Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 41
MORGíJNBLAÐIÐ AFMÆLI EYÞOR ÞÓRÐARSON EYÞÓR Þórðarson, safnvörður í Þjóð- skjalasafni Islands, er sjötugur í dag. Hann fæddist á Sléttabóli í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1925. Þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Þórður Þórðarson, skipstjóri frá Sléttabóli í Hörg- landshreppi í Skafta- fellssýslu, og Guðfinna Sefánsdóttir frá Sand- vík í Norðfirði. Þórður drukknaði árið 1942. Það kom því snemma í hlut Eyþórs að taka til starfa og létta undir með móður sinni við að sjá heimilinu farborða en til þess hafði hann þó nokkra þjálfun því að frá sex ára aldri var hann í sveit á sumrin og kom þá ávalit með ein- hveijar búsafurðir heim að haust- inu. Fjórtán ára fer hann fyrst norð- ur á síldarbát. Sumrin urðu þrjú á síldarbátum og síðan fimm í síldar- verksmiðjum. A fyrstu áratugum aldarinnar lágu leiðir margra, víðs- vegar að af landinu, til Vestmanna- eyja, enda óvíða vænlegra að festa rætur varðandi afkomumöguleika; þar var og er mjög blómleg útgerð, fengsæl fiskimið all í kringum eyj- arnar og á þeim árum var vélmenn- ingin að ryðja sér til rúms, fyrst í bátunum, síðan í landi. Þó að atorka og færni sjómanna í Eyjum hafi verið orðlögð var það mikil framför þegar ekki þurfti lengur að stóla eingöngu á knálegt áralag eða þanin segl. Vélar í öllum bátum örvuðu og hvöttu til frekari dáða í glímunni við Ægi og þann gula - þangað streymdi fólkið til að taka þátt í ævintýrinu. Ævintýr ungs fólks þess tíma var að vinna mikið og afla vel, svo hægt væri að eignast bát og/eða bú. Margir röskir sveitapiltar fóru í verið með þeim góða ásetningi að afla vel og geta síðan bætt bú og byggt upp á ættaróðalinu. Tilkoma véla og þar með stórbætt aðstaða við fiskveiðar og vinnslu sjávarafurða átti vafa- laust stærstan þátt í að þjóðin eign- aðist mannsæmandi hús í stað frumstæðrar og lélegrar húsagerð- ar á fyrri tíð. Vestmannaeyjar voru ein líklegasta verstöðin til að láta slíka drauma rætast. Við þessa hagsæld- arsveiflu í þjóðfélaginu ólst Eyþór upp. Hann fær í bernsku fijóar hugrenningar og gild- ismat þroskast við at- hafnasamt umhverfi. Kornungur gerði hann sér grein fyrir gildi menntunar. Það er at- hyglisvert að 15 ára gamall fer hann á sjó- vinnunámskeið. Næstu árin vinnur hann ýmist sem sjómaður eða ________verkamaður í Eyjum. Sautján ára gamall hafði hann stundað sjóinn með nær öllum veiðarfærum sem þá þekktust og fengið verulég kynni af atvinnu- vegum þjóðarinnar, en þá hóf hann iðnnám í vélvirkjun hjá Vélsmiðj- unni Magna í Vestmannaeyjum og í Iðnskóla Vestmannaeyja frá 1943-47. Að því loknu hóf hann nám í Vélskóla íslands og lauk vél- stjóraprófi 1949 og úr rafmagns- deild skólans vorið 1950. Lengra náðu ekki námsbrautir á þessum vettvangi. Sumaratvinna síðustu námsárin var í vélum um borð í togurum þar sem skólanámið var staðfest með raunhæfu handbragði oghugviti. I fimm sumur vann hann hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, sem járnsmiður, vélvirki og síðan vél- stjóri og vinnslustjóri, fyrst á Rauf- arhöfn og síðan á Siglufirði og aft- ur á Raufarhöfn að vélastjóranám- inu loknu. Fyrsta vetur eftir skóla- nám vann hann að nýsmíði og við- haldi búnaðar í síldar- og fiskimjöls- verksmiðju hjá Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík og því næst einn vetur sem vélstjóri á togara. Þá