Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ í norð-austurhluta Eistlands hefur fátt eitt breyst frá sovéttímanum eins o g Ásgeir Sverrísson komst að á ferð sinni um verk- smiðjubæi og eiturpytti nærri rússnesku landamærunum. ÓTT dagurinn sé sæmilega bjartur er skyggnið aðeins 200-300 metrar. Grá slikja liggur yfír bænum; grasið er grátt, trén eru grá, bílarnir eru gráir, reiðhjólin eru grá og fólkið er grátt. Steypurykið eirir engu í verksmiðjubænum Kunda í norð- austurhluta Eistlands. Þannig var það einnig áður í nágrannabænum Sillamáe en þar var það ekki ryk heldur efnaúrgangur og geisla- virkni sem þjakaði íbúana og eyði- lagði heilsu þeirra. Enn austar, rétt við rússnesku borgina Narva, sem þó tilheyrir Eistlandi, spúa skorsteinar í risastóru orkuveri eitri út í andrúmsloftið. Hér hefur ekkert breyst. ■ í höfuðborginni Tallinn eru umbætur í anda Vesturlandabúa hins vegar greinilegar. Bensín- stöðvar hafa sprottið upp, fínnsk fyrirtæki hafa reist stórmarkaði og kynlífsbúðunum, sem geyma margar hveijar afar hugvitsamleg tól og tæki, fjölgar ört. Hér kostar vínið ekki neitt og tóbakið er ódýrt. Finnar flykkjast líka yfir Flóann, ferðin frá Helsinki tekur rúmar tvær klukkstundir og fjölmargir, ekki síst ellilífeyrisþegar og at- vinnuleysingjar, eru tilbúnir til að leggja ferðalagið á sig til að kaupa niðurgreiddan neysluvarning. Bjórinn um borð í feijunni rennur sýnilega Ijúflega niður og á fimmta glasi hljómar hljómsveitin það vel að menn eru tilbúnir til að stíga dans þótt hádegi sé enn ekki runn- ið upp. Hinir þrekminni eru sumir orðnir nokkuð framlágir þegar í land er komið og við tekur enda- laus biðröð við landamærastöðina. Annar veruleiki En líkt og víða annars staðar í Austur-Evrópu blasir allt annar veruleiki við þegar út úr höfuð- borginni er komið. Umbæturnar sem Vesturlandabúar hafa keppst við að lofa eru oftar en ekki ein- göngu bundnar við stærri borgir en í dreifbýlinu hefur lítið sem ekkert breyst. Og þannig er það einnig þegar ekið er um norð-aust- urhluta Eistlands, eitt mengaðasta svæði Austur-Evrópu. Hér skrölta gamlir sovéskir bílar um slitnar götur. Hér blasa við sovéskar verskmiðjublokkir, einhver ógeð- felldustu híbýli sem unnt "er að ímynda sér. Hér er niðurníðslan almenn og fátæktin skelfileg. „Nostalgískur“ hroliur fer um gestinn, sem rifjar upp fyrri ferðir og ber saman reynsluna frá Rúss- Iandi, Póllandi og Rúmeníu. Á hugann leitar gamla Bítlalagið, „Back In The U.S.S.R“, já þetta er afturhvarf til Sovétríkjanna, austur-evrópsk tímavél sem gest- urinn hefur enn einu sinni hrasað inn í. Leiðin liggur í austur, að rúss- nesku landamærunum, til borgar- innar Narva þar sem yfir 90% íbú- anna eru rússneskumælandi þótt borgin tilheyri nú Eistlandi. En áður en þangað kemur er sjálfsagt að heimsækja nokkra verk- smiðjubæi á leiðinni. í Kunda liggur sementsrykið svo þétt yfir bænum að einna helst minnir á Austfjarðaþokuna. Lengra nær samlíkingin ekki held- ur. Þessi staður verður seint talin rómantískur, það væri einkenni- legur Rómeó sem drægi sína heitt- elskuðu hingað. Erfitt er að draga andann þegar gengið er eftir aðal- götunni við sementsverksmiðjuna sem er eitt drulluflag. Út úr mekk- inum kemur skyndilega ævaforn sovéskur vörubíll, líkur þeim sem forðum skröltu um götur Moskvu og merktir voru „Khleb“ (brauð). Bílstjórinn hefur ljósin kveikt, það er nauðsynlegt þótt hábjartur dag- ur sé. Þungbrýndir verkamenn húka í einum vinnuskálanum en skyndilega birtist gömul og se- ments-rykfallin kerling á gráu reiðhjóli, klædd skærlitum plast- fötum með skuplu á höfði. Hún hverfur jafnharðan inn í sements- þokuna. Verksmiðjan í Kunda, sem er tvo kílómetra frá ströndinni, var byggð á sjöunda áratugnum og það sement sem hér er framleitt er eingöngu í lægsta gæðaflokki. Áður störfuðu um 1.000 manns við verksmiðjuna en þeim hefur fækkað verulega og 350 til viðbót- ar munu missa störf sín á næstu árum. Um 40% verkamannanna eru Rússar. Verksmiðjan er nú í eigu eist- neska ríkisins og norrænna fyrir- tækja en Norræni fjárfestinga- bankinn er á meðal þeirra stofnana sem lagt hafa fram fjármagn í því skyni að endurnýja tækjabúnað- inn. Forstjórinn, Svíinn Jan Owr- en, upplýsir að stórlega hafi dreg- ið úr menguninni á undanfömum árum. Áður hafi um 15% fram- leiðslunnar, um 78.000 tonn, farið út í andrúmsloftið á ári hverju. „Ástandið hefur batnað jafnt og þétt, þótt þess sjáist ekki merki,“ segir hann. Aðspurður segir hann heilsufar starfsfólksins ágætt, það hafi rannsóknir leitt í ljós. Nei, hann hefur ekki hugsað sér að setjast héma að þegar hann kemst á eftirlaun. Lokaður kjarnorkuhaugur Næsti viðkomustaður er bærinn Sillmáe. Þetta er annálaður staður í Eistlandi og kemur það ekki til af góðu. Bærinn var lokaður á Sovéttímanum líkt og stór svæði í Eistlandi og þangað mátti enginn koma án sérstaks leyfis. Hérna fóru fram „mikilvægar“ efnatil- raunir og gífurlegt magn af úra- níum var grafið í jörðu. Ef til vill er það ástæðan fyrir því að fjöldi barna missti hárið í lok síðasta áratugar. Enginn veit nákvæm- lega hvers vegna það gerðist, rannsóknir sýndu að svo mikið var um efnaúrgang í umhverfínu að ógerlegt var að segja til um hvaða eitur hefði verið að verki. Hér líkt og víðar getur að líta hálfbyggð sovésk fjölbýlishús sem standa eins og beinagrindur til minningar um horfna tíma. Hér vill enginn búa, byggingu var hætt í miðjum klíðum þegar sovét-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.