyr í örvæntingu hvers erum við megnug, og hver er tilgangurinn. Frá okkur voru teknir vinir okkar í blóma lífsins og ung börn sem áttu allt lífið framundan. Mikill harmur hefur sótt heim íjölmörg heimili í okkar fáménna og trausta byggðar- lagi og eiga margir nú um sárt að binda, sendi ég og fjölskylda mín þeim öllum okkar bestu samúðar- kveðjur og bið góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Einn þeirra sem létust í þessu mannskæða snjóflóði var vinur minn, Þórður Júlíusson pípulagningameist- ari. Þórður ólst upp á Hellissandi enda taldi hann sig ávallt „Sandara" og var mjög stoltur af því. Hann flutti til Flateyrar fyrir um 20 árum og bjó hér alla tíð síðan ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Erlu Hauksdóttur frá Akureyri. Kynni okkar Þórðar hófust fyrir um 15 árum þegar ég flutti á ný til Flateyrar og kunningsskapur tókst með fjölskyldum okkar sem vaxið hefur í trausta vináttu. Það fyrsta sem tekið var eftir þeg- ar menn voru samvistum við Þórð var það hvað hann var glaður og góðlegur og stutt í spaugið hjá hon- um. Þess nutum við vel vinir hans og var ávallt gaman að hitta Þórð því ætíð var tími fyrir örstutt spjall og kveðjur. Þórður var lipur maður og liðlegur enda var oft til hans leitað bæði varðandi hans iðngrein og ýmislegt annað og tók hann öllum beiðnum um slíkt vel og leysti hvers manns vanda enda var hann í eðli sínu vinnusamur og traustur. Eitt af því árvissa sem fjölskyldur okkar gerðu var að koma saman í Goðatúninu á Þorláksmessu og borða mikið af vestfirskri vel kæstri skötu. Þessar stundir eru okkur hjónunum ógleymanlegar enda var þá alltaf glatt á hjalla. Það verður fámennara við skötuborðið næstu Þorláksmessu og munum við sakna þar trausts vin- ar. Það var gæfa Þórðar að kynnast og eignast fyrir eiginkonu Ragnheiði Erlu Hauksdóttur og reyndust þau hvort öðru vel og nutu þess að vera samvistum og ferðast saman. Böm- um Erlu reyndist Þórður sem ástrík- ur faðir og endurguldu þau honum ást hans og tryggð og barnabörnin sóttu mjög til þeirra og var þá oft glatt á Hjallaveginum. Nú er komið að leiðarlokum, kæri Þórður, við þökkum þér vináttuna og óskum þér blessunar í nýjum heimkynnum. Elsku Erla, börnin þín, barnabörn og aðrir aðstandendur, við hjónin sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar en minn- ing um góðan dreng mun lifa og veita ykkur huggun harmi gegn. Ægir E. Hafberg og fjölskylda, Flateyri. Sérfræðingar í blómaskreylingum við öll la'kiliiM’i blómaverkstæði INNA^I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.