Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 1
 KÖRFUKNATTLEIKUR: FIMMTUGASTA LEIKÁRIÐ AÐ HEFJAST í NBA / D2 plov$«mXilð%>Íí> 1995 LAUGARDAGUR4. NÓVEMBER BLAD HANDKNATTLEIKUR íslendingar mæta Rússum í síðari leik þjóðanna í Moskvu ífyrramálið Verður fagnað í Moskvu? Morgunblaðið/Sverrir ÞORBJÖRN Jensson landsllðsþjðlfarl og lærlsvelnar hans höfðu ástæðu tll að fagna í Kaplakrika eftlr slgurlnn gegn Rússum og ætla að gera allt tll að geta fagnað í Moskvu eftlr síðarl leiklnn sem verður í fyrramállð. Þorvaldur til Blackpool? ÞORVALDUR Örlygsson, landsliðsmaður i knatt- spyrnu, hefur verið í viðræðum við forráðamenn enska 2. deildarliðsins Blackpool síðustu daga. Hann hefur ekki viljað endurnýja samninginn við 1. deildarlið Stoke, nokkur félög sýndu honum áhuga í haust — þ. á m. Manchester City og Birm- ingham — en Lou Macari, framkvæmdastjóri Stoke vildi ekki sleppa honum og setti því ætíð upp mikiu hærra verð en félögin voru tilbúin að borga. Blackpool er í öðru sæti 2. deildar sem stendur og stefnir upp í 1. deildina. Sam Allardyce er fram- kvæmdastjóri liðsins en Billy Bingham, fyrrum þjálfari norður írska landsliðsins og framkvæmda- stjóri Everton, er yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Það ætti að skýrast fljótlega hvort af því verður að Þorvaldur fari til Blackpool, en skv. heimildum Morgunblaðsins er tilboð þess gimilegt. Sigurður ekki til Ung- verjalands ÁSGEIR Eliasson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynuti í gær um síðasta landsliðshóp sinn, en liðið mætir Ungverjum í síðasta leiknum í Evrópu- keppninni á laugardaginn eftir viku. Sigurður Jónsson er ekki í hópnum. „Sigurður er meiddur og hefur ekkert æft síðan fyrir síðasta leik,“ sagði Ásgeir í gær. Liðið heldur utan á þriðjudaginn og æfir í Amesterdam þann dag og flýgur áfram til Ungeijalands á miðvikudaginn og síðan heim á sunnudaginn. Markverðir verða Birkir Kristinsson, Fram og Kristján Finnbogason, KR. Vamarmenn verða Guðni Bergsson, Bolton, Krislján Jónsson, Fram, Izudin Daði Dervic, KR, Sigursteinn Gislason, ÍR og Ólafur Adolfsson, ÍR. Á miðjunni verða Rúnar Kristinsson, Örgryte, Þorvaldur Örlygsson, Stoke, Arnar Grétarsson, Breiðabiiki, Hlynur Stefánsson, Örebro, Haraldur Ingólfsson, IA og Heimir Guð- jónsson, KR. Frammi eru Arnór Guðjohnsen, Orebro, Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlín, Arnar Gunnlaugsson, Sochaux, Bjarki Gunnlaugsson, ÍA og Einar Þór Daníelsson, KR. Bayern fær Benfica TVÖ af frægustu Iiðum Evrópu, Bayem MUnc- hen og Benfica, mætast í 16-liða úrslitum UEFA- keppninnar í knattspyrnu og annað forafrægt lið, AC Milan, leikur gegn UMFA leikur heima SAMNINGAR hafa tekist með Aftureldingu og pólska liðinu Zaglebie Lubin um að leikir lið- anna í 2. umferð Borgarkeppni Evrópu verði báðir Ieiknir í íþróttahúsinu að Varmá í Mos- fellsbæ. Fyrri leikurinn verður laugardaginn 18. nóvember en sá síðari sunnudaginn 19. Það er því