Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 3
2 D LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 D 3 ÚRSLIT 50. LEIKÁR NBA AÐ HEFJAST 50. LEIKÁR NBA AÐ HEFJAST Körfuknattleikur 1. deild kvenna: ÍA - Njarðvík.............53:57 Keflavík - KR..............56:58 1. deild karla: Reynir-KFÍ............... 77:96 Handknattleikur 1. deild kvenna: KR-FH.....................22:19 2. deild karla: Fram - Breiðablik..........32:27 ÍH-Þór.....................21:29 Fylkir-BÍ..................40:28 Knattspyrna Þýskaland Bayer Leverkusen - Hamburg..0:1 - (Ivanauskas 4.) 22.000 StPauli-Köln................3:3 (Scharping 56. vsp., Proepper 70., Trulsen 80.) - (Polster 9., Munteanu 53., Dziwior 74.) 34.000 2. deild Carl Heins Jena - Bochum...........0:4 ■Þórður lék með mest allan leikinn en var ekki á meðal markaskorara. Íshokkí NHL-deildin Leikir aðfaranótt fimmtudags: ■ Pillsburgh - Tampa Bay..........10:0 Buffalo - Detroit................ 2:1 Washington - Montreal.......... 5:2 Dallas - Chicago................. 1:1 •Eftir framlengdan leik. Winnipeg - Toronto............... 2:4 Colorado - Calgary............... 6:1 Anaheim -StLouis................. 3:0 Vancouver-Edmonton............... 3:3 •Eftir framlengdan leik. Leikir í fyrrinótt: Hartford - Ottawa................ 0:5 Boston - Detroit................. 5:6 •Eftir framlengdan leik. Philadelphia - Florida........... 1:2 Los Angeles - Ny Rangers......... 5:3 San Jose-NewJersey............;.. 3:3 •Eftir framlengdan leik. UMHELGINA Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur- Selfoss........14 Þorlákshöfn: Þór - ÍH...............17 1. deild kvenna: Grindavik: Grindavík - ÍS...........16 Seljaskóli: lR - Tindastóll.........16 Valsheimili: Valur - Breiðablik.....14 Sunnudagur: Úrvalsdeild: Borgames: UMFS - Breíðablik.........20 Grindavík: Grindavík - UMFT.........20 Seltjamames: KR - Keflavík..........20 Akureyri: Þór - ÍR..................20 Valsheimili: Valur - Haukar.........20 Akranes: ÍA - Njarðvík..............20 ■Skagamenn ætla að gefa 30% af aðgangs- eyri í söfnunina til styrktar Flateyringum. 1. deild karla: Austurberg: Leiknir R. ÍS...........20 Ásgarður: Stjaman - Snæfell.........15 Handknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Ásgarður: Stjaman - Fylkir..........16 Framhús: Fram - Víkingur.........16.30 KA-hús: ÍBA - Haukar................15 Vestm.ey.: ÍBV - Valur...........13.30 2. deild karla: Digranes: HK - BÍ...................13 Kraftlyftingar Bikarmót KRAFT verður haldið í Garða- skóla í dag og hefst kl. 14. Hjalti „Úrsus“ Ámason mætir til keppni á ný eftir fjög- urra ára fjarveru og reiknað er með meta- regni frá Áuðuni Jónssyni — jafnvel heims- meti í flokki 23 ára og yngri. Sund Unglingameistaramót Íslands fer fram í Sundhöll Reykjavíkur í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 13 báða dagana. Skylmingar íslandsmótið í skylmingum með höggsverði fer fram í Perlunni í dag á milli kl. 14 til 17. iúdó Haustmót JSÍ fer fram í íþróttahúsi FB í dag. keppni hefst kl. 13.30. Blak Laugardagur: 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Þróttur........16 KA-hús: KA - ÞrótturN...............13 Sunnudagur: 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS-HK.................20.30 1. deild kvenna: ÍS-HK...............................19 Framhaldsskólar: Framhaldskólamótið verður haldið (íþrótta- húsinu í Austurbergi á sunnudag og hefst kl. 9 árdegis. Badminton Opið Meistaramót Reykjavíkur f trimm- flokki verður hjá TBR á sunnudaginn og hefst kl. 10. FELAGSLIF Herrakvöld Fram Herrakvöld Fram verður