Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 46
6 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 S------------- AFRIKA ÞARFNAST ÞÍN! -------------------------- Vilt þú leggja þitt af mörkum til aö hjálpa götubörnum eöa fátækum fjölskyldum í Zimbabwd? —Taktu þá þátt í 6 mánaða sjálfboðastarfi v. barnahjálparverkefnis á vegum Þróunarhjálpar frá þjóð til þjóðar. Þú getur valið um að vinna á barnaheimili, eða yið kennslu í hverfisskólum eða taka þátt í forvarnarstarfi á vegum heilsugæslu íþorpunum. Engrar menntunar er krafist, aðeins að viðkomandi hafi áhuga á að sinna hjálparstarfi, finni til ábyrgðar og geti leyst úr vandamálum. Fyrir sjálfboðastarfið fer fram 5 mánaða nám í Den rejsende Hojskole” í Danmörku. Starfið er ólaunað, en séð fyrir fæði, húsnæði og vasapening. Byrjað 1.2. eða 1.8.'96. Kynningarfundur í Reykjavík í nóvember. Fáðu nánari upplýsingar — skrifaðu eða sendu símbréf til: UFF, Zi-mor, Box 131, 2630 Tás trup, Danmörk. Simbréf: 00 45 43 99 59 82. v---------------- DEN REJSENDE H0JSKOLE. -----------------------' ^Somhjálp kvenna Opið hús Samhjálp kvenna, stuðningshópur kvenna sem farið hafa í aðgerð og/eða meðferð vegna brjóstakrabbameins, hefur „Opið hús“ í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, mánudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Jóhanna Bernharðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, flytur erindi um „Reynslu og Ifðan kvenna, sem greinst hafa með brjóstakrabbamein“. Erindið er byggt á rannsóknarverkefni sem unnið var fyrir hjúkrunarstjórn Landakotsspítala og námsbraut f hjúkrunarfræði í Háskóla íslands. V Kaffiveitingar • Allir velkomnir. J ■ BÓKABLJO STEIMARS Serverslun mcð vandaðar erlendar bækur IMýjar sendingar vikulega □pið verður á iaugardögum í nóvember og desember OPIÐ í DAG KL.IO-16 Ábendingar á mjólkurumbúðuni, ///*. /5 af 60. íslenskufrteðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsptunnar, íslenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. Stafrófið okkar! Við eigum okkar eigið stafróf sem við verðum að gæta. Leyfum íslensku stöfunum, t.d. á, é, ð og þ, að njóta sín þar sem þeir eiga heima. Kennum bömunum íslenska stafrófið! MJÓLKURSAMSALAN A Á B D, Ð E É F G HI, í J K. L M N O, Ó og P eiga þar að standa hjá. R S T U, Ú V næst X Y Ý, svo Þ Æ Ö. íslenskt-stafróf er hér læst í erindi þessi skrítin tvö. (Þórarinn Eldjárn) _______________________MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG SKÁK SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í 2. deildar keppninni um dag- inn. Haraldur Haralds- son (2.035), Taflfélagi Reykjavíkur, C-sveit, var með hvítt, en Jón Hálf- dánarson (2.145), Taflfé- lagi Akraness, hafði svart og átti leik 34. - e5! 35. fxe5? (Fellur í gildruna, en hvíta staðan var töpuð. Skást var 35. Bgl — d4! og ekki 36. cxd4? — Bd5! og hvítur getur ekki varið g2 reitinn) 35. — g5! (Nú er hvíta drottningin fönguð) 36. exf6 - gxh4 37. Hg7+ - Dxg7 38. fxg7 - Hxg2+ 39. Khl - Hh2+ 30. Kgl - Bh3 og hvítur gafst upp, því hann hefur tapað hrók og er óveijandi mát. Farsi LEIÐRÉTT Rangt nafn í FRÉTT á blaðsíðu 55 í Morgunblaðinu í gær var Steinvör Ágústsdóttir sögð heita Salvör. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Verðbréfaþing Rangt var greint frá í frétt um metmánuð á Verðbréfaþingi í Morg- unblaðinu í gær, 'er sagt var að mestu viðskipti á einum degi frá upphafi hefðu átt sér stað þann 26. október. Hið rétta er að þetta voru mestu við- skipti á einum degi á þessu ári. Einnig var talað um að Reykjvíkurborg og Hydro Texaco hefðu selt verðbréf á þinginu. Rétt- ara er að segja að við- skipti hafi átt sér stað með bréf ofangreindra aðila. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Góð grein JÓNA hringdi og vildi þakka fyrir og vekja at- hygli fólks á grein Ásdís- ar Emilsdóttur Pedersen í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Ásdís kemur inn á mál sem margt for- eldrið þarf að glíma við og er Jóna henni hjartan- lega sammála og vonar að foreldrar hugsi út í þessi mál. Það er hrika- legt að heyra þingmann lýsa því yfír að hún fari ekki eftir neinum lögum en vilji láta börn og for- eldra mynda reglumar í sameiningu. Gleraugu töpuðust GYLLT gleraugu töpuð- ust í Háskólanum, ann- aðhvort í Lögbergi eða á bílastæðum í kring, sl. þriðjudag. Finnandi vins- amlewga hringi í síma 