vann hann við uppsetningu véla og tækja í írafossvirkjunina 1952-1953. Þar næst tók hann að sér verkstjórn og vélaeftirlit á Keflavíkurflugvelli til ársins 1960. Gerðist hann þá verktaki þar við viðhald og eftirlit á sviði kælitækni næstu 27 ár, eða þar til að hann fluttist aftur til Reykjavíkur, þar sem hann hafði búið í nokkur ár áður en hann flutti til Ytri-Njarðvíkur 1955. Eins og áður er að vikið var Eyþór ötull við að afla sér menntun- ar og færni. Hann fór á ýmis nám- skeið, m.a. blaðamennsku- og blaðaútgáfunámskeið sem Markús Örn Antonsson stýrði, á námskeið í félags- og fundarstörfum í Kefla- vík undir leiðsögn Karls Steinars Guðnasonar og í framsagnartækni við Leiklistarskóla Ævars Kvaran í Reykjavík. Síðar stundaði hann svo námskeið í skjalavörslu og bókasafnsfræðum við Háskóla ís- lands frá 1988-1990.' Fjölþætt þekking hans og færni leiddi til þess að hann var kallaður til íjölbreyttra starfa. Auk þess sem áður er getið má nefna að hann var prófdómari við Iðnskóla Keflavíkur frá 1956 til 1970 og við vélstjóra- námskeið í Sandgerði, vann hluta- starf við fasteigna- og skipasölu í fjögur ár, var aðstoðarmaður Jóns Böðvarssonar, ritstjóra Iðnsögu ís- lands, eitt ár. Nú er hann safnvörð- ur við Þjóðskjalasafn Islands og hefur verið síðan 1988. Vegna víðtækra samskipta Ey- þórs við samborgarana varð honum ljóst að húsnæðismál margi’a voru þeim áhyggjuefni - einkum ungu fólki svo og öldruðum, oft bláfátæk- um. Hann taldi því þörf og rekstrar- grundvöll fyrir byggingu vandaðra, smárra leiguíbúða fyrir _ unga og aldna á Suðurnesjum. Árið 1972 hóf hann því byggingu á húsi með nokkrum íbúðum á Hringbraut 57 í Keflavík, sem var ætlað að vera hentugt og hagkvæmt fyrir þá sem ekki höfðu mikið umleikis. Það sýndi hugkvæmni og fyrir- hyggju Eyþórs, að hann lét garð- yrkjufræðing skipuleggja lóðina áður en bygging hófst. Sumarið 1976 fékk húsið verðlaun fyrir besta heildarútlit húss og umhverf- is í Keflavík. Þegar Eyþór flutti til Reykjavíkur keypti bæjarstjórn Keflavíkur þetta ágæta hús sem sambýli fyrir aldraða. Félagsstörf hafa alltaf verið Ey- þóri hugleikin og hann hefur því oft verið kvaddur til starfa á þeim vettvangi eins og hér skal greint frá. Eyþór var formaður skólafélags Iðnskóla Vestmannaeyja árin 1944-46, í stjórn skólaféjags Vél- skólans 1948, fullrúi VSFÍ á þing- um FFSÍ 1951-53, meðstofnandi Sparisjóðs vélstjóra 1961, sat í stjórn Iðnaðarmannafélags Suður- nesja 1958-73, var formaður þess 1966-73 og fulltrúi þess á iðnþing- um 1958-80, heiðursfélagi þess frá 1984, þingforseti 30. iðnþings ís- lendinga 1968; hann er formaður séreignasjóða félagsins, styrktar- sjóðs frá 1971 og lífeyrissjóðs frá stofnun 1972. Hann var formaður rit- og útgáfunefndar Iðnaðar- mannatals Suðurnesja 1970-1983, LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 41 í stjórn Landssambands iðnaðar- manna 1973-75, í milliþinganefnd til undirbúnings að stofnun almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna 1962-63, í stjórn þess sjóðs frá stofnun 1964, formaður hans frá 1968, í stjórn Landssambands líf- eyrissjóða 1970-90, formaður fegr- unarnefndar Njarðvíkurhrepps 1966-74, varamaður í hreppsnefnd 1970-78, formaður stjórnar verka- mannabústaða í Njarðvík 1972-74, í náttúruverndarnefnd Gullbringu- sýslu 1971-78, meðstofnandi og formaður Félags Vestmannaeyinga á Suðurnesjum frá stofnun 