föstudaginn 10. nóvember, kl. 19. Veislustjóri verð- ur Sigurður Tómasson, ræðumaður kvöldsins Hrafn Jökulsson og eins og áður mætir Ómar Ragnarsson á svæð- ið og skemmtir. Síðasta tækifæri margra til að fagna meistaratign Michael Jordan mætirendurnærðurtil leiks. Mikið um félagaskipti eftirað samningartókust AUSTURDEILD Atlantshafsriðill Orlando Magic vann 50 leiki fyr- ir tveimur árum. Á síðasta keppnis- tímabili vann liðið 57 leiki og tapaði í lokaúrslitum. Raunhæft er að áætla að liðið sé tilbúið að taka síðasta dreifbýlisrisinn Bryant Reeves hjá Vancouver og Joe Smith hjá Golden State. Ekki vantar nýja þjálfara hjá lið- um. Alls byija 17 af 29 liðum með þjálfará í vetur sem hafa verið tvö ár eða skemur með liðum sínum. Sjö lið eru með nýja þjáifara. Pat Riley gafst upp hjá New York og tekur nú við Miami. Hann hefur sagt að veturinn í vetur fari í endur- byggingu áður en árangurs sé að vænta. Don Nelson kemur því til New York frá Golden State, en þessi þjálfarastaða er talin sú erfiðasta í deildinni vegna þess hve mikið er um ásækna fjölmiðla í New York. Nelson hefur verið að reyna nýja sókn í æfingarleikjum undanfarið, en gengið illa. Rock Adelman, fyrr- um þjálfari Portland, þjálfar Golden State. M.L. Carr, fyrrum leikmaður og forráðamaður Boston, rak Chris Ford og tók einfaidlega sjálfur við taumunum. Doug Collins, fyrrum þjálfari Chicago og körfuknattleikss- érfræðingur TNT-sjónvarpsstöðvar- innar, tekur við ungu liði Detroit. Loks taka fyrrum aðstoðarþjálfarar við nýju liðunum. Brendan Malone tekur við Toronto og Brian Winters verður við hliðarlínuna í Vancouver. Síðasta tækifærið? Morgunblaðið/Áslaug Jónsdóttir CHARLES Barkley hefur í mörg ár verlð einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar en þó aldrel orðlð meistari. Hann langar óskaplega miklð til að ná í titil áður en hann hættir, og því verður líklega um síðasta tækifæri hans að ræða í vetur því Barkley leggur væntanlega skóna á hilluna í vor. FIMMTUGASTA keppnistímabilið f bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik er nú að hefjast; átti reyndar að hefjast með 14 leikjum aðfaranótt laugardagsins. Þó vissulega verði augu flestra á Michael Jordan, eru enn margar stórstjörnur sem aldrei hafa orðið meistarar með liðum sfnum. Fyrir suma er möguleikinn að minnka ef eitthvað er. Leikmenn á borð við Karl Malone og John Stockton hjá Utah, Charles Barkley hjá Phoenix, og mMRH Patrick Ewing hjá Gunnar New York, hafa Valgeirsson aldrei orðið meistar- skrifar frá ar g, löngum ferli sín- Bandarikjunum um 0g 5V;S^ er ag nokkur þeirra muni fá annað tæki- færi til að komast í lokaúrslit með liðum sínum. Að auki eru leikmenn eins og Afernee Hardaway og Shaquille O’Neal hjá Orlando, Al- onzo Mourning hjá Charlotte, Reggie Miller hjá Indiana, David Robinson hjá San Antonio, Chris Mulin hjá Golden State, og Shawn Kemp hjá Seattle, allir án NBA-titils. Fyrir þessa leikmenn er allt að vinna, og fyrir aðra eins og Jordan, Dennis Rodman, Hakeem Olajuwon, og Clyde Drexler, er vonin um enn einn titilinn nóg til að reima skóna og halda til baráttu á ný. NBA-deiIdin er eina atvinnudeild- in hér í landi sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á verkfalli eða verk- banni. Þegar stéttarfélag leikmanna og eigendur NBA-liðanna sam- þykktu nýtt fimm ára samkomulag um kjör og reglur, var eins og opnað hefði verið fýrir flóðgáttir í leik- mannaskiptum. Venjulega standa leikmannaskipti yfir allt sumarið, en vegna verkbanns eigenda liðanna voru öll skipti fryst á meðan enn var ósamið. Þetta kom sérstaklega illa við tvö nýju liðin í