Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 45 _________BRÉF TIL BLAÐSINS_____ Eru Islendingar að semja af sér veiðirétt í Norðuríshafinu? Frá Einari Vilhjálmssyni: ÞEGAR Olsen, sjávarútvegsráð- herra Norsara, hafði lengi geipað um ólöglegar fiskveiðar íslendinga í Dumbshafi, sagði Godal, utanrík- isráðherra þeirra, að málið mundi leysast á fundum hans og Hall- dórs Ásgrímssonar. Lýsti hann því hve góð átveizla væri árangursrík í þessu sam- bandi. Góð máltíð getur gert kraftaverk, sagði hann. Átveizlan hefur farið fram og árangurinn lét ekki á sér standa. Rætt er um 15-20 þúsund tonna þorskafla í stað 30-40 þúsund tonna, bann við flottrolli og fleiri þvinganir. Jafnframt er fleiprað um að hleypa Norsurum og Rússum til veiða í landhelgi íslands og kaupa þannig einhver óljós hlunnindi í landhelgi þeirra. Er það ekki að taka tappann úr sauðarleggnum og sleppa and- skotanum lausum? Hvaðan kemur ráðherranum heimild til þess að bjóða útlending- um aðgang að landhelginni? Mikil er ábyrgð Davíðs að hafa leitt Halldór aftur til valda eftir feril hans í embætti sjávarútvegs- ráðherra, þegar útvöldum klíkum var færður eignarréttur yfir fiski- miðunum við landið og hafinn hernaður gegn trilluútgerð sjávar- þorpanna. Um sama leyti og viðræður fara fram um veiðarnar í Dumbshafi, semur Í.S. við Rússa um veiði- stjórnun á 120 þúsund tonnum af fiski og sölu 'afurðanna. Getur verið að þessi tvö mál tengist? Var máski slakað á kröfum í samningunum um vpiðar í Dumbs- hafi til þess að ná Í.S. samningn- um? Furðu vakti þegar ijármálaráð- herra lét hafa eftir sér að íslend- ingar væru-tilbúnir að semja um helmingi minni afla en áætlað hafði verið að veiða í ár. Minnti það á málæði Steingríms Her- mannssonar þegar hann var ráð- herra. Þjóðhagi tók í sama streng. Menn eru farnir að sakna Jóns Baldvins Hannibalssonar úr utan- ríkismálunum. Hann hefði ekki gefið bræðralagi Norsara og Rússa eftir í samningamálum. Er ekki fullmikið flaustur í meðferð þessara samningamála, liggur þessi ósköp á, er dómstóla- leiðin ekki betri? EINAR VILHJÁLMSSON, Smáraflöt 10, Garðabæ. Blab allra landsmanna! 3H9*gnnMafrib - kjarni málsins! Lionshreyfingin legg- ur sitt af mörkum Frá Laufeyju Jóhannsdóttur, Gunnlaugi Björnssyni ogÁrna Stef- áni Guðnasyni: LIONSHREYFINGIN á íslandi vill votta öllum Flateyringum dýpstu samúð vegna hörmunganna sem dundu yfir 26. október sl. Við viljum jafnframt koma á framfæri samúðarkveðjum til Flat- eyringa frá Lionsmönnum um allan heim. Til að sýna Flateyringum hlut- tekningu og aðstoð hefur Lions- hreyfingin á íslandi beðið alla klúbba landsins um að leggja sitt af mörkum en þeir eru yfir eitt hundrað. Undirtektir Lionsmanna hafa verið einstaklega jákvæðar eins og allra landsmanna. Lionsmenn á Norðurlöndum hafa brugðist vel við að vanda og munu senda ijárframlög á næstu dögum. Alþjóðahjálparsjóður Lions (LCIF) hefur brugðist skjótt við og mun senda strax neyðarstyrk að upphæð er nemur 650.000 krónum (10.000 USD). Þetta er framlag til fyrstu aðstoðar, við fyrstu aðgerðir og hefur þegar verið sent frá aðal- stöðvum LCI í Bandaríkjunum til Islands. Alþjóðahjálparsjóður Lions hefur áður veitt styrki til íslendinga á stundum sem þessum og má nefna framlag til uppbyggingar í Vest- mannaeyjum eftir eldgos 1973, og einnig var veitt íjárframlag til að- stoðar við fyrstu hjálp í Súðavík á síðastliðnum vetri. Á undanförnum árum hafa fimm sinnum borist styrkir til íslands úr Alþjóðahjálpar- sjóði Lions. Það er von okkar Lionsmanna að framlag þetta verði til að lina að einhverju leyti þær miklu þján- ingar sem hijáð hafa íbúa á Flat- eyri. Ráðstöfun fjárins sem Lions- hreyfingin mun leggja fram verður í fullu samráði við forsvarsmenn á Flateyri og Lionsmenn á svæðinu. Við viljum votta aðstandendum þeirra sem létust okkar dýpstu sam- úð og hluttekningu. LAUFEY JÓHANNSDÓTTIR, umdæmisstjóri 109A, GUNNLAUGUR BJÖRNSSON, umdæmisstjóri 109B, ÁRNI STEFÁN GUÐNASON, Qölumdæmisstjóri 109. GLÆSILEGAR GJAFAVÖRUR MÖRKINNI 3 • SlMI S88 0640 frá kr. 31.900,- stgr. í ákl. Það jafnast enginn hægindastóll á við I LAZY-BOY fæst aðeins hiá okkur. HÚSGAGNAHÖLLIN Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:587 1199 átt skilið aðeiga LAZY-BOY hægindastól! Eftir erfiðan dag. Hallar setur fæturnar upp, slakar á sofnar! SIEMENS á hinum glæsilegu Siemens heimilistækjum sem allir vilja - og geta eignast. í tilefiii dagsins bjóðum við öll liljómtæki með verulegum afslætti og ýmis lítil raftæki á algjöru kjallaraverði. Heitt á könnunni - gjörið svo vel! Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 í verslun okkarað Nóatúni Sérstök afsláttarkjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.