1973-78, heiðursfélagi þess 1983, formaður Krabbameinsfélags Suð- urnesja 1979^84, í stjórn Krabba- meinsfélags íslands 1981-83 og endurskoðandi félagsins 1983-89, í stjórn Húseigendafélagsins 1982-88, í stjórn félags sjálfstæð- ismanna í Háaleitishverfi í Reykja- vík frá 1988. Eyþór hefur skrifað ijöldann allan af greinum af ýmsu tagi í blöð og tímarit, var formaður útgáfunefndar að Iðnaðarmannatali Suðurnesja og hefur skrifað ýmsa bókarauka og ritgerðir, einkum um sögu Suðurnesja, æviminninga- þætti, um iðnsögu, iðnaðarmenn og húseigendamál. -Ekki hefur Eyþór lagt árar í bát. Nýlega hefur hann beitt sér fyrir stofnun félags niðja Richards Long. Með honum voru í undirbún- ingsnefnd þeir Jón Benjarnínsson jarðfræðingur og Þór Jakobsson veðurfræðingur; en Þór gat 'þess nýverið í blaðagrein „að það hafi verið fyrir tilstilli Eyþórs Þórðar- sonar safnvarðar og einarðrar for- ystu hans, að nú þegar hefur náðst góður árangur“. Markmið þeirra er að auka kynni niðja Richards Long og að annast samantekt og útgáfu niðjatals ættarinnar og efla féjags- lega samstöðu meðal þeirra. í nú- verandi stjórn samtakanna auk Eyþórs, sem er formaður, eru þau Þór Jakobsson, Ólöf Ríkharðsdóttir og Hrefna Harðardóttir. Eins og af framansögðu má sjá er Eyþór með fádæmum athafna- samur, félagslega og menningar- lega sinnaður. Á 40 ára afmæli Bókasafns Njarðvíkur var rökrætt um gildi bókasafna. Þá varð Eyþóri að orði: „Þau eru eins og birta í skammdeginu." Ummæli hans gefa glögga mynd af viðhorfi hans til bóka og menningar. Ekki er hægt að ljúka þessari afmælisgrein án þess að geta hans ágætu eiginkonu og fjölskyldu. 1. janúar 1952 giftist Eyþór Svan- laugu Jóhannsdóttur frá Blöndu- gerði í Hróarstungu í N-Múlasýslu. Þau eiga tvær dætur. Þær eru: 1) Elfa, kennari og húsmóðir, gift Jó- hanni Bjarna Loftssyni sálfræðingi og eiga þau þijú börn, þau Svan- laugu, Birki og Hörpu. 2) Þórey, bankamaður og húsmóðir, gift Gunnari Valbirni Jónssyni húsasmið og þau eiga þrjár dætur, þær Bryn- dísi Elfu, Evu Björgu og Hildi. Eyþór og Svanlaug hófu sambúð vorið 1951 í íbúð vélastjóra verk- smiðjunnar á Raufarhöfn. Bjuggu síðan fjögur ár í Reykjavík. Þá var Eyþór farinn að vinna á Keflavíkur- flugvelli og fiuttu þau því til Y- Njarðvíkur 1955 og byggðu þar fljótlega ágætt einblýlishús á Holts- götu 17. Þegar þau fluttu til Reykjavíkur 1987 keyptu þau rað- hús í Álftamýri 17. Ibúðin er afar skemmtileg og öll snyrtimennska þar og húshald gefur húsfreyjunni 1. einkunn. En það er fleira á heim- ilinu sem vekur athygli. Hygg ég að óvíða hér á landi séu betri einka- söfn en bóka- og einkaskjalasafn Eyþórs og þó einkum frábært safn hans af blöðum, tímaritum og alls konar fágætum útgáfum. Öllu er þessu afburða vel og skipulega komið fyrir í bókaherbergjum hans, bæði á aðalhæð og í geymslum í kjallara. Bókfræðiþekking hans hefur komið þar að góðum notum. Einnig er stórt herbergi í kjallar- anum, sem hefur fengið annað hlut- verk, sem vert er að gefa gaum. Þar hefur Eyþór látið útbúa, eftir hugmyndum barnabarnanna, full- komið „diskó“, þar sem barnabörn þeirra hjónanna og jafnaldrar í vinahópnum fá að æfa dansíþrótt- ina og læra að umgangast feimnis- laust dansfélaga síðar á ævinni. Þau hjónin eru bæði ágætt dansfólk og kunna að meta þá ágætu og hollu íþrótt, ef rétt er að staðið. Þegar Eyþór var spurður út í þetta einstaka framtak, kvaðst hann oft hafa