deildinni frá Kanada, Toronto Raptors og Vancouver Grizzlies, sem þurfa að byggja frá grunni. Ný andlit - ný lið í Austurdeild gætu ný andlit gert gæfumun fyrir nokkur lið í vetur. Boston fékk stjörnuleikmanninn og bakvörðinn Dana Barrows frá Phila- dephia. Mark Price, annar stjörnu- bakvörður, fór frá Cleveland til Washington, en þar fyrir eru margir ungir og efnilegir leikmenn, s.s. Chris Webber og Juwan Howard, sem Pricé getur gert enn betri. San Antonio var fegið að losna við Denn- is Rodman til Chicago, en hann gæti verið leikmaðurinn sem liðið vantar, svo lengi sem hann heldur áttum. Cleveland fékk skotmaskín- una Dan Majerle frá Phoenix í skipt- um fyrir John Williams. Þetta voru mjög óvinsæl skipti í Phoenix, en framkvæmdastjóri liðsins sagði að sér væri sama, stokka þyrfti liðið upp. Otis Thorpe mun reyna að sýna listir sínar í Detroit, eftir hálfan vetur i Portland. Helstu nýliðarnir sem gætu haft áhrif eru Ed O’Bann- on hjá New Jersey og Jerry Stack- house hjá Philadelphia. í Vesturdeild fékk Golden State B.J. Armstrong frá Chicago (reyndar fór hann í gegnum Toronto), en hann skapar þar sjálfsagt sterkasta bakvarðartríóið í deildinni með Tim Hardaway og Latrell Spreewell. Auk þess fékk liðið framherjann Jerome Kersey frá Portland. Skotbakvörður- inn Hersey Hawkins kemur til Se- attle frá Charlotte. Loks kemur Lit- háinn og miðheijinn Arvydas Sabon- is til Portland, en hann var valinn af liðinu í háskóiavalinu 1986! Sa- bonis hefur leikið í Evrópu og lék á sínum tíma með sovéska landsliðinu. Helstu .nýliðamir í Vesturdeild eru Happafengur? ÞAÐ vakti mikla athygli þegar Dennis Rodman fór frá San An- tonio Spurs í sumar og gekk til liðs við Chicago Bulls. Engum blandast hugur um að maðurinn er frábær í vörn og enginn er betri við það að hirða fráköst. Samt sem áður settu margir spurn- ingamerki við þá ákvörðun forráðamanna Chicago að senya við hann því Rodman hefur þótt algjör vandræðagemlingur. Forráðamenn Chicago, Phil Jackson þjálfari og framkvæmda- stjórinn Jerry Krause fóru í spæjarafötin í sumar og rannsökuðu feril Rodmans gaumgæfilega áður en þeir ákváðu að semja við hann. Ræddu við fjölda manns sem hafa starfað með honum, og - niðurstaðan varð sú að láta slag standa. Þetta væri Ieikmaðurinn sem Chicago þyrfti á að halda við hlið Jordans og Pippens til að komast á toppinn aftur. Æfingaleikir í haust hafa lofað góðu, Rodman fellur vel inn í liðið en „utan vallar vill hann vera í einrúmi og við skiljum það,“ sagði Jordan. „Við vi(jum einungis að hann einbeiti sér að körfu- knattleiknum þegar inn á völlinn er komið.“ Og Rodman lýsir sambandi hans og nýju samheijanna vel sjálfur: „Samband okkar er gott. Við tölumst ekki við, en samband okkar er gott.“ Morgunblaðið/Einar Falur Farinn til Miami HINN sigursæll þjálfarl Pat Riley er hættur hjá New York Knicks og farinn tll Mfami þar sem hann segist þurfa að byggja upp í eitt til tvö ár áóur en vænta megi árangurs. skrefið í vetur. Þjálfarinn, Brian Hill, lagði kapp á að leikmenn undirbyggju þetta keppnistímabil betur en það síðasta og nú er Magic talið sigurstrangleg- ast í deildinni af sérfræðingum. Hill sagði nýverið: „Viðbrögð við mót- læti er sagt vera mælikvarði á per- sónuleika einsýaklingsins. Það sama á við um lið. Ég held að við munum sýna í vetur hvað í okkur býr.