jjóst að Einar Þorvarðar- son, þjálfari Aftureldingar, losn- ar við að fara til Póllands, en hann hefur verið þekktur fyrir að lenda á móti liðum frá ríkjum austan við járntjaldið gamla. Atavin og Grebnev ekki með Rússum Valur B. Jónatansson skrifar frá Moskvu Islenska landsliðið í handknattleik kom til Moskvu í gærkvöldi eft- ir níu klukkustunda ferðalag frá íslandi og dvelur lið- ið í íþróttabúðum rússneska landsliðs- ins sem er í úthverfi Moskvu. Leikur ís- lands og Rússlands verður kl. 10 í fyrramálið að íslenskum tíma. íslensku strákarnir tóku létta æfingu í gærkvöldi, svona rétt til að ná úr sér ferðaþreytunni. Þor- björn Jensson þjálfari sagði að ekk- ert yrði gefið eftir gegn Rússum á morgun. „Við erum komnir hingað til að berjast og gefum þeim ekki neitt. Við leggjum áherslu á varnar- leikinn eins og í fyrri leiknum og sjáum til hvað það dugar okkur langt,“ sagði þjálfarinn. Varnarmennirnir sterku, Vjat- séslav Atavin [nr. 13 hér heima] og Oleg Grebnev [nr. 14] verða ekki með Rússum á rnorgun, en þeir eru að leika með félagsliðum sínum á Spáni um helgina. Max- imov, þjálfari Rússa, sagði það ekki veikja liðið þó þessir tveir leikmenn yrðu ekki með. „Það kemur maður í manns stað. Við erum með sterk- ara lið en það íslenska og því hef ég ekki miklar áhyggjur," sagði Maximov. Belgar unnu Frakka Belgar gerðu sér lítið fyrir í fyrrakvöld og sigruðu heimsmeist- ara Frakka 21:20 í fvrri leik þjóð- anna í 3. riðli. Þjóðirnar eru með Júgóslövum og Hvít-Rússum í riðli og í fyrrakvöld unnu Júgóslavar lið Hvít-Rússa 27:23. Svisslendingar sigruðu Þjóðveija 23:16 í 5. riðli í gærkvöldi og var leikið í Sviss. Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæmdu leik- inn og gerðu það vel. Danir mættu Litháum í Árósum en ekki höfðu borist úrslit úr þeim leik. Sé gert ráð fyrír sigri Dana eru þeir með 5 stig, Sviss hefur þrjú og Þýskaland einnig en Litháar eitt. í öðrum riðli mættust Slóvakar og Tékkar og lauk þeirri viðureign með sigri Tékka, 23:30, og Makedó- níumenn sigi-uðu Ungveija 26:21. Sparta Prag. Bayera, varð Evrópumeistari þrisvar - 1974-1976 og Benfica varð Evrópumeistari tvisvar, 1961 og 1962. „Leikurinn verður meðal mikilvægustu leikjum okkar í ár,“ sagði Karl Hopfn- er, sijórnarmaður hjá Bayern og sagði þetta ekki drauma- drátt fyrir liðið. Gaspar Ram- os, forseti Benfica, var aftur á móti ánægður: „Við vildum fá frægt lið og fengum. Þetta verður viðureign sem áhang- endur okkar kunna að meta og þeir eiga eftir að veita okk- ur aukinn stuðning.“ Nottingham Forest, sem varð Evrópumeistari 1979 og 1980, er eina enska liðið sem eftir er í Evrópukeppni. Liðið lagði franska liðið Auxerre i 2. umferð og mætir nú öðru frönsku liði, Lyon. PSV Eindhoven mætir þýska liðinu Werder Bremen, Bröndby og Roma mætast, Bordeaux og Real Betis og Sla- via Prag frá Tékklandi mætir Lens. Leikimir fara fram 21. nóvember og 5. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.