587 0270. Veski tapaðist RAUTT seðlaveski með skilríkjum og peningum tapaðist á leiðinni frá Fellsmúla til Hafnar- fjarðar sl. laugardags- morgun. Finnandi vin- samlega hringi í síma 553-7626. Týndir fermingarhringar ÉG var svo óheppin að tapa hringunum mínum sem ég fékk í fermingar- gjöf sl. vor. Annar hringurinn er silfur- hringur með blóðsteini, hinn úr silfri, gulli og eir með einum litlum hvítum steini. Þeir voru í úlpuv- asa bróður míns sem hann gleymdi eftir fót- boltaæfmgu við fótbolta- völl Fjölnis í Grafarvogi um mánaðamótin maí/júní. Úlpan, sem er rauð, gul og græn að lit með köflóttu fóðri, fannst en með tóma vasa. Þeir sem kannast við þessa hringa eða úlp- una eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 567-2968. Fundarlaun. Sigrún Björk. Gæludýr Kanína í óskilum HVÍT kanína með dökk- um flekkjum á höfði fannst í Heiðargerði sl. þriðjudag. Kannist ein- hver við kanínuna er hann beðinn að hringja í síma 568-6728. Með morgunkaffinu TM R*g. U.S. P«t. Ofl. — all riQht* rosarvod (c) 1006 Los Angales Tlmos SyndicaM Ást er... 10-28 þegar hann tekur mik- ið pláss í huga þínum. ÉG lofa að gleyma aldrei aftur að setja salt í salt- baukinn. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI tekur heils hugar undir þá tillögu Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts, sem fram kom í fasteignablaði Morgun- blaðsins í gær, að gömlum húsum, sem flutt hafa verið í Árbæjarsafn, verði skilað í miðborgina. Ögmund- ur nefndi Dillonshús sérstaklega í þessu sambandi, en lóð þess við Suðurgötu stendur auð og er notuð sem bílastæði — eins og svo marg- ar lóðir gamalla, fallegra húsa, sem hafa verið brotin niður og eyðilögð af fullkomnu skeytingarleysi og virðingarleysi fyrir menningarverð- mætum. 1 fasteignablaðinu er haft eftir Guðrúnu Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar, að hún líti svo á að málþingið um miðborg Reykjavíkur, þar sem Ögmundur bar fram tillögu sína, hafi samþykkt hana. Mun for- setinn þá beita sér fyrir að borgar- stjórn samþykki að Dillonshúsi verði skilað? Víkverji bíður spennt- ur. XXX UGMYND Ögmundar hitti beint í mark hjá Víkveija, enda hefur slagorð Víkveija dagsins í húsverndarmálum lengi verið „Margrét, skilaðu húsunum!" og er þá átt við Margréti Hallgrímsdóttur borgarminjavörð, sem gætir gam- alla húsa á Árbæjarsafni. Auðvitað ber borgarminjavörður ekki ábyrgð á því að húsin hafa verið tekin úr upprunalegu umhverfi sínu og víst er að Árbæjarsafn hefur bjargað mörgum „fúakofanum“ frá glötun. En borgaryfírvöld geta ekki enda- laust friðað samvizku sína með því að hrúga gömlum húsum, sem eru fyrir „skipulaginu" á túnblett uppi í Árbæ. Ólán gamla miðbæjarins er líklega að vera byggður að mestu leyti úr timbri og þar af leiðandi auðflytjanlegur. Sér einhver fyrir sér að frægar miðborgir á megin- landinu, til dæmis í Brugge í Belg- íu eða Celle í Þýzkalandi yrðu flutt- ar meira og minna upp í sveit? Gömul borgarhús eiga heima í gamla borgarhlutanum, og eiga að gegna lifandi hlutverki þar. Skipu- lagið þarf að laga sig að gömlu húsunum, en ekki þau að skipulag- inu. XXX NÓG er af lóðunum, sem gömul hús hafa verið flutt burt af en standa enn auðar. Svo vill til að Víkverji hefur tvisvar sinnum búið í næsta nágrenni við slíka bletti. I báðum tilfellum var um að ræða litla kotbæi, sem hafa nú gengið í endurnýjun lífdaga í Ár- bæjarsafni. Lóð annars þeirra er túnblettur, sem enginn notar, og hin er bílastæði. Af hveiju ekki að skila húsunum og bjóða þau til kaups eða leigu? x x x EIR, sem búa í gömlum hús- um, vita að það er dýrt að halda þeim við. Sjálfur býr skrifari í hartnær hundrað ára gömlu húsi í miðbænum. Húsið hefur hægt og hægt fengið andlitslyftingu á und- anförnum árum og er að verða komið því sem næst í upprunalegt horf. Þegar Víkvetji hugsar um peningana, sem hann og fyrri eig- endur hafa eytt í þessa vinnu, finn- ur hann þó ekki til eftirsjár, heldiir miklu fremur ánægju yfir að geta tekið þátt í að varðveita gömlu Reykjavík. Raunar bera eigendur gamalla húsa þá ábyrgð að halda þeim vel við, í sem upprunaleg- astri mynd. Það er aftur á móti rétt, sem fram kom á áðurnefndu málþingi, að gjarnan mætti létta undir með þeim, sem vilja halda gömlum húsum við af myndarskap, til dæmis með fleiri húsverndarlán- um en nú eru veitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.