“ New York Knicks hefur fengið Don Nelson til að þjálfa í staðinn fyrir Pat Riley. Nelson mun reyna að keyra upp hraðann, en það hefur ekki komið vel út í æfingaleikjum undanfarið. Bytji liðið illa, er allt útlit fyrir að Nelson fari fram á mannabreytingar. Knicks verða sterkir, en ættu ekki að ógna veldi Orlando. Washington Bullets hefur styrkst mikið á síðustu tveimur árum. Búist er víð liðinu í úrslita- keppnina. Boston, Philadelphia, New Jersey og Miami ættu ekki að verða öðrum liðum veruleg ógnun. Miðriðill VESTURDEILD Miðvesturriðill Rodman gæti orðið dýrmætur DENNIS Rodman, sem kom frá San Antino Spurs til Chicago Bulls — þar sem hann verður snillfngum á borð vlð Michael Jordan og Scottle Plppen — er frábær varnarmaður og iðinn við að hirða fráköst. Hér - er hann einmitt á undan Jordan að ná knettinum í æfingaleik gegn Indíana á dögunum. Nokkrar „stjömur“ frá vegna meiðsla MARGIR kunnir kappar í NB A-deildinni eru meiddir og leika ekki með liðum sínum í upphafi deildarkeppninnar, en keppnin hófst í nótt. Þar má fyrstan nefna höfðingjann Hakeem Olajuw- on, sem hefur fagnað meistaratili með Houston Rockets tvö síð- ustu keppnistímabil — hann á við meiðsli að stríða í baki og oln- boga. Shaquille O’Neal, foringi hjá Orlando Magic, verður frá keppni í sex til átta vikur vegna meiðsla á þumalfingri. Danny Mainning þjá Phoenix Suns verður frá keppni í átta vikur vegna meiðsla á hné og Hollendingurinn Rik Smits, sem leikur með lndiana Pacers mun ekki geta leikið í þijár til fjórar vikur vegna meiðsla á ökkla. Washington Buiiet byijar keppnis- tímabilið án tveggja lykilmanna — Mark Price er meiddur á fæti og 57 millj. dollara maðurinn Chris Webber verður ekki með í fjórar til sex vikur vegna meiðsla á ökkla. New Jersey byrjar án Derrick Coleman, sem hefur verið með óreglulegan hjartslátt. Morgunblaðið/Einar Falur Langur ferill, enginn titill PATRICK Ewlng er frábær leikmaður, um þaö efast enginn, en þrátt fyrir aö hafa verið lengi aö í NBA hefur honum ekki tekist að sigra í delldinnl meö New York Knicks. Baráttan um sigur í þessum riðli mun standa á milli Chicago Bulls, Charlotte Hornets og Indiana Pacers. Bulls hefur fengið Dennis Rodman, auk þess sem Michael Jord- an hefur æft stift í allt sumar. Sterkt byijunarlið Bulls mun koma liðinu langt. Homets vann 50 leiki í fyrra og endurkoma Kendall Gill í stöðu bakvarðar styrkir liðið enn. Fyrir Pacers er þetta mjög mikilvægt keppnistímabil. Undanfarin ár hefur liðið háð harða baráttu við Orlando og New York um sigur í deildinni. Lykillinn að velgengni liðsins veltur á betri árangri á útivelli. Atlanta, Milwaukee, Cleveland, Detroit og Toronto eru öll að reyna að byggja upp og eru ekki tilbúin að ógna hinum þremur liðunum. Morgunblaðið/Einar Falur ÞESSIR tveir frábæru bak- verölr og leikstjórnendur veröa í sviðsljósinu í vetur. John Stockton hjá Utah Jazz og Doc Rlvers sem komlnn er til San Antonio Spurs. Houston Rockets kom enn öllum á óvart i vor og vann titilinn annað árið í röð, þrátt fyrir að Sau An- tonio Spurs og Utah Jazz hefðu haft betri árangur i deildarkeppn- inni. Hakeem Olajuwon sagði nýlega þegar hann var spurður um gengi liðsins: „Það sem hefur bjargað okk- ur er að við þekkjum takmörk okk- ar. Við höfum leikið skynsamlega í úrslitakeppninni undanfarin tvö ár. Ég held að ef við förum með sama hugarfari í leikina í vetur, gætum við unnið titilinn enn einu sinni.