séð unglinga, raunar einnig fullorðna menn, þjást af feimni í danssölum, sem alltof oft hafi leitt til þess að hlutaðeigendur hafi leitað leiðsagnar Bakkusar, oft með hörmulegum afleiðingum. Diskótekið í kjallaranum sé tilraun til að leiðbeina og koma nánustu afkomendum og vinum þeirra yfir erfiðan hjalla æskuáranna. Ég vil að lokum þakka Eyþóri og Svanlaugu fyrir góð kynni og vináttu við mig og fjölskyldu mína og margþætt samstarf við hann á liðnum árum. Við óskum þeim heilla, hagsæld- ar og hamingju á ókomnum árum. Jón Tómasson. Veitingastaður í Reykjavík til leigu Miklir möguleikar fyrir kraftmikla aðila, sem hafa þekkingu á veitingarekstri. Staðurinn er í fullum rekstri og með góða veltu. Aðeins traustir aðilar koma til greina. Lysthafendur vinsamlegast skili inn nafni, kennitölu og síma til afgreiðslu Mbl., merkt- um: „í alfaraleið - 17794“, fyrir 9. nóvember. NAUÐUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, 170 Seyðisfírði, föstudaginn 10. nóvember 1995 kl. 14.00 á eftirfar- andi eignum: Bjarkarhlíð4, Egilsstöðum, þingl. eig. Gísli Bjarnason, gerðarbeiðend- ur Búnaðarbanki íslands, Lífeyrissjóður verslunarmanna og sýslu- maðurinn á Seyðisfiröi. Múlavegur 17, Seyðisfirði, þingl. eig. Magnús Stefánsson og Lilja Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki l’slands. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 3. nóvember. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Hnjúkabyggð 33, Blönduósi, miðvikudaginn 8. nóvember 1995 kl. 11.00 á neðan- greindum eignum: Kaldakinn 1, Torfalækjarhreppi, þingl. eign Finns Björnssonar, gerð- arbeiðandi Lífeyrissjóður Norðurlands. Litla-Hlíð, Þorkelshólshreppi, þingl. eign Jóhanns Hermanns Sigurðs- sonar, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Blönduósi. Neðri-Þverá, Þverárhreppi, þingl. eign Jarðasjóðs ríkisins, gerðar- þeiðandi Stofnlánadeild landbúnaðarins. Strandgata 6, rishæð, Skagaströnd, þingl. eign Ástu Þórhöllu Þór- hallsdóttur, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands. Sunnubraut 2, Blönduósi, þingl. eign Stefáns Berndsen, gerðarbeið- andi Blönduóssbær. Biönduósi 2. nóvember 1995. Sýslumaðurínn á Biönduósi. Uppboð á bifreiðum verður haldið í dag, laugardaginn 4. nóvember, á Eldshöfða 4, athafnasvæði Vöku hf., og hefst það kl. 13.30. Sýslumaðurinn í Reykjavík. Slttá ouglýsingar Dalvegi 24, Kópavogi Vitnisburðarsamkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotining kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Þriðjudagur: Samvera fyrir eldri safnaðarmeðlimi kl. 15.00. Miðvikudagur: Bæna- og lof- gjörðarstund ásamt biblíu- kennslu kl. 20.00. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SiMI 568-2533 Sunnudferð 5. nóv. kl. 13. Undirhlíðar-Vatnsskarð Hæfileg síðdegisganga. Á leið- inni eru fjölbreyttar eldstöðvar bæði við Vatnsskarð og Undir- hlíðar, einnig fallegur skógarreit- ur. Um 3 klst. ganga. Hluti „Reykjavegar". Verð 1.000 kr. fritt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Næsta myndakvöld F.l’. er mið- vikudagskvöldið 8. nóv. Gerist félagar og eignist glæsilega og fróðlega árbók 1995 „Á Heklu- slóðum" eftir Árna Hjartarson, jarðfræðing. Tilvalin gjafabók. Ferðafélag (slands. BÁTARSKIP Til sölu og sýnis á Sogavegi 144, Reykjavík: Lítill bátur Góður Lapplander ZETOR 5011 ZM-35 Sími 553 4256.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.