Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 D 3 50. LEIKCARINIBA AÐ HEFJAST argra -atign aðsamningartókust ð? Morgunblaðið/Áslaug Jónsdóttir Morgunblaðið/Einar Falur im NBA-delldarinnar en þó aldrel orðið hann hættir, og því verður líklega um væntanlega skóna á hilluna í vor. Langur feríil, enginn tifíll PATRICK Ewing er frábær leikmaður, um það efast enginn, en þrátt fyrir að hafa verlð lengl að í NBA hefur honum ekki tekist að sigra í deildlnni með New York Knlcks. Morgunblaðið/Einar Falur ÞESSIR tvelr frábœru bak- verðir og leikstjórnendur verða í sviðsljðsinu í vetur. John Stockton hjá Utah Jazz og Doc Rivers sem kominn er til San Antonio Spurs. AUSTURDEiLD Atlantshafsriðill Orlando Magic vann 50 leiki fyr- ir tveimur árum. Á síðasta keppnis- tímabili vann liðið 57 leiki og tapaði í lokaúrslitum. Raunhæft er að áætla að liðið sé tilbúið að taka síðasta skrefið í vetur. Þjálfarinn, Brian Hill, lagði kapp á að leikmenn undirbyggju þetta keppnistímabil betur en það si'ðasta og nú er Magic talið sigurstrangleg- ast í deildinni af sérfræðingum. Hill sagði nýverið: „Viðbrögð við mót- læti er sagt vera mælikvarði á per- sónuleika einstaklingsins. Það sama á við um lið. Ég held að við munum sýna í vetur hvað í okkur býr." New York Knicks hefur fengið Don Nelson til að þjálfa í staðinn fyrir Pat Riley. Nelson mun reyna að keyra upp hraðann, en það hefur ekki komið vel út í æfingaleikjum undanfarið. Byrji liðið illa, er allt útlit fyrir að Nelson' fari fram á mannabreytingar. Knicks verða sterkir, en ættu ekki að ógna veldi Orlando. Washington Bullets hefur styrkst mikið á síðustu tveimur árum. Búist er víð liðinu í úrslita- keppnina. Boston, Philadelphia, New Jersey og Miami ættu ekki að verða öðrum liðum veruleg ógnun. Miðriðill Baráttan um sigur í þessum riðli mun standa á milli Chicago Bulls, Charlotte Hornets og Indiana Pacers. Bulls hefur fengið Dennis Rodman, auk þess sem Michael Jord- an hefur æft stíft í allt sumar. Sterkt byrjunarlið Bulls mun koma liðinu langt. Hornets vann 50 leiki í fyrra og endurkoma Kendall Gill í stöðu bakvarðar styrkir liðið enn. Fyrir Pacers er þetta mjög mikilvægt keppnistímabil. Undanfarin ár hefur liðið háð harða baráttu við Orlando og New York um sigur í deildinni. Lykillinn að velgengni liðsins veltur á betri árangri á útivelli. Atlanta, Milwaukee, Cleveland, Detroit og Toronto eru öll að reyna að byggja upp og eru ekki tilbúin að ógna hinum þremur liðunum. VESTURDEILD Miðvesturriðill Houston Rockets kom enn öllum á óvart í vor og vann titilinn annað árið í röð, þrátt fyrir að San An- tonio Spurs og Utah Jazz hefðu haft betri árangur í deildarkeppn- inni. Hakeem Olajuwon sagði nýlega þegar hann var spurður um gengi liðsins: „Það sem hefur bjargað okk- ur er að við þekkjum takmörk okk- ar. Við höfum leikið skynsamlega í úrslitakeppninni undanfarin tvö ár. Ég held að ef við förum með sama hugarfari í leikina í vetur, gætum við unnið titilinn enn einu sinni." Houston væri líklegt til sigurs í riðl- inum, þar sem.um nær óbreytt lið er að ræða, en hinir nýju búningar liðsins eru svo ljótir að ekki er hægt lengur að veðja á liðið! Hvort að salan á Dennis Rodman til Chicago muni bæta liðsandann hjá San An- tonio, verður tíminn einn að sker úr um. Liðið missir mikið inni á vell- inum, en ef liðsandinn getur bætt það upp getur allt gerst á þessum dman gæti orðið dýrmætur i San Antino Spurs til Chicago Bulls — þar sem hann verður snillfngum á ;ottle Pippen — er frábær varnarmaður og Iðfnn við að hirða fráköst. Hér an Jordan að ná knettinum í æfingaleik gegn Indiana á dögunum. Nokkrar „stjörnur" frá vegna meiðsla M AUGIII kunnir kappar í NB A-deildinni eru meiddir og leika ekki með liðum sínum í upphaf i deildarkeppninnar, en keppnin hófst í nótt. Þar má fyrstan nefna höfðingjann Hakeem Olajuw- on, sem hefur fagnað meistaratili með Houston Rockets tvö síð- ustu keppnistímabil — hann á við meiðsli að stríða í baki og oln- boga. Shaquille O'Neal, foringi hjá Orlando Magic, verður frá keppni í sex tíl átta vikur vegna meiðsla á þumalfingrí. Danny Mainning hjá Phoenix Suns verður frá keppni