Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand Ég held það sé tími til kominn að við tölum alvarlega saman... Þú átt við svona pinulítið fram og til baka spjall? Nei, eitthvað lítið meira ein- hliða... BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylgavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Stjörnuspekin og andstaða íslensku þj óðkirkjunnar Frá Þorsteini Sch. Thorsteinssyni: í TILEFNI þess að bráðum eru lið- in eitt þúsund ár frá því að kristin trú var lögtekin hér á landi, fannst kirkjunnar mönnum áríðandi að reyna að minnast þess sérstaklega með þýðingu Biblíunnar upp á nýtt fyrir stórhátíðina. Ekki er mér kunnugt um að ein- hver annar undirbúningur sé í gangi, en þýðing Biblíunnar. En vegna Biblíuþýðingarinnar eru sumir hræddir um að ýmsu verði sjálfsagt breytt. Þar sem dr. Jónas Gíslasson, vígslubiskup og fýrrver- andi kennari, hefur sagt hvað eftir annað að stjörnuspeki sé kukl og dr. Gunnar Kristjánsson, sem vinn- ur við biblíuþýðinguna, hefur verið mikið á móti Nýaldarhreyfíngunni, stjörnuspeki og karismatískum söfnuðum, má því ekki búast við öðru en ýmsu verði breytt. Kirkjunnar menn vilja ekki segja að stjörnuspekin eigi rétt á sér, eða hvað þá Nýaldarhreyfingin. Það kæmi mörgum á óvart ef ekki yrði ýmsu umorðað á annan hátt í rit- inu, eins og þá t.d er segir: „Getur þú þrengt sjöstirnis-böndin eða fær þú leyst fjötra Órions? Lætur þú stjörnumerki dýrahringsins koma fram á sínum tíma og leiðir þú Birn- una með húnum hennar?" (Job 38:31-32) Eða að: „Hann, sem skóp sjö- stjörnuna og Óríon, sem gjörir nið- myrkrið að björtum morgni og dag að dimmri nótt, sem kallaði á vötn sjávarins og jós þeim yfir jörðina, Drottinn er nafn hans.“(Amos 5:8) Það kæmi mér heldur ekki á óvart að sagan af vitringunum frá Austurlöndum yrði umorðuð öðru vísi. Eða að vitringarnir frá Austur- löndum hefðu verið gyðingar, er hefðu farið til Austurlanda, fengið vitrun og farið aftur heim með gjaf- ir og viljað sjá konunginn. Ekki að vitringarnlr frá Austurlöndum hefðu farið eftir einhveijum öðrum helgiritum annarra trúarbragða (stjörnuspeki) varðandi stjörnuna, er sagði fyrir um fæðingu konungs- ins, er þeir vildu fá að sjá og veita lotningu. Gagnvart öllum öðrum trúar- brögðum hafa menn innan raða kirkjunnar ævinlega viljað hamra á sama vinsæla Biblíuversinu, Jó- hannesi 14:6 „Jesús segir við Hann, ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.“ Versið hefur hins vegar ekki reynst nægilega gott eftir að menn fóru að túlka versið. Vegurinn sem talað er um í vers- inu er vegur kærleikans, en ekki Ágsborgaijátning sjálf eða einhver vegur haturs og fyrirlitningar. Og sannleikurinn er sagður vera guð- dómurinn, því ekki er hann bundinn við eina persónu. Menn hafa hins vegar ekki neitað þeirri staðreynd varðandi Jesú að hann hafi verið sameinaður vilja föðurins og vilja kærleikans. Jesús er vegur kærleik- ans og guðdómsins. En eins og í öllum trúarbrögðunum má fínna mikið ijallað um að menn eigi að sýna kærleika gagnvart Guði og eins milli manna. Þess vegna ætti ekki að vera til nein fyrirstaða, að sameina trúarbrögððin. Kristnir menn hafa lagt mikla áherslu á, að menn ættu að hafa gott persónulegt samband við Guð eða Jesú í bænum sínum. En þessir sömu menn hafa ekki leitað til Guðs í bæn með þá spurningu, hvort Guð hafi byggt upp önnur trúar- brögð er hafa kærleikslögmálið að leiðarljósi? Þeirri spurningu hafa menn ekki viljað svara, ekki frekar en spurn- ingunni um vitringana þijá frá Austurlöndum, hvaða trúarrrit það voru er vitringarnir fóru eftir varð- andi stjörnunna, er sagði fyrir um komu Krists í heiminn? ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON, formaður samstarfsnefndar trúfélaga fyrir heimsfriði, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. Það eru forréttindi að þekkja Ólaf Egilsson Frá Alberti Jensen: SAMKVÆMT skoðanakönnunum, blaðagreinum og móttökum í opin- berum heimsóknum Vigdísar for- seta á landsbyggðina og að engin sem hægt var að taka alvarlega tók móti henni sýnir að við íslendingar höfum búið við forréttindi hvað þjóðhöfðingja varðar og er mikil eftirsjá að henni. Þegar Vigdís var í öðrum löndum tóku allir eftir og vissu að þar fór glæsilegur forseti fijálsrar þjóðar. Mannkosta mann- eskja sem tókst öðrum fremur að vekja jákvæða athygli á fámennri eyþjóð sinni út í miðju Atlantshafi. Órugglega er margt fólk sem telur sig hæft sem forseta. En víst er að erfitt verður að koma á eftir Vigdísi. Eg las fyrir mörgum árum, sem Vigdis skrifaði um Ólaf Egilsson sendiherra, að það væri forréttindi að hafa kynnst slíkum manni. Væri ekki gott ráð þjóð vorri að nýta sér mann sem slík meðmæli fær og kynnast honum sem forseta okkar íslendinga. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess, Morgunblaðið áskilur sér rétt tit að ráðstafa efninu það- an, bvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.