Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.11.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA DAVID GINOLAI DAVID Ginola hefur slegið eftirminni- lega í gegn með Newcastle — hér fagnar hann marki. FRANSKI landsliðsmaðurinn David Ginola hefur slegið eftir- minnilega í gegn með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í vetur og verður í sviðsljósinu í dag þegar liðið sækir Liverpool heim á An- field Road, en þessi tvö lið þykja leika bestu knattspyrnuna í Eng- landi um þessar mundir. Ginola hefur síðustu árin verið einn alb- esti franski knattspymumaðurinn, en engu að síður lenti hann í vand- ræðum hjá Paris Saint Germain á síðasta keppnistímabili. Stuldur Iðulega hefur verið talað um Ginola í sömu andrá og hinn fræga Frakkann í ensku knattspymunni, Eric Cantona hjá Manchester Un- ited. Sumir segja þá af sama skólanum; einhveiju sinni var sagt um Cantona að hann væri ekki knattspyrnumaður heldur lista- maður, og víst er að þeir hafa báðir ýmislegt til branns að bera sem aðra leikmenn skortir. Hæfileikar Ginolas vora sem sagt til staðar, um það efaðist enginn, en þeir nutu sín einhverra hluta vegna ekki orðið nægilega vel ■ í heimalandinu. Það orð fór af Ginola að hann félli ekki vel inn í hópinn, var sagður hálf leiðinleg- ur og að hann liti stórt á sig. Luiz Fernandes, sem ráðinn var þjálfari PSG skömmu áður, og Ginola virtust ekki eiga skap sam- an, og fljótlega varð ljóst að Gin- ola færi áður en langt um liði. Spænska stórveldið Barcelona vildi fá hann og svo virtist sem Johan Crayff, þjálfari þar á bæ, myndi klófesta útherjann, sem ræddi reyndar einnig við forráða- menn Bayern Miinchen, en síðan birtist Kevin Keegan, fram- kvæmdastjóri Newcastle, og „stal“ honum. Kaupverðið var 2,5. milljónir punda — andvirði um 250 milljóna króna, sem er hlægileg upphæð, sé miðað við fyrir hvað enskir leikmenn ganga kaupum og sölum um þessar mundir. Og Ginola blómstrar, enda segist hon- um líða eins og best verður á kos- ið í Norður Englandi. Ginola, sem er 28 ára, leikur yfirleitt vinstra megin á miðjunrý — nánast sem útherji — þar sem hraði hans, tækni og útsjónarsemi nýtast vel. Hann hefur frábært auga fyrir samleik en hefur ekki síður gaman af því að plata and- stæðinga sína upp úr skónum, og enskir bakverðir hafa nú þegar aldeilis fengið að kenna á honum. Ginola hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðram og segja má að Newcastle-liðið hafi gjörbreyst með tilkomu hans. Á heimsmælikvarða Ljóst er að Keegan gerði þarna ein allra bestu kaup sumarsins. „Ginola er á heimsmælikvarða; hann hefur allt; hraða, tækni og yfirsýn, en yfirleitt reiknar maður ekki með að leikmenn hafi þetta allt til að bera,“ sagði fram- kvæmdastjórinn nýverið. Sá sem hagnast líklega mest á nærveru Ginolas í Newcastle-lið- inu er miðheijinn Les Ferdinand. Hann kom einnig til félagsins í sumar og hefur byijað með látum á St James’ Park. Skoraði í átta deildarleikjum í röð á dögunum og jafnaði þar með félagsmetið. Ekki munaði miklu að hann bætti 100 ára gamalt met Willys War- dropes — sem skoraði í níu deildar- Bucci frá í mánuð LUCA Bucei, markvörður Parma og varamarkvörður ítalska landsliðsins, verður frá keppni í mánuð - hann meiddist á viðbeini i Evrópuleik gegn Halmstadt á fimmtudaginn. Hann mun því missa mikilvæga leiki eins og gegn AC Milan og Juventus. Bucci meiddist þegar hann varði síðasta skot Halmstadt í leiknum - skot sem hefði getað kostað Parma, sem vann 4:0 og samanlagt 4:3, frekari þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa. leikjum í röð fyrir félagið á sínum tíma — þegar Newcastle sótti Tott- enham heim um síðustu helgi; þar átti hann skalla í þverslá og Ian Walker varði eitt sinn glæsilega frá honum. Menn vora reyndar sammála um að þetta hefði líklega verið slakasti leikur Ferdinands með Newcastle til þessa, en Gin- ola tók þá við af félaga sínum og skoraði gott mark sem tryggði lið- inu eitt stig. Það er ljóst að áhangendur Newcastle eru löngu hættir að gráta Andy Cole. Þegar hann var seldur til Manchester United fyrir 7 milljónir punda í fyrravetur trylltust sumir hinna dyggu stuðn- ingsmanna Newcastle, en Keegan bað menn að vera rólega. „Eg ræð hér, ekki þið,“ sagði hann. Hann keypti leikmenn fyrir mikla pen inga í sumar; Ferdinand á 6 millj- ónir, varnarmanninn Warren Bar- ton á 4 milljónir og síðan Ginola á 2,5. Og frá því keppnistímabilið hófst í haust hefur enginn minnst á Cole á St James’ Park. Arsenal hafði forkaupsrétt GEORGE Graham, sem var látinn fara frá Arsenal í febrúar eftir að hafa verið framkvæmdastjóri liðsins í níu ár, greindi frá því um helgina að Arsenal hefði haft for- kaupsrétt á öllum leikmönnum á vegpim norska umboðsmannsins Runes Hauges. „Ef ég vildi þá ekki beindi ég þeim annað,“ sagði Graham. „Hann bauð mér Peter Schmeichel og Andrei Kanchelsk- is en ég hafði ekki áhuga á að fá þá og mælti með Manchester Un- ited í staðinn. Þegar gengið var frá samningum við þá sagði Hauge: „Ég gleymi ekki hvað þú hefur gert fyrir mig.