“ Houston væri líklegt til sigurs í riðl- inum, þar sem.um nær óbreytt lið er að ræða, en hinir nýju búningar liðsins eru svo ljótir að ekki er hægt lengur að veðja á liðið! Hvort að salan á Dennis Rodman til Chicago muni bæta liðsandann hjá San An- tonio, verður tíminn einn að sker úr um. Liðið missir mikið inni á vell- inum, en ef liðsandinn getur bætt það upp getur allt gerst á þessum bæ. Utah verður sterkt að venju, en alltaf vantar neistann þegar í úrslita- keppnina er komið. Denver og Dallas gætu veitt þess- um liðum keppni, en þau vantar aðeins einn til tvo sterka'leikmenn til þess. Minnesota og Vancouver ? verða í kjallaranum. Kyrrahafsriðill Þetta verður eflaust skemmtileg- asti riðillinn að fyigjast með. Pho- enix Suns, Los Angeles Lakers, Golden State Warriors og Seattle SuperSonics gætu öll orðið í barátt- unni um sigurinn í deildinni. Phoen- ix hefur enn nægan mannskap, en fróðlegt verður að sjá hvort Dan Majerle og Dannie Ainge (hann lagði skóna á hilluna í sumar) skilja eftir sig of stórt skarð. Sennilega * er þetta síðasta keppnistímabil Cha- les Barkley og því verulegt upp- byggingarstarf framundan hjá lið- inu. Los Angeles hefur að nýju geysilega skemmtilegt lið með ungu leikmennina Nick Van Exel, Cedric Ceballos og Eddie Jones i broddi fylkingar. Jerry West hefur náð að byggja upp nýtt og skemmtilegt lið úr rústum gömlu meistaranna. Se- attle virkar sterkt á pappírunum, en hefur verið slegið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar undanfar- in tvö ár. Það verður að breytast, eigi George Karl að þjálfa áfram. Fimmtán ieikmenn Golden State misstu samtals 325 leiki á síðasta keppnistímabili (mest í sjö ár í deild- r inni). Ef Tim Hardaway tognar ekki í rassvöðva og Chris Mullin meiðir sig ekki aftur á litla fingri skothand- ar ætti liðið að verða til alls líklegt eftir að hafa fengið liðsstyrk í sum- ar. Forráðamenn Portland eru að endurnýja liðið og Sacramento er komið langt á leið með að verða alvöruiið, en Los Angeles Clippers verða því miður enn brandarinn í deildinni. í Dómarar með lausa samninga Þótt allt sé tilbúið fyrir keppnis- tímabilið er enn eitt mál óútkljáð. Dómarar eru með lausan samning og deildin hefur hafnað öllum tillög- um dómara í deilunni. Því miður hafa þeir dómarar sem fyllt hafa upp i skarðið í æfingaleikjunum ekki staðið sig nógu vel og kvarta leik- menn sárt yfir dómgæslu þeirra. Leikmenn hella sér síðan eflaust yfir „alvöru“ dómarana þegar þeir koma til starfa aftur! Auk tveggja nýrra liða leika þijú önnur lið í nýjum íþróttahöllum. Boston Celtics hefur yfirgefið hið •> góða gamla Boston Garden og flutt sitt hafurtask, þ. á. m. parketgólfið fræga, yfir götuna til Fleet Center. Portland Trail Blaizers fara i „Rósa- garðinn" - Rose Garden - sem er ný höll í Portland. Loks getur Se- attle SuperSonics farið aftur til Se- attle, en liðið lék í Tacoma á síðasta keppnistímabiii á meðan að ný höll var reist á grunni hinnar gömlu. Key Arena er nafnið á nýju höllinni. Bæði Toronto og Vancouver leika í splunkunýjum höllum. Sex leikmenn hafa leikið í byijun- arliði alla leiki síðustu tvö árin. Þeir eru: Karl Malone og John Stockton hjá Utah, Hersey Hawkins hjá Charlotte, B.J. Armstrong fyrrum • leikmaður Chicago, Kenýabúinn Di- kembe Mutombo hjá Denver og Gary Payton hjá Seattle. A.C. Green hjá Phoenix hefur leikið flesta leiki i röð núverandi leikmanna, alls 731, eða frá því 1986. Metið er 906 leikir í röð. Shaquille O’Neal og Anfemee Hardaway hjá Orlando var stiga- hæsti dúettinn í deildinni á síðasta keppnistímabili. Þeir skoruðu 3.928 stig, næstir komu þeir David Robin- son og Sean Elliott hjá San Antonio með 3.704 stig. Alls verður 95 leikjum sjónvarpað í vetur um öll Bandaríkin, auk allra leikja í úrslitakeppninni. Þar að auki ; er öllum leikjum í deildinni sjónvarp- > að í kapalkerfum í þeim borgum þar ’ sem liðin spila. Að auki er ótrúlegum ' fjölda frétta- og skemmtiþátta einn- ' ig sjónvarpað. Engum sönnum aðdá- J anda NBA ætti því að leiðast í vetur!*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.