í átta vikur vegna meiðsla á hné og Hollendingurinn Rik Smits, sem leikur með Indiana Pacers mun ekki geta leikið í þrjár tU fjórar vikur vegna meiðsla á ökkla. Washington Bullet byrjar keppnis- thnabilið án tveggja lykilmanna — Mark Price er meiddur á fæti og 57 niillj. dollara maðurinn Chris Webber verður ekki með i fjórar til sex vikur vegna meiðsla á okkla. New Jersey byrjar án Derrick Coleman, sem hefur verið með óreglulegan hjartslátt. bæ. Utah verður sterkt að venju, en alltaf vantar neistann þegar í úrslita- keppnina er komið. Denver og Dallas gætu veitt þess- um liðum keppni, en þau vantar aðeins einn til tvo sterka" leikmenn til þess. Minnesota og Vancouver -v verða í kjallaranum. Kyrrahafsriðill Þetta verður eflaust skemmtileg- asti riðillinn að fylgjast með. Pho- enix Suns, Los Angeles Lakers, Golden State Warriors og Seattle SuperSonics gætu öll orðið í barátt- unni um sigurinn í deildinni. Phoen- ix hefur enn nægan mannskap, en fróðlegt verður að sjá hvort Dan Majerle og Dannie Ainge (hann lagði skóna á hilluna í sumar) skilja eftir sig of stórt skarð. Sennilega *" er þetta síðasta keppnistímabil Cha- les Barkley og því verulegt upp- byggingarstarf framundan hjá lið- inu. Los Angeles hefur að nýju geysilega skemmtilegt lið með ungu leikmennina Nick Van Exel, Cedric Ceballos og Eddie Jones í broddi fylkingar. Jerry West hefur náð að byggja upp nýtt og skemmtilegt lið úr rústum gömlu meistaranna. Se- attle virkar sterkt á pappírunum, en hefur vérið slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar undanfar- in tvö ár. Það verður að breytast, eigi George Karl að þjálfa áfram. Fimrhtán leikmenn Golden State misstu samtals 325 leiki á síðasta keppnistímabili (mest í sjö ár í deild- * inni). Ef Tim Hardaway tognar ekki í rassvöðva og Chris Mullin meiðir sig ekki aftur á litla fingri skothand- ar ætti liðið að verða til alls líklegt eftir að hafa fengið liðsstyrk í sum- ar. Forráðamenn Portland eru að endurnýja liðið og Sacramento er komið langt á leið með að verða alvörulið, en Los Angeles Clippers verða því miður enn brandarinn í deildinni. í Dómarar með lausa samninga Þótt allt sé tilbúið fyrir keppnis- tímabilið er enn eitt mál óútkljáð. Dómarar eru með lausan samning og deildin hefur hafnað öllum tillög- um dómara í deilunni. Því miður hafa þeir dómarar sem fyllt hafa upp í skarðið í æfingaleikjunum ekki staðið sig nógu vel og kvarta leik- menn sárt yfír dómgæslu þeirra. Leikmenn hella sér síðan eflaust yfír „alvöru" dómarana þegar þeir koma til starfa aftur! Auk tveggja nýrra liða leika þrjú önnur lið í nýjum íþróttahöllum. Boston Celtics hefur yfirgefið hið -> góða gamla Boston Garden og flutt sitt hafurtask, þ. á. m. parketgólfið fræga, yfir götuna til Fleet Center. Portland Trail Blaizers fara í „Rósa- garðinn" - Rose Garden - sem er ný höll í Portland. Loks getur Se- attle SuperSonics farið aftur til Se- attle, en liðið lék í Tacoma á síðasta keppnistímabili á meðan að ný höll var reist á grunni hinnar gömlu. Key Arena er nafnið á nýju höllinni. Bæði Toronto og Vancouver leika í splunkunýjum höllum. - Sex leikmenn hafa leikið í byrjun- arliði alla leiki síðustu tvö árin. Þeir ' eru: Karl Malone og John Stockton hjá Utah, Hersey Hawkins hjá Charlotte, B.J. Armstrong fyrrum" leikmaður Chicago, Kenýabúinn Di- kembe Mutombo hjá Denver og Gary Payton hjá Seattle. A.C. Green hjá Phoenix hefur leikið flesta leiki í röð núverandi leikmanna, alls 731, eða frá því 1986. Metið er 906 leikir í röð. Shaquille O'Neal og Anfernee Hardaway hjá Orlando var stiga- j hæsti dúettinn í deildinni á síðasta keppnistímabili. Þeir skoruðu 3.928 stig, næstir komu þeir David Robin- son og Sean EUiott hjá San Antonio með 3.704 stig. Alls verður 95 leikjum sjónvarpað í vetur um öll Bandaríkin, auk allra leikja í úrslitakeppninni. Þar að auki J er öllum leikjum í deildinni sjónvarp- | að i kapalkerfum í þeim borgum þar J sem liðin spila. Að auki er ótrúlegum 1 fjölda frétta- og skemmtiþátta einn- * ig sjónvarpað. Engum sönnum aðdá- í anda NBA ætti því að leiðast í vetur!,*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.