“ Mig grun- aði ekki að hann ætti við peninga- greiðslur. Ég gerði þetta til að viðhalda góðu sambandi okkar, til að Arsenal hefði áfram forkaups- rétt á leikmönnum á hans vegum.“ Graham viðurkenndi að hafa þegið sem samsvarar tæplega 43,5 millj. kr. að gjöf frá Hauge. „Innst inni hvarflaði að mér að þetta gæti valdið vandræðum en ágirndin varð öðru yfirsterkari og mig grunaði ekki hvaða afleið- ingar þetta hefði. Þetta var gjöf sem ég bað ekki um,“ sagði Gra- ham en hann endurgreiddi Ars- enal upphæðina með vöxtum eftir að málið fór í opinbera rannsókn. „Það fáránlegasta við þetta er að peningarnir hefðu aldrei breytt neinu í lífi mínu. Ég hafði mjög góð laun og eftir á að hyggja vildi ég óska að ég hefði aldrei hitt Rune Hauge.“ Graham fór með skömm frá Arsenal og í júlí sl. var honum bannað að hafa afskipti af knatt- spyrnu í eitt ár vegna málsins. LUCA Marchegiani, markvörð- ur Lazio á Ítalíu, sem meiddist í deildarleiknum gegn Juventus um síðustu helgi, verður líklega tilbúinn á ný eftir þijá mánuði. í fyrstu var óttast að markvörðurinn yrði ekki meira með í vetur, en í tilkynningu frá félaginu kom fram að Marcheg- iani þyrfti ekki í uppskurð, gagn- stætt því sem reiknað var með, og því yrði hann leikfær svo snemma. MATTHEW Le Tissier skrifaði undir nýjan samning við Southamp- ton í gær og skuldbatt sig þar með til að leika með félaginu næstu íjög- ur árin. Le Tissier hefur verið mjög eftirsóttur og háar upphæðir boðnar í hann, en þessi snjalli leikmaður segist ekki hafa áhuga á að færa sig um set. REIKNAÐ er með að Fabrizzio Ravanelli og Ciro Ferrara, sem komu inná sem varamenn í Evrópu- leiknum gegn Rangers í vikunni, komi aftur inn í byijunarlið Juvent- us fyrir viðureignina gegn Udinese í ítölsku deildinni á morgun. Báðir skoruðu í Glasgow. MARCELLO Lippi, þjálfari meistara Juventus, var himinlifandi eftir sigurinn gegn Rangers. „í kvöld sá ég aftur hið sánna Juvent- us; ’iiðið eins og það getur leikið best — sem kemur fram sem geysi- sterk heild," sagði Lippi. „Nú fer ég fram á að liðið leiki með þessum hætti í deildinni og byiji á því strax gegn Udinese.“ ■ PAULO Sousa frá Portúgal, sem var frábær gegn Rangers, verð- ur í aðalhlutverkinu á miðjunni hjá Juve á morgun. Franski landsliðs- maðurinn Didier Deschamps og Serbinn Vladimir Jugovic voru hvorugur með í Glasgow og verða eitthvað enn frá vegna meiðsla. ■ ROBERTO Baggio, sem lék aft- ur með AC Milan í vikunni og gerði bæði mörkin gegn Strasbourg í Evrópukeppninni, verður væntan- lega í fremstu víglínu gegn Cagl- iari. Zvonimir Boban fer þá á vara- mannabekkinn í hans stað. ■ BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Juninho verður með Middlesbro- ugh í fyrsta skipti í dag er Leeds kemur í heimsókn. Til að andrúms- loftið verði honum sem hagstæðast á 30 manna samba-hljómsveit að leika brasilíska tónlist á vellinum fyrir leik. ■ JOHN Hendrie, framheiji hjá Middlesbrough, sparaði ekki lýs- ingarorðin í gær er hann talaði um nýja samheijann: „Hann er ótrúlega fljótur og liðast um eins og snákur þegar hann platar andstæðingana. Það á eftir að verða martröð fyrir varnarmenn að eiga við hann.“ ■ CHELSEA er á höttunum eftir sóknarleikmanni og hefur liðið sýnt áhuga á að fá John Hartson, hinn unga sóknarleikmann hjá Arsenal og þá er sá orðrómur á kreiki að liðið sér tilbúið að greiða 5 millj. pund fyrir Dean Holdsworth hjá Wimbledon. ■ ALEX Ferguson, framkvæmda- stjóri Man._Utd., er sagður hafa áhuga að kaupa Loussa Saib, landsliðsmann frá Alsír, sem leikur með franska Iiðinu Auxerre. Ferguson fór á City Ground í vik- unni, þegar Nott. Forest lék gegn Auxerre, til að sjá Saib, sem er metinn á tvær millj. punda. ■ ROY Evans, framkvæmdastjóri Liverpool, er mjög spenntur fyrir hinum unga Lee Bowyer, sem leik- ur með Charlton. Hann er metinn á 3 millj. pund. ■ JOE Royle, framkvæmdastjóri Everton, hefur hug á að styrkja lið sitt og er hann tilbúinn að kaupa Trevor Sinclair frá QPR á sex millj. punda og láta þá Anders Limpar og Vinny Samways upp í